Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! VINNAN VERÐUR SVO MIK LU SKEMM TILEGRI ! Dynjandi hefur úrval af heyrnahlífum frá 3M. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Háskólanám á sviði skapandi greina Nám í alþjóðlegum fagháskólum er einstakt tækifæri til að kynnast suðupotti hugmynda, með stefnum og straumum víða að úr heiminum. Í boði er hagnýtt nám, sem sameinar frumkvæði, hugmyndir og tækni og er í góðum tengslum við alþjóðleg fyrirtæki. Nemendur hafa aðgang að vel búnum rannsókn- ar- og vinnustofum og kennarar eru reyndir sérfræðingar hver í sinni grein. Háskólanám erlendis í hönnun, sjónlistum, stjórnun, eða tísku opnar einnig möguleika á að hitta rétta fólkið og komast áfram á alþjóðlegum markaði. Dæmi um nám í boði: Fatahönnun • Tískumarkaðsfræði • Tískustílisti • Skartgripa- hönnun • Grafísk hönnun • Listræn stjórnun • Ljósmyndun Kvikmyndagerð • Margmiðlun. Arkitektúr • Innanhússhönnun • Ljósahönnun • Húsgagna- hönnun • Vöruhönnun • Umbúðahönnun • Viðburðastjórn Viðskiptafræði • Markaðssamskipti. ENGLAND • ÍTALÍA • KANADA • KATALÓNÍA • SKOTLAND • SPÁNN Samstarfsskólar: Istituto Europeo di Design (Italia, Spain and Catalunia) Arts University College Bournemouth • Bournemouth University University of the Arts London (England) The Glasgow School Of Art (Scotland) Acadia University (Nova Scotia) Tónlistarhátíðin Pönk á Patró verð- ur haldin á morgun í fjórða skipti. Pönk á Patró er eins og nafnið gef- ur til kynna haldin á Patreksfirði og fer fram í Sjóræningjahúsinu svo- kallaða. Um er að ræða tónlist- arhátíð fyrir alla fjölskylduna en dagurinn hefst á tónlistarsmiðju fyrir börn og unglinga þar sem Prinspóló sér um fjörið. „Yngstu þátttakendur hafa verið alveg niður í fjögurra ára en þá eru mamma og pabbi yfirleitt skammt frá. Flestir krakkarnir eru á aldr- inum sjö til tíu ára, sá hópur virðist hafa mest gaman af þessu,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, skipu- leggjandi hátíðarinnar. „Unglingar mæta alveg og fylgjast með en eru kannski ekki alveg jafnvirkir í að taka þátt. Þeim finnst svo sér- staklega gaman að mæta á tón- leikana um kvöldið,“ bætir hann við og bendir á að ekki sé nauðsynlegt að skrá börnin til leiks, nóg sé að mæta á svæðið. „Sjóræningjahúsið er opið frá kl. 11 um morguninn og tónlistar- smiðjan hefst á slaginu eitt,“ segir Jóhann en að smiðjunni lokinni verður þáttakendum boðið á tón- leika með Prins póló sem leikur einnig á tónleikum fyrir alla fjöl- skylduna seinna um kvöldið. Vanda valið á listamönnum Jóhann hefur staðið að skipulagn- ingu hátíðarinnar frá stofnun henn- ar fyrir fjórum árum og segir við- tökurnar hafa verið frábærar. „Hátíðin hefur fengið alveg rosalega góðar viðtökur öll árin. Maður vissi ekki alveg hvernig þetta færi í fólk en hátíðin féll strax í góðan jarðveg og það mæta fleiri með hverju árinu sem líður,“ segir hann en áður hafa komið fram hljómsveitirnar Polla- pönk, Amiina og Dikta. Að sögn Jóhanns er mikilvægt að vanda valið á þeim listamönnum sem taka þátt hverju sinni enda um krefjandi starf að ræða. „Við viljum hafa listamenn sem eru að gera eitt- hvað spennandi og eru að gera sína eigin hluti. Síðan þarf auðvitað að