Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 37
og sungin eru íslensk þjóðlög, farið með vísur og þulur við undirleik m.a. heimatilbúinna hljóðfæra. Steef spilar m.a. á skyrdós, skeiðar og á steinaspil sem Páll Guðmunds- son, myndlistarmaður á Húsafelli, bjó til fyrir hann. Haustið 2010 tóku þau þátt í vest- norræna skólaverkefninu „Listaleyp- urinn“ og fluttu efnisskrá sína fyrir mörg hundruð börn í Færeyjum og Grænlandi og hlutu mikið lof fyrir. Þau hafa einnig komið fram í Hol- landi og Þýskalandi. Dúó Stemma hlaut viðurkenn- inguna „Vorvindar“ frá IBBY- samtökunum árið 2008 fyrir framlag sitt til barnamenningar á Íslandi. Fjöllin og tónlist í ballans „Ég er tónlistarmaður og fjallageit af guðs náð,“ segir Herdís. „Þetta tvennt verður alltaf að vera í hárfínu jafnvægi. Fjallanáttúran kemur úr föðurættinni. Pabbi var frægur ferðagarpur á Akureyri, fór í Geysi- sleiðangurinn, alla leið að flakinu, var sérfræðingur í Ódáðahrauni og fann hina fornu Biskupsleið frá Austur- landi og yfir Ódáðahraun og Sprengi- sand. Við göngum á fjölda fjalla á hverju sumri og gengum á Mælifellshnjúk í síðustu viku með hinum elskulegu vinum okkar í Ferðafélaginu Finn- boga.“ Fjölskylda Eiginmaður Herdísar er Steef van Oosterhout, f. í Hollandi 24.8. 1961, slagverksleikari með Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Hann er sonur Ads van Oosterhout, organista, pí- anóleikara og kórstjóra, og Riet van der Schoot húsfreyju. Synir Herdísar og Steefs eru Jak- ob van Oosterhout, f. 16.7. 1997, og Tómas van Oosterhout, f. 27.12. 2000. Systkini Herdísar: Jón Gauti Jóns- son, f. 17.7. 1952, d. 22.5. 2007, land- fræðingur; Geirfinnur Jónsson, f. 5.6. 1955, jarðeðlisfræðingur og umsjón- armaður Sigurjónssafns, búsettur í Reykjavík; Sólveig Anna Jónsdóttir, f. 21.5. 1959, píanóleikari og kennari í Reykjavík. Foreldrar Herdísar voru Jón Sig- urgeirsson frá Helluvaði, f. 14.4. 1909, d. 11.9. 2000, fjallamaður, um- sjónarmaður á FSA og lífskúnstner, og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 24.8. 1926, d. 1.4. 2011, vefnaðarkennari, skattendurskoðandi og mikill menn- ingarunnandi. Afmælisbarnið Með víóluna í Hörpu. Úr frændgarði Herdísar Önnu Jónsdóttur Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Narfastöðum Jakob Jónasson b. á Narfastöðum Þóra Jónsdóttir frá Grænavatni Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Helluvaði Sigurður Magnússon b. á Arnarvatni Guðfinna Sigurðardóttir frá Stafni Herdís Anna Jónsdóttir Jón Sigurgeirsson fjallamaður og lífskúnstner Ragnhildur Jónsdóttir vefnaðarkennari Jón Gauti Pétursson b. á Gautlöndum Anna Jakobsdóttir húsfr. á Gautlöndum Sólveig Sigurðardóttir húsfr. á Helluvaði Sigurgeir Jónsson b. á Helluvaði Jón Hinriksson skáld á Helluvaði Sigurður Jónsson skáld á Arnarvatni Málfríður Sigurðardóttir fyrrv. alþm. Jón alþm. í Múla í Aðaldal Árni frá Múla, alþm. Jón Múli Árnason tónskáld Jónas Árnason rith. og alþm. Björn Jakobsson skólastj. Íþróttaskólans á Laugarvatni Sigríður Ragnar húsfr. á Ísafirði Hjálmar Ragnarss. rektor Listaháskóla Íslands Sigríður Ragnarsd. skólastj. Tónlistar- skólans á Ísafirði Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari í München Kristjana Pétursdóttir skólastj. Kvennaskólans á Blönduósi Pétur Jónsson ráðherra á Gautlöndum, af Gaut- landsætt og Reykjahlíðarætt Kristján Jónsson ráðherra og háyfirdómari Rebekka Jónsdóttir húsfr. á Ísafirði Steingrímur Jónsson alþm. og sýslum. á Akureyri Haraldur Guðmundsson ráðherra Sigurður Guðmundsson bakaram. á Ísafirði Jón Sigurðsson fyrrv. ráðherra ÍSLENDINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Þorsteinn fæddist í Reykjavík12.8. 