Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Forystumenn hjá Samtökum at- vinnulífsins og Alþýðusambandi Ís- lands greina spennu á milli útflutn- ings- og heimamarkaðsgreina sem kyndi undir verðbólgu og ógni for- sendum gildandi kjarasamninga. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir launaskrið á markaði vísbendingu um þetta. „Útflutningsgreinarnar leiða launaþróunina og hafa til þess ákveðið svigrúm. Þjónustu- greinarnar þurfa að elta þá þróun að einhverju leyti. Meðan það er ójafn- vægi milli útflutnings- og heima- markaðsgreina fylgir því ákveðin verðbólguhætta. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands verða með sama áframhaldi undir miklum þrýstingi á næstu misserum,“ segir Vilhjálmur. Fram kemur í tölum Hagstofu Ís- lands að launavísitalan hækkaði um 7% í júní milli ára og um sömu pró- sentu milli júní 2011 og 2010. Vísi- talan fyrir kaupmátt launa stóð í 111 stigum í júní en var til samanburðar 115,6 stig í júní 2008. Tölurnar eru samanburðarhæfar en grunnur vísitölunnar er desem- ber 1988 og miðast við 100 stig. Dæmi um tveggja stafa launa- hækkun í fjármálageiranum Vilhjálmur segir þessar tölur sýna fram á launaskrið í landinu. „Við sem stóðum að síðustu kjara- samningum vorum mikið gagnrýnd fyrir að gera dýra samninga en horf- um síðan upp á töluvert launaskrið. Það kom okkur til dæmis mjög á óvart hvað laun í fjármálageiranum hækkuðu mikið í fyrra. Dæmi voru um árshækkun upp á tveggja stafa tölu. Almennt hafa launalækkanir líklega að einhverju leyti gengið til baka,“ segir Vilhjálmur, sem telur aðspurður að þróunin setji þrýsting á launakjör ríkisstarfsmanna. Þá bendir hann á þátt gengisþróunar. „Við hefðum viljað sjá gengi krónu hækka meira þannig að þetta væri allt að gerast á lægri tölum og með meira jafnvægi milli útflutnings- og heimamarkaðsgreina. Þannig gæt- um við náð verðbólgu niður í 2- 2,5%,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur forsendur kjarasamninganna frá því í fyrra vera í uppnámi. „Ég óttast að við munum búa við verð- bólgu og hátt vaxtastig á næstu misserum. Það stefnir því flest í að forsendur þess kjarasamnings sem nú er í gildi bresti. Samningarnir verða endurskoðaðir í janúar á næsta ári en þeir gera ráð fyrir 3,25% hækkun 1. febrúar nk. Ef ekki tekst að ná fram stöðug- leika í hagkerfinu gæti reynt á þann kjarasamning. Eðli kjarasamninga er að tryggja að einhverjir hópar sitji ekki eftir þegar svona ójafnvægi er á milli atvinnugreina. Ég er nokk- uð viss um að mínir félagar munu ekki láta það gerast að þeir hópar sem búa ekki vel að launaskriði verði látnir sitja eftir,“ segir Gylfi og bendir á að gengið sé veikara en stefnt var að í samningum. Þá sé verðbólgan meiri og vextir hærri en stefnt var að. Hækkanir umfram samninga „Við vorum sökuð um að fara fram með óábyrgar launahækkanir í fyrra, þegar við sömdum um 4,25% launahækkun og 3,5% hækkun á þessu ári. Atvinnulífið var hins vegar ósammála og hækkaði laun um 7% milli ára, óháð kjarasamningum. Um það hefur verið ágæt samstaða á milli aðildarfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hvað þurfi að koma til svo hér geti komist á stöðugleiki. Eins og komið hefur fram hjá Seðla- bankanum samræmist veik staða krónu í dag ekki því markmiði. Til þess að hér geti ríkt stöðugleiki í atvinnulífinu verða starfsskilyrði allra greina að vera með þeim hætti að þær geti komist af. Í þeirri veiku stöðu sem gjaldmiðilinn er í er af- koma útflutningsgreina mjög góð og hefur það að einhverju leyti einnig skilað sér í svokölluðum samkeppn- isgreinum, greinum sem keppa við útflutning. Kaupmáttur er hins veg- ar mjög slakur og afkoma heimil- anna slæm. Þær greinar sem byggj- ast á þjónustu og viðskiptum við heimilin eru í erfiðri stöðu, enda hafa þær að hluta verið fjármagnaðar með erlendu lánsfé þannig að skuldastaðan er slæm,“ segir Gylfi og víkur að ójafnri samkeppnisstöðu atvinnugreina. Bera ekki svo háa vexti „Vextir eru mjög háir og þessar greinar hafa ekki sama tekjuauka og útflutningsgreinarnar til að bera svo háa