Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum EINSTAKT - hillulyftari sem getur líka unnið úti ▪ Rafdrifnir brettatjakkar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigeta ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð Spariklæddur ofurhugi tók sig til og þóttist spila á flygil yfir Vilníus, höfuðborg, Litháens, í gær. Flygillinn, sem var í raun eftirlíking gerð úr pappa, var bundinn við gamaldags loftbelg sem flaug rólega yfir borginni. Atvikið var hluti af gjörningi í tilefni sumarhátíðarinnar Piano.lt sem haldin er í borginni. Vilníus er ein af aðeins örfáum höfuðborgum Evrópu sem ennþá leyfa loftbelgsflug innan borgarmarka. skulih@mbl.is Spariklæddur ofurhugi á píanói í háloftunum AFP Flaug á flygli yfir höfuðborg Litháens Norska lögreglan og löggæsluyfir- völd landsins fá harða útreið í nýrri skýrslu um hryðjuverkin í Ósló og Útey í júlí í fyrra. Skýrslan verður gefin út opinberlega næstkomandi mánudag en sökum þess að búist er við að efni hennar verði mörgum áfall hafa sálfræðingar verið fengnir til þess að veita lögreglumönnum stuðning þegar skýrslan kemur út. Í gær greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því að í skýrslunni komi meðal annars fram að allt kerfið hafi hreinlega brugðist þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Be- hring Breivík framdi ódæðisverk sín þann 22. júlí í fyrra. Þannig hafi lög- reglu skort tækjabúnað og þjálfun til þess að takast á við aðstæður af þessum toga og þar að auki hafi að- gerðum verið stýrt bæði illa og af handahófi. Þá segist VG hafa upplýsingar um að lögreglan hafi til að mynda ekki verið með eftirlit með tollinum, sem hefði átt að tilkynna um það þegar Breivik pantaði efni til sprengju- gerðar. Einnig hafi lögreglan ekki veitt fjölmiðlum mikilvægar upplýs- ingar sem hefðu getað haft áhrif á at- burðarásina, líkt og t.d. upplýsingar um að Breivik flúði af sprengju- staðnum í Ósló íklæddur lögreglu- búningum og skráningarnúmerið á bifreið hans. Loks mun rannsóknin hafa leitt í ljós að stjórnstöðvar lögreglunnar hafi verið fáliðaðar og einnig að þar hafi verið óreynt fólk að störfum. Lögreglan var óviðbúin Breivik  Norska lögreglan er sögð fá harða útreið í nýrri skýrslu um fjöldamorð Breiviks AFP Óviðbúin Norska lögreglan er sögð hafa verið óviðbúin ódæðunum. Í gær hófust réttarhöld í máli skurðlæknis og fjögurra annarra manna vegna að- gerðar sem þeir framkvæmdu á unglingi í Kína sem fólst í því að nýrað úr ung- lingnum var fjar- lægt. Hinn 18 ára gamli Wang Shakun, sem er alvarlega veikur eftir að- gerðina hefur gert háa skaðabóta- kröfu á hendur mönnunum. Fyrir nýrað fékk Wang 22 þúsund yuan en þá upphæð notaði hann til þess að fjármagna kaup á Iphone- snjallsíma og iPad-spjaldtölvu. Svartamarkaðsbrask með líffæri fer vaxandi í Kína en fyrir nokkr- um dögum tilkynntu yfirvöld í land- inu að 137 manns hefðu verið hand- teknir í mánuðinum, grunaðir um að tengjast glæpahring sem sér- hæfir sig í slíku braski. KÍNA Unglingur seldi nýra fyrir nýjan farsíma Með snjallsíma. Sjaldan þykir það eftirsókn- arvert að eiga falsaða mynt og forðast safnarar slíka gripi enda verðmæti þeirra oftast lítið sem ekkert. Á þessu eru þó und- antekningar og er ein slík mynt í umferð í Svíþjóð sem gengur undir nafninu Hórkarlinn. Um er að ræða 1 krónu mynt með mynd af Karli XVI. Gústaf Svíakonungi þar sem hann er titlaður hórkarl en áletr- unin segir „Vår horkarl till kung“. Sænski seðlabankinn hefur hvatt alla þá sem eiga eintak af myntinni að skila henni til lögreglunnar sem allra fyrst enda fölsun mynta ólög- leg. Ekki er vitað hversu margir hórkarlar eru í umferð en myntin þykir mjög eftirsóknarverð enda vel fölsuð og vekur athygli. PENINGAFÖLSUN Svíar beðnir um að skila hórkörlum Karl Gústaf Forsetakosningar í Bandaríkjunum verða haldnar þriðjudaginn 6. nóv- ember og hefur kosningabaráttan verið óvenjuhörð í ár og mikið lagt upp úr neikvæðum auglýsingum. Eric Fehrnstrom, einn helsti ráð- gjafi Mitt Romney, segir nýjustu auglýsingu frá stuðningsmönnum Obama vera nýja lægð í kosninga- baráttu forsetans en þar er Romney sakaður um að vera orsakavaldur þess að fyrverandi starfsmenn hans hafi misst sjúkratryggingar sínar. Frank Luntz, markaðsfræðingur Repúblikana, segir hörkuna vera til komna vegna þess hversu fáir eru óákveðnir og flokkarnir reyni því að höfða til eigin flokksmanna með neikvæðum auglýsingum um keppi- naut sinn. Neikvæð kosningabarátta AFP Framboð Romney og Obama. Lögmenn James Holmes, sem ákærður er fyrir fjöldamorð í kvikmyndahúsi í Colarado-ríki í Bandaríkjunum, segja skjólstæðing sinn ekki vera heilan á geði. Síðastliðið fimmtudagskvöld sendu lögmennirnir frá sér yfirlýsingu þar að lútandi og óskuðu eftir lengri tíma til þess að láta rannsaka geðheilsu Hol- mes. Þá virtist Holmes vera dasaður við réttarhöldin í fyrradag, rétt eins og í fyrri skipti sem hann hefur verið leiddur fyrir dómara. Holmes, sem er 24 ára fyrrverandi doktorsnemi í taugalíffræði, myrti tólf manns og slasaði 58 þegar hann hóf skothríð á gesti á miðnætur- frumsýningu nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn í kvik- myndahúsi í bænum Aurora í Colarado hinn 20. júlí síðastliðinn. BANDARÍKIN Fjöldamorðinginn Holmes veikur á geði Ákærður James Holmes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.