Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 AÐVENTKIRKJAN í Reykjavík | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna. Einnig er boðið upp á biblíu- fræðslu á ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Jens Dani- elsen prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN á Suðurnesjum | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 10 í Reykjanesbæ hefst með biblíufræðslu. Guðþjónusta kl.11. Einar Valgeir Arason prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Árnesi | Samkoma á Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst með biblíu- fræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 11. Jeffrey Bogans prédikar. AÐVENTSÖFNUÐURINN í Hafnarfirði | Sam- koma í Loftsalnum í dag, laugardag, hefst með fjöl- skyldusamkomu kl. 11. Jón Hjörleifur Stefánsson prédikar. Biblíufræðsla fyrir börn, unglinga og full- orðna kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta og fundur með foreldrum fermingarbarna nk. sunnudag kl. 11. Kynnt verða fyrirkomulag fermingarfræðslunnar og námskeið fermingarbarna 13.-17. ágúst. ÁSKIRKJA | Sumarferð Safnaðarfélags Áskirkju. Lagt af stað með rútu frá Áskirkju kl. 10.30, ekið í Borgarnes og snæddur hádegisverður þar. Messað verður í Borgarkirkju á Mýrum kl. 14. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédikar og staðarpresturinn á Borg, séra Þorbjörn Hlynur Árna- son þjónar fyrir altari. Organisti Magnús Ragnarsson og forsöngvari Þórunn Elín Pétursdóttir. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garðasóknar og Bessastaðasóknar í Garðakirkju kl 11. Fermd verður Tinna Rós Snorradóttir. Organisti Jóhann Baldvinsson og prestur Hans Guðberg Al- freðsson. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjalarnesi | Guðsþjón- usta kl. 11 f.h. Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir hér- aðsprestur annast messuna. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Molasopi í safnaðarheimili á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Bústaða- kirkju syngur. Kórstjórnandi kantor Jónas Þórir. Fermdur verður Sveinn Aron Guðjohnsen. Messu- þjónar aðstoða. Prestur séra Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Zbigniew Zucho- wich. Kór Digraneskirkju leiðir safnaðarsöng. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Val- geirsson prédikar, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir þjónar fyrir altari. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, org- anisti er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Fermingarbörn næsta vors eru sérstaklega boðin velkomin ásamt forráðamönnum, en fermingarnámskeið hefst kl. 9 mánudagsmorgun. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 20. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Tónlist í umsjá Sig- urðar Thorlaciusar, píanóleikara. Að þessi sinni er sérstaklega vænst þátttöku væntanlegra ferming- arbarna Fellasóknar næsta vors og foreldra þeirra. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingar- og skírn- armessa, sunnudaginn 12. ágúst kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Anna Sigga og kór Frí- kirkjunnar í Reykjavík leiða tónlistina ásamt Að- alheiði Þorsteinsdóttur, orgelleikara. Fermingarbarn dagsins er Skarphéðinn Stefán Árnason. Við hvetj- um verðandi fermingarbörn og forráðamenn þeirra að mæta í messuna og minnum á fundinn sem hald- inn verður með þeim á eftir messunni. GARÐAKIRKJA | Sameiginleg messa Garðasóknar og Bessastaðasóknar í Garðakirkju kl 11. Fermd verður Tinna Rós Snorradóttir. Organisti Jóhann