vexti. Launafólk sættir sig ekki við það að kaupmáttur ráðist ein- göngu af því að krónan er vitlaust skráð. Starfsmenn annarra greina sætta sig ekki við að vera skildir eftir. Þeir munu krefjast launahækkana og raungeng- ið því hækka. Annaðhvort gerist það á markaði með styrkingu krónunnar og lítilli verðbólgu eða með víxlhækk- unum launa og verðlags. Það er gömul saga og ný. Verð- bólga er ekki vegna kjara- samninga heldur vegna veik- ingar krónunnar,“ segir Gylfi. Spenna á vinnumarkaði  Framkvæmdastjóri SA telur launaskrið ógna verðbólgumarkmiðum  Laun bankafólks á uppleið  Forseti ASÍ telur greinar sem byggjast á heimamarkaði ekki munu sætta sig við að sitja eftir í launum Morgunblaðið/Eggert Á Laugavegi Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur kaupmátt heimilanna ekki vera mikinn um þessar mundir. Vilhjálmur Egilsson Gylfi Arnbjörnsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Líkamsrækt á rólegri nótunum Ný námskeið að hefjast Sérsniðin líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri. Rólegri yfirferð, sérvalin tónlist og skemmtileg stemning. Myndast hefur einstaklega góður andi og vinskapur í þessum tímum. Mánudaga og miðvikudaga kl 9:30 þriðjudaga og fimmtudaga kl 9:30 Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900 Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Innritun í síma 581 3730 Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Hér er hægt að sjá allt sem er að gerast í handverki á landinu og við erum með handverksfólk og hönn- uði frá öllu landinu. Svo erum við einnig með landbúnaðarsýningu og við sýnum allt frá landbún- aðarvélum yfir í rekstrarvörur,“ segir Ester Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Handverkshátíðar og Landbúnaðarsýningar við Hrafna- gil í Eyjafirði. Landbúnaðarsýningin við Hrafnagil var sett með Hand- verkshátíð í gær, en að sögn vefsíðu hátíðarinnar er sýningin bæði um- fangsmikil og fjölbreytt. „Fólk tekur mjög vel í þetta og allir eru rosalega ánægðir. Það er mjög gott veður hérna og við fáum heilu fjölskyldurnar sem skoða og kaupa handverk af sýningunni. Íbú- ar Eyjafjarðarsveitar eru margir búnir að leggja hönd á plóg og út- koman er frábær ,“ segir Ester og bætir við að ýmislegt fróðlegt sé einnig í boði fyrir þá sem hafa áhuga á landbúnaði. „Allir eru rosalega ánægðir“  Stór handverkshá- tíð og landbúnaðar- sýning á Hrafnagili Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Handverk Margir hafa lagt hönd á plóg fyrir Handverkshátíð og Landbún- aðarsýninguna á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem hófust í gær. Kjarasamningar náðust á milli tólf verkalýðsfélaga, samninganefndar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins 5. maí í fyrra. Kváðu þeir m.a. á um 11,4% almennar launahækkanir og 23,6% hækkun á lægstu launum. Með því hækkuðu lægstu laun fyrir fulla dagvinnu 18 ára og eldri úr 165 þúsund krónum í 204 þúsund á samningstímanum. Voru samn- ingar gerðir til þriggja ára. Þeir kváðu einnig á um þrjár ein- greiðslur; 50 þúsund króna ein- greiðslu í upphafi samningstímans miðað við fullt starf mánuðina áð- ur en samningar voru gerðir, 10.000 króna álag á orlofsuppbót og 15.000 króna álag á desem- beruppbót. Fram kom í tilkynningu frá Sam- tökum atvinnulífsins vegna samn- inganna að heildarlaunakostnaður atvinnulífsins vegna þeirra myndi aukast um 13% í heildina á samn- ingstímanum sem er til 31. janúar 2014. Töldu samtökin að launakostn- aður fyrirtækja í ákveðnum grein- um myndi hækka meira. Orðrétt sagði þar einnig: „Í kjarasamningunum er for- senduákvæði um að kaupmáttur aukist, verðlag haldist stöðugt, gengi krónunnar styrkist mark- tækt og að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit í efnahags-, at- vinnu- og félagsmálum. For- sendur verða metnar í janúar ár hvert.“ En eins og fram kemur í greininni hér til hliðar telur Vilhjálmur Egilsson stöðug- leikann skorta, sjónarmið sem forseti ASÍ deilir. Tryggja átti stöðugleika KJARASAMNINGARNIR RIFJAÐIR UPP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.