Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.03.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1979 + Elskuleg eiginkona mín, MARGRÉT HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Arnartanga 3, Mosfallaavait, andaöist á heimili sínu að morgni 27. marz. Fyrir hönd barna, móöur, tengdamóöur og systra hinnar látnu, Cacil Janaan. Eiginkona mín, LAUFEY JÓNSDÓTTIR, Safamýri 85, Raykjavfk, andaöist á Borgarspítalanum þriðjudaginn, 27. marz 1979. Jarðartörin veröur auglýst síöar. Fyrir hönd barna, tengdabarna og annarra vandamanna, Andréa Bjarnason. Systir mín, AGLA JÓNSDÓTTIR, Skaiöarvogi 83, er lézt 22. þ.m. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. marz kl. 15. Sigríöur Jónadóttir. + Utför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, INGVARS JÓNSSONAR, Fjaróarstmti 27, ísafirði, fer fram frá ísafjarðarkirkju föstudaginn 30. mars kl. 14. Sigurður Th. Ingvarsson, Arndís Ólafsdóttir, Sigrún Stella Ingvarsdóttir, Ágúst Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Utför systur okkar, GRÓU JÓNSDÓTTUR, Stóra-Núpi, verður gerö frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 31. marz kl. 2 síödegis. Bílferð veröur frá Umferðamiöstööinni kl. 11 f.h. Rannvsig Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson. + Utför, ELÍNBORGAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, fyrrv. þvottahúsráðskonu, veröur gerö frá Dómkirkjunni, föstudaginn 30. marz kl. 1.30 e.h. Aðstandendur. + Þökkum innilega auösýnda samúö við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, KARLS JÓHANNS JÓNSSONAR, Meðalholti 2, Þorgerður Magnúsdóttir, Erla V. Karlsdóttir, Jón Sveinsson, Magnús Þ. Karlsson, Erna Bjarnadóttir og barnabörn. LEGSTEINAR * MOSÁÍK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Nanna Egils Björns- son — Minning + INGIMAR BENEDIKTSSON, fyrrum umsjónsrmaöur, Vssturbæjarskóla, sem andaöist 20. marz veröur jarösunginn frá fimmtudaginn 29. marz kl. 1.30. Dómkirkjunni, í dag, Vandamann. Fædd 10. ágúst 1914 Dáin 22. mars 1979. Merk og mikilhæf kona er til moldar borin í dag. Nanna Egils Björnsson söngkona fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1914, ein af níu systkinum. Hún var tvíburi, en tvíburasystir hennar er Svanhvít Egilsdóttir prófessor við Tónlist- arháskólann í Vín. Strax á unga aldri vöktu þær systur mikla athygli, þær voru glæsilegar ásýndum og hlutu ríka tónlistargáfu í vöggugjöf, sem báðar tvær hlúðu að og þroskuðu til hins ýtrasta. Líf Nönnu var eins og marg- breytilegt ævintýri. Hún reyndi margt og var heimsborgari í orðs- ins fyllstu merkingu, en stóran hluta ævi sinnar bjó hún erlendis. Sextán ára gömul fór hún til Skotlands á Pittmans College og nam verzlunarfræði, þaðan lauk hún prófi með ágætiseinkunn. En tónlistin átti hug hennar og nítján ára gömul fór hún til Þýzkalands til að nema hörpuleik og söng. í Hamborg stundaði hún nám hjá aðalhörpuleikara Ríkisóperunnar, og söngnám stundaði hún á