Baldvinsson og prestur Hans Guðberg Alfreðsson. GLERÁRKIRKJA | Guðsþjónusta á þýsku kl. 9 fh. Alllir velkomnir. GRAFARVOGSKIRKJA | Útvarpsmessa kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar ásamt messuþjónum. Organisti: Hákon Leifsson. Fiðluleikari er Gréta Salóme Stefánsdóttir. Kaffi eftir messu. GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10, bæna- stund kl. 10.15. Messa kl. 11. Altarisganga. Sam- skot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur þjónar. YIP’S, barnakór frá Hong Kong undir stjórn Sincere Yip og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngja við messuna. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Mola- sopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjón- usta kl. 14 í hátíðarsal Grundar. Prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir. Organisti Helga Þórdís Guðmunds- dóttir. Félagar úr Kammerkór Dómkirkjunnar leiða söng. Allir hjartanlega velkomnir. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta í Guðríðarkirkju sunnudaginn 12. ágúst kl 11. Prestur séra Karl V. Matthíasson, organisti Hrönn Helgadótt- ir og kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Að- alstein D. Októsson, kirkjuvörður Lovísa Guðmunds- dóttir. Bjóðum uppá kaffi og konfekt vegna 60 ára afmælis séra Karl V. Matthíassonar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Sögustund er fyrir börnin. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörð- ur Áskelsson. Tónleikar Alþjóðlegs orgelsumars laugard. kl. 12 og sunnudag kl. 17. Andreas Warler frá Þýskalandi leikur. HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta sunnudag- inn 12. ágúst kl. 11. HJARÐARHOLTSKIRKJA | Árleg sumarguðsþjón- usta í Hjarðarholtskirkju í Stafholtstungum verður nk. sunnudag kl. 14. Hjarðarholtskórinn leiðir söng undir stjórn Steinunnar Árnadóttur. Prestur: sr. El- ínborg Sturludóttir. HÓLADÓMKIRKJA | Hólahátíð 2012 - Hátíð- armessa verður í Hóladómkirkju kl. 14. Biskup Ís- lands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vígir séra Sol- veigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti. Kórar Hóladómkirkju og Möðruvallaklausturskirkju syngja. Organistar og kórstjórar Sigrún Magna Þór- steinsdóttir og Jóhann Bjarnason. Kirkjukaffi að lok- inni messu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 20. Lof- gjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar. Kaffi eft- ir stundina. KAÞÓLSKA Kirkjan | Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Bar- börukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mar- íukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson, prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórð- arson prédikar og þjónar fyrir altari. Spjall og kaffi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Samkoman kl. 17 í safn- aðarheimili Grensáskirkju. Ræðumaður Hermann Bjarnason. Samfélag Aðventista á Akureyri | Samkoma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með bibl- íufræðslu fyrir börn og fullorðna. Guðsþjónusta kl. 12. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Óskar Haf- steinn Óskarsson þjónar. Organisti er Jörg Sonder- mann. Kirkjukórinn leiðir söng. Súpa og brauð á eftir. Fermingarfræðslunámskeið hefst mánudaginn 13. ágúst kl. 9. Nánar á selfosskirkja.is SELJAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Ólaf- ur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti: Tóm- as Guðni Eggertsson. Altarisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Þor- gils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, annast stundina. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag 12. ágúst kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti Glúmur Gylfa- son. SÓLHEIMAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Birg- ir Thomsen þjónar fyrir altari og predikar. Ester Ólafs- dóttir organisti leiðir almennan safnaðarsöng. Með- hjálparar eru: Eyþór K. Jóhannsson og Erla Thomsen. ÞINGMÚLAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur, leiðir helgihald og prédikar. ORÐ DAGSINS: Jesús grætur yfir Jerúsalem. Lúk. 19 Morgunblaðið/Ómar Papeyjarkirkja Gullsmárinn Þessa dagana styttist sólargangur- inn um einar fimm mínútur á sólar- hring og þykir mörgum kominn tími til að huga að spilastokkunum þrátt fyrir að errið vanti í mánaðarheitið. Ráðgert var að hefja spilamennsku 16. ágúst en því hefir nú verið frestað til 20. ágúst. Sumarbrids Miðvikudaginn 8. ágúst mættu 25 pör og var spilaður Monrad-baróme- ter eins og venjulega, alls 28 spil. Helstu úrslit urðu þessi í prósent- skor: Ísak Örn Sigurðss. – Sigurjón Harðars. 64 Gunnar B. Helgas. – Guðni Einarss. 61,9 Ragnar Magnúss. – Ómar Olgeirsson 57 Árni Hanness. – Oddur Hannesson 55,2 Hafliði Baldurss. – Jón V. Jónmundsson 54,9 ÓL í brids og bikar Ólympíumótið í brids hófst föstu- daginn 10. ágúst í Lille í Frakklandi og eru áhugasamir spilarar hvattir til að fylgjast með mótinu á bridge.is. Þá er lokahelgin í 2. umferð bik- arkeppninnar um helgina. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ✝ Ragnar S.Gröndal fædd- ist í Reykjavík 17. júlí 1929. Hann lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 17. júlí 2012. Hann var sonur hjónanna Mikkelínu Maríu Sveinsdóttir Gröndal húsmóður f. 9.1. 1901, á Hvilft í Önundarfirði, d. 30,11. 1999 og Sigurðar Bene- diktssonar Gröndal yfirkennara og rithöfundar, f. 3.11. 1903 í Reykjavík, d. 6.6. 1979. Systkini Ragnars eru: Bene- dikt, fyrrv. alþingism. og ráð- herra, f. 7.7. 1924 látinn. Sig- urlaug Claessen, fyrrv. læknaritari f. 8.5.1926 látin. Halldór fyrrv. sóknarprestur f. 15.10. 1927 látin. Þórir ræðis- maður og frkvstj. f. 8.5. 1932. Ragnheiður læknaritari f. 20.9.1934 og Gylfi, rithöfundur f. 17.4. 1936 látinn. Ragnar kvæntist Ingibjörgu Hjartardóttir 1.10.1950, fædd 18.6. 1931, látin 18.3. 2000. Dóttir Hjartar Leó Jónssonar f. 29.6. 1904, d. 12.10. 1990 og Jakobínu Jakobsdóttur f. 29.7. 1900, d. 27.5. 2000. Þau eign- uðust fjögur börn; Ragnhildi f. 26.8. 1949, Jakobínu f. 28.8. 1951, Dagrúnu f. 6.9. 1953 og Sigurð f. 28.1. 1959. Fyrir átti Ragnar Sigurberg f. 16.11. 1948. Ragnhildur er kvænt Erni Berg Guðmundssyni f. 19.12. 1949 Börn: Jón Bergmann f. 10.3. 1967 látinn. Jakob Ingi f. 10.3. 1967. Hans börn: Ragnhildur Tinna, Júlía Helga og Jón Berg- mann. Björgvin Theo- dór, f. 9.6. 1972, maki Sigríður María Reykdal, f. 27.1. 1972. Þeirra börn eru Iðunn Arna í sambúð með Ingvari Ómarssyni og Theodór Örn. Jakobína er kvænt Eiríki Ragnarssyni f. 20.3. 1956. Börn: Ragnar Halldór f. 27.8. 1969 látinn. Ingibjörg Kristín f. 16.12. 1973, maki: Ágúst Geir Ágústs- son f. 26.3. 1972. Þeirra barn: Ís- fold Líf Ragnar Halldór f. 31.8. 1976. Barn: Aron Breki. Eiríkur Haf- steinn f. 9.2.1979. Barn: Hrafn- hildur Birna. Dagrún er kvænt Magnúsi Gylfasyni f. 20.12. 1951, Börn: Hulda Dagmar f. 2.6. 1974. Barn: Írena Þöll. Berglind Ósk f. 15.4. 1978, maki: Guðmundur Finn- bogason f. 5.6. 1975. Sigurður er í sambúð með Írisi Jakobsdóttur f. 7.4. 1979 þeirra börn Ísabella f. 24.12. 2005, Hekla andvana fædd og Benedikt f. 24.7. 2010. Fyrir á Sigurður Birgittu f. 12.1. 