Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Skúli Hansen skulih@mbl.is Sigrid Schjetne, 16 ára gamla norska stúlkan, sem saknað hefur verið síðan á laugardagskvöldið um síðustu helgi, er enn ófundin. Þá hafa engar nýjar vísbendingar komið fram sem varpað gætu ljósi á hvar hún er niðurkomin. Enginn liggur enn undir grun og lögreglan býst ennþá við að finna stúlkuna á lífi. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem norska lögreglan hélt í gærmorgun. Á fundinum kom einnig fram að sokkur í eigu Sig- ridar hefði fundist við leikskóla í úthverfi Óslóar. Þá fundust farsími hennar og skór einnig þar skammt frá. En að sögn lögreglunnar hefur DNA-rannsókn staðfest það að sokkurinn sé af stúlkunni. Umfangsmikil leit Vegfarendur sáu bifreið hjá um- ræddum leikskóla, sem staðsettur er í Skullerudhverfi, rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöldið, 4. ágúst, um það leyti sem síðast spurðist til Sigridar en hún sendi smáskilaboð. Er það grunur norsku lögreglunnar að Sigrid hafi verið dregin með valdi inn í umrædda bifreið. Leitinni að Sigridi er stýrt af of- beldis- og kynferðisglæpadeild lög- reglunnar en samtals koma ellefu starfshópar lögreglumanna að leit- inni. Lykiláhersla hefur verið lögð á að leita að Sigridi í Skullerud- hverfi en jafnframt er leitað að henni í skóglendi. Fjöldi sjálfboða- liða hefur aðstoðað lögreglu og björgunarsveitir við leitina að Sig- ridi. Sjálfboðaliðarnir, sem ganga þétt saman, kemba skóglendið í kringum Óslóarborg. Þá eru sporhundar notaðir við leitina en einnig er leitað að henni úr lofti með aðstoð þyrlu. Loks hafa kafarar, bæði frá slökkvilið- inu sem og áhugakafarar, unnið við það að leita að stúlkunni í vötn- um. Þó svo að leitin sé sögð vera sú viðamesta og nákvæmasta sem gerð hefur verið lengi á þessum slóðum þá hefur hún því miður enn sem komið er engan árangur borið. Upptökur úr eftirlitsmyndavél- um bensínstöðva og söluturna hafa verið skoðaðar í tengslum við leit- ina að Sigridi. Langan tíma tekur þó að skoða upptökurnar enda er um að ræða töluvert magn af myndefni. Kortleggja líf stúlkunnar Þá er verið að reyna að kort- leggja líf Sigridar með því að skoða meðal annars notkun hennar á ýmsum samfélagssíðum á borð við Facebook og Twitter. Erfið- lega hefur þó reynst fyrir norsku lögregluna að fá aðgang að fésbók- arsíðu Sigridar en talsmaður fyrir- tækisins í Noregi segir að óheimilt sé að gefa upp notendanafn og lykilorð inn á síðuna. Lögreglan hyggst hinsvegar bregðast við þessu með því að senda dóms- úrskurð um að fyrirtækinu beri að veita lögreglu þessar upplýsingar til höfuðstöðva þess í Bandaríkj- unum. Er það mat norsku lögregl- unnar að mikilvægt sé að skoða hvort Sigrid hafi verið í samskipt- um við þekkta barnaníðinga eða aðra afbrotamenn. Leitin mikla að Sigrid heldur áfram  Fjöldi sjálfboðaliða aðstoðar lögreglu við leitina að Sigrid Týnd Myndir úr öryggismyndavélum, sem norska lögreglan dreifði af Sig- rid. Enn sem komið er hefur leitin að henni ekki borið neinn árangur. Leitin að Sigrid » Leitin að Sigrid stendur enn yfir en stúlkunnar hefur verið saknað frá síðasta laugardags- kvöldi. » Fjöldi sjálfboðaliða hefur að- stoðað lögreglu við leitina. » Verið er að kortleggja líf stúlkunnar og athuga hvort hún hafi verið í samskiptum við þekkta barnaníðinga eða aðra afbrotamenn. 22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að veita sýrlenskum uppreisn- armönnum hergögn, þar á meðal skotheld vesti og fjarskiptabúnað, að andvirði samtals fimm milljónir sterlingspunda. Að sögn Wiliams Hague, utanrík- isráðherra Bretlands, hyggjast Bretar styrkja samskipti sín við stjórnarandstöðuna í landinu, þá einkum Frelsisher Sýrlands, í þeim tilgangi að undirbúa jarðveginn fyrir pólitíska lausn ef stjórn Bashar al- Assads skyldi falla. Þá segir Hague að ekki standi til að veita uppreisnarmönnunum vopn, slíkt sé of áhættusamt á þessum tímapunkti þar sem erfitt sé að átta sig á því í hvaða tilgangi þau yrðu notuð. Vísar hann þar til frétta þess efnis að voðaverk hafi verið framin af uppreisnarmönnunum. „Við erum ekki að velja okkur lið í borgarastyrjöld. Áhættan af algjörri upplausn og valdatómi er svo mikil að við verðum að koma á sambandi við þá sem munu mögulega stjórna Sýrlandi í framtíðinni,“ sagði Hague. AFP Skotheld vesti Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita sýrlenskum upp- reisnarmönnum hergögn, m.a. skotheld vesti og fjarskiptabúnað. Veita uppreisnar- mönnum hergögn  Fá skotheld vesti en ekki skotvopn Norskur ferðamaður á fertugs- aldri, sem hafði fengið sér aðeins of mikið í tána, olli miklu fjaðrafoki á Fiumicino-flugvellinum í Róm um síðustu mánaðamót þegar hann sofnaði á farangursfæribandi. Maðurinn sem ætlaði að láta skrá sig inn í flugið mætti á skráning- arborðið en fann þar engan starfs- mann. Tók hann þá til þess að halla sér yfir borðið með þeim afleið- ingum að hann sofnaði djúpum svefni á færibandinu við töskurnar sínar. Þá ferðaðist hann í um fimm- tán mínútur í gegnum flugvöllinn á færibandinu, m.a. í gegnum ýmsan öryggisbúnað svo sem gegnumlýs- ingartæki áður en öryggisverðir ráku augun í hann á ferð sinni á færibandinu en þar fannst hann liggjandi í fósturstellingu. Eftir þetta ævintýri var mað- urinn síðan færður í lögreglufylgd á sjúkrahús til þess að ganga úr skugga um að hann hefði ekki orðið fyrir geislun af gegnumlýsing- artækjum. Að lokinni læknisrann- sókninni var maðurinn síðan færð- ur í skýrslutöku hjá saksóknara. Að sögn háttsetts yfirmanns ör- yggisgæslu flugvallarins var ekk- ert athugavert við öryggisráðstaf- anir flugvallarins. skulih@mbl.is Sofnaði á farangurs- færibandi í Róm AFP Svefn Maðurinn sofnaði á bandinu.  Færður í skýrslutöku www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu TÍMI TIL AÐ TÍNA! Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16 VERÐHRUN! 70% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.