Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is HotYoga Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasalFarið í gegnum röð af yogastöðum í heitum sal. Teygjanleiki vöðvanna aukinn, mikill sviti og vellíðan. 4 vikna námskeið - Þriðju- og fimmtudaga kl 18:30. Kennari: Steinunn Kristjánsdóttir. Verð kr. 14.900. Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Ný námskeið að hefjast Innritun í síma 581 3730 Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Tugir Íslendinga eru í félagi dá- leiðslutækna og bera titilinn dá- leiðslutæknir samkvæmt heimasíðu Félags dáleiðslutækna. Hugsanlega fjölgar í stéttinni á næstunni því breski dáleiðslukennarinn John Sell- ers heldur dáleiðslunámskeið á Ís- landi í haust. Námskeiðið kostar 235 þúsund krónur, það stendur aðeins yfir í átta daga og fá þeir sem ljúka því inngöngu í félag dáleiðslutækna. Ekki heilbrigðisþjónusta Geir Gunnlaugsson landlæknir og Hörður Þorgilsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði og formaður Dá- leiðslufélagsins, segir mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að dá- leiðslutæknar eru ekki heilbrigðis- starfsmenn og þeir sem nýti sér þjónustu dáleiðslutækna geri það á eigin ábyrgð. Hver sem er geti í raun kallað sig dáleiðslutækni. Geir og Hörður eru sammála mikilvægi þess að neytendur séu upplýstir um hvað felist í starfi dáleiðslutækna áð- ur en þeir greiði fyrir þjónustu þeirra. Í auglýsingu um dáleiðslu- námskeið Johns Sellars segir m.a. að sálfræðinemar hafi lært hjá John Sellars á Íslandi og þeir séu „ánægð- ir með að geta byrjað að hjálpa fólki strax með ýmis vandamál frekar en að þurfa að bíða í mörg ár þar til þeir útskrifast úr sálfræði.“ Fagaðilar ekki sáttir „Félag dáleiðslutækna er ekki á okkar vegum og það er eitthvað sem við erum ekki alveg sátt við í raun og veru,“ segir Hörður Þorgilsson, sér- fræðingur í klínískri sálfræði og for- maður Dáleiðslufélagsins. Dáleiðslu- félagið er félag þeirra sem hafa háskólamenntun í heilbrigðisfagi og starfsleyfi sem slíkir og bæta dá- leiðslu ofan á það sem viðbót við hefðbundnar meðferðir. „Hver sem er getur farið á nám- skeið og kallað sig dáleiðslutækni og talið sig færa í flestan sjó til að beita dáleiðslu. Það er nálgun sem við get- um ekki sætt okkur við. Við getum líkt þessu við það ef þú lærir skurð- tækni, eða að beita skurðhníf, mynd- ir þú þá opna skurðstofu?“ segir Hörður. Hann segist margoft hafa rekið sig á að fólk átti sig ekkert á muninum á þeim sem kallast dá- leiðslutæknar og svo heilbrigðis- starfsmönnum sem nota dáleiðslu sem hluta af meðferð. Hörður segist ekki þekkja til Johns Sellars en seg- ist vita til þess að hann hafi ekki menntun í heilbrigðisvísindum. „Ég myndi vara við því að fólk leitaði til dáleiðslutækna án þess að vita hvað það er að sækja.“ Ekki á borði landlæknis „Dáleiðslutæknar eru klárlega ekki heilbrigðisstétt og samkvæmt lögum höfum við bara eftirlit með störfum heilbrigðisstétta,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir spurður um dáleiðslutækna. Geir segir dáleiðslu ekki flokkast sem heilbrigðisþjónustu nema sá sem henni beiti sé heilbrigðisstarfs- maður. „Það eru þekkt dæmi um heil- brigðisstarfsfólk sem beitir dáleiðslu og menntar sig til þess, bæði sál- fræðingar, hjúkrunarfræðingar og læknar. Málefni þeirra falla á okkar borð ef eitthvað kemur upp á en það gildir ekki um svokallaða dá- leiðslutækna.