Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 2012 Elsku Auja frænka. Ég trúi því varla enn að þú sért farin frá okkur og ég verð að segja að mér er allri lokið. Rétt rúmu ári eftir að mamma deyr ert þú einnig tekin frá okk- ur. Hvað er eiginlega í gangi? Ég náði að vera sterk í kringum andlát mömmu en nú er mér allri lokið og ég er alveg brotin og mér er illt í hjartanu. Í aug- um mínum varstu, elsku frænka mín, alltaf stoðin sem hægt var að treysta á og eftir að ég missti mömmu huggaði ég mig við að ég hefði þig ef eitthvað kæmi upp á! En nú finnst mér pínu eins og ég sé ein í heiminum … Minningarnar um þig fylla mig þó hjartahlýju og ég veit að þú vissir hversu mikilvæg þú og öll þín fjölskylda var mér. Ég var mikið hjá þér í uppvexti mínum og það var alltaf gaman og gott að vera hjá Auju frænku. Ein minningin sem ég á er um mig, þig og Pétur og þá erum við heima hjá þér að horfa á sjónvarpið og ég man að þú liggur á gólfinu og ég er uppi í sófa. Pétur leggst þá á bringu þína og segir að þú sért besti koddinn sem til sé og kúrir á þér og ég man hvað þú brostir til mín. Ég man ekkert hvað ég er gömul þarna, en þessi minn- ing hefur alltaf fylgt mér svo sterkt. Kannski er hún tákn- gervingur um hvað mér fannst um þig, ég veit það ekki. Svo þegar ég hafði þroska til þá passaði ég börnin þín öll og mér fannst svo gott að vita hvað þú treystir mér fyrir þeim og mér fannst svo gaman að passa þau og vera með þeim enda eru þau öll yndisleg. Þó svo að við höfum kannski ekki átt eins mikla samveru saman síðustu ár þá gátum við samt alltaf rætt alla hluti og á milli okkar ríkti alltaf hrein- skilni og traust. Ég hef alla tíð litið upp til þín, elsku frænka mín, þú varst fyrirmyndin mín og ég veit að þú og Rikki voruð alltaf til staðar fyrir mig og ég fyrir ykkur. Lífið verður engan veginn eins án þín og stór part- ur af mér er horfinn. Ég vona að þér líði vel núna, elsku Auja mín, og ég bið að heilsa mömmu, ömmu og afa. Ég skal gera mitt Auður Pétursdóttir ✝ Auður Péturs-dóttir fæddist í Reykjavík 22. mars 1957. Hún lést 30. júní 2012. Útför Auðar fer fram frá Árbæj- arkirkju 9. ágúst 2012. besta í að líta eftir gullinu þínu hér á jörðu niðri … Þín frænka, Ingunn. Það er erfitt að setjast niður og þurfa að skrifa minningargrein um þig elsku Auður mín. Það verður erfitt að venjast þessari nýju mynd sem lífið tekur á sig eftir fráfall þitt. Síðasti kafinn í lífi þínu hefur verið skrifaður og sitjum við eftir í sorg og eigum bágt með að trúa sorglegum endi á sögu mikillar hetju. Þú varst alltaf svo glæsileg, svo dugleg, svo hlý og frábær persóna. Enn einu sinni hefur skæður sjúkdómur lagt að velli góða konu langt um aldur fram. Þú barðist árum saman við gigt og greindist síðan með krabbamein. Þú fórst í gegnum þín veikindi alltaf vongóð, sterk og kvartaðir aldrei. Alveg fram á síðustu mín- útu skein dugnaður og glæsileik- inn í gegn og með þínum dugnaði varstu sannkölluð hetja. Minningarnar eru margar og góðar sem koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Ég var 21 árs þegar ég kynntist Árna mínum og þú fannst Rikka bróð- ur hans á svipuðum tíma. Þú varst mikil dugnaðarkona, ein- stæð móðir með fallega drenginn þinn hann Pétur. Þú varst alltaf svo glæsilega tilhöfð og smekk- lega klædd. Heimili þitt var allt- af