Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnar-skrárfars-inn sem ríkisstjórnin setti á fjalir landsmál- anna fyrir rúmum þremur árum, á versta tíma, var til umræðu í ágætum viðtalsþætti Björns Bjarnasonar á sjónvarpsstöð- inni ÍNN á dögunum. Viðmæl- andi Björns var Birgir Ár- mannsson og fór hann yfir hin ótrúlegu vinnubrögð sem rík- isstjórnin hefur viðhaft í þessu mikilvæga máli og þann mis- skilning og rangfærslur sem haldið hefur verið á lofti í þessari löngu og neikvæðu umræðu, sem allan tímann hefur snúist um umbúðir en ekki innihald. Birgir benti á að ein af ástæðum þess að ráðist hefði verið í yfirstandandi tilraunir til grundvallarbreytingar á stjórnarskránni væri sú að því hefði verið haldið að fólki að engu hefði verið breytt frá árinu 1944 og því jafnvel hald- ið fram að stjórnarskráin nú væri sú sama og Kristján IX hefði fært landsmönnum árið 1874. Þetta væri aðeins blekk- ingarleikur, því að stjórnar- skránni hefði verið breytt í sex áföngum og samanlagt hefði hátt í fimmtíu ákvæðum henn- ar, rúmum meirihluta ákvæð- anna, verið breytt frá lýðveld- isstofnun árið 1944. Vafalítið er rétt að þessi áróður, að stjórnarskráin hafi staðið óbreytt og sé úrelt plagg, á ríkan þátt í því í upp- hafi að ríkisstjórninni tókst að hleypa þessum farsa af stað því að án slíks blekkingarleiks hefði orðið torsóttara í erf- iðleikunum árið 2009 að sann- færa nokkurn mann um að meðal brýnustu verkefna væri að breyta stjórnarskránni. Eftir að vinnan við breyt- ingarnar fór af stað hafa æ fleiri séð hvílík tímasóun hún er og hversu mikið tjón hefur verið unnið á grundvelli þeirra blekkinga sem lagt var upp með. Þetta sést vel á því hve lítill hluti kjósenda sá ástæðu til að taka þátt í kosningu til stjórn- lagaþingsins og ekki síður hversu lítill áhugi virðist vera á væntanlegri þjóðaratkvæða- greiðslu, eins og stjórnvöld kalla ruglingslegu skoð- anakönnunina sem þau hyggj- ast halda í haust þrátt fyrir að Alþingi hafi enn ekki tekið ákvörðun um hana lögum sam- kvæmt. Þessi litli áhugi á skoðana- könnun ríkisstjórnarinnar sést meðal annars á því, eins og Birgir benti á í fyrrnefndu viðtali, að þrýstingurinn á að halda könnunina kemur aðal- lega frá þeim sem sátu í stjórnlagaráðinu, en eins og fram hefur komið valdist í það eftir hrakvalsaðferðinni. Það að sáralítill áhugi sé utan þessa hrakvalshóps á að taka þátt í þessum óboðlega gern- ingi er nokkuð sem yrði hefð- bundinni ríkisstjórn tilefni til að endurskoða afstöðu sína og velta því upp hvort að ekki sé tími til kominn að hætta stríð- inu um stjórnarskrána og verja tímanum í það sem upp- byggilegt getur talist. Forsvarsmenn ríkisstjórn- arinnar eru að vísu búnir að telja sér trú um að hér sé allt í slíkum blóma í efnahags- og atvinnumálum að væntanlega álíta þeir að nú sé góður tími til að sinna ýmsum hugðar- efnum sem annars þyldu vel bið. Aðrir átta sig á að eins og aðstæður eru nú er síst ástæða til að eyða kröftunum í for- dæmislaus átök um stjórn- arskrárbreytingar. Flestum greinum stjórnarskrárinnar hefur verið breytt á lýðveldistímanum} Gjörbreytt stjórnarskrá Samtök ferða-þjónustunnar óttast nú að skatt- ar á fyrirtæki í greininni verði hækkaðir og hafa fulla ástæðu til. Ríkisstjórnin hefur hækkað nánast alla skatta sem fyrir voru þegar hún braust til valda og sýnt einstakt hugmyndaflug við að búa til nýja. Enginn getur ver- ið óhultur þegar skattahækk- anir núverandi ríkisstjórnar eru annars vegar. Ferðaþjónustan kvartar undan því að ekkert samráð hafi verið við greinina um þau áform stjórnvalda að hækka skattana og það kemur ekki á óvart. Ríkis- stjórnin hefur ekki haft fyrir því hing- að til að hafa sam- ráð við atvinnulífið um breyt- ingar á rekstrarumhverfi þess, nema þá aðeins sýnd- arsamráð