Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Oddviti Skútustaðahrepps gagn- rýnir nýja reglugerð um verndun Mývatns og Laxár og segir að vinnu- brögð umhverfisráðuneytisins við gerð hennar hafi verið með þeim hætti að þau gætu dregið úr vilja heimamanna til að taka þátt í frið- lýsingu fleiri svæða í hreppnum. Þá geti reglugerðin orðið til að ónýta mikið starf við baráttu gegn vargi við Mývatn. „Ég hef búið hér í mörg ár og mér finnst að íbúar hafi sterka tilfinningu fyrir náttúrunni hér og vilji henni allt það besta. En við- mótið og framkoman er svolítið eins og við viljum það ekki og séum … ja, ég segi ekki hryðjuverkamenn … en að það sé eins og við viljum ekki vernda náttúruna,“ segir hún. Helsti ágreiningurinn sé um bar- áttu gegn vargi. Sveitarstjórnin vildi fá inn í reglugerðina ákvæði um að heimilt væri að veiða mink, ref, stóra máva og hrafn og að það verk yrði á forræði sveitarfélaga. Í umhverf- isráðuneytinu fengust þær upplýs- ingar að reglugerðin myndi ekki hafa áhrif á baráttu gegn vargi. Reglugerðin var sett 10. júlí sl. og hún fyllir sex blaðsíður og er í 28 greinum. Svæðið sem um ræðir er í þremur sveitarfélögum; að mestu í Skútustaðahreppi en einnig í Norð- urþingi og Þingeyjarsveit. Sjá ára bið eftir áætlun Dagbjört Bjarnadóttir af M-lista, oddviti Skútustaðahrepps, segir að óánægjan snúi einnig og ekki síst að málsferðinni og þeim hraða sem hafi einkennt hana. Hún bendir á að ný lög um vernd Mývatns og Laxár hafi tekið gildi árið 2004. Í lögunum er ákvæði um að verndaráætlun verði tilbúin eigi síðar en 1. janúar 2006 en hún var þó ekki staðfest af umhverf- isráðherra fyrr en í maí 2011. „Og það var ekki fyrr en 2012 sem það kemur reglugerð og þá er hún keyrð í gegn að okkar mati,“ segir Dag- björt. Skútustaðahreppur hafi fyrst fengið reglugerðina til umsagnar um mitt sumar 2011 en ekki Norðurþing eða Þingeyjarsveit. Þá hafi reglu- gerðin verið 18 greinar og við þær hafi sveitarstjórn Skútustaðahrepps gert ýmsar athugasemdir. Í apríl 2012 hafi sveitarstjórnin síðan fyrir tilviljun fengið fréttir af því að reglugerðin væri til umsagnar hjá hinum sveitarfélögunum tveimur, þá í 27. greinum. Það var aðeins eftir að sveitarstjórn Skútustaðahrepps gerði athugasemdir sem hún fékk reglugerðina aftur til umsagnar. Dagbjört segir með ólíkindum að ekki hafi átt að hafa Skútustaða- hrepp með í ráðum. Tekið hefði verið tillit til ýmissa athugasemda en þó ekki um eyðingu vargs, þrátt fyrir þá miklu áherslu sem heimamenn lögðu á hana. Eng- inn efist um mikilvægi þess að eyða mink en skilningur umhverfisyf- irvalda á mikilvægi þess að halda refnum í skefjum, sem og stórum mávum og jafnvel hrafni, sé annar en heimamanna. Stjórnvöld flaggi viðkvæmu fuglalífinu á tyllidögum en ágreiningur sé um hvernig eigi að vernda það. Skútustaðahreppur leggi á hinn bóginn mikla áherslu á baráttu gegn vargi og hún bendir á að fyrir nokkrum árum hafi kostn- aður hreppsins við vargeyðingu numið 14.000 krónum á hvern íbúa í hreppnum en þeir eru 400. Ef Reyk- víkingar myndu setja jafn mikla fjármuni í vargeyðingu, á hvern íbúa, yrði fjárhæðin um 1,6 millj- arðar. Þyrfti þá varla að spyrja að leikslokum. Í reglugerðinni eru ákvæði um veiðar á tegundum sem hafa skaðleg áhrif og segir þar m.a. að Umhverf- isstofnun skuli sjá til þess að unnin verði sérstök aðgerðaáætlun um veiðar á þeim tegundum og á hún að vera tilbúin innan árs. Dagbjört seg- ir að vinnan við þessa aðgerðaáætl- un sé ekki byrjuð. „Á maður að treysta því að miðað við þann tíma sem það tók að smíða verndaráætlun og reglugerð að þetta gerist núna, einn, tveir og þrír?