“ Dáleiðslutæknar eftir átta daga  Dáleiðslutæknir frá Bretlandi kennir dáleiðslutækni á Íslandi í haust  Landlæknir og formaður Dáleiðslufélagsins vara fólk við að leita til annarra en faglærðra heilbrigðisstarfsmanna Morgunblaðið/Golli Dáleiðsla Dáleiðsla telst ekki vera heilbrigðisþjónusta nema sá sem beitir henni sé heilbrigðisstarfsmaður. Eitt námskeið dugar ekki. „Á milli námskeiðshluta kom ég til Íslands og bað um að fá að dáleiða alla sem sátu kyrrir nógu lengi. Ég náði strax mjög góðum árangri og dáleiddi um sextíu manns áður en ég tók seinni hlutann og útskrifaðist 2010,“ segir íslenskur nemandi dáleiðslukennaranns John Sell- ars í auglýsingu fyrir dáleiðsl- unámskeiðið sem haldið verður í haust. Haldin verða þrjú nám- skeið og er þegar uppselt á fyrsta námskeiðið. Fjölmargir Íslendingar hafa sótt dáleiðslu- námskeið Johns Sellars og margir þeirra starfa við dá- leiðslumeðferðir undir starfs- heitinu dáleiðslutæknir. Skiptar skoðanir eru um námskeið Johns Sellars enda flokkast svokallaðir dá- leiðslutæknar ekki sjálfkrafa sem heilbrigðisstarfsmenn. Til þess þarf aukna menntun og til- skilin leyfi. Dáleiddi strax 60 DÁLEIÐSLUTÆKNAR Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Leigjendaaðstoð Neytendasamtak- anna hafa borist um 900 erindi það sem af er ári en í fyrra bárust sam- tökunum alls 1.048 fyrirspurnir um húsaleigumál. Daði Heiðar Krist- insson, starfsmaður kvörtunar- og leiðbeiningaþjónustu samtakanna, segir erindin af ýmsum toga en sam- kvæmt samantekt sem gerð var í apríl á þessu ári, lutu flestar fyrir- spurnirnar að ástandi og viðhaldi húsnæðis, verði og uppsögn leigu- samnings. „Fólk áttar sig almennt ekki á þeim réttindum sem það hefur né þeim skyldum sem það ber. Það á við bæði um leigjendur og leigusala,“ segir Daði. Hann segir fæst erind- anna snúa að alvarlegum deilum, oftast sé fólk einfaldlega að kanna réttarstöðu sína. Daði segir það hafa komið fyrir að einstaka leigusalar hafi verið til meiri vandræða en aðrir en þegar deilumál komi inn á borð leigj- endaaðstoðarinnar sé fólki beint áfram til kærunefndar húsamála. Samkvæmt upplýsingum frá vel- ferðarráðuneytinu snúa þau mál sem rata til nefndarinnar gjarnan að uppgjöri og frágangi en alls fékk hún tólf mál til umfjöllunar í fyrra. Hvað varðar ráðleggingar til fólks sem hyggst leigja húsnæði, segir Daði afar mikilvægt að standa að málum með formlegum hætti. „Flestar þær tilkynningar sem gerð- ar eru í leigusambandi þarf að gera skriflega og helst þannig að hægt sé að sýna fram á síðar að þær hafi ver- ið sendar,“ segir Daði, ábyrgða- póstur sé öruggastur en tölvupóstur ætti að duga. Þá ráðleggur hann fólki að láta gera úttekt á húsnæðinu áður en það flytur inn. Verði skemmdir standi annars orð gegn orði um hvort þær urðu fyrir leigutímann eða meðan á honum stóð. Hafa borist 900 erindi um húsaleigumál á árinu  Ráðleggur fólki að hafa allt skriflegt og láta gera úttektir Morgunblaðið/Kristinn Húsaleiga Það er að mörgu að huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.