til að slá tímabundið á óánægjuraddir svo þvinga megi auknar álögur eða aðrar skaðlegar breytingar upp á fyrirtækin. Þetta er sem sagt allt í fullu samræmi við það sem hingað til hefur tíðkast og sýnir að ríkisstjórnin er þrátt fyrir allt, ekki dauð úr öllum æðum. Ríkisstjórnin rennir nú hýru auga til ferðaþjónustunnar} Enn á að hækka skatta B reski grínistinn Zoe Lyons sagði einhvern veginn svona frá í uppi- standi í Hörpu á miðvikudag: „Páfinn sagði um daginn að heim- inum stafaði meiri hætta af hjóna- bandi samkynhneigðra en hlýnun jarðar. Ég sat undir teppi á sófanum með konunni minni og hugsaði bara: „Vá, ég hef stórkostlega van- metið krafta mína!“ Allt í einu langaði mig bara að fara og kýla pandabjörn.“ Zoe sló í gegn þetta kvöld og það var mikið hlegið en eftir situr sú staðreynd að þetta er sá boðskapur sem einn áhrifa- og valdamesti trúarleiðtogi heims kýs að flytja milljónum trúarsystkina sinna. Boðskapur sem er svo vit- laus og svo gjörsamlega út í hött að maður get- ur varla annað en hlegið. Mér varð hugsað til annars grátbroslegs augnabliks sem ég upplifði þegar eftirfarandi orðaskipti voru endurtekin við mig: „Jæja, hvernig fannst ykkur myndin?“ spurði ung kona þegar bíógestir gengu út eftir sýningu á Brokeback Mountain í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Eldri maður, sem hafði ekki hugmynd um hvað myndin fjallaði þegar hann samþykkti að sjá hana, hikaði eitt augnablik og svaraði svo: „Ég vissi ekki að hommar hefðu svona miklar tilfinningar.“ Að maðurinn skyldi játa á svo einlægan hátt að það hafði aldrei hvarflað að honum að sambönd homma hefðu tilfinningalega vídd var bæði hálf krúttlegt og fyndið. En það var líka fáránlegt og ergilegt. Auðvitað hafa hommar tilfinningar! Eins og margir hafa bent á í að- draganda Hinsegin daga, sem nú standa yfir, þá er baráttu homma, lesbía, tvíkynhneigðra og transfólks alls ekki lokið. Og þeim árangri sem náðst hefur þarf að viðhalda. Anna Krist- jánsdóttir, sem hlaut mannréttindaverðlaun Samtakanna ’78 á fimmtudag, gerði m.a. for- dóma í orðanotkun að umfjöllunarefni á bloggi sínu á miðvikudag og benti á að fólk er enn að nota orð á borð við „kynvillingur“ og „kynskiptingur“. Að sama skapi má enn reglulega heyra einhvern kallaðan „helvítis homma“ og „lessu-hitt og þetta miður fal- legt“. Kannski standa ekki djúpstæðir fordómar að baki orðnotkun af þessu tagi en hún hlýtur að særa engu að síður. Vinkonu minni, sem er nú að klára kynleiðréttingarferlið, fannst það a.m.k. ekkert sniðugt þegar heilbrigðisstarfsfólk sem kom að ferlinu talaði um „hann“ en ekki „hana“. Það hafði aldrei hitt hana áður og því aldrei kynnst henni sem karl- manni en samt var hún „hann“. Í dag verður farin Gleðiganga í miðborginni en kring- um hana hafa orðið til ein mestu fagnaðar- og hátíðarhöld sem haldin eru í Reykjavík ár hvert. Tugþúsundir flykkj- ast í bæinn, margir ár eftir ár, og hátíðin er smám saman að verða okkar allra. Ef Gleðigangan væri forrit ætti hin- segin fólk kannski höfundarréttinn en við værum öll að stela henni ólöglega á netinu. Gleðilega Hinsegin daga og gleðilega Gleðigöngu! holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Fáránlegt, fyndið og fúlt STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is F yrr í sumar var haldinn fjölmennur fundur á Hvanneyri þar sem íbú- um og sumarhúsa- eigendum voru kynnt drög að viðbragðsáætlun vegna gróð- urelda í Skorradal. Markmið slíkra áætlana eru t.a.m. að tryggja skipu- lögð viðbrögð og samhæfingu björg- unaraðila, takmarka eða koma í veg fyrir tjón á eignum og gróðri og veita þolendum hamfara nauðsynlega að- stoð svo fljótt sem auðið er. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir áætlun þessa vera ákveðna fyrirmynd fyrir önnur svæði á landinu enda brýnt að skipulagðar rýmingar- og viðbragðsáætlanir liggi fyrir þéttbýl svæði. Segir Jón Viðar boðunarkerfið virka þannig að send eru út boð á alla GSM-farsíma sem tengdir eru síma- sendum á viðkomandi svæði en þann- ig má t.a.m. koma boðum um rýmingu til mikils fjölda fólks á skömmum tíma. Jón Viðar segir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu einnig notast við sambærilega aðferð. „Við höfum t.d. nýtt okkur þetta í bænum þegar þörf er á að hringja í íbúa í ákveðnu hverfi. Þá er hægt að miða hverfið út og láta alla síma á því svæði hringja.“ Áratugi að græða gróin svæði Þótt viðbrögð og skipulagning björgunarmanna sé eflt og endur- skoðað með reglulegum hætti segir Jón Viðar brýnast af öllu að almenn- ingur sé vel meðvitaður um umhverfi sitt heima og að heiman. „Fólk er með eldvarnir og flótta- leiðir í lagi á heimilum sínum en stundum hefur þessi hugsun gleymst þegar upp í sumarbústaðinn er kom- ið.“ Segir hann einföld atriði á borð við að grisja reglulega gróður í kring- um hús og tryggja að garðslanga nái til helstu svæða á lóðinni og umhverf- is húsið geta skipt sköpum þegar sporna á við gróðureldum. Á þetta sérstaklega við í þéttbyggðum sum- arhúsalöndum þar sem viðbragðstími björgunarmanna er yfirleitt lengri en í byggð. „Þarna er fólk einnig gjarnan í timburhúsum með gaskúta, grill og jafnvel opinn eld svo þörfin fyrir for- varnir er enn meiri.“ Fyrir nokkrum árum var hættumat gert fyrir höfuðborgarsvæðið með til- liti til gróður- og sinuelda. Segir Jón Viðar að í kjölfar matsins hafi sum sveitarfélög ákveðið að standa fyrir reglulegum sinuslætti í von um að minnka eldsmat og hefur hættan á stórum gróðureldum minnkað að ein- hverju leyti. Hins vegar bendir hann á að þegar veðurfar er líkt og verið hefur í sum- ar, hlýtt með langvarandi þurrkum, er hættan á bruna ávallt til staðar á útivistarsvæðum borgarinnar. „Ef svona gróðursvæði brenna mun það taka einstaklinga og sveitar- félög marga áratugi að græða þau upp á nýtt,“ segir Jón Viðar og vísar til fjölsóttra útivistarsvæða á borð við Heiðmörk og Elliðaárdal. Besta leiðin til að tryggja að eldur hlaupi ekki í þessi svæði segir hann að fólk sé meðvitað um aðstæður og meðferð elds, að sveitarfélög standi fyrir reglulegum slætti og að lagðir verði sérstakir stígar um svæðin sem nýst geta slökkviliðsmönnum við störf sín komi upp eldur. Í hættumatinu var einnig komist að þeirri niðurstöðu að engin byggð í borginni væri í slíkri hættu að slökkviliðsmenn teldu sig ekki ráða við ástandið. „Við erum með mjög öfl- ugan og vel búinn mannskap en ég hef áhyggjur af því hvernig best er að takast á við þessar breytingar í veð- ur- og gróðurfari á útivistar- svæðunum.“ Eigið eftirlit getur skipt mestu máli Morgunblaðið/RAX Stórbruni Oft þarf lítið til að gríðarlegt eldhaf myndist á stóru svæði. Að undanförnu hafa Bruna- varnir Árnessýslu, auk fleiri að- ila, unnið að viðbragðsáætlun vegna gróðurelda á svæðinu en í Árnessýslu eru t.a.m. um sjö þúsund sumarbústaðir. Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri á Selfossi, segir lið sitt vel þjálf- að og búa yfir öflugum tækjum til að takast á við slíka elda. Meðal þeirra tækja sem sér- staklega eru hugsuð til slökkvi- starfa í þröngum sumar- húsabyggðum er lipur dælubíll sem vegur 16 tonn en minni vegir bera hann auðveldlega að sögn Kristjáns. Að auki eiga Brunavarnir Árnessýslu sér- stakar brunaslöngur sem not- ast við háþrýsting og eru því mun meðfærilegri en aðrar. Þá stendur einnig til að festa kaup á fjór- eða sexhjólum en mikilvægast af öllu segir Krist- ján vera eigið eftirlit fólks og að það skipuleggi svæði sitt vel. Eiga sérstak- an búnað ÁRNESSÝSLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.