“ Á meðan óvissa ríki um þessi mál sitji baráttan gegn vargi á hakanum. Slíkt geti ónýtt hina miklu baráttu sem hafi átt sér stað gegn varginum fram að þessu. Tekur völdin af sveitarstjórn Pétur Snæbjörnsson, G-lista, varamaður í sveitarstjórn og fulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd, er mun harðorðari um reglugerðina en Dagbjört. Hann segir að reglugerð- in taki nánast öll völd af sveit- arstjórn. Í henni sé sífellt kveðið á um að leita þurfi álits Umhverf- isstofnunar, Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar á Mývatni og fleiri slíkra aðila en aldrei þurfi að hafa samráð við sveitarstjórn. Reglu- gerðin sé þar að auki óhóflega löng og af einhverjum ástæðum sé í sí- fellu tekið fram að landslög og reglu- gerðir gildi einnig á verndarsvæð- inu. Greinilegt sé að yfirvöld vilji koma sem mestu undir sína eigin sérfræðinga en vanvirði og van- treysti heimamönnum. Treysta ekki á áætlun um eyðingu vargs  Telur að ný reglugerð um Mývatn og Laxá leiði til þess að barátta gegn vargi sitji á hakanum  Oddviti gagnrýnir stjórnvöld fyrir viðhorf til heimamanna  Getur spillt samstarfsvilja Morgunblaðið/Birkir Fanndal Vernd Ákvæði reglugerðarinnar taka til Mývatns og Laxár allt að ósi, ásamt 200 metra breiðum bakka meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin, auk tiltekinna votlendissvæða. Hér sést yfir byggðina við Reykjahlíð. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Móseldalurinn er ægifagur, haustlitirnir skarta sínu fegursta og vínuppskerutíminn er hafinn. Flogið verður til Frankfurt og gist í 5 nætur hjá vínbændum í Leiwen við ána Mósel. Þaðan verður farið í áhugaverðar skoðunarferðir, t.d. til Bernkastel og Cochem, sem þykir einn fallegasti bærinn við ána. Þá verður komið til Idar-Oberstein sem frægur er fyrir skartgripagerð, mjög skemmtilegt eðalsteinasafn og ekki má gleyma hellakirkjunni frægu sem er byggð inni í kletti. Einnig verður komið til elstu borgar Þýskalands, Trier, sem hefur að geyma miklar fornminjar frá tímum Rómverja. Margt skemmtilegt verður á döfinni þessa daga, t.d. ratleikur þar sem leitað verður að gómsætum Móselvínum. Á leið til Wiesbaden þar sem gist verður á vel staðsettu miðbæjarhóteli síðustu 2 næturnar, verður komið við í Rüdesheim, einum vinsælasta ferðamannabæ við ána Rín. Flogið heim frá Frankfurt. Fararstjórar: Georg Kári Hilmarsson & Agnar Guðnason Verð: 147.250 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting hjá vínbændum og á hóteli í Wiesbaden, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, vínsmökkun og íslensk fararstjórn. www.baendaferdir.is Sp ör eh f. s: 570 2790 A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 28. september - 5. október Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Vínbændur & kastalar Haust 5 Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is „Það er svo sannarlega kominn tími til að fara í berjamó,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berja- sérfræðingur, að- spurður um útlit fyrir berjavertíð- ina í ár. Sveinn hefur þegar farið víða um vestanvert landið undan- farnar vikur þar sem hann segir berjasprettu komna á fullt skrið og nóg af bæði bláberjum og krækiberjum til- búnum til tínslu. Eyddi hann frídegi verslunarmanna