Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Á morgun, 12. ágúst, kl. 16 halda þeir Matthías Ingiberg Sigurðsson klarínettuleikari og Christos Pap- andreopoulos píanóleikari tónleika í Selinu á Stokkalæk. Efnisskráin er fjölbreytt og á henni má finna bæði einleiksverk fyrir klarínettu og verk fyrir klar- ínettu og píanó eftir Johannes Brahms, Francis Poulenc, Þorkel Sigurbjörnsson, Béla Kóvacs og bandaríska tónskáldið Nick Nor- ton. Verkið Nightttt Loops, fyrir klarínettu, rafhljóð og píanó, sem Norton samdi sérstaklega fyrir Matthías, verður frumflutt á tón- leikunum. Klarínetta Matthías Ingiberg Sig- urðsson leikur í Selinu á Stokkalæk. Klarínetta og píanó í Selinu, Stokkalæk Inside Iceland nefnist sýning á ljósmyndum Ástþórs Magnússonar sem verður opnuð í dag kl. 13 í hliðarsal Gallerís Foldar. Ástþór nam tísku- og auglýsinga- ljósmyndun við Medway College of Art and Design í Bretlandi og rak ljósmyndastofu og framköll- unarfyrirtæki í mörg ár. Á sýning- unni má m.a sjá nýjar ljósmyndir, teknar inni í Þríhnjúkagíg sem teknar eru með nýrri tækni sem Ástþór kallar glöggmynd en sér- stakri „Glögg“ er hellt yfir mynd- irnar til að gefa þeim meiri dýpt og skerpa á öllum litum, að sögn Ástþórs. Glöggin myndar glerjung á myndunum sem ver þær til framtíðar og gerir að verkum að þær endast í yfir 200 ár án nokk- urrar upplitunar, að sögn Ástþórs. Þá verða sýndar ljósmyndir sem hann tók af eldgosinu í Vest- mannaeyjum árið 1973 fyrir Sunday Times. Ljósmyndabók eft- ir Ástþór, Inside Iceland, a jour- ney into the volcano and more, kemur út við sýningaropnun. Morgunblaðið/Eggert Ljósmyndari Ástþór Magnússon. Ástþór Magnússon sýnir í Gallerí Fold Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is Óskar Guðjónsson saxófónleikari og brasilíski gítarleikarinn Ife Tolent- ino leika brasilíska bossanova-tónlist ásamt Eyþóri Gunnarsyni píanóleik- ara og Matthíasi Hemstock trommu- leikara í djasstónleikaröð Hörpu á veitingastaðnum Munnhörpunni í dag kl. 15. Næstu tónleikar á dag- skrá hjá Óskari og Tolentino eru svo í gróðurhúsinu við Norræna húsið en þar halda þeir átta tónleika í röð, dagana 21. til 28. ágúst, og hefjast þeir allir kl. 22. Óskar og Tolentino hafa komið fram á fjölda tónleika hér á Íslandi en í haust er væntanleg hljómplata frá dúettinum. Eyþór, Matthías og Ómar Guðjónsson eru einnig meðal flytjenda á hljómplötunni. Hljómar eins og smjör „Einhvers staðar verður maður að setja punkt fyrir aftan setningarnar sínar og það var bara kominn tími á það. Mér leið þannig að ég væri kominn á þann stað að ég gæti spilað þetta þannig að það væri hægt að þrykkja tónlistina á form sem verð- ur til að eilífu,“ segir Óskar, spurður að því hvað hafi komið til að þeir Ife ákváðu loks að setja tónlistar- samstarfið á varanlegt form. „Það eru tólf ár síðan ég kynntist Ife og við erum fyrst að gefa út plötu núna, þannig að þetta er án efa bú- inn að vera stöðugur og endalaus lærdómur,“ segir Óskar „Það er einhver mýkt í tónlistinni sem er ekki bara einhver hending. Hún er þrælerfið og ofsalega flókin. Síðan hljómar hún einhvern veginn allt öðruvísi í eyrunum á manni þeg- ar maður byrjar að spila. Þetta hljómar bara eins og smjör,“ segir Óskar. „Ást við fyrsta tón“ „Eitt af því sem var efst á listan- um hjá mér að gera í stórborginni þegar ég flutti til London ásamt konunni minni var að hitta Bras- ilíumann,“ segir Óskar, sem hann og gerði. „Við Ife grínumst stundum með það að þetta hafi verið ást við fyrsta tón. Við urðum strax alveg ofsalega góðir vinir,“ segir Óskar. Tónlistarástin hefur verið gagn- kvæm. „Ég varð strax ástfanginn af hjómnum hans og tilfinningu fyrir tónlistinni og ég held að hann hafi strax orðið ástfanginn af brasilísku tónlistinni,“ segir Tolentino. „Tón- listarmennirnir sem ég hef starfað með hérna hafa einstakan hljóm sem ég held að ég hafi ekki heyrt neins staðar annars staðar í heiminum. Á marga vegu er það betra að spila brasilíska tónlist með tónlistar- mönnum sem eru ekki frá Brasilíu vegna þess að þeir fylgja tilfinning- unni í tónlistinni, og þeir koma með eitthvað