1942, sonur Gylfa Þ.Gíslasonar, prófessors og ráðherra, og Guðrúnar Vilmund- ardóttur, húsfreyju. Bræður hans: Vilmundur, f. 1948, d. 1983, alþm. og ráðherra, og Þorvaldur, f. 1951, hagfræðiprófessor við HÍ. Þorsteinn lauk BA Honours-prófi í heimspeki við Harvard University, stundaði nám við Háskólann í München og nám og rannsóknir í heimspeki við Magdalen College í Oxford. Þorsteinn var áhrifamikill frum- kvöðull í kennslu vestrænnar heim- speki hér á landi. Hann kenndi við MH, MA og MR og við heimspeki- skor HÍ frá stofnun,1971, og til dauðadags, var þar lektor, dósent og prófessor og hélt fjölda heimspeki- fyrirlestra við háskóla víða um heim. Hann var félagi í Phi Beta Kappa, sat í stjórn PEN á Íslandi, var ritari Íslensku óperunnar, lengi formaður siðanefndar BÍ og forstöðumaður Heimspekistofnunar HÍ. Meðal ritverka hans eru Tilraun um manninn, 1970; Þrætubókar- korn, 1981 (ásamt Peter Geach); Til- raun um heiminn, 1992; ljóðaþýðing- arnar Sprek af reka, 1995; Að hugsa á íslenzku, 1996, og ritgerðasafnið Sál og mál, útg. 2006. Þorsteinn þýddi ýmis rit þekktra heimspekinga, var afkastamikill óperu- og ljóðaþýðandi, var stofn- andi og síðan ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélagsins í 27 ár, stofn- andi ritraðarinnar Íslensk heim- speki og ritstýrði Leikskrá Íslensku óperunnar. Þorsteinn var styrkþegi Styrktar- sjóðs Hannesar Árnasonar 1967, hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1997, var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1994 og var kjörinn heiðursfélagi Félags áhugamanna um heimspeki 2004. Þorsteinn var virtur heimspek- ingur og kennari, hafði frábær tök á íslensku máli, einn mesti stílisti og nýyrðasmiður sinnar samtíðar, prýðilegt skáld og tónskáld, meist- arakokkur, menningarfrumkvöðull og listunnandi – en fyrst og síðast óborganlega skemmtilegur. Þorsteinn lést 16.8. 2005. Merkir Íslendingar Þorsteinn Gylfason Laugardagur 95 ára Sigrún Stefánsdóttir 90 ára Georg Ormsson Jóhanna Gunnarsdóttir Þórey Jóhannsdóttir 80 ára Einar Guðmundsson Ingibjörg J Þórðardóttir Ragnheiður Guðmunds- dóttir 70 ára Bjarni Zophoníasson Borghildur Óskarsdóttir Kristín Kristinsdóttir Olga Óla Bjarnadóttir 60 ára Baldur Freyr Kristinsson Birna Birgisdóttir Hadda S. Þorsteinsdóttir Stígur Arnórsson Þóra Ingibjörg Guðnadóttir 50 ára Atli Leifsson Árni Magnús Björnsson Benedikt Hjaltason Bragi Ólafsson Eiður Arnar Sigurðsson Elín St. Kristmundsdóttir Erlingur Ólafsson Rúnar V. Þórmundsson 40 ára Bjarki Már Magnússon Hrólfur Sigurðsson Sunna Ósk Jakobsdóttir 30 ára Agnar Karl Árnason Birkir Freyr Stefánsson Erla Björk Helgadóttir Guðjón Birgir Tómasson Halla Vilborg Jónsdóttir Ragnar Jónsson Sigurður Svanur Pálsson Sunnudagur 90 ára Guðmunda Sumarliðadóttir Herdís Sigurjónsdóttir Sigurður Gíslason 80 ára Aðalsteinn Vestmann 70 ára Hulda Þórðardóttir Jakob Friðþórsson Valdimar Stefánsson 60 ára Birgitta Íris Birgisdóttir Einar Sveinn Árnason Guðbjörg Leifsdóttir Hallbera Stella Leifsdóttir Haukur Þórólfsson 50 ára Bryndís Á. Svavarsdóttir Friðrik Jósafatsson Guðmundur Ingi Jónsson Óskar Sigurðsson Ragnhildur Jónsdóttir 40 ára Dagrún Sigurgeirsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Kristín Hlíðberg Rafnsdóttir Sigurður Sigurðsson 30 ára Bjarni Már Ásgeirsson Edda Björnsdóttir Esther Rögnvaldsdóttir Eva Dögg Kristinsdóttir Gunnar Örn Heimisson Hjörtur Þór Bjarnason Til hamingju með daginn 40 ára Elín Björk Guð- brandsdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún starfar sem bókari. Maki Kolbeinn Normann, f. 1968, tannlæknir. Börn Dagfinnur, f. 1993, Anton, f. 1995, Ágúst, f. 1998, Jökull f. 1999, Aron f. 2003 og saman eiga þau Baltasar, f. 2009. Foreldrar Guðbrandur Búi Eiríksson, f. 1953, d. 1985 og Ásgerður Pálma- dóttir, f. 1955. Elín Björk Guðbrandsdóttir 40 ára Sigrún ólst upp á Akranesi og er búsett þar. Hún nemur hjúkrunar- fræði við Háskólann á Akureyri. Maki Grímur Arnórsson, f. 1971, trésmiður. Börn Arnór Már, f. 1994, Guðmundur Þór, f. 1998 og Sóley Birta, f. 2007. Foreldrar Þórunn Gunn- arsdóttir, bókari, f. 1953 og Guðmundur Guð- jónsson, framkvæmda- stjóri, f. 1952. Sigrún Esther Guðmundsdóttir 40 ára Ólafur er búsettur í Reykjavík. Hann er fram- kvæmdastjóri hjá Neyð- arþjónustunni og Gleri og lásum. Í dag heldur hann ásamt öðrum Íslandsmót í kænusiglingum. Maki Inga Jytte Þórð- ardóttir, f. 1973. Börn Þórunn Inga, f. 1996 og Þorgeir, f. 2001. Foreldrar Ólafur Rúnar Jónsson, f. 1947, og Steinunn María Valdi- marsdóttir, f. 1948. Ólafur Már Ólafsson Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.