Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 ✝ Eiríkur Þor-steinsson fædd- ist í Blikalóni á Mel- rakkasléttu 11. nóvember 1938. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 4. ágúst 2012. Eiginkona Eiríks var Þorbjörg Kar- ólína Snorradóttir, f. 2.10. 1940, d. 12.6. 1987. Dóttir Þorbjargar er Anna Þorbjörg Toher, f. 14.3. 1960, maki: Pétur Steinn Guð- mundsson. Sonur þeirra er Ró- bert Orri Pétursson. Foreldrar Eiríks voru hjónin Þorsteinn Magnússon bóndi í Blikalóni, f. 22.9. 1897, d. 7.4. 1977, og Mar- grét Eiríksdóttir frá Rifi, hús- móðir í Blikalóni, f. 28.11. 1908, d. 20.10. 1992. Systkini: Ester Þorsteinsdóttir, samfeðra, f. 17.2. 1922, d. 15.3. 1996, maki Þorgeir Jónsson, f. 24.3. 1916, d. 16.3. 2003. Magnús Þor- steinsson, f. 26.4. 1933, d. 5.2. 2004. Sigmar Þor- steinsson, f. 21.5. 1935, maki Þor- björg Jónatans- dóttir, f. 24.10. 1930. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 10.11. 1937, maki Jóhann Krist- insson, f. 30.3. 1929. Grétar Þor- steinsson, f. 31.1. 1948. Þorbjörg Sig- ríður Þorsteinsdóttir, f. 6.10. 1953, maki Árni Stefán Guðna- son, f. 28.10. 1950. Eiríkur ólst upp í Blikalóni og átti þar sitt heimili til ársins 1974 er hann flutti til Raufarhafnar ásamt konu sinni. Hann starfaði lengst af hjá Síldarverksmiðjum rík- isins á Raufarhöfn (síðar SR mjöl). Allt frá því að minkur barst til Melrakkasléttu starfaði hann við minkaveiðar og veiði- skap af ýmsu tagi. Útför Eiríks fer fram frá Raufarhafnarkirkju í dag, laug- ardaginn 11. ágúst 2012. Eiríkur bróðir minn er nú far- inn yfir móðuna miklu og kemur aldrei aftur. Það er erfitt að trúa því að sú sé staðreyndin en hann var alltaf svo frískur og hress, gekk marga klukkutíma á dag með vötnum og í heiðinni, alltaf að leita að tófu eða mink. Hann var mikið náttúrubarn, þekkti alla fugla og ef ný tegund birtist vissi hann hvar hún settist að, eins var það með gróðurinn. Þær eru minnisstæðar rósirn- ar sem hann ræktaði í stofu- glugganum í Búðinni og kakt- usarnir sem sliguðust undan rauðum blómum á hverju vori. Á vorin kom hann oft heim í Blika- lón með fyrsta kvistinn af beiti- lyngi sem hann fann og var orð- inn grænn og byrjaður að laufgast. Veiðiskapurinn var honum í blóð borinn. Hann var ekki stór þegar hann byrjaði að veiða hvort heldur sem var silung, mink eða tófu en hann var mjög næmur á ferðir þessara dýra. Við systkinin sögðum hann hafa einu skilningarviti meira en við hin, hann vissi hvar tófan hafði farið þó að engin spor sæjust. Skólagangan var aðeins barnaskólinn eins og þá var. Hann fór snemma að vinna við búskapinn enda fjárglöggur og hafði gaman af að fylgjast með fénu. Síðan lá leiðin á vertíð og á síld, einnig á sjó frá Raufarhöfn. Mörg ár vann hann hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Rauf- arhöfn, mest á verkstæðinu. Síðustu árin sá hann um minkaveiðar á Melrakkasléttu og vann að því á meðan heilsan leyfði. Einnig sá hann um æð- arvarpið í Blikalóni. Með þraut- seigju og góðri aðstoð lauk hann því verkefni í sumar og var eins og það væri takmarkið hans áð- ur en líkaminn gaf sig. Eiríkur var ljúfur bróðir, glaður og hress strákur og vinur vina sinna. Hann var líka mjög hjálpsamur. Ég sakna hans óskaplega en veit að við hittumst seinna á nýjum stað. Þín systir, Ingibjörg. Það var haustið 1967 sem ég kynntist Eiríki mági mínum fyrst, hafði vitað af honum sem Eika í Blikalóni frá barnæsku. Þetta haust unnum við saman í sláturhúsinu á Kópaskeri í kjöt- frystinum, þar kynntist ég þeirri þrautseigju, krafti og velvirkni sem einkenndi hann. Þegar við Sigga systir hans tókum saman þá kynntist ég honum enn betur og eins um svipað leyti unnum við saman hjá SR á Raufarhöfn, þar sem Eiki vann á járnsmíðaverkstæð- inu, var hann járnsmiður af guðs náð og feikigóður suðumaður. Barngóður var hann, fengu börn okkar Siggu, Jón Tryggvi og Gunnur að njóta þess og köll- uðu þau hann aldrei annað en „Féla“. Síðari ár var komið að þeirra börnum Andra, Orra og Ólivers að njóta vinskapar við Féla og var mjög sérstakt sam- band og vinskapur á milli Eiríks og Andra og Orra. Eiríkur var mikið náttúru- barn og veiðimaður, vissi ekkert betra en að vera einhvers staðar uppi í heiði eða úti við sjó að huga að vargi, mink eða ref, var hann afkastamikill minkabani og ófáa refi skaut hann í gegnum tíðina. Segja má að hann hafi hugsað um æðarvarpið í Blika- lóni síðustu árin, var ólatur við að halda vargi niðri hvort sem var í lofti eða á láði. Sigga var með honum í dún- inum í mörg vor og mun hún sakna þess að fara ekki í dúninn með bróður framar. Félagi var mikill matmaður þó ekki bæri hann það utan á sér, tágrannur alltaf. Sigga mun sakna þess að engin mun koma í dyragættina í eldhúsinu í Blika- lóni og segja „Hvað verður í pott- unum í kvöld Sigga“. Eins minn- ist ég þess þegar við Eiki vorum að setja upp þrýstikút fyrir kaldavatnið í Blikalóni eldaði ég einn poka af kótilettum ca. 25-30 stykki, gerði ráð fyrir afgangi til næsta dags en þegar við Félagi stóðum upp frá borðinu var allt upp étið og við vel sælir og ánægðir. Blessuð sé minning Fé- laga. Árni og Sigríður. Þegar ég var lítil vildi ég ekki alltaf borða matinn minn. Þá voru mér sagðar sögur til að plata ofan í mig matarbita. Sögu- persónurnar voru alltaf þær sömu þótt söguþráðurinn breytt- ist. Þær fjölluðu oftast um veiði- mann og spennandi ævintýri hans í leitinni að tófu eða mink. Veiðimaðurinn var Eiríkur frændi minn, eða Féli eins og við systkinin kölluðum hann. Féli er stytting af orðinu félagi en það kallaði Eiríkur eldri bróður minn, Tryggva, þegar hann var strákur í Blikalóni á Melrakka- sléttu. Síðar festist þetta gælu- nafn við frænda sjálfan: Féli. Ekki voru sögurnar svo mikill uppspuni því sannarlega var Féli frækinn veiðimaður og vann öt- ullega að því að losna við bæði flugvarg sem og fjórfætlinga sem gengu á varpland. Frá því ég man eftir mér hef- ur Eiríkur ætíð verið fastur punktur í tilverunni á Melrakka- sléttunni hvort sem það var með ömmu í Blikalóni eða síðar þegar ég kom á sumrin með mína eigin fjölskyldu. Þótt Féli hafi ekki verið málglaður maður komst hann oft á flug þegar hann lýsti veiðiskapnum. Þær sögur voru oftast skemmtilegri en þær sem ég hafði heyrt við matarborðið í æsku. Sögur frá því þegar hann lá á tófugrenjum, sögur af mink- um og af rjúpnaveiðum. Með sög- unum fylgdi alltaf fróðleikur. Hann var hafsjór af fróðleik um lifnaðarhætti og hegðun þessara dýra sem hann veiddi og þeirra sem hann sá til að fengju grið fyrir óvinum sínum. Hann unni náttúrunni og dýralífi Sléttunnar. Þar sem hann var þessi fasti punktur í tilverunni var það áfall að frétta af veikindum Eiríks sem greindist með krabbamein, sem vó hann að lokum. En í Blikalón kom hann í sumar og tók þátt í æðardúnsverkunum eins og þróttur hans leyfði. Það var gott að spjalla við hann og finna hvað hann var glaður yfir að komast af spítalanum og í sveitina sem hann unni. Þessar sumarvikur voru góð- ar. Dúnninn var mikill og góður og veðrið eins og það gerist best á Melrakkasléttunni, hæglátt og endalaus sól. Þegar kom að brottför var kveðjustundin með Eiríki notaleg að vanda en að þessu sinni kvaddi ég með orð- unum „Sjáumst seinna“ en ekki „Sjáumst næsta sumar“ eins og ég hef svo oft kvatt hann und- anfarin ár því miðað við hve veikur og máttfarinn hann var orðin var ég viðbúin því að næsta sumar yrði enginn búinn að setja kaffi á könnuna í Blika- lóni þegar ég kæmi. Um leið og ég kveð móður- bróður minn, Eirík Þorsteins- son, þakka ég fyrir allar okkar stundir sem spanna svo mörg tímabil lífs míns. Sem lítil stelpa á verksmiðjuplaninu á Raufar- höfn á spjalli við Féla, fá að kíkja í skottið á bílnum hans og skoða tófuna sem hann veiddi, horfa á kríurnar brjálast út í hjálminn sem hann var með á höfðinu í dúntekjunni, hlusta á veiðisögurnar við eldhúsborðið í Blikalóni, kynna hann fyrir litlu fjölskyldunni minni og svo ótal fleiri stundir. Ein jólin gaf hann mér bók. Ekki var það höfundurinn sem heillaði eða söguþráður bókar- innar sem var til þess að hann gaf mér hana heldur titill bók- arinnar; Sjáumst þó síðar verði. Og nú er það svo satt. Við sjáumst þótt síðar verði. Gunnur Árnadóttir. Í örfáum orðum langar mig að minnast míns góða og trausta vinar og veiðifélaga, Eiríks Þor- steinssonar frá Blikalóni á Sléttu, sem andaðist á sjúkra- húsinu á Húsavík hinn 4. ágúst sl. Á milli heimilanna okkar á Brúnum og í Blikalóni var alltaf mikill samgangur, þar í milli ríkti bæði einlæg vinátta, traust og hjálpsemi. Strax sem ung- lingur fór Eiríkur að fást við skotveiðar á ref, þeirri veiði- mennsku kynntist hann hjá föð- ur mínum, Brynjúlfi frá Brún- um, og saman stunduðu þeir þessa veiðimennsku í langan tíma. Þegar ég hafði aldur til fór ég að stunda þessa veiði- mennsku með þeim, það var mitt lán að þar myndaðist með okkur Eiríki einlæg vinátta sem aldrei bar skugga á. Það er mikill og góður minningasjóður að eiga frá þeim árum sem við lágum saman á grenjum í Sléttuheiði, óneitanlega kynnast menn vel við slíkar aðstæður. Það kynnt- ist ég vel hve traustur og góður maður Eiríkur var. Fyrir ung- ling á mótunarárum er það mik- ið lán að njóta áhrifa og leið- sagnar frá slíku fólki. Þegar villtur minkur nam land á Sléttu upp úr 1960 hóf Ei- ríkur strax veiðar á honum og baráttu gegn útbreiðslu hans. Þessar veiðar stundaði hann samfellt til síðastliðins vors þeg- ar hann kenndi þess sjúkdóms sem síðan lagði hann að velli eft- ir snarpa og erfiða baráttu. En þannig er nú gangur lífsins að bestu veiðimenn þurfa sjálfir að lúta í gras að endingu. Auk þess að vera góð skytta var Eiríkur snillingur við boga- og gildru- veiðar á mink, það vita allir að ekki er ofsögum sagt sem til þekkja á því sviði, enda var ár- angur hans við veiðarnar eftir því. Eiríkur var mikill náttúru- unnandi. Hann fylgdist mjög grannt með atferli og eðli fugla og dýra og var hafsjór af fróð- leik um íslenska náttúru þó að hann væri ekki að flíka þekkingu sinni mikið á því sviði. Hann bar ótakmarkaða virðingu fyrir ís- lenskri náttúru, fyrir lífríkinu og veiðibráðinni. Þetta er öðru fremur aðalsmerki hins góða veiðimanns. Í baráttunni við illvígan sjúk- dóm dvaldi Eiríkur á sjúkrahús- inu á Húsavík fyrri hluta sum- ars. Þar hittumst við oft og rifjuðum upp gamlar veiðisögur, það voru góðar stundir. Síðan veittust mér þau forréttindi að aka Eiríki frá Húsavík til Rauf- arhafnar um miðjan júní síðast- liðinn. Að sjálfsögðu fórum við fyrir Sléttu og stoppuðum í Blikalóni, þar voru höfðinglegar móttökur að vanda. Ég veit það, kæri vinur, að þeir dagar sem þú fékkst að njóta á þínum heimaslóðum áður en hinsta kallið kom voru þér mikilvægir og þú naust þeirra vel. Nú eigum við bara eftir að fara saman eina ferð fyrir Sléttu, hún verður farinn föstu- daginn 10. ágúst og að sjálf- sögðu verður komið við í Blika- lóni. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Vertu kært kvaddur. Sigurður Brynjúlfsson. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast frænda míns, Ei- ríks Þorsteinssonar frá Blikalóni á Melrakkasléttu sem lést 4. ágúst 2012. Líf og tilvera Eiríks var sam- ofin náttúrunni og ég þekki eng- an mann sem hefur eins sterk tengsl við náttúruna og hann. Melrakkasléttan var hans heimavöllur. Hann þekkti þar hvern stein og hverja þúfu og öll örnefnin. Hann þekkti fuglalífið og varpsvæðin, sérstök hreiður og dvalarstaði sjaldgæfra fugla. Í áratugi var hann óformlegur umsjónarmaður og verndari svæðisins og sá um að verja varpið fyrir vargi. Eiríkur var mikill veiðimaður, hann sá um minkaveiðar og var áður grenja- skytta. Eiríkur bjó á Raufarhöfn en var fæddur og uppalinn í Blika- lóni. Blikalón var honum afar kært og hann eyddi þar miklum tíma við að lagfæra, smíða og dytta að en nákvæmni og vand- virkni voru sérstök einkenni hans. Ófáum stundum eyddi hann á Lónunum við silungs- veiðar og á hverju ári var það fyrsti vorboðinn að Eiríkur væri búinn að veiða silung. Hann sinnti varpinu í Blikalóni hin seinni ár með systkinum sínum. Þar passaði hann upp á að allt væri til staðar; að nóg væri til af merki spýtum sem hann tálgaði, að búið væri að hólfa Eyjuna og merkja svo ekki gleymdust svæði, hann þurrkaði dúninn og hreinsaði og sá um að halda varginum frá. Eiríkur var ekkjumaður frá árinu 1987 þegar eiginkona hans Þorbjörg Snorradóttir lést. Hon- um fannst gott að vera einn úti í náttúrunni en einnig naut hann þess að vera með fjölskyldu og vinum og sagði gjarnan skemmtilegar veiðisögur. Í fjöl- skyldunni var hann mikilvæg fyrirmynd, hann var veiðimað- urinn sem fáir geta borið sig saman við. Það var áfall að frétta að Ei- ríkur væri kominn með þennan banvæna sjúkdóm síðastliðið vor og í upphafi sumars héldum við öll að hann væri að kveðja. En það var eins og honum væri sendur kraftur og að hann hefði ákveðið að hann ætlaði að upp- lifa eitt sumar enn; sinna varp- inu, ganga Eyjuna, hreinsa dún- inn og það gerði hann með miklum sóma, eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Kærar kveðjur. Margrét, Pálmi, Ingibjörg og Jón Helgi. Eiríkur Þorsteinsson ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS JAKOB MAGNÚSSON, til heimilis að Kötlufelli 11, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Guðmundur Magnússon, Jóhanna Helgadóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Gunnar Kári Magnússon, Nana Egilson, Halla Magnúsdóttir, Marías H. Guðmundsson og frændsystkini. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, EINAR INGÓLFSSON, Bergstaðastræti 48a, Reykjavík, lést þriðjudaginn 31. júlí á Hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Ragnheiður H. Ingólfsdóttir, Gísli Gíslason, Margrét Ingólfsdóttir, Brynjólfur Ingólfsson, Edda Baldursdóttir, Sigurður Ingólfsson, Garðar Ingólfsson, Kristjana Benediktsdóttir, Unnur Ingólfsdóttir, Björn Svavarsson, Sigurbjörn Ingólfsson, Eyþór Ingólfsson, Róshildur Jónsdóttir, Hulda Jósefsdóttir. ✝ Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, ELÍN REYNISDÓTTIR, Sambýlinu Mururima 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 8. ágúst. Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Ás styrktarfélag, s. 414 0500. Reynir Kjartansson, María Ólafsson, Þuríður Reynisdóttir, Ágúst Guðmundsson, Viðar Reynisson, Anna Lilja Másdóttir, María Ágústsdóttir, Guðrún Viðarsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, bróðir, mágur, frændi og vinur, INGÓLFUR PÁLSSON, lést þriðjudaginn 31. júlí. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.00. Rúnar Páll Gígja Ingólfsson, Hákon Pálsson, Ingibjörg Hafsteinsdóttir, Sigurður Pálsson, Margrét Kristjánsdóttir, Sigurjón Pálsson, Halla Pálsdóttir, Sigsteinn Sigurðsson, Þrúður Pálsdóttir, Þorgeir Yngvason, Dagmar Pálsdóttir, Guðbjörg Einarsdóttir og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir og bróðir, SVEINN MATTHÍASSON, Illugagötu 69, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur sunnudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 14. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Harpa Gísladóttir, Kristjana Björnsdóttir, Matthías Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.