Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Í Morgunblaðinu var í vikunni frétt um skort á fé til viðhalds á veg- um landsins. Í mynda- texta stóð að ekki væri mikið um nýfram- kvæmdir í vegagerð þessi misserin og ein stærsta framkvæmdin væri á Barðaströnd- inni, sem er á sunn- anverðum Vest- fjörðum. Það er þakkarvert þegar fjölmiðlar vekja athygli á slæmum vegum sem eru allt of víða á Vest- fjörðum og Morgunblaðið hefur staðið sig vel að því leyti. En það rétta er að á næstu þremur árum verða unnin nokkur mjög stór verk- efni í vegagerð og því miður verður minnst gert á Vestfjörðum, þar sem þörfin er mest. Mestar framfarir verða þar sem samgöngur eru góðar fyrir. Það landsvæðið sem veikast stendur og þarf mest á úrbótum að halda víkur fyrir öðrum landsvæðum sem vel standa. Það er hinn bitri sannleikur. Með nýjum vegi um Hófaskarð var lokið uppbyggingu á stofnvega- kerfi landsins nema á Vestfjörðum. Þar eru enn samtals 110 km gamlir og illfærir vegarkaflar á Vest- fjarðavegi milli Þingeyrar og Bjarkalundar sem liggja um tvo háa fjallvegi og einnig eru á Strandavegi í Strandasýslu gamlir og niðurgrafnir vega- slóðar um tvo hálsa norður í Árneshrepp. Vestfirðingar efndu til hátíðahalda á Dynjand- isheiði sumarið 2009 til þess að minnast þess að 50 ár voru þá síðan vegurinn var lagður. Þáverandi samgöngu- ráðherra, Kristján Möller, flutti þar ræðu og bað Vestfirðinga af- sökunar fyrir hönd stjórnvalda á því að þeir þyrftu enn að búa við þessa fornöld í samgöngu- málum. Framundan eru stórverkefni í vegagerð fyrir rúma 30 milljarða króna. Á árunum 2011-2014 verða Norðfjarðargöng og Vaðlaheið- argöng grafin. Þau munu kosta um 11 milljarða króna hvor og verða að öllu leyti fjármögnuð af ríkinu með beinum framlögum eða lántökum. Þá verður unnið fyrir 2,3 milljarða króna við breikkun á vegi um Hellis- heiði og 3,2 milljarða króna á Vest- fjarðavegi í Múlasveit. Þá má nefna smíði nýs Herjólfs, sem um líklega kosta um 4 milljarða króna. Það er hins vegar ekki eiginleg vegagerð, en hins vegar afar mikil samgöngu- bót fyrir Vestmanneyinga. Þessar framkvæmdir eru ákveðnar og fjár- magnaðar og fyrir alþingiskosningar að vori verður búið að skrifa undir skuldbindandi samninga. Líklega verða framkvæmdir einnig hafnar. Af þessu ætti að vera ljóst að það er ónákvæmni að draga fram þá mynd að helsta vegagerð um þessar mund- ir sé á Vestfjörðum. Því miður, öðru nær. Þrátt fyrir einlægan stuðning samgönguráðherra, Ögmundar Jón- assonar, við málstað Vestfirðinga og Dýrafjarðargöng eru þau og flest önnur brýn verkefni á Vestfjörðum aðeins fyrirheit sem ekki eru föst í hendi. Hægur vandi verður að fresta þeim enn eftir kosningar. Núverandi ríkisstjórn hefur seinkað Dýrafjarð- argöngum um 6 ár. Þegar hún tók við átti að ljúka framkvæmdum 2012, en nú eru áætluð verklok ekki fyrir en 2018. Fólki hefur fækkað um 33% á Vestfjörðum frá 1981. Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að bregðast þurfi skjótt við ef bjarga eigi byggðinni. Hann nefnir sér- staklega þörfina fyrir samgöngu- bætur og segir í viðtali við Rík- isútvarpið 22. apríl síðastliðinn að tengja þurfi svæðin á Vestfjörðum saman með heilsárssamgöngum. Þar vísar Þóroddur til þess að engar samgöngur eru milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða 3-5 mánuði á hverju ári og slæm færð hina mánuðina. Alþingi og rík- isstjórn samþykkti nýja samgöngu- áætlun í vor eftir þessa brýningu og bregst þar satt að segja mjög hægt við. Spurningar hljóta að vakna um viljann til þess að bjarga byggðinni. Ríkisstjórn hefur vaðið eld og brennistein og fórnað sannleikanum ítrekað fyrir framgang Vaðlaheiða- ganga. Þau eiga að leysa af hólmi lágan fjallveg sem er ófær 0-4 daga eða dagsparta á ári og þá daga er örugg leið um láglendisveg. Eyja- fjörðurinn er annað helsta vaxta- svæðið á landsbyggðinni og fólki fjölgaði um 5% á árunum 2001-2010. Norðfjarðargöng eiga koma í stað annarra jarðganga, Oddsskarðs- ganga. Ófærð um þau er lítil, aðeins 0-4 dagsparta á ári og Miðaust- urlandið er mesta vaxtasvæðið utan höfuðborgarsvæðisins. Þar fjölgaði fólki um 10% á fyrsta áratug ald- arinnar. Niðurstaðan er skýr; mest er gert þar sem samgöngur eru bestar og byggðin stendur best, en minnst er gert þar sem samgöngur eru verstar og mest þörf á skjótum