Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 18
BÆJARLÍFIÐ Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Ótrúleg veðurblíða hefur sett svip á bæjar- og mannlífið síðustu daga og hitinn hefur farið fast að 30 stigum þegar heitast hefur verið yfir hádag- inn. Það eru þó ekki allir sem njóta þessara hlýju sumardaga því hér er nú keppst við að vinna úr þeim verð- mætum sem berast á land og unnið á vöktum allan sólarhringinn. Aflinn er nær eingöngu makríll og búið að taka á móti um 3.500 tonnum í frystingu. Hér hafa verið níu bátar á strandveiðum. Veiðin var frekar dræm en flestir hafa náð að veiða dagsskammtinn sem er 750 þorsk- ígildi. Standveiðunum er nú lokið á þessu veiðitímabili. Flestir bátarnir selja aflann inn á fiskmarkaðinn hér.    Nóg hefur verið að gera í ferða- þjónustunni og voru gestir almennt fyrr á ferðinni en verið hefur og meira um erlenda ferðamenn, segir Bjarnveig Skaftfeld á ferðaþjón- ustubænum Ytra-Álandi í Þistilfirði, og þeir hafa lengri viðdvöl. Hún á sína fastagesti eins og gengur í ferðaþjón- ustu en enskur prófessor kemur reglulega að Álandi og rómar mjög þá friðsæld og víðáttu sem Ísland býður upp á og eru ein stærstu verð- mæti landsins að hans mati. Hann veiðir á silungasvæðum í nágrenninu og færir Bjarnveigu aflann, hún út- býr veisluborð sem allt heimilisfólkið nýtur með þessum veiðiglaða gesti sem líkar vel í sveitinni og fær heitar, upprúllaðar pönnukökur í morgun- mat hjá Bjarnveigu.    Ferðamenn sækja líka í auknum mæli út á Langanes og Rauðanes í Þistilfirði sem eru miklar nátt- úruperlur. Á Skálum á Langanesi er búið að koma upp merkingum á húsa- rústum og skilti með upplýsingum um byggðina sem áður var. Þórshafn- arbúar eiga síðan von á skemmti- ferðaskipinu Caledonian Sky í ágúst- lok og er það fyrsta skip sinnar tegundar sem mun leggjast að bryggju á Þórshöfn.    Á leikskólanum var skemmtileg vinna í gangi í sumar og hafði for- eldrafélagið frumkvæði að því að fá leiðsögn við að endurbæta leikvang- inn þar og naut aðstoðar Georgs Hol- landers leikfangasmiðs en hann hefur sérhæft sig í að smíða náttúruleg leik- föng og tæki. Hann nýtir efnivið úr náttúrunni og hér á svæði rekavið- arins urðu til vinsæl og skemmtileg leiktæki og mikil endurbót á leikvelli barnanna. Unnið á vöktum allan sólarhringinn í blíðunni Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Blíðviðri Vinirnir Tinna Dagbjartsdóttir og labradorinn Burton kældu sig við sjóinn á Brekknasandi við Sætún þeg- ar hitinn fór upp í 26 stig á dögunum og svartur feldur hundsins var orðinn óbærilega hlýr. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemning þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is BM Mótun - Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur Ný námskeið að hefjast Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Í BM Mótun er aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Upphitun í tækjasal 20 mín., mótun 40 mín. Aðeins 15 í hóp. Hentar öllum aldursflokkum. 8 og 16 vikna námskeið - mánudaga og miðvikudaga kl 16:05 og16:50 þriðjudaga og fimmtudaga kl 8:45 og 9:45. Kennarar: Bára Magnúsdóttir og Þórdís Schram. Verð: 8 vikur kr. 19.900 og 16 vikur kr. 29.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun í síma 581 3730 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, lokað sunnud. Vefuppboð Ástþór Magnússon Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 Opnun kl. 15 laugardag 11. ágúst SýninG inside icelandá myndlist stendur til 14.ágúst á keramik stendur til 13. ágúst Allir velkomnir- nýr auglýsingamiðill 569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.