Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Vætutíð Þau létu ekki rigninguna hafa áhrif á sig þegar þau gengu galvösk niður Banka- strætið í Reykjavík í gær. Spáð er áframhaldandi votviðri í höfuðborginni næstu daga. Eggert Heildareignir lífeyrissjóðanna nema nú um 2.250 milljörðum króna. Sjóðirnir þurfa að fjár- festa um 120 milljarða króna á ári vegna nýrra iðgjalda og endur- fjárfestinga. Þetta eru háar upp- hæðir og erfitt að finna fjárfest- ingartækifæri innanlands sem gefa af sér nægjanlega háa arð- semi, við ásættanlega áhættu, til að standa að fullu undir eftir- launagreiðslum landsmanna í framtíðinni. Eins og flestum er kunnugt gera lög og reglur ráð fyrir því að skuldbindingar sjóðanna miði við 3,5% raun- ávöxtun og ef hún næst ekki þarf að skerða líf- eyrisréttindin. Til að dreifa áhættu og mæta stærðarvanda lífeyrissjóðanna hefur verið leyft með lögum að fjárfesta hluta eigna sjóð- anna erlendis. Haustið 2008 bönnuðu þó stjórnvöld lífeyrissjóðunum að fjárfesta utan- lands í viðleitni sinni við að hefta fjármagns- hreyfingar og til að varðveita gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þetta hefur leitt til vandamála sem vert er að beina sjónum að. Vandinn Stærð lífeyrissjóðanna á fjármálamarkaði hefur að öllum líkindum leitt til þess að verð á eignamörkuðum (fasteigna-, hluta- og skulda- bréfamörkuðum) er hærra en ef sjóðirnir hefðu frelsi til að fjárfesta erlendis. Vegna ofangreinds banns hefur því myndast áhætta sem rekja má beint til gjaldeyrishaftanna. Jafnframt er slæmt út frá áhættudreifing- arsjónarmiðum að lífeyrissjóð- irnir fjárfesti eingöngu í inn- lendum eignum. Þá hafa höftin óhjákvæmilega leitt til þess að fyrirferð lífeyrissjóðanna er orð- in of mikil á hlutabréfamarkaði. Nefna má að þeir ryðja einka- fjárfestum af markaði og þannig færist eignarhald fyrirtækja í of miklum mæli frá einkaaðilum til stofnanafjárfesta. Það er ekki heilbrigt fyrir efnahagslífið. Að lokum leiðir bann við fjárfest- ingum erlendis til þess að fjár- festingaþörf sjóðanna erlendis hleðst upp og mun hún síðan leiða til mikils útstreymis gjaldeyris þegar höftunum verður loks aflétt. Þetta leiðir í sjálfu sér til þess að afnámi haftanna seinkar. En hvað er til ráða? Eignaskiptasamningar Hægt er að leysa hluta ofangreindra vanda- mála sem stafa af gjaldeyrishöftunum með því að leyfa lífeyrissjóðunum íslensku að gera eignaskiptasamninga á alþjóðamarkaði. Með því móti fá erlendir aðilar tækifæri til njóta arðsemi íslenska hagkerfisins og lífeyrissjóð- irnir arðsemi erlendis. Erlendi mótaðilinn þyrfti að hafa hátt lánshæfismat eða viðskiptin yrðu að vera tryggð af áreiðanlegum þriðja að- ila því að annars væri frekar um að ræða skipti á áhættu en áhættudreifingu. Hægt er að hugsa sér skiptasamninga með bæði hlutabréf og skuldabréf. Ef um væri að ræða hlutabréfasamninga yrði skipt á ávöxtun hlutbréfamarkaðarins á Íslandi og ávöxtun erlendra hlutabréfa. Þann- ig yrði áhættan af íslensku hlutabréfunum færð frá lífeyrissjóðunum til erlenda mótaðil- ans og í staðinn tækju sjóðirnir áhættu af er- lendum hlutabréfum. Ekki er um að ræða neina peningalega greiðslu milli aðilanna og þ.a.l. hafa þessi við- skipti því hvorki áhrif á gjaldeyrisstreymi til og frá landinu né gjaldeyrisvarasjóð Seðla- bankans, a.m.k. fyrst í stað. Hrein áhrif af eignaskiptasamningnum eru einungis mun- urinn á ávöxtun innanlands og erlendis þegar samningurinn er gerður upp. Þetta er best að útskýra með dæmi. Hugsum