aðgerðum. Enginn hefur ennþá beðist afsök- unar á þessari lítilsvirðingu við fólk á Vestfjörðum. Þótt eðlilegt sé og skiljanlegt vegna fámennis og land- fræðilegra aðstæðna að bíða þurfi eftir framförum, þá er ekki hægt að una því að búa í marga áratugi við samgönguleysi og skerðingu á þjón- ustu. Það er runnin upp ögurstund eins og Alþingi var bent á. Minnst gert þar sem þörfin er mest Eftir Kristin H. Gunnarsson »Mest er gert þar sem samgöngur eru best- ar og byggðin stendur best, en minnst er gert þar sem samgöngur eru verstar og mest þörf á skjótum aðgerðum. Kristinn H. Gunnarsson Höf. er fv. alþingismaður. Nýútgefinn rík- isreikningur fyrir árið 2011 sýnir, svo ekki verður um villst, að ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna ætlar að velta skuldum sínum yfir á komandi kynslóðir – á okkur unga fólkið. Það erum við sem þurfum að súpa seyð- ið af óráðsíu og skuldasöfnun ríkis- stjórnarinnar seinustu þrjú árin. Samtímis og góð eftirlaun bíða nú- verandi ráðamanna þurfum við að glíma við eintómar skattahækkanir og afborganir í fjöldamörg ár. Slíkt er réttlæti velferðarstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Samþykkt fjárlög fyrir árið 2011 höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs. Niðurstaðan varð hins vegar halli upp á 90 milljarða króna. Og ekki er um ný sannindi að ræða – þvert á móti. Ríkissjóður var rekinn með 193 milljarða kr. halla árið 2009 og 123 milljarða kr. halla árið eftir. Vaxtakostnaður þessi þrjú ár nem- ur yfir 200 milljörðum króna. Í stað þess að líta í eigin barm og við- urkenna mistök sín kenna ráða- menn enn hruni þriggja banka haustið 2008 um gegndarlausa skuldasöfnun tæpum fjórum árum síðar. Stjórnendur fyrirtækis, sem skilar tapi ár eftir ár, þurfa að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Þarf rík- isstjórnin ekki að axla ábyrgð á lé- legum rekstri ríkissjóðs? Eða er enn í tísku að kenna Sjálfstæð- isflokknum um allt? Nú þegar Bjarni Benediktsson bendir á að taka verði til í rík- isfjármálum og koma böndum á hallarekst- urinn hlaupa stuðn- ingsmenn ríkisstjórn- arinnar upp til handa og fóta. Staðreyndin er hins vegar sú að ef ekkert verður aðhafast frekar mun níðþungur skuldaklafi leggjast á skattgreiðendur framtíðarinnar. Rekstur ríkissjóðs ber sig ekki í núverandi mynd – hann er ósjálf- bær nema að til komi uppstokkun á rekstri og verkefnum hins op- inbera. Eins og bent hefur verið margsinnis á er vel hægt að spara í rekstri ríkisins án þess að snerta við heilbrigðis-, mennta- og velferð- arkerfinu. Til þess þurfum við hins vegar sterka stjórnmálamenn með bein í nefinu – stjórnmálamenn sem hafa bæði kjark og þor til að takast á við þann skuldavanda sem steðjar að framtíðarkynslóðum þessa lands. Það er fátt sem bendir til þess að sjást fari til sólar á næstunni. Í grein í Fréttablaðinu fyrir skömmu boðar Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra ný útgjöld, sem munu þá koma til með að auka enn á fjárlagahalla ríkisstjórnarinnar. Ljóst er að fleiri svipuð loforð munu heyrast á næstunni enda er stutt í kosningar og ríkisstjórnin völt í sessi. Verst er að skattgreið- endur framtíðarinnar fá ekki að taka þátt í þeim kosningum. Þess er hins vegar óskandi að stjórn- málamenn hleypi í sig kjarki og standi vörð um hagsmuni þeirra. Það er sannarlega þörf á því. Skuldir ógna framtíðinni Eftir Kristin Inga Jónsson Kristinn Ingi Jónsson »Eins og bent hefur verið á er vel hægt að spara í rekstri rík- isins án þess að snerta við heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er menntaskólanemi. Skráðu bílinn þinn frítt inn á diesel.is Kletthálsi 15 · 110 Reykjavík · Sími: 578 5252 þegar þú ætlar að selja bílinn Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is STOTT PILATES er krefjandi æfingakerfi og frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja djúpvöðva í kvið og baki. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. 8 og 16 vikna námskeið - Mánudaga og miðvikudaga kl. 10:30 Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:30 Kennari: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! STOTT PILATES E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ath! Kennt í heitum sal Ný námskeið að hefjast Innritun í síma 581 3730 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.