Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 virkjunarinnar er veitt í ána nokkru neðar. Til að seiðafleytan þjóni hlutverki sínu sem best fer umtalsvert vatns- magn um hana þær vikur sem laxa- seiði og sjóbirtingur gengur til sjáv- ar. Það eru rúmir 40 rúmmetrar á sekúndu af 350 rúmmetra með- alrennsli Þjórsár. Samsvarar rennsl- ið í seiðafleytunni meðalrennsli átta Elliðaáa, svo dæmi sé tekið til sam- anburðar. Stíflan ofan Urriðafoss myndar inntakslón, ekki miðlunarlón, og verða seiðin því ekki fyrir miklum töfum þar í niðurgöngu sinni. Á lík- aninu sést hvernig straumhraðinn eykst þegar nálgast stífluna og að straumurinn dregur seiðin að seiða- veitunni. Í umsögnum um þennan virkj- unarkost hafa komið fram efasemdir um gildi aðgerða Landsvirkjunar til að tryggja viðgang fiskstofnanna í ánni. Sigurður M. Garðarsson, prófess- or við Háskóla Íslands og verkefn- isstjóri rannsóknanna fyrir Háskól- ann, segir að markmiðið með seiðafleytunni sé að hún hleypi meg- inhluta seiðanna framhjá virkj- uninni. Hann tekur fram að enn sé verið að rannsaka virkni seiða- fleytunnar. „Slíkar framkvæmdir hafa alltaf í för með sér inngrip í náttúruna. Með þessum aðgerðum er þeim haldið í lágmarki,“ segir Sig- urður um áhættuna sem virkjun Urriðafoss hefur fyrir laxastofninn. Hann segir þó rétt að fiskifræðingar svari þessari spurningu. „Verkefnið er að láta þetta virka,“ segir Sigurður Guðjónsson, fiski- fræðingur og forstjóri Veiði- málastofnunar, sem er ráðgjafi Landsvirkjunar í þessari vinnu. Hann segir að hugsanlega þurfi að gera ákveðnar breytingar á mann- virkinu svo hluti seiðanna lokist ekki inni og verið sé að fara yfir það mál þessa dagana. Mikið mannvirki og dýrt Seiðin drepast ekki endilega þótt þau fari í vélar virkjunarinnar því keyptar verða vélar sem hannaðar eru með það í huga að fiskur komist í gegn. Áhrifin á laxaseiði eru þó um- deild. Helgi Jóhannesson rifjar upp að Landsvirkjun hafi gefið það út að 80-95% laxaseiða myndu lifa af ferðalagið í gegn um vélar virkj- unarinnar en bætir því við að véla- framleiðandinn gefi upp enn hærra hlutfall, eða 90-95%. Áhrifin eru meiri á stærri fiska, þannig er gefið upp að 75-80% af hálfs metra löngum fiski muni komast ósködduð í gegn um vélarnar. Sjóbirtingur gengur til sjávar á svipuðum tíma og lax og því á seiða- fleytan að nýtast þeim stofni á sama hátt. Þótt seiðafleytan láti lítið yfir sér í rannsóknarstöðinni er þetta mikið mannvirki og dýrt. Á henni eru fjög- ur sex metra breið op, alls 24 metr- ar. Áætlað er að heildarkostnaður verði nokkur hundruð milljónir kr. Auk þess dregur það mikla vatns- magn sem um hana fer úr afli og rekstrarhagkvæmni virkjunarinnar. Landsvirkjun grípur til ýmissa fleiri aðgerða til að vernda laxa- stofninn í Þjórsá. Laxastigar verða reistir við Urriðafoss og víðar í ánni sem tryggja eiga óhindraða upp- göngu lax í ána. Þegar áin fer úr far- vegi sínum neðan Urriðafoss mun laxveiði í net minnka mjög og þarf að semja við bændur um það. Stofninn styrkist ef dregur úr netaveiði neðst í ánni og fleiri laxar komast upp. Framkvæmdin mun minnka bú- svæði lax í Þjórsá. Veiðimálastofnun hefur áætlað að þau skerðist um þriðjung. Á móti kemur að ný bú- svæði eru að bætast við á efri hluta svæðisins, vegna laxastiga sem opn- uðu þau. Lykill að árangri Seiðafleytur hafa ekki áður verið gerðar í stíflumannvirkjum hér á landi. Því hefur þurft að styðjast við rannsóknir annars staðar. Sigurður telur að lykillinn að góð- um árangri seiðafleytu sé að hafa hana ofan á inntaksmannvirkjum virkjunarinnar þannig að straum- urinn beini seiðunum í hana. Ef það sé ekki gert í upphafi þurfi að reyna að koma seiðafleytum fyrir annars staðar og það hafi skilað misgóðum árangri. Helgi bætir því