t.d. á Þingvöllum þar sem krökkt var af fallegum blá- berjum. Berjatíminn hefur lengst Að sögn Sveins hefur berjatínslu- tímabilið lengst um allt að tvær til þrjár vikur undanfarin ár. Áður var nánast óhugsandi að farið væri í berjamó fyrr en undir lok ágústmán- aðar. Einstaklega milt veður undan- farið hefur gert að verkum að nú er hægt að hefja tínslu berja strax í lok júlí. „Ég var til dæmis á ferð á Horn- ströndum fyrir tíu dögum þar sem við tíndum þessi fínu aðalbláber í eftirréttinn,“ segir Sveinn. Stefnir í gott berjaár Útlit er fyrir einstaklega góða berjasprettu á sunnan- og vestan- verðu landinu í ár að sögn Sveins. Þá virðist spretta ætla að vera betri á norðanverðu landinu en í fyrra þegar óhagstætt veðurfar og ágangur birki- lirfu hamlaði uppskeru. Á Austur- landi hafa undanfarin ár verið fremur slök með tilliti til berja en útlit fyrir að breyting verði á í ár. Virðist því stefna í gott berjaár um land allt. Nóg til handa öllum og margt hægt að gera „Í árferði sem þessu er svo mikið af berjum að þetta er ekki nema örlítið brot sem sem við nýtum,“ segir Sveinn. „Það er til svo margfalt nóg hana öllum,“ bætir hann við. Auk þess að borða berin fersk er hægt að safta þau, sulta og gera hlaup. Einnig er gott að frysta þau í smærri skömmtun og eiga handhæg til að strá út á hafragrautinn yfir vet- urinn eins og Sveinn gerir. Þá segist hann einnig hafa smakkað bæði blá- berjarjóma og nýgert aðalbláberja- hlaup með fjallagrösum, sem var nýj- ung, norður á Ströndum í lok júlí. Ekki skemmir fyrir að bláber til- heyra flokki svokallaðra ofur- fæðutegunda. Eru þau m.a. alhæst á listanum yfir fæðutegundir sem rík eru af andoxunarefnum sem hafa góð áhrif gagnvart öldrun og ýmsum sjúkdómum. Er því um að gera fyrir landsmenn að fjölmenna í berjamó þessa dagana og njóta útiverunnar. Nóg af berjum og um að gera að drífa sig í berjamó  Berjatíðin hefst snemma í ár sökum einstaks veðurfars Morgunblaðið/Sverrir Í berjamó Útlit er fyrir að krökkt verði af berjum um land allt í ár. Sveinn Rúnar Hauksson Hjá umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að samráð við Skútustaðahrepp hefði verið nokkuð ítarlegt. Fundur hefði verið haldinn með sveitarstjórn, einnig síma- fundur og eftir fyrstu umsögn hreppsins hefðu margir tölvu- póstar farið á milli og menn rætt saman í síma. Því hefði ekki þótt sérstök ástæða til að leita umsagnar í seinna skiptið en það hefði þó verið gert, eft- ir að sveitarfélagið gerði at- hugasemdir. Varðandi veiðar og ref muni sömu reglur um þær gilda og áður, fram að því að aðgerða- áætlun um veiðar á skaðlegum tegundum verði tilbúin. Í reglugerðinni er á nokkrum stöðum kveðið á um að ákvæði annarra reglugerða gildi á verndarsvæðinu, s.s. reglugerð um varnir gegn mengun vatns af völdum áburðar frá landbún- aði og reglugerð um fráveitur og skólp. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins kom fram að ákvæðin væru ítrekuð til að reglugerðin gæfi heildstæða mynd af þeim ákvæðum sem giltu á svæðinu. Ekki væri óalgengt að ákvæði úr öðrum reglugerðum væru ítrekuð með þessum hætti. Í reglugerðinni er tekið til að stunda athuganir, vöktun og fleira en einnig kvikmyndatöku þurfi leyfi Umhverfisstofnunar. Í svari ráðuneytisins kom fram að ekki væri verið að takmarka ljósmyndun eða kvikmyndatöku áhugafólks eða ferðamanna. Fundur, símafundur og samráð REGLUGERÐARSMÍÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.