Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Smáralind Sími: 528 8800 drangey.is Drangey | Napoli Stofnsett 1934 KORTAVESKI 21. ALDARINNAR FRÁ ÞÝSKALANDI Hulstur úr hágæða áli. Ver kort m.a. fyrir rafsegul- geislun, sem kemur í veg fyrir að þjófar geti skannað kortaupplýsingar. Níðsterkur og léttur kostagripur í mörgum litum.„Oyster“ 12-14 kort nafnspjöld, seðlar og mynt Stærð: 10x6x2,5 kr. 7.700 „RAZOR“ 12-14 kort og nafnspjöld Stærð: 10x6x2 kr. 6.900 Tilvalin tækifærisgjöf fyrir herra og dömur. Sendum í póstkröfu Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heildarfjöldi gesta á tónleika í Hörpu, frá því húsið opnaði í maí í fyrra, er 302.466 manns. Alls hafa komið samtals rúmlega 1,3 milljónir gesta í húsið frá opnun. Þar af hafa tíu þúsund manns heimsótt Íslenska Expó skálann í sumar. Er þetta samkvæmt tölum frá Hörpu. 468 tónlistarviðburðir hafa átt sér stað í húsinu frá opnun til dagsins í dag. Tónleikar með léttri tónlist af ýmsu tagi hafa verið 124 talsins, sí- gildir tónleikar 106, popp og rokk tónleikar 98 talsins, tónleikar með nútímatónlist 42, söngleikir 28, óp- erur 19, djasstónleikar 19, barna- tónleikar 18 og nemendatónleikar 14. Sætanýting á þessum tónleikum er 92%. 92.000 gestir á Sinfóníuna Frá því Sinfóníuhljómsveit Ís- lands hélt sína fyrstu tónleika í Hörpu 4. maí 2011 og fram til loka júní 2012 komu tæplega 92.000 gest- ir á tónleika hljómsveitarinnar. Er þá um að ræða almenna tónleika og skólatónleika. Á fyrsta ári Sinfóní- unnar í Hörpu jókst sala áskrifta- korta um rúm 60%. Sigurður Nordal, framkvæmda- stjóri Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands, segir að Harpa hafi reynst vera frábært tón- leikahús. „Við höfum verið ákaf- lega ánægð og þakklát með þann áhuga sem al- menningur hefur sýnt okkar starfi í húsinu og hvað fólk hefur verið dug- legt að sækja tónleika. Það hefur gengið að óskum og verið mikil lyfti- stöng fyrir starf hljómsveitarinnar,“ segir Sigurður. Enginn vafi sé á því að hljómsveitin hafi orðið meiri mið- punktur í íslensku samfélagi í nýju tónlistarhúsi. „Við höfum boðið upp á mjög breiða dagskrá með alls konar tón- list og lagt metnað okkar í að fá sem breiðastan hóp hlustenda og gesta á okkar tónleika. Að starfa innan húss sem er hugs- að fyrir tónlist og tónlistarflutning gjörbreytir okkar starfsemi. Við erum geysilega ánægð með okkar fyrsta ár í húsinu. Ég held að allir tónlistarmenn og tónleikagestir séu sammála um að sem tónlistarhús hefur Harpa tekist einstaklega vel,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Ómar Uppselt Setið var í hverju sæti á opnunartónleikum Sinfóníunnar í Eldborg í Hörpu í maí í fyrra. 92.000 manns hafa sótt tónleika Sinfóníunnar í Hörpu. Hátt í 500 tónlist- arviðburðir verið haldnir í Hörpu  1,3 milljónir hafa heimsótt húsið Sigurður Nordal Ísland er í 7. sæti af 15 í sínum riðli eftir fyrsta keppnisdaginn á ólymp- íumótinu í brids, sem hófst í Lille í Frakklandi í gær en þar keppa Ís- lendingar í opnum flokki. Íslenska liðið vann Ástralíu, 25:5, í fyrsta leik mótsins og gerði síðan jafntefli við Kínverja, 15:15, í annarri umferð en tapaði fyrir Ísrael í þriðju umferð, 9:21. Í dag spilar íslenska liðið við Kosta Ríka og Japan en á síðan yfirsetu. Alls taka 60 þjóðir þátt í ólympíu- mótinu og er þeim skipt í fjóra riðla. Eftir undankeppni komast fjórar efstu þjóðirnar áfram í úrslit. Íslenska liðið er skipað þeim Að- alsteini Jörgensen, Bjarna Einars- syni, Magnúsi Magnússyni, Þresti Ingimarssyni og Sveini Rúnari Eiríkssyni. Ólympíumótið er hluti af Heims- leikunum í hugaríþróttum en auk brids er keppt í skák, kínverskri skák, go og dam. Ísland í miðjum hópi á ÓL í brids Landslið Íslenska ólympíuliðið sem spilar nú í Lille í Frakklandi. Strandveiðum þetta sumarið fer senn að ljúka. Fiskistofa hefur stöðvað veiðar á þremur svæðum af fjórum. Enn er veitt á svæði D, sem nær frá Hornafirði til Borgarbyggð- ar. Sumarið er það fjórða þar sem strandveiðar eru leyfðar frá maí til ágúst. Alls námu aflaheimildirnar 8.600 tonnum af óslægðum fiski. Reglur um lögskráningu eiganda á strandveiðibáta var helsta breyt- ingin frá fyrri árum. Þrátt fyrir þá reglu fjölgaði strandveiðibátum úr 690 árið 2011 í 762 árið 2012 miðað við útgefin leyfi og hafa þau aldrei verið fleiri, segir í frétt á vef Fiskistofu. Flest voru leyfin á svæði A eða 283, á svæði B voru þau 167, á svæði C voru þau 160 og á svæði D voru leyfin alls 152. Eins og áður virðist veiðivonin mest á svæði A þar sem meðalafli í róðri var 614 kg, á svæði B voru þau 548 kg, á svæði C eru þau 533 kg og 449 kg á svæði D. Landanir strandveiðibáta fram að verslunar- mannahelgi voru orðnar alls 15.145 á landinu öllu. Aflahæsti báturinn var Sif SH, sem hafði landað tæp- lega 17,7 tonnum. Fiskistofa hefur haldið uppi öfl- ugu eftirliti með strandveiðunum í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Strandveiðar á lokaspretti  Strandveiðibátum fjölgaði úr 690 í 762 milli ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.