við að lónið sé tiltölulega lítið, inntakslón en ekki miðlunarlón, og það tefji seiðin lítið á ferð sinni til sjávar. Það auki lífs- líkur þeirra. Þótt vísindamenn fari varlega í að fullyrða um virkni seiðafleytunnar leynir sér ekki að þeir eru bjartsýn- ir. Enginn getur þó fullyrt um end- anleg áhrif á laxastofninn fyrr en virkjun verður byggð og lax og laxa- seiði svara kalli náttúrunnar og leit- ast við að fara sömu leið og forfeð- urnir. Seiðum fleytt yfir stífluna  Urriðafossvirkjun risin í smækkaðri mynd í rannsóknastöð Siglingastofnunar  Athugað hvernig seiðafleyta og yfirfall virkar í smækkuðu líkani  Vísindamenn sjá ekki annað en áætlanir gangi eftir Morgunblaðið/Sigurgeir S. Urriðafossvirkjun Seiðafleytunni er komið fyrir í stíflunni, ofan á vatnsinntaki til véla virkjunarinnar og þau eru síðan leidd í stokk niður í farveg árinnar. Fyrir ofan stífluna sér á inntakslónið. Straumurinn dregur seiðin að. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flóðamannvirki og seiðafleyta Urr- iðafossvirkjunar virka eins og til er ætlast. Til þess benda rannsóknir sem verið er að gera á líkani af virkj- uninni í rannsóknarstöð Sigl- ingastofnunar. Landsvirkjun vinnur að undirbún- ingi virkjana í Þjórsá þótt þær séu ekki komnar á dagskrá samkvæmt rammaáætlun. Helgi Jóhannesson verkefnisstjóri segir ekki hægt að hætta sumum verkefnum í miðjum klíðum. Rannsókn á seiðaveitum er eitt þeirra enda liður í að uppfylla skilyrði sem sett voru við afgreiðslu umhverfismats virkjana í neðrihluta Þjórsár. Rannsaka virkni mannvirkja Í úrskurði Skipulagsstofnunar, þegar fallist var á að undirbúningur framkvæmda yrði hafinn, var kveðið á um viðbótarrannsóknir á seiðaveit- um og væntanlegum árangri þeirra. Einnig átti að gera könnun á göngu- hegðun og göngutíma lax, sjóbirt- ings og seiða. Að þessu hefur verið unnið, meðal annars hjá Veiði- málastofnun. Landsvirkjun gerði fyrir tveimur árum samning við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík um smíði líkana að virkjunum og rannsóknum á flóðamannvirkjum og seiðafleyt- um. Í fyrra var búið til líkan að Hvammsvirkjun sem er efsta virkj- unin í neðrihluta Þjórsár og gerðar ýmsar athuganir á virkni hennar og í ár hefur verið unnið með sams konar líkan að Urriðafossvirkjun. Ekki er gert ráð fyrir sérstökum seiðafleytum í Hvammsvirkjun enda var svæðið fyrir ofan hana ólaxgengt til skamms tíma. Þar var því fyrst og fremst verið að athuga hvernig mannvirkið stæðist stórflóð. Miðað er við flóð sem geta komið á þúsund ára fresti. Eftir að efra svæðið var opnað með laxastiga í fossinum Búða hefur laxinn stöðugt aukið landnám ofan virkjana. Hugmyndir hafa verið um að veita seiðunum um yfirfall Hvammsvirkjunar en Veiði- málastofnun hefur lagt til með vax- andi þunga að gerð verði sérstök seiðafleyta til að tryggja öruggari niðurgöngu. Það er hægt að gera með mismunandi hætti og er Lands- virkjun með málið í athugun. Þar sem áætlað er að byggja Hvamms- virkjun fyrst væri hægt að sann- reyna virkni seiðafleytu þar áður en Urriðafossvirkjun rís. Seiði sem klekjast út í Þjórsá fara til sjávar um Urriðafoss. Áin verður stífluð ofan við fossinn og því ræður virkni þeirra ráðstafana sem gerðar eru fyrir fiskinn úrslitum fyrir þá stofna laxfiska sem ganga í ána. Þar er því gert ráð fyrir sérstakri seiða- fleytu. Rannsóknin gengur út á að rannsaka virkni fleytunnar og yfir- falls stíflunnar sem vatnið fer um í stærri flóðum. Inngrip í náttúruna Sá hluti Urriðafossvirkjunar sem smíðaður hefur verið í líkanrann- sóknastöð Siglingastofnunar er einn fertugasti af stærð virkjunarinnar, eins og hún verður ef til kemur. Seiði sem ganga til sjávar þurfa að gera það á sem stystum tíma. Þau eru við yfirborð vatnsins. Seiðafleyt- unni