Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 11
alltaf svo skítugur á höndunum í gullsmíðavinnunni.“ Gerir uppsteyt gegn hefðbundinni hönnun „En sumarið sem ég var fimmtán ára ákvað ég að prófa að vinna hjá pabba á verkstæðinu og það kom mér á óvart hvað þetta var gaman. Ég vann því öll sumur á gullsmíðaverkstæðinu eftir það og líka í kringum jólin, og endaði svo á að fara í gullsmíðanám. Ég sé ekki eftir því.“ Berglind segir nafnið á skartgripalínu hennar, Uppsteyt, koma þannig til að hún sé í hönnun sinni einfaldlega að gera uppsteyt gegn hefðbundinni skartgripahönn- un. „Ég fer út fyrir rammann og geri aðeins öðruvísi hluti. Ég kom með þessa Uppsteytlínu rétt fyrir jólin árið 2009 og byrjaði með hana í verslun Jens í Kringlunni, en núna er hún í átta verslunum á Íslandi. Ég byrjaði með nokkur sett, eyrna- lokka, armbönd, hálsmen og hringa sem tóna saman, en svo bæti ég alltaf í og þróa línuna, af því tískan breytist og það er nauð- synlegt að hafa einhverja hreyfingu.“ Vatnið sem bylgjast og bærist rétt fyrir gos Sýningin Brand New Copen- hagen er einnig keppni þar sem einn sigurvegari er valinn úr hópi ungu gullsmiðanna. „Hver hönnuður vel- ur einn hlut frá sér sem fer fyrir dóm- nefnd en hún saman- stendur af fagfólki líkt og Metta Saabye, Aag- ard frá Aagard, Henning Kern frá Dyrberg/Kern og Lyngård frá Ole Lyngård. Ég sendi hálsmen með bláum steini en hugmyndina að hönnun þess sótti ég í Geysi og vatnið í hvern- um sem bylgjast og ólgar rétt áð- ur en hann gýs,“ segir Berglind og bætir við að þetta árið hafi danska stúlkan Louise Degn unnið keppn- ina. Berglind segir að á sýning- unni sjái hún vel hvað sé í gangi, hver tískubylgjan sé núna í skart- gripum. „Það er líka dýrmæt reynsla að taka þátt, því það er mikil vinna að undirbúa svona sýn- ingu og heilmikil reynsla að standa á básnum sínum og kynna það sem maður er að gera og tala við fólk frá mörgum ólíkum lönd- um. Vonandi kemur einhver sem vill taka línuna mína til sölu í sinni verslun,“ segir Berglind og bætir við að skartgripalínan hennar Uppsteyt, sé til sölu í einni versl- un í London og annarri í Man- chester. „Við erum að vinna í því að komast á fleiri skartgripasýn- ingar og við höfum líka talað beint við verslanir. Við erum í útrás.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstud 7:20 C mánu-, miðviku- og föstud 10:15 D mánu-, miðviku- og föstud Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og fimmtud 16:40 H mánu-, miðviku- og fimmtud Barnapössun 17:40 I mánu-, miðviku- og fimmtud Barnapössun 18:40 J mánu-, miðviku- og fimmtud 18:25 TT3 mánudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur 19:40 TT3 miðvikudagar, fyrir 16-25 ára. 70 mínútur Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Velkomin í okkar hóp! Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 26. ágúst kl. 16:30 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Viltu léttast og styrkjast og losna úr vítahringnum? TT tímar í boði á Akranesi: 6:30 S1 mánu-, miðviku- og fimmtud 17:30 S2 mánu-, miðviku- og fimmtud 16:15 S3 mánu-, miðviku- og föstud TT námskeiðin hefjast 26. ágúst Lengri námskeið - betra verð. 16 vikur 3x í viku 49.900. 8 vikur 3x í viku 29.900 Námskeiðum fylgir frjáls mæting í tækjasal Innritun í síma 581 3730 Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis- fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísinda- störf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upplýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknir skulu staðfestar með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef einhverjir eru. Umsóknarfrestur er til 31. október nk. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.“ Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember nk. Laugavegi 63 • S: 551 4422 STÓRÚTSALA NÚ ER TÆKIFÆRIÐ, ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR SUMARKÁPUR – SPARIDRESS GALLAFATNAÐUR – BOLIR OG M.FL. Línan góða Hér má sjá sýnishorn úr Uppsteyt-línunni. Umbúðir sem Berg- lind hannaði líka og Geysishálsmen til hægri. Skart Hringur og arm- band fyr- ir ofan. Flottir Þess- ir eyrnalokk- ar eru svalir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.