athuga hvort viðkomandi treystir sér að vinna með krökkunum og miðla þekkingu sinni,“ segir hann og bendir á að Prinspóló og félagar hafi allt sem þarf. „Með honum í för er til dæmis Borko sem er tónlistarkennari svo þeir fara ábyggilega bara í að leyfa krökkunum að prófa hljóðfærin og gera eitthvað skapandi,“ segir Jó- hann og bætir við að skemmt- anagildið sé einnig í hávegum haft. „Prinspóló er með skemmtilega sviðsframkomu og það er mikill húmor í músíkinni og textunum.“ sigyn@mbl.is Prinspóló pönkar á Patreksfirði Prinspóló Svavar Pétur Eysteins- son og Kristján Freyr Halldórsson.  Tónlistarsmiðja fyrir börnin og tónleikar fyrir alla fjölskylduna „Markmiðið er fyrst og fremst að auka tónlistarlíf á Suðurlandi, og vekja athygli á þessum fallega stað,“ segir Björg Þórhallsdóttir, listrænn stjórnandi nýrrar tónlist- arhátíðar sem fer fram í Strand- arkirkju í Selvogi nú um helgina og næstu helgi. Á dagskrá hátíðarinnar í ár eru tvennir tónleikar. Þeir fyrri verða haldnir á morgun kl. 14. Á þeim leika Elísabet Waage hörpuleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari verk eftir m.a. Couperin, Saint- Saëns og Granados. Seinni tón- leikar hátíðarinnar verða haldnir sunnudaginn 19. ágúst kl. 14 en á þeim koma fram Björg sópr- ansöngkona, Elísabet Waage og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Lofgjörð til Maríu Guðsmóður, Maríubænir og trúarljóð skipa stóran hluta efnisskrár þeirra tón- leika. „Á hverju sumri höfum við sungið fyrir fullu húsi í kirkjunni og fólki þykir mjög vænt um að sækja þennan stað heim og koma í kirkjunna,“ segir Björg en þær El- ísabet hafa haldið tónleika á Mar- íumessu í Strandarkirkju sl. fimm ár. „Þetta er mjög sérstakur stað- ur vegna þess að þar ríkir ein- stakur friður og kraftur sem við finnum fyrir. Þar er einnig mikil náttúrufegurð og staðurinn býður upp á margt fleira, m.a. merka sögu, fallegar gönguleiðir og mannlíf,“ segir Björg. Hún segist stefna að því að halda tónlistarhá- tíðina aftur á næsta ári og þá yfir fleiri helgar og jafnvel bjóða upp á leiðsögn um svæðið og söguslóðir þess. larah@mbl.is Ný hátíð í Strandarkirkju  Einstakur kraftur og friður á Selvogi kveikjan Tónlistartríó Hilmar Örn organisti, Björg sópransöngkona og Elísabet hörpuleikari koma fram á seinni tónleikum hátíðarinnar. Kanadíski rokkabillí-tónlistarmað- urinn Bloodshot Bill heldur tón- leika á Gamla Gauknum í kvöld ásamt rokkabillí-hljómsveitinni Langa Sela og Skuggunum. Tón- leikarnir eru þeir síðustu í tónleika- ferð Bills um Evrópu. Bill hóf feril sinn árið 1998 og hefur spilað með fjölda hljómsveita og þá ýmist á trommur eða gítar og einnig í dú- ettum. Bill kemur fram sem eins manns hljómsveit, leikur samtímis á gítar, trommur og syngur að auki sem er mikil kúnst. Um Bill segir í tilkynningu að hann sé mikill grallari og eigi fjölda platna að baki. Tónlist hans sé hrátt og fjör- ugt rokkabillí sem geti farið út í pönkabillí, í bland við ljúfari tóna. Langi Seli og Skuggarnir sjá um upphitunina en þá hljómsveit hljóta allir unnendur rokkabillís hér á landi að þekkja. Húsið verður opnað kl. 21. Bloodshot Bill á Gauknum Bloodshot Bill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.