nýtt og ferskt inn í hana,“ segir Tolentino. Á væntanlegri hljómplötu Óskars og Tolentinos flytja þeir bossanova- tónlist eftir ýmsa þekkta brasilíska tónlistarmenn en Tolentino segir það vera í bígerð að gefa út plötu ásamt Óskari og öðrum íslenskum tónlistarmönnum með frumsömdu efni. Tolentino vinnur nú einnig að gerð hljómplötu þar sem hann flytur bítlalög með brasilísku ívafi en Ósk- ar, Ómar og Eyþór koma einnig fram á þeirri plötu. Fyrsta hljómplatan eftir tólf ára tónlistarsamstarf  Óskar og Tolent- ino spila á níu tón- leikum nú í sumar Dúettinn Eftir tólf ára tónlistarsamstarf og fjölda tónleika er komið að fyrstu hljómplötu Óskars saxófónleikara og Tolentinos gítarleikara. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ı Þjónustu- og símaver 411 1111 ı www.reykjavik.is Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir þátttakendum í sérstakt þróunar- og tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) á þjónustusvæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar. Boðið er upp á NPA til reynslu til samræmis við framtíðarsýn borgarinnar í þjónustu við fatlað fólk en þar er lögð áhersla á að borgarbúar sem þurfa aðstoð í daglegu lífi hafi val um hvernig þeirri aðstoð sé háttað. Með því að gera samning um NPA fær notandi greiðslur í stað þjónustu, velur aðstoðarfólk, er verkstjórnandi, ákveður sjálfur hvað hann vill gera og hvernig aðstoðarfólk nýtist. Unnið er að gerð reglna um tilraunaverkefnið og verða umsóknir afgreiddar þegar þær reglur hafa verið samþykktar og tekið gildi. Þar sem um tilraunaverkefni er að ræða verður horft til fjölbreytni í vali á þátttakendum í verkefnið. Í tilraunaverkefninu er gert ráð fyrir að þeir sem eiga lögheimili í Reykjavík eða á Seltjarnarnesi og falla undir lög um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992 með síðari breytingum, eru á aldrinum 18-66 ára og þurfa daglega aðstoð geti tekið þátt. Foreldrar fatlaðra barna sem þurfa daglega aðstoð geta sótt um fyrir hönd barna sinna. Vakin er athygli á því að: Um þróunarverkefni er að ræða en gert er ráð fyrir lögfestingu NPA árið 2014.• Afgreiðsla umsókna getur tekið allt að sex mánuði.• Grundvallarskilyrði fyrir samningi um NPA er að velferðarþjónusta sem veitt er á• grundvelli laga um málefni fatlaðs fólks og félagsþjónustu sveitarfélaga fellur niður, enda kemur NPA í stað þessara þjónustuþátta. Þjónustumiðstöðvar borgarinnar taka á móti umsóknum og veita upplýsingar og ráðgjöf um ferli umsókna. Samvinna er höfð við umsækjendur við mat á stuðningsþörf, gerð samkomulags og samnings um NPA. Umsækjendur eiga rétt á að tilnefna sér talsmann vegna umsóknarferilsins sé þess óskað. Umsóknarfrestur er til og með 10. september nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á þjónustumiðstöðvum og á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is. Notendastýrð persónuleg aðstoð Þríeykið geðþekka Trio Lyrico leikur á tónleikum á Gljúfrasteini á morgun kl. 16. Tríóið samanstendur af Ástu Maríu Kjartansdóttur sellóleikara, Ingileif Bryndísi Þórsdóttur píanó- leikara og Lilju Guðmundsdóttur sópransöngkonu. Á tónleikaskránni má finna bæði íslensk og erlend verk í útsetningum fyrir píanó, selló og sópransöng. Stofutónleikar í húsi skáldsins hafa verið haldnir einu sinni í viku í allt sumar og heppnast vel. Næst á dagskránni eru Arnhildur Val- garðsdóttir píanóleikari og síkáta kammerpoppsveitin Melchior. Upp- lýsingar á gljufrasteinn.is. Tríó Ásta María, Ingileif og Lilja skipa Trio Lyrico. Stofutónleikar Trio Lyrico Um helgina flytja Valdís G. Greg- ory sópran og Bragi Jónsson bassi íslensk einsöngslög í Hörpu. Tón- leikarnir eru hluti af tónleikaröð í Kaldalóni í Hörpu sem haldin er með það að markmiði að kynna ís- lenska söngtónlist. Á tónleikunum verða flutt lög á borð við Drauma- landið og Í fjarlægð svo tónleika- gestir ættu að kannast við bróður- part dagskrárinnar. Þriðjungur Trio Lyrico sér svo um undirleik en þar er á ferðinni píanóleikarinn Ingileif Bryndís Þórsdóttir. Íslensk söngtónlist kynnt í Kaldalóni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.