Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 147

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 147
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI samanburð við ráðhúsið á Sauðárkrók i, en Guðjón var þá forseti bæjarstjórnar. Já, kímnin var ávallt til staðar hjá Val­ gard. Jóhanna, kona hans, var mjög glæsileg. Hún tók einnig mikinn þátt í leikstarfsemi. Þá tóku þau virkan þátt í félagslífinu á Sauðárkróki. Þau áttu fimm börn. Elstur þeirra var Kristján eða Kiddi Blöndal eins og hann var ávallt kall­ aður. Hann var myndarlegur strákur en byrjaði snemma að reykja og drekk a. Hann var mjög góður bridds­ spilari. Þá var hann talsvert til sjós. Hann var á vertíð í Sandgerði en datt þar í stiga og leiddi það hann til dauða, tæplega þrítugan að aldri. Hann var ókvæntur og barnlaus. Næstur honum í aldursröð var Árni eða Addi Blöndal. Þeir voru ákaflega ólíkir bræðurnir. Hann tók við rekstri bókabúðarinnar af föður sínum og umboði fyrir Flugfélagið. Kona hans er María Gísladóttir frá Eyhildarholti. Þau ólu upp son Auðuns, bróður Árna, sem heitir Kristján, en sonur hans er hinn þekkti gamanleikari Auðunn Blöndal. Árna og Maríu hefur farnast vel í lífinu. Þá kom Hildur Blöndal. Það var afar geðug stúlka. Hafði hún mjög gaman af að syngja og söng prýðilega vel. Hún flutti til Hveragerðis, veiktist af krabbameini á fimmtugsaldri og leidd i það hana til dauða. Maður henn ar var Stefán Magnússon frá Herjólfs stöðum, framkvæmdastjóri í Hveragerði. Næst var Álfheiður eða Heiða Blöndal. Hún var hnellin og skemmti­ leg stúlka, síhlæjandi og félagslynd. Hún stóð fyrir því eitt gamlaárskvöld að bjóða milli 10 og 20 unglingum til veislu heima hjá mömmu sinni og pabba. Var farið í ýmsa leiki og endaði kvöldið með því að Valgard skaut upp tólf flugeldum klukkan tólf og í hvert skipti sem hann skaut upp flugeldi bað hann fyrir velferð á komandi ári og þakkaði fyrir liðið ár. Þessi stund er ógleymanleg. Heiða fluttist ung til Ameríku, giftist og hefur átt þar heim a síðan. Hún á víst fjölda af börnu m. Yngstur var svo Auðunn Blöndal. Hann var skemmtilegur strákur, afar músíkalskur og hafði gaman af að syngj a. Hann lék sér mikið með okkur strákunum. Hann var mikið kvenna­ gull og gat vafið stúlkunum um fing­ ur sér ef svo lá á honum. Hann fór til Reykjavíkur og lærði flugvirkjun, var talsvert óreglusamur og átti í erfiðleik­ um með Bakkus árum saman. Hann giftist ágætri konu en ég held að þau hafi slitið samvistum sökum óreglu hans. Hann gekk í hvítasunnuflokk­ inn og var þar talsvert virkur í nokkur ár. Af Auðuni vini mínum hef ég ekkert heyrt í mörg ár. Mamma sagði mér að þegar við börnin hennar vorum lítil hefðum við sjaldan orðið veik eða fengið kvef, en krakkarnir í Villunni hefðu alltaf verið meira og minna lasnir þó að þeir væru í miklu betra húsnæði og ættu miklu meira af skjólfatnaði en við. Það sann­ aðist kannski þarna að á misjöfnu þríf­ ast börnin best. Fjölskyldan í bakaríinu Í bakaríinu fyrir norðan Höepfner áttu þau heima Guðjón Sigurðsson bakara­ meistari og Ólína Björnsdóttir kona hans. Um Guðjón mætti mikið skrifa. 147
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.