glæsilegt og smekklegt og gott að sækja ykkur Rikka heim. Við áttum börnin okkar Guð- nýju og Rikka árið 1985 með stuttu millibili, síðan eignaðist ég Önnu Maríu og þú hana Mar- gréti. Áttum við margar góðar stundir þegar við hittumst með litlu börnin okkar sem allt í einu eru orðin stór og komin með ömmubörn. Þeir eiga eftir að sakna þín sárt ömmustrákarnir þeir Guðlaugur Geir og Ríkharð- ur. Ekkert gladdi þig frekar en fá að hafa þá hjá þér og veit ég að oft saknaðir þú þess sárt að hafa heilsu til að taka á móti þeim. Elsku Auður, fyrir þá er minningin um þig ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Þú varst góð mamma og amma og mikil fjölskyldukona sem hélt utan um alla fjölskylduna. Oft barði sorg- in dyrum hjá þér og alltaf stóðst þú eins og klettur og faðmaðir alla með kærleika þínum. Auður var félagi í Rebekku- stúkunni Þorgerði frá árinu 1991. Gegndi hún þar ýmsum ábyrgðarstöðum og stundaði starfið af krafti fram á síðasta dag. Þar eignaðist hún margar góðar vinkonur og vini, sem ég veit að eiga eftir að sakna henn- ar sárt. Hún hafði sérstaklega gott skopskyn og gat oft komið manni til að hlæja þrátt fyrir veikindi sín. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa öllum ef um var beðið. Hún leiddi mig fyrstu sporin inn í Oddfellowregluna og fyrir það verð ég henni ævinlega þakklát því þetta voru vissulega gæfuspor. Elsku Auður mín, ég, Árni, Guðný Lára, Anna María og Adam erum lánsöm að hafa feng- ið að kynnast þér og verða sam- ferða þér í lífinu. Við kveðjum þig með söknuði og vottum við ykkur elsku Rikki, Rikki yngri, Margrét, Pétur, Áslaug, Guð- laugur Karl, Ríkharður og Maggý okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að blessa ykkur og styrkja á þessari sorg- arstundu. Elsku hjartans Auður mín, ég er ríkari af því að hafa þekkt þig og átt vináttu þína. Hafðu ein- læga þökk fyrir. Lára Sigríður Jónsdóttir og fjölskylda. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsd. frá Brautarh.) Það besta sem lífið gefur eru góðir vinir og samferðamenn. Fyrir nokkrum áratugum kynntist ég henni Auði í gegnum fjölskyldu, sem ég vann fyrir þá, en hún tengdist henni. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að vera vinkona hennar. Hún var yndisleg manneskja, bæði falleg að utan sem innan. Hún hafði líka mikinn húmor og var bráðskemmtileg. Ég hef oft kallað hana konuna með gull- hjartað. Auður var alltaf vel tilhöfð og ákaflega glæsileg kona, sem eftir var tekið. Hún var traustur vinur í raun. Fyrir tæpum þremur árum greindist hún með krabbamein, hún fór reglulega í lyfjagjafir all- an þennan tíma og alltaf bar hún sig vel. Það var reyndar ótrúlegt. Það var eitt af mínum gæfu- sporum þegar hún leiddi mig inn í Oddfellowregluna á Íslandi, en það var fyrir 10 árum. Þá end- urnýjuðust kynni okkar, við urð- um nánari. Hún var mikils metin innan reglunnar, var komin þar í æðsta metorðastiga. Vann þar mörg og mikilvæg trúnaðarstörf. Hún átti yndislega fjölskyldu, góðan eiginmann, hann Rikka, börnin þrjú, Pétur, Ríkharð og Margréti, tengdadóttirna hana Áslaugu og tvo fallega ömmust- ráka, hún dýrkaði þau öll og dáði. Það var gaman að heimsækja Auði á fallega heimilið þeirra Rikka. Þar var allt afburða smekk- legt. Ég er þakklát fyrir gott og langt símtal sem við áttum rétt viku fyrir