Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 10
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Að fá að taka þátt ístærstu skartgripasýn-ing í Evrópu, er frábærttækifæri fyrir mig,“ seg- ir gullsmiðurinn Berglind Snorra sem er þátttakandi í sýningu úti í Kaupmannahöfn sem nú stendur yfir og heitir Brand New Copen- hagen. Þar sýnir Berglind vöru- línu sem hún kallar Uppsteyt og hefur unnið við og þróað undanfarin þrjú ár. „The Danish Jewellers Asso- ciation valdi tíu þátttakendur úr fjölda umsókna og ég er sann- arlega ánægð með að hafa verið valin úr þeim stóra hópi til að vera á sýningunni. Markmiðið með því að fá þessa tíu inn á sýninguna er að styðja við unga upprennandi hönnuði sem eru að stíga sín fyrstu skref á markaðnum. Þetta er ungt fólk sem kemur allstaðar að frá Evrópu,“ segir Berglind og bætir við að á sýningunni gefist henni kostur á að kynna vörulín- una sína fyrir nýjum og stærri markaði. „Þetta er sölusýning og þeir sem eru með verslanir um alla Evrópu koma hingað og skoða nýja skartgripi. Í ár er sýningin í fyrsta sinn tengd fataiðnaðinum og það kemur vel út að blanda saman tískusýningum og skartsýningum.“ Í gullsmíði frá því hún var aðeins fimmtán ára Berglind segist ekki vita til að Íslendingur hafi áður tekið þátt í þessari stórsýningu og er því að vonum stolt af því að vera fyrst. Hún er lærður gullsmiður en einn- ig húsgagna- og vöruhönnuður. „Fyrir vikið hanna ég ekki aðeins og smíða skartið sem ég sýni hér, heldur hanna ég líka alla umgjörð- ina. Ég hanna umbúðirnar, sýning- arstandana og bæklingana, ég sé um alla grafíkina,“ segir Berglind sem útskrifaðist úr gullsmíði árið 2003 og útskrifaðist sem hús- gagna- og vöruhönnuður árið 2007. Hún hefur mikla reynslu af gull- smíði því hún hefur verið viðloð- andi hana frá því hún var fimmtán ára, því stjúpafi hennar var Jens gullsmiður sem nánast allir Íslend- ingar þekkja. „Jens var giftur ömmu minni og pabbi er gull- smiður og hann vann alla tíð með honum og er enn í fyrirtækinu. En ég ætlaði aldrei að verða gull- smiður, af því mér fannst pabbi Ætlaði aldrei að verða gullsmiður Hún var ein af þeim tíu ungu og upprennandi skartgripahönnuðum sem fengu að sýna á Brand New Copenhagen nú um helgina. Hún er í útrás, skartgripalínan hennar, Uppsteyt, er til sölu í einni verslun í London og annarri í Manchester. Í Köben Berglind stoltur þátttakandi í sýningunni Brand New Copenhagen. Nokkrar elskulegar manneskjur ætla að gleðjast saman á Gay Pride og reyna að koma fal- legum fatnaði og fylgihlutum til nýrra eigenda sem gætu gefið þeim meiri ást en þau búa við núna. Þar verða ýmsar gersemar: Dýrindis fatnaður frá Alexander McQueen, Peter Jensen, Mini- market, Marc by Marc Jacobs, Beyond the Valley, Miu Miu o.fl. Svo eru vel valdir vintage- fjársjóðir og lítt nýttar og fal- legar flíkur frá Topshop, Zöru og fleiri vel þekktum verslunum. Eitthvað verður í boði fyrir alla og verður markaðurinn opnaður klukkan 12:30. Endilega … … kíkið á dýr- indis fatnað Morgunblaðið/Ómar Gersemar Fatamarkaður fyrir alla. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Roki og rigningu fylgir einhver kósí heimatilfinning. Mann langar að hringa sig upp í sófa með góða bók eða pára niður hugmyndir að því sem mann langar til að fyrir heimilið til að fegra það og bæta. Vefsíðan coy- homeblog.com er full af fallegum lausnum fyrir heimilið sem miða að því að gera notalegt í kringum sig. Á síðunni gefur t.d. að líta mjög falleg hekluð teppi sem gæti gefið hugmynd að fallegu mynstri fyrir heklfæra. Ekki er nú amalegt að hlýja sér undir slíku svona síðsumars. Fleiri fallegum hlutum hefur verið sankað saman á vefsíðunni; vegg- fóðri, hillum, snögum, plötuspil- urum … Fínar myndir af hlutunum eru á síðunni og einnig tenglar á ýmsar greinar og hugmyndir sem geta reynst vel þegar þú vilt taka til hendinni og breyta og bæta heima fyrir. Vefsíðan www.cosyhomeblog.com Morgunblaðið/Styrmir Kári Kósí Hér væri ekki slæmt að sitja og lesa bók í rigningu og roki. Kósí og fallegt heima fyrir Fylling ½ kg rabarbari ½ kg jarðarber, frosin eða ný 3 dl hrásykur ½ tsk kanill ½ tsk engifer Deigið 1 bolli olía 1½ dl hrásykur 50 g hakkaðar möndlur ½ tsk kanill ½ tsk engifer 150 g haframjöl Aðferð: Stráið sykri og kryddi yfir ávextina og látið liggja í klst. í forminu. Bland- ið vel saman kryddi, möndlum og haframjöli og þéttið vel yfir ávextina í forminu. Bakið við 175-180°C þar til deigið er orðið gyllt á litin. Dásamlegt að bera fram með ís og/eða þeyttum rjóma. Þessa uppskrift er að finna á vefsíðunni www.lifandimarkadur.is. Síðsumarsuppskrift Rabarbarapæ með jarðarberjum Hráefni Gott er að gera pæ með rabarbara og jarðarberjum. Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Í samræmi við lög nr. 152/2009 með áorðnum breytingum er fyrirtækjum sem stunda rannsóknar- og þróunarstarf gefinn kostur á að sækja um skattfrádrátt af tekjuskatti í tengslum við slík verkefni. Fyrirtæki sem ekki greiða tekjuskatt fá samsvarandi endurgreiðslu. Rannís leggur mat á hvort umsóknir uppfylli skilyrði laganna og tilkynnir viðkomandi fyrirtækjum um niðurstöðuna auk tilkynningar til Ríkisskattstjóra. Sótt er um á slóðinni http://rannis.is/sjodir/skattivilnun/ „Rafræn skráning umsóknar“. Á heimasíðu Rannís er handbók með leiðbeiningum og upplýsingum um umsóknar- ferlið, en þar má einnig finna fyrrgreind lög auk reglugerðar. Frekari upplýsingar veita starfsmenn Rannís í síma 515 5800. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Umsóknarfrestur til 1. september Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarkostnaðar H N O T S K Ó G U R gr af ís k hö nn un Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.