1979 í sambúð með Guðbirni Dan f. 28.8. 1978. Þeirra barn Embla. Hákon Hrafn f. 28.6. 1988 og Irju f. 4.10. 1996. Ragnar lauk prófi frá Veitingaskólanum og starf- aði sem þjónn, síðar bílstjóri hjá Garðari Gíslasyni og versl- unarmaður hjá Arent Claessen og Kili. Einnig var Ragnar með smíðaverkstæði og gerði kross- gátur fyrir ýmis blöð frá 1956 til 2000. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnar Gröndal var afi okkar systra og það er eiginlega ógjörningur að minnast hans án þess að ömmu skjóti stöðugt upp í kollinn líka. Við systur dvöldum ansi oft hjá þeim í sumarbú- staðnum sem kallaður var Bakki. Þar var oft margt um manninn og sannarlega forréttindi að búa við það frelsi sem við gerðum. Það var ekki oft sem amma og afi byrstu róminn við okkur krakk- ana. Eiginlega bara þegar við stálumst upp á jarðhúsið, en okk- ur var það alveg ljóst að afi vildi ekki að krakkaskarinn hrapaði þar niður loftið með tilheyrandi skemmdum, meiðslum og drama- tík. Jarðhúsið var þó einkar spennandi og stálumst við krakk- arnir stundum þangað upp enda kjörið að liggja þar á hleri þegar þeir fullorðnu skeggræddu leyndarmál sín í kartöflugarðin- um. Það eina sem hugsanlega gat hreyft við ömmu voru hagamýsn- ar og stundum tísti í henni þegar útidyrahurðin hafði staðið opin óþarflega lengi. Enginn slapp við þátttöku í kartöfluumstanginu, hvorki við að sá, stinga upp né borða bless- aðar kartöflurnar, og áttum við öll okkar erfiðu stundir í kartöfl- unum. Alltaf var þó jafn gott að fá nýtt smælkið með hýði á eftir. Miklar framfarir þóttu að fá kamar á staðinn, en ekki vorum við systur eins hrifnar og man ég að við áttum það til að halda í okkur þar til við vorum hættar að geta talað og farnar að blána í framan. Þá fannst ömmu vera kominn tími á klósettferð og sendi afa með okkur í bæinn. Afi var einkar handlaginn maður og smíðaði ýmsa smáhluti með okkur krökkunum. Skúturn- ar voru einna skemmtilegastar og að horfa á eftir þeim sigla yfir vatnið var alltaf mjög hátíðleg sjón og oft voru farnir langir göngutúrar í kring um vatnið til að komast að örlögum þeirra. Eftir slíka ævintýraför var fátt betra en að fá rababaragraut í eldhúsinu hjá ömmu. Það gat enginn gert rababaragraut eins og hún. Teiknileikurinn hans afa er okkur sérstaklega eftirminni- legur, þar sem allir teikna hluta af einhverri persónu og útkoman var oft einhver furðuvera sem allir veltust um af hlátri yfir. Þessi leikur gat læknað hvaða rigningardag sem var. Svo vildi það til hér um árið að Linda og afi keyptu sér eins bíl á svipuðum tíma. Það eina sem afi hafði út á þennan bíl að setja var að útvarpið var helst til of flókið og að auki sat hann uppi með af- ar nýstárlegt fyrirbæri sem kall- aðist geislaspilari og olli það afa áhyggjum hvað það var nú flókið að hlusta á fréttirnar. Bíllinn hennar Lindu var aftur á móti með einföldu útvarps- og segul- bandstæki og hefði hún svo gjarnan verið til í að hafa eitt- hvað bitastæðara til að keyra upp taktinn í sínum bíl. Það var því borðliggjandi lausn að þau skiptu bara um tæki, og var afi svo þakklátur fyrir einfalda út- varpstækið sitt að hann ætlaðist til að borga fyrir umskiptin. Það gat enginn dregið vísur út úr erminni eins og afi. Hann sat iðulega við krossgátugerð og var lausnarorðið í gátunum iðulega vísur. Hans slitnu orðabækur eru lýsandi minnisvarði um hann. Elsku afi, nú eruð þið amma loksins saman á ný. Mikið svaka- lega held ég að þið séuð ham- ingjusöm. Hulda og Linda. Ragnar S. Gröndal Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.