andlát hennar, hún sagði mér stolt frá öllum börn- unum sínum og hvað var að ger- ast hjá hverjum. Þegar við kvöddumst ákváðum við að hittast í kaffi eft- ir verslunarmannahelgina. En lífið er hverfult. Við erum aldrei tilbúin að mæta dauðanum, þó svo að við vitum að það er það eina sem öruggt er í þessu lífi. Ég bið guð að styrkja Rikka þinn og fjölskylduna alla. Takk fyrir alla yndislega sam- veru í þessu lífi elsku vinkona. Eigðu góða heimkomu á næsta tilverustigi. Ég mun ætíð sakna þín. Minning þín lifir. Ásta H. Markúsdóttir. Nú er kær vinkona horfin á braut eftir erfið veikindi, sem hún tókst á við af miklu æðru- leysi, studd af eiginmanni, börn- um og góðum vinum. Þau lifðu lífinu lifandi og gerðu marga góða hluti saman, þrátt fyrir mótlætið. Nú reikar hugurinn mörg ár aftur í tímann, þegar ég fór að taka eftir þessari fallegu stúlku, sem gekk fram hjá hús- inu mínu með drengina sína. Síð- ar kynntumst við þegar dreng- irnir okkar fóru að leika sér saman. Hún var sjómannskona, Rikki hennar var þá oft lengi í einu frá heimilinu, en aldrei heyrði ég hana kvarta yfir því: „Þetta er bara svona,“ sagði hún, „hann var stýrimaður þegar ég hitti hann.“ Hún var mjög ráðagóð, hún gat gert allt sjálf, og var mikill fagurkeri. Og það var ekki hægt að láta sér leiðast með Auði, það var alltaf verið að gera eitthvað, göngutúrar í dalnum, ræktin, heimilin og margt margt fleira, og ef halda átti veislu var Auður alltaf tilbúin að hjálpa til. Það var mikið lán að eiga vinkonu eins og hana. Vinátta er sönnun þess að við erum ekki ein í gleði og sorgum. Það var mikið gæfu- spor hjá Auði þegar hún gekk í Oddfellowregluna, þar naut hún sín mjög vel, vann mikið að líkn- armálum og fyrir regluna, og hafði mikla gleði af. Kæra vin- kona, ég og fjölskylda mín þökk- um þér vináttuna og samveru- stundirnar. Megi Guð gefa fjölskyldu þinni styrk í sorg sinni. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Steinunn og fjölskylda, Rauðási 1. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug og heiðruðu minningu ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR AUÐAR EGGERTSDÓTTUR frá Vindheimum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi. Elín Jóhannesdóttir, Páll Samúelsson, Eggert Bogason, Þórhildur Kristjánsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS ERLENDS ÓLAFSSONAR frá Gilsbakka, Vestmannaeyjum, Strikinu 10, Garðabæ. Erna Friðriksdóttir, Ólafur Friðriksson, Þuríður Guðjónsdóttir, Sighvatur Friðriksson, Hjördís Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt fjölskyldunni samúð vegna fráfalls og útfarar mömmu okkar, tengdamömmu, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU MILLU THORSTEINSSON, Haukanesi 28, Garðabæ. Áslaug S. Alfreðsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson, Haukur Alfreðsson, Anna Lísa Björnsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Árni S. Snæbjörnsson, Geirþrúður Alfreðsdóttir, Elías Alfreðsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR ÞORVALDSDÓTTUR, áður til heimilis að Hörpugötu 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir frábæra umönnun og hlýju. Elín Nóadóttir, Ásgeir Sigurðsson, Matthías Nóason, Vigdís Hansen, Margrét Nóadóttir, Hilmar Böðvarsson, Steinunn Linda Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, JENS