Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Verðhrun 60% afsláttur af öllum fatnaði og skóm Vertu vinur okkar á facebook Engjateigur 5 Sími 581 2141 www.hjahrafnhildi.is • • • Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 STÓRÚTSALA T E P P A G A L L E R Í Bæjarlind 16 Sími 568 6999 Opið virka daga kl. 11-18 laugardaga kl. 11-16 www.persia.is 20–40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM FR U M gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn www.birkiaska.is Bodyflex Strong Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is „Það verður sunnanátt á öllu landinu um helgina og um 8-15 metrar á sek- úndu en aðeins hægari þó á morgun, bjartviðri fyrir austan og líklegast verður besta veðrið á Egilsstöðum og á Norðausturlandi og Austurlandi öllu,“ sagði veðurfræðingur á Veð- urstofu Íslands í gær, en fádæma góðviðri hefur verið á Austurlandi seinustu vikurnar. Gærdagurinn var sá 15. í röð þar sem hiti var einhvers staðar yfir 20 stigum á Celsíus á landinu en metið er einmitt 15 dagar í röð. Áfram er spáð góðu veðri norðaustantil á land- inu um helgina þó að ekki verði jafn- hlýtt og hefur verið undanfarið. Hitastigið mældist hæst 27-28 stig í forsælu þegar best lét fyrir austan í vikunni og fögnuðu margir Austfirð- ingar veðurblíðunni mjög. Svalara hefur verið á Austurlandi í sumar en í öðrum landshlutum og hefur hitinn verið á bilinu 13-15 stig í mestallt sumar. Hitamet hafa fallið á fjölmörgum sjálfvirkum veðurathugunarstöðv- um á landinu undanfarin misseri en sjálft hitametið, 30,5°C hefur ekki enn verið slegið. Morgunblaðið/Golli Spá Áfram er spáð góðu veðri norð- austantil á landinu yfir helgina. Einstaklega gott veður á Austurlandi Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa stungið mann í bak og síðu hinn 28. júlí sl. Er honum gert að sæta gæslu- varðhaldi til 6. september. Dómarar við Hæstarétt féllust á það með héraðs- dómi að sterkur grunur væri á að maðurinn hefði framið afbrotið, sem að lögum getur varðað 10 ára fang- elsi. Hvorki neitar né játar Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að árásarmaður og mennirnir á vettvangi hafi hlaupið á brott eftir stunguna en lögreglan hafi síðar veitt athygli tveimur mönnum en annar þeirra, þ.e. kærði, hafi reynst blóðugur. Hann hafi verið með djúp- an skurð á hendi sem talsvert hafi blætt úr og hafi mátt rekja blóðslóð hans frá árásarvettvangi. Maðurinn hvorki neitar né játar sök en man eftir átökum. Því er lýst í greinargerð lögreglu að hann segist ekki muna atburða- rásina vel enda hafi hann verið mjög ölvaður og verið í gleðskap. Hann hafi síðan farið út og lent þar í slags- málum við fórnarlambið. Hann hafi sagt annan hvorn þeirra hafa dregið upp hníf í slagsmálunum en sjálfur segðist hann almennt ekki ganga um með hníf á sér. Liggur undir grun - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.