okkur að einhver lífeyrissjóðanna vilji skipta einum milljarði af innlendum hluta- bréfum í erlend hlutabréf til að dreifa áhættu sinni. Nú gerir sjóðurinn eignaskiptasamning við erlendan aðila með ásættanlega lánshæf- ismatseinkunn til t.d. eins árs. Gerum nú ráð fyrir að ávöxtun á erlendu hlutabréfunum hafi verið 10% á líftíma samningsins en 12% á þeim innlendu. Hreint gjaldeyrisflæði (áhrif á gjald- eyrisvarasjóðinn) er einungis 20 milljónir króna ((0,12 – 0,1) x 1 milljarður) út úr landinu með þessu fyrirkomulagi. Við beina fjárfest- ingu sjóðsins hefði hins vegar flæðið orðið 900 milljónir (1 milljarður – (0,10 x 1 milljarður)) og áhrifin á gjaldeyrisvarasjóðinn verið sam- svarandi. Ef ávöxun hefði verið betri erlendis hefði mismunur á ávöxtun flætt til Íslands. Lífeyrissjóðurinn greiðir erlenda mótaðilanum einungis þegar arðsemi hlutabréfa á Íslandi er meiri en arðsemi erlendis. Ábatinn Margþættur ábati er af fyrirkomulaginu sem hér er lýst. Lífeyrissjóðirnir ná að dreifa hluta áhættu sinni á alþjóðamarkaði og njóta arðs af erlendum eignum þrátt fyrir gjaldeyr- ishöft. Áhrifin á gjaldeyrisvarasjóð Seðlabank- ans eru hverfandi. Uppsafnaðri fjárfesting- arþörf lífeyrissjóðanna erlendis er mætt og því flýtir fyrirkomulagið afnámi gjaldeyrishaft- anna. Lokaorð Eignaskiptafyrirkomulag það sem hér er lýst hefur verið tíðkað með góðum árangri í Suður-Afríku um árabil. Auðvitað þarf að út- færa leiðina vel áður en lagt er í ferðalagið. Þannig þarf t.a.m. að ákveða nákvæmlega hvaða eignum má skipta, hvaða kröfur mót- aðilar þurfa að uppfylla, hvernig uppgjöri samninga verður háttað og hvort krefjast skuli trygginga frá þriðja aðila í slíkum viðskiptum. Allt að einu, sú leið sem ég hef kynnt hér leysir stórt vandamál sem lífeyrissjóðirnir standa frammi fyrir vegna gjaldeyrishaftanna – að geta ekki dreift áhættu sinni nægjanlega ís- lenskum lífeyrisþegum til hagsbóta. Jafnframt flýtir leiðin afnámi gjaldeyrishaftanna. Eftir Tryggva Þór Herbertsson »Hægt er að leysa hluta ofangreindra vandamála sem stafa af gjaldeyrishöft- unum með því að leyfa lífeyr- issjóðunum íslensku að gera eignaskiptasamninga á al- þjóðamarkaði. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor í hagfræði og alþingismaður. Fjárfestingarvandi lífeyrissjóðanna Viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í nokkuð sérkennilegri stöðu. Nú eru þrjú ár síðan ríkisstjórnin sendi for- ystu ESB umsókn á grundvelli ályktunar meiri hluta Alþingis en línur eru ekkert farnar að skýrast varðandi þá þætti um- sóknarferlisins og viðræðnanna, sem frá upphafi hefur verið vit- að að myndu verða viðkvæm- astir og valda mestum ágrein- ingi. Þar er auðvitað ekki um að kenna því ágæta fólki, sem vinnur að málinu á vegum stjórnarráðsins frá degi til dags. Ábyrgðin á þessari stöðu hvílir á herðum hinnar pólitísku forystu ríkisstjórnarinnar. Þegar farið er yfir þá kafla aðildarviðræðn- anna, sem þegar hafa verið kláraðir, sést að þar er fyrst og fremst um að ræða mála- flokka, þar sem Ísland hefur þegar lagað lög- gjöf sína að regluverki ESB á grundvelli EES-samningsins. Sama á við um aðra þá kafla, sem opnaðir hafa verið í viðræðunum og enn eru til umfjöllunar. Í erfiðustu og vandasömustu köflunum er staðan sú, að samningsafstaða liggur ekki fyrir af Íslands hálfu og því ekki forsendur til að opna kaflana og hefja viðræður. Enn er fullkomlega óljóst hvenær að því kemur og hafa yfirlýsingar ut- anríkisráðherra og annarra talsmanna