JÓNSSONAR málarameistara, Safamýri 95, Reykjavík. Margrét Óskarsdóttir, Sigurgeir Már Jensson, Helga Þorbergsdóttir, Garðar Þór Jensson, Þórdís Lilja Jensdóttir, Gísli Gunnlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTU GUÐMUNDSDÓTTUR, Sólvangsvegi 3, sem lést mánudagskvöldið 23. júlí á Hrafnistu í Hafnarfirði. Rannveig Traustadóttir, Aðalbjörg Traustadóttir, Trausti Rúnar Traustason, Ingi Hrafn Traustason, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. Það er alltaf erfitt að kveðja ungan mann í blóma lífsins. Jónas var gegnheill náungi. Kom til dyranna eins og hann var klæddur. Þegar ég byrjaði að sigla með honum fyrir tíu ár- um verð ég að viðurkenna að mér leist ekkert á þennan grjót- harða nagla úr fiskimennsk- unni. En hann var lengi á fiski- bátum áður en hann skipti yfir í Jónas Egilsson ✝ Jónas Egilssonfæddist í Reykjavík 16. júlí 1969. Hann lést á krabbameinsdeild LSH hinn 20. júlí 2012. Útför Jónasar var gerð frá Lang- holtskirkju mánu- daginn 30. júlí 2012. fraktina. Árin á fiskibátunum mót- uðu hann greini- lega. Hann gat ver- ið harður í horn að taka og átti það til að láta menn heyra það, ef þess þurfti. En þá áttu þeir það skilið því Jónas var fljótur að sjá kjarn- ann í málunum. Það koma strax í ljós að þarna reyndist vera magnaður náungi í alla staði. Staðfastur og fylginn sér en sanngjarn. Hann átti líka til snilldartilsvör og gat jarðað menn á þeim vettvangi, svo að þeir hörfuðu með skotið á milli lappanna. En aldrei meiddi hann. En þá sást líka í stríðn- isglottið því hann gat verið óhemjustríðinn. En það leið ekki á löngu eftir að Jónas byrj- aði hjá Samskipum að hann kynntist Brynhildi sinni. Það leyndi sér ekki að þegar þau voru saman ríkti mikil hamingja á milli þeirra. Það fór ekki fram hjá neinum á báðum skipunum, þegar Jónas eignaðist Egil sinn. Það var gaman að sjá þennan garp sem var búinn að eyða meirihlutanum af sinni ævi út á sjó og berjast við Ægi í alls konar formi meyrna svona upp þegar hann talaði um Egil sinn. Jónas var góður faðir og sinnti Agli og stjúpdætrum sínum eins og sínum eigin og af einstakri alúð. Missir þeirra er mestur en þau geta yljað sér við minn- ingar um afbragðsdreng. Það ætlum við líka að gera, skips- félagar hans. Það var þvílíkur skóli fyrir alla sem fylgdust með Jónasi í veikindum sínum. Þá sást best hvernig náungi hann var. Aldrei kvartaði hann eða kveinkaði sér. Hann ætlaði að ná sér og taka aftur við sem skipstjóri á Helgafellinu. Skip- inu sínu. En stuttu fyrir andlátið hringdi hann í mig og upplýsti mig um að ég þyrfti að taka nokkra túra fyrir sig í viðbót, en ég leysti hann af í veikindum hans. Ég gleymi aldrei þessu símtali. Það var ekki laust við að ég upplifði mig ansi lítinn við hliðina á þessu stórmenni. En þessi mikli sjógarpur varð að lúta í gras eftir hetjulega bar- áttu við krabbamein. Hann skil- ur eftir sig stórt gat á okkar vinnustað, því hann var í miklu sambandi við alla og hélt þess- um hópi á flutningaskipunum Arnarfelli og Helgafelli saman. Þessi minningargrein er skrifuð fyrir hönd beggja áhafnanna á þessum skipum. Að lokum send- um við, áhafnir Arnarfells og Helgafells, konu og börnum Jónasar okkar dýpstu samúð og megi guð styrkja ykkur í ykkar mikla harmi. Sigþór Guðnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.