Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 224. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Dó úr hlátri á tökustað 2. Dýrkeypt framhjáhald 3. Bólótt sköp eftir háreyðingu 4. Elskar aukakílóin  Stjórnandi Tribeca-kvikmyndahá- tíðarinnar, Geoffrey Gilmore, verður formaður dómnefndar Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 27. sept. og lýkur 7. okt. Gilmore formaður dómnefndar RIFF  Vesturport er með margt á prjónunum. Leik- hópurinn sýnir Hamskiptin í London og Faust í New York ı́ vetur, framleiðir sjón- varpsþætti um Íslendingasögurn- ar, heimildarmynd um Karmelregluna í Hafnarfirði og kvikmynd sem Nína Dögg Filipusdóttir mun fara með að- alhlutverkið í. Þá verður verkið Bast- ard sýnt næsta vor í Washington og í Borgarleikhúsinu í haust. Vesturport með mörg járn í eldinum  Björn Steinar Sólbergsson, org- anisti við Hallgrímskirkju, kemur fram á alþjóðlegri orgelhátíð í dóm- kirkjunni í Berlín í kvöld kl. 20. Kirkj- an er stærsta dómkirkja mótmæl- enda í Þýskalandi og í henni eitt fegursta orgel lands- ins. Björn Steinar kemur einnig fram á alþjóðlegri orgelviku í Kön- ingslutter 13. ágúst og á orgelhátíð í Herford 19. ágúst. Leikur á orgelhátíð- um í Þýskalandi FÓLK Í FRÉTTUM VEÐUR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnanátt, 2-18 m/s. Rigning eða súld með köflum, en víða bjart norðaustantil. Hiti 12 til 25 stig, hlýjast austanlands. Á sunnudag Suðaustan 8-13 m/s og rigning, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 12 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands. Á mánudag Austlæg átt, 5-13, hvassast syðst. Skýjað og lítils háttar rigning öðru hverju, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Áfram hlýtt í veðri, einkum norðantil. Sveit Bandaríkjanna bætti 27 ára gamalt heimsmet í 4x100 metra boð- hlaupi kvenna á Ólympíuleikvang- inum í London í gær. Hin rússneska Tatyana Lysenko bætti ólympíumetið í sleggjukasti og Frakkinn Renaud La- villenie bætti ólympíumetið í stang- arstökki. Þá lauk loks sjö leika sigur- göngu Bandaríkjanna í 4x400 metra boðhlaupi karla. »1-3 Heims- og ólympíumet féllu í Lundúnum Axel Bóasson úr Golf- klúbbnum Keili komst af ör- yggi í gegnum niðurskurð- inn á Evrópumóti einstaklinga í golfi sem fram fer á Montgomerie- vellinum á Írlandi. Hann varð þar með fyrstur Íslend- inga í átta ár til að komast í gegnum niðurskurð á þessu sterka móti. „Þetta small allt saman í dag,“ segir Axel. »1 Allt small hjá Axel á Írlandi Kári Steinn Karlsson keppir síðastur Íslendinganna á Ólympíu- leikunum í London en maraþonhlaup karla er síð- asti frjálsíþróttaviðburð- urinn og hefst klukkan 10 í fyrramálið. Hann kveðst hafa skoðað brautina vel en hún er óvenjuleg. „Hún er lögð með það í huga að við förum framhjá sem flest- um kennileitum í borginni. Það gæti þess vegna verið tekin u-beygja til að fara framhjá ein- hverri flottri bygg- ingu,“ segir Kári. »2 Óvenjuleg braut í mara- þoninu hjá Kára Steini Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ísland sendi marga glæsilega full- trúa lands og þjóðar til Ólympíu- leikanna í London. Einn af þeim fulltrúum Íslands á leikunum sem minna hefur farið fyrir er Björn Magnús Tómasson fimleikadómari, en hann var nú að dæma á sínum þriðju Ólympíuleikum, en hann dæmdi einnig á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og í Aþenu árið 2004. Þá tók hann þátt í undirbún- ingi fyrir Ólympíuleikana í Peking 2008, en dæmdi ekki þar. Björn Magnús segir það mikinn heiður fyrir sig að hann hafi verið valinn til að dæma í London, en hann var einn af 14 dómurum í fimleikum karla af 54 sem fylgdu ekki sjálf- krafa með keppnisliði eða keppanda í fimleikakeppninni. „Það að vera valinn sýnir að maður er kominn inn í hringinn,“ segir Björn Magnús, en hann hefur verið fimleikadómari síð- an árið 1993 og dæmt á ýmsum al- þjóðlegum fimleikamótum. „Þessi kjarni hefur verið að dæma saman í mörg ár og við þekkjumst það vel að þetta er eins og að hitta fjölskyldu sína og vini aftur og aftur.“ Björn Magnús segir að Ólympíu- leikarnir í London hafi verið mjög skemmtilegir. „Það var flott um- gjörð þarna og fínir fimleikar til sýn- is.“ Hann segir þó að sér hafi fundist aðeins meiri stemning á Ólympíu- leikunum í Aþenu fyrir átta árum. „Þar gerðist auðvitað eftirminnilegt atvik í úrslitunum á svifrá þegar áhorfendum fannst eins og rúss- neski fimleikakappinn Alexei Nemov hefði ekki fengið rétta einkunn. Allt varð vitlaust í salnum og áhorfendur byrjuðu að baula og púa á dómarana þannig að keppnin stöðvaðist í um það bil tíu mínútur.“ Í London kom upp annað áþekkt atvik þar sem japanska keppnisliðið kærði úr- skurð dómaranna og færðist við end- urmat upp í annað sætið. „Þeir ýttu þá Bretum úr öðru sæti niður í það þriðja og heimamenn í áhorfenda- salnum kunnu illa að meta það,“ seg- ir Björn, en Bretar studdu vel við bakið á fimleikaliðinu sínu á leik- unum og bætti það við stemninguna að mati Björns. Björn Magnús lætur vel af reynslu sinni í London. „Ólympíu- leikar eru náttúrlega helsta keppnin sem hver íþróttamaður og þjálfari stefnir á að taka þátt í og það gildir það sama um dómarana. Það að vera dómari í ólympísku sporti er bara meiri háttar.“ Í þriðja sinn á Ólympíuleikum  Björn Magnús Tómasson dæmdi fimleika í London Ljósmynd/Björn Magnús Tómasson Fimleikadómari Björn Magnús Tómasson í fimleikasalnum í íþróttahöllinni í London stuttu áður en keppni hófst. Einkunnagjöf í fimleikum var breytt af Alþjóðafimleika- sambandinu árið 2006 eftir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 þar sem nokkur umdeild atvik komu upp, en fyrir þann tíma voru einkunnir í fimleikum á skalanum einn til tíu. Í dag byggist einkunnin á tveimur þáttum, það er erfiðleika og framkvæmd. Erfiðleiki æfingarinnar er reiknaður út eftir að keppandinn lýkur henni. Keppendur framkvæma mest tíu æfingar sem metnar eru út á kvarða frá A til G, sem er þyngst, eftir erfiðleikastigi. Framkvæmdar- einkunn byrjar alltaf á 10 sem er hæst, og svo er dregið frá fyrir villur og mistök í framkvæmd æfingarinnar. Þessar tvær einkunnir eru svo lagðar saman og þannig fæst út lokaeinkunnin. Erfiðleiki og framkvæmd HVERNIG ER DÆMT Í FIMLEIKUM? Kohei Uchimura, Ólympíumeistari í fimleikum karla. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.