Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 ÚTSALA 857 7703 ko fa ro gh us .is 15,2 fm vandað bjálkahús Sérvalinn þéttur viður 725.000 Kr. 599.000 Vikuritið The Economist verðurseint talið til þeirra sem al- mennt efast um Evrópusambandið, evruna eða annað sem byrjar á bókstöfunum e, v og r.    Þvert á mótihefur blað- ið talað fyrir samrunaþróun- inni í ESB og gerir það líka í nýjasta tölu- blaðinu, þar sem ítrekuð er sú afstaða að farsælast væri fyrir ríki ESB ef því yrði breytt í banka- bandalag með því mjög svo tak- markaða fullveldi aðildarríkjanna sem slíku bandalagi mundi fylgja.    Þrátt fyrir þessa sannfæringusína telur blaðið nú auknar líkur á að nauðsynlegt verði að kljúfa evrusvæðið með því að skera frá hinum þau lönd sem í mestum erfiðleikum eiga.    Líkt og forystumenn íslenskuríkisstjórnarinnar er The Economist sannfærður um ágæti evrunnar, en ólíkt forystumönn- unum íslensku viðurkennir blaðið að evran glímir við slíka erfiðleika að vaxandi líkindi eru á að svæðið sundrist. Spurningin sé ef til vill fremur hvernig það gerist en hvort.    Og líkt og íslensku forystumenn-irnir vill The Economist auk- inn samruna ríkja Evrópusam- bandsins, en ólíkt þessum íslensku viðurkennir blaðið að þessum aukna samruna fylgi aukið full- veldisafsal.    Hvernig stendur á því aðbaráttumenn fyrir aðlögun Íslands að Evrópusambandinu geta ekki rætt þessi mál út frá stað- reyndum eins og flestir aðrir leit- ast við að gera? Staðreyndirnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 10.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 rigning Bolungarvík 18 skýjað Akureyri 20 skýjað Kirkjubæjarkl. 14 alskýjað Vestmannaeyjar 13 alskýjað Nuuk 6 skúrir Þórshöfn 14 skýjað Ósló 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 22 heiðskírt Brussel 21 léttskýjað Dublin 20 léttskýjað Glasgow 22 léttskýjað London 25 heiðskírt París 25 heiðskírt Amsterdam 20 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 17 skýjað Vín 22 skýjað Moskva 18 léttskýjað Algarve 30 heiðskírt Madríd 37 léttskýjað Barcelona 28 heiðskírt Mallorca 31 heiðskírt Róm 32 léttskýjað Aþena 28 skýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 20 alskýjað New York 26 skýjað Chicago 22 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 11. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:09 21:58 ÍSAFJÖRÐUR 4:58 22:19 SIGLUFJÖRÐUR 4:40 22:02 DJÚPIVOGUR 4:34 21:31 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hópur rétthafa netaveiði í Ölfusá og Hvítá hefur mælst til þess við neta- veiðibændur að dregið verði úr veiði- sókn eða netin tekin upp það sem eftir er veiðitímans í ár. Lakar laxa- göngur í sumar eru ástæðan og vilja veiðiréttareigendur stuðla að því að fleiri laxar nái að hrygna og bæta seiðabúskap ánna. „Veiðin fór vel af stað í sumar. Uppistaðan var tveggja ára fiskur en minni fiskurinn fór ekki að sjást í lok júlí eða byrjun ágúst, eins og venjulega. Við vitum ekki ástæðuna fyrir því en þykir ábyrgðarhluti að bregðast ekki við,“ segir Haraldur Þórarinsson, veiðiréttarhafi í Laug- ardælum og einn þeirra netabænda sem standa að tilmælunum sem samþykkt voru sammála á fundi hópsins í Þingborg. „Okkur þykir þetta virðingarvert framtak, að vera með þessi tilmæli, þótt ekki sé annað, og vonandi að fleiri fiskar hrygni á svæðinu,“ segir Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri Veiðimálastofnunar á Suðurlandi. Hann segir að tveggja ára laxinn hafi skilað sér illa í árnar undanfarin ár. Skilyrði í hafinu virðist ekki vera honum hagstæð. „Núna sýnist okkur að margt bendir til, miðað við veiði- tölur, að eins árs laxinn skili sér einnig illa á þessu svæði og víðar, að seiðin sem fóru til hafs vorið 2011 komi ekki til baka í jafn miklum mæli og reiknað var með,“ segir Magnús. Ekki vitað hvað gerist í hafinu „Þetta kemur svolítið á óvart því seiðatalningar bentu til að betri ár- gangar væru að ganga í sjó.“ Hann segir ekki vitað hvað valdi þessu. Ýmsar kenningar hafi verið settar fram. Nefnir að vorið hafi verið kalt í fyrra. „Það er eins og sjórinn taki ekki alltaf vel við seiðunum en við höfum engan veginn nógu góðan púls á því hvað þar er að gerast,“ segir Magnús. „Við tókum við þessari auðlind af þeim sem á undan okkur gengu. Það hlýtur að vera markmið okkar að skila henni í jafn góðu ástandi og sýna að hægt sé að trúa okkur fyrir henni,“ segir Haraldur Þórarinsson. Netaveiðum verði hætt í sumar  Hópur netabænda við Ölfusá og Hvítá vill að dregið verði úr veiðum vegna lélegrar laxveiði í sumar  Stuðla að því að fleiri laxar nái að hrygna Morgunblaðið/Golli Netaveiði Bændur vitja um laxanetin í Ölfusá, við Selfoss. Vel gekk að eiga við sinueldana í gærkvöldi á Hrafnabjörgum í Laug- ardal við Ísafjarðardjúp, að sögn sjónarvotta, en slökkviliðsmenn börðust við eldana áttunda daginn í röð. Á svæðinu var suðlæg átt og gjóla, en ekkert hefur rignt á staðn- um frá því sinueldarnir gusu upp á föstudag fyrir viku. Þrír slökkviliðsmenn voru að störfum frá slökkviliðinu á Ísafirði og voru þeir leystir af um níuleytið í gærkvöldi þegar þrír aðrir frá Ísa- firði komu á vakt, en þeir ætluðu að standa vaktina til morguns. Haugsugu frá Látrum var komið fyrir á svæðinu í gærkvöldi til að bleyta upp í því svæði sem erfitt er að koma brunaslöngum að, en óvíst er hvenær eldurinn kulnar á svæð- inu. Vonir standa þó til að það gerist um helgina. pfe@mbl.is Óvíst hvenær eldurinn kulnar  Slökkviliðsmenn berjast við eldana Gróðureldar Ekki hefur enn rignt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.