er komið fyrir ofan á inntaks- mannvirkjum stíflunnar og eins og heitið gefur til kynna fleytir hún efsta lag vatnsfallsins ofan af og veitir framhjá vélum virkjunarinnar. Þetta efsta lag er rúmur metri á þykkt. Vatnið fer um stokk niður í núverandi farveg Þjórsár en jök- ulvatninu sem fer í gegn um vélar Undirbúningur virkjana í neðri- hluta Þjórsár er í hægagangi, vegna óvissu um rammaáætlun og vilja stjórnvalda til framkvæmda. Kveðið er á um það í stjórn- arsáttmála núverandi ríkisstjórnar að ekki verði virkjað fyrr en rammaáætlun hefði verið lögð fram. Allar virkjanirnar í Neðri- Þjórsá voru færðar úr nýting- arflokki í biðflokk í þingsályktun- artillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða sem iðnaðarráðherra lagði fyrir Alþingi í vor. Málið varð ekki útrætt í nefnd fyrir þing- frestun í sumar og er óvissa um af- drif þess. Landsvirkjun hefur í hálft annað ár unnið að endurskoðun hönn- unarforsendna virkjana í neðrihluta Þjórsár. Helgi Bjarnason verkefn- isstjóri segir að lítillega hafi verið unnið að teikningum og útboðs- gagnagerð. Þá hafi verið auknar rannsóknir á fiskstofnum og búnaði til að tryggja niðurgöngu seiða. Áætlað er að Landsvirkjun leggi 300-400 milljónir kr. í undirbúning virkjananna í ár en á síðasta ári voru um 400 milljónir settar í verk- efnið. Þrír virkjanakostir eru taldir vera í þessum hluta árinnar og hef- ur verið miðað við að byrjað yrði á efstu virkjuninni, Hvammsvirkjun, þá Holtavirkjun og síðast yrði ráð- ist í Urriðafossvirkjun sem er neðst. Helgi segir að lokið sé við 90% af undirbúningi Hvammsvirkjunar og um helming hinna tveggja. Við endurskoðun á hönnun virkj- ana er farið yfir alla þætti málsins, ekki síst til að athuga möguleika á aukinni hagkvæmni. Það áþreif- anlegasta sem þessi vinna hefur leitt af sér er lítilsháttar breyting á frárennslisskurði Hvammsvirkjunar sem talin er geta aukið hagkvæmni virkjunarinnar. Skurðurinn lengist og við það eykst fall virkjunarinnar og framleiðslugeta. Helgi segir að þetta sé athugað í samráði við land- eigandann sem sé áhugasamur um málið. Afl virkjunarinnar getur aukist um 8-9 MW með þessari breytingu, eða um 10%. Helgi reiknar með að vinnu við þessar breytingar verði haldið áfram. Undirbún- ingur virkjana í hægagangi Langt er síðan líkan hafa verið gerð að virkjunum hér á landi til prófunar á virkni mannvirkja. Lík- an að mannvirkjun Kára- hnjúkavirkjunar var gert úti í Sviss og unnu íslenskir vísindamenn að prófunum þar. Verkefnið var upp- spretta fyrir meistara- og dokt- orsverkefni stúdenta þar í landi. Landsvirkjun ákvað að leita samstarfs við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík en að- alhönnuðir yfirfalls Kára- hnjúkastíflu voru þá prófessorar við háskólana, Sigurður M. Garð- arsson við Háskóla Íslands og Gunnar Guðni Tómasson við Há- skólann í Reykjavík. Sigurður segir að verkefnið hafi haft jákvæð áhrif. Nemendur hafi fengið að spreyta sig á alvöru- verkefnum. Þrír ungir menn hafa þannig unnið mikið við smíði lík- ansins og athuganir á virkni þess í ár. Andri Gunnarsson er verkefn- isstjóri en hann gerði MS-ritgerð um yfirfall Hvammsvirkjunar á síð- asta ári. Ágúst Guðmundsson, nemandi við HÍ, skrifar meist- araritgerð um seiðafleytu Urr- iðafossvirkjunar og flóðamann- virkin eru meistaraprófsverkefni Gísla Steins Péturssonar, nem- anda við HÍ. Andri segir að háskólarnir og nemendur njóti góðs af því þegar slík verkefni eru unnin hér heima og þekkingin verði eftir í landinu. Þekkingin verður eftir í landinu VERKEFNI FYRIR ÞRJÁR MEISTARAPRÓFSRITGERÐIR Prófun Andri Gunnarsson, Helgi Jóhannesson, Sigurður M. Garðarsson, Gísli Steinn Pétursson og Ágúst Guðmundsson í rannsóknarstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.