rík- isstjórnarinnar ekki verið mjög skýrar í þeim efnum. Það er svo sem eftir öðru, enda er almennt afar erfitt að átta sig á því hver markmið rík- isstjórnarinnar eru í þessu sambandi. Á þeim bæ hafa menn greinilega mismunandi skoð- anir á því hvort æskilegt sé að hraða viðræð- unum eða ekki. Þannig hafa ummæli ýmissa forystumanna úr VG um að mikilvægt sé að fá skýrar línur sem fyrst í erfiðu málunum greinilega engin áhrif haft á gang viðræðn- anna. Hvað sem þeirra afstöðu líður hefur tíminn og orkan greinilega farið í auðveldu kaflana en hinum vandasamari verið skotið á frest. Staða mála kann að einhverju leyti að skýr- ast í þessum efnum á allra næstu mánuðum. Ekki er ósennilegt að gerð verði tilraun til þess af ríkisstjórninni og þeim sem vinna í hennar umboði til að leggja fram samnings- afstöðu í erfiðu málunum nú í haust, en hætt er við að það verði ekki með öllu átakalaust. Mótun samningsafstöðu í málaflokkum á borð við landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál verð- ur ekki óumdeilt ferli sem hægt verður að af- greiða í gegnum samningahópa, samráðshópa, ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd þingsins umræðulítið og án ágreinings. Þar verður gerð krafa um að af Íslands hálfu verði lögð fram skýr markmið í samræmi við þjóðarhag, en ekki innihalds- lítið orðagjálfur. Sama á auðvitað við um fleiri kafla, svo sem pen- ingamál, skattamál og byggða- mál, þar sem vinnan mun vera lengra komin en í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálunum. Það má því búast við því að umræðurnar um aðild Íslands að ESB færist frekar í vöxt á næstu mánuðum en hitt. Hvað svo sem mönnum kann að finnast um aðildarumsóknina sem slíka ættu flestir að geta tekið undir að með mótun samningsafstöðu í flóknustu og erfiðustu köflunum kemst ferlið á nýtt stig. Það verða með vissum hætti tímamót. Á sama tíma er þess að vænta, að þrýst- ingur aukist til muna á að látið verði á það reyna innan þings hvort raunverulegur meiri- hlutastuðningur sé við framhald viðræðnanna. Óþarft er að fara mörgum orðum um það, að aðstæður bæði á Íslandi og í Evrópu eru ger- ólíkar því sem var sumarið 2009 þegar aðild- arumsókn var samþykkt á þingi. Andstaðan við umsókn bæði innan þings og utan hefur vaxið verulega og margvísleg rök fyrir aðild- arumsókn, sem ýmsum þóttu brúkleg fyrir þremur árum, hljóma heldur hjárænulega í dag. Þegar talað er um að látið verði reyna á stuðning við framhald viðræðnanna innan þings dugar ekki að vísa til þess að á það hafi reynt í vor, þegar atkvæði voru greidd um breytingartillögu Vigdísar Hauksdóttur við tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Við þá atkvæðagreiðslu skýrðu ýmsir andstæðingar tillögunnar afstöðu sína með þeim hætti að þeir teldu hana óþinglega þar sem hún snerist um annað málefni heldur en aðaltillagan, sem til umfjöllunar var. Þing- ið á því ótvírætt eftir að taka afstöðu til fram- halds viðræðna við ESB í ljósi breyttra ytri aðstæðna og raunar breyttrar afstöðu margra innan þingsins. Á þessum haustmánuðum mun svo auðvitað líka draga til tíðinda af þeirri augljósu ástæðu, að kosningar verða í vor og kjós- endur munu að sjálfsögðu kalla eftir skýrri afstöðu flokka og frambjóðenda til framhalds málsins. Aðildarferli í ógöngum Eftir Birgi Ármannsson Birgir Ármannsson »Margvísleg rök fyrir aðild- arumsókn, sem ýmsum þóttu brúkleg fyrir þremur ár- um, hljóma heldur hjárænulega í dag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.