Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert órólegur því fjárstuðningur, sem þú hefur gert ráð fyrir, virðist ekki ætla að skila sér. Treystu öðrum til að vinna störf þín í dag. 20. apríl - 20. maí  Naut Það þurfa báðir aðilar að leggja sig fram til þess að viðhalda sambandi svo þú verður líka að leggja þitt af mörkum. Sýna ber varkárni í viðkvæmum fjölskyldumálum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Litlu, gætilegu skrefin sem þú tekur til þess að bæta starfsaðstöðuna leiða til stórfelldra breytinga. Ef allt er í góðu, fínt, en ef ekki, þarftu að íhuga breytingar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Skelltu þér út á lífið og spjallaðu við fólk um lífsins gagn og nauðsynjar. Samræð- ur innan fjölskyldunnar eru ákafar og inni- legar og snúast um grundvallaratriði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gefðu þér tíma til þess að setjast niður og slappa af milli átaka. Finndu hvað það er sem veldur þessu og gerðu eitthvað í því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú gætir þurft að ráðfæra þig við kennara eða sérfræðing á einhverju sviði í dag. Aðalatriðið er þó að halda sjálfum sér í jafnvægi og tilbúnum til að takast á við hlutina. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér er úthlutað verkefni sem allir hafa gefist upp á. Hvað sem þú gerir, skaltu hætta að vera reiður. Enginn er fullkominn og þú þarft líka á skilningi að halda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sumir dagar eru góðir og aðrir dagar eru ennþá betri. Allt sem þú byrjar á í dag, reynist ábatasamt í framtíðinni. Löngun þín í sigur gæti slævt dómgreind þína. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur allt til að bera. Kannski áttu þér leynilegan velvildarmann, eða ert bara farinn að skilja eitthvað í fjármálum. Hristu af þér slenið og taktu þátt í leiknum af fullri alvöru. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Tilfinningarnar sem hrærast með þér eru guðdómlega, stórkostlega djúpvitrar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Dagurinn hentar vel til að bæta þekkingu þína með námi eða ferðalögum. Ef þú berð í hjarta þér sorg gamallar ástar, reiði eða biturð, þá er núna rétti tíminn til sleppa takinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt sjá að eitt er um að tala og annað í að komast. Slakaðu á. Gerðu lang- tímaáætlanir varðandi fasteignir. Valgarður Egilsson læknir ergott skáld og frumlegt, en hef- ur gaman af því að spreyta sig á orðafléttum eða erfiðum brag- arháttum ef því er að skipta. Hann sendi mér þrenn sléttubönd úr sín- um penna: Fyrst er Grímsey: Sævar glíma manar menn meðan girða strendur kræfar tímans öldur enn Eyjan vörðinn stendur. Og aftur á bak: Stendur vörðinn Eyjan enn öldur tímans kræfar strendur girða meðan menn manar glíma sævar. Eftir doktorsvörn Þorbjörns Jónssonar, nú formanns Lækna- félags Íslands: Þreytti dáðir berserks Björn beitti fáðum tönnum. Neytti ráða, vaskur vörn veitti báðum mönnum. Og aftur á bak: Mönnum báðum veitti vörn vaskur ráða neytti. Tönnum fáðum beitti Björn berserks dáðir þeytti. Og síðan án titils: Hljóta virðing mestu menn meðal vorrar þjóðar njóta heiðurs æðsta enn andans leita slóðar. Og aftur á bak: Slóðar leita andans enn æðsta heiðurs njóta þjóðar vorrar meðalmenn mestu virðing hljóta. Þessum sléttuböndum úr Flórens rímu og Leós eftir Hallgrím Pét- ursson hefur síra Helgi Sigurðsson raðað upp á 48 vegu og yrðu 96 ef skipt yrði á fyrri og seinni hluta: Máttur réttur snjalla snill snara færa kynni; háttur sléttur varla vill vara tæra minni. Halldór Blöndal (halldorblondal@simnet.is] Vísnahorn Þrenn sléttubönd og einum betur G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ÉG ELSKA MANNLAUSAR STRENDUR, GRETTIR. ENGINN TROÐNINGUR ... EKKERTVESEN ... ENGINN SEM NEYÐIR HANN TIL AÐ BORÐA SAND. ÞETTA ER FALLEGT LÍTIÐ TRÉ, FINNST ÞÉR EKKI? JÚ, ÞAÐ ER SATT ... LEIÐINLEGT AÐ VIÐ VERÐUM EKKI HÉR ÞEGAR ÞAÐ VERÐUR FULLVAXIÐ. NÚ? HVERT ERUM VIÐ AÐ FARA? ERT ÞÚ AÐ LEITA AÐ VANDRÆÐUM, GÓÐI? NÚ? ERT ÞÚ BÚINN AÐ TÝNA ÞEIM? KANNSKI VAR ÞETTA EKKI MJÖG SNIÐUGT SVAR. PSSST, SESAR! ÞÚ ÆTTIR AÐ HAFA AUGA MEÐ BRÚTUSI. Kynvillingar og annar sódómískursubbuskapur er Víkverja hug- leikinn þessa stundina. Þessi orð vísa í tiltekna orðræðu síðustu aldar þar sem slíkt orðfæri var viðhaft um sam- kynhneigð. Slíkt tungutak er sem betur fer ekki viðhaft í dag og liggur Víkverja nánast við að biðjast afsök- unnar á að láta prenta slík orð. x x x Umræðan hefur verið dregin fram ídagsljósið í sýningu sem Borg- arskjalasafn hefur sett upp í Ráðhús- inu sem ber yfirskriftina Fram í dagsljósið – Hinsegin saga í skjölum. Þar er rakin umræða síðustu aldar í fjölmiðlum, tímaritum og víðar. Sýn- ingarstjórinn byggði sýninguna upp á skjölum ’78-samtakanna og á hinum stórgóða vef timarit.is. Þessi vefur er hreinræktuð gullnáma og hægt að gleyma sér í grúski tímunum saman (klárlega efni í annan Víkverja). x x x Í vikunni var blaðað rafrænt á um-ræddum vef í ýmsum blöðum. Slá- andi fyrirsögn Tímans frá 24. apríl 1952 var svohljóðandi: „Íslenzkur kynvillingur að verki með negra. Lögreglan stóð mennina að verkn- aðinum í bragga í úthverfi og tók þá höndum.“ Slíkt athæfi var refsivert um 70 ára skeið. Mánudagsblaðið var áberandi í umfjöllun sinni um „kyn- villu“ og 4. apríl 1955 stendur: Er kynvilla að aukast? Blaðið tilheyrði svokallaðri „gulri pressu“ en mark- mið þess var að koma með krassandi fyrirsagnir og næra þá þörf hjá mannfólkinu að skoða hin dimmu skúmaskot mannlífsins svo hægt væri að býsnast og tala á innsoginu um leið. Í dag eru fyrirsagnirnar aðrar í „gulu pressunni“ en við höldum áfram að reka upp stór augu, súpa hveljur og lesa í laumi. x x x Sem betur fer er varla hægt aðsegja að Íslendingar reki lengur upp stór augu þegar samkynhneigð ber á góma. Sannkölluð stórhátíð stendur nú yfir, gleðigangan sjálf þar sem fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð er fagnað. Við fögnum vel og lengi eins og okkur er einum lagið. Hátíðin er þörf áminning fyrir okkur um að sofna aldrei á verðinum. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Drottinn er hlutskipti mitt og minn afmældi bikar; þú held- ur uppi hlut mínum. (Sálm. 16, 5.) GJÖRIÐ SVO VEL!HÁDEGISMATUR TIL FYRIRTÆKJA HAFÐU SAMBAND OG FÁÐU TILBOÐ! HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is HEITT OG KALT býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu heimsendingu á hollum og kjarngóðum hádegismat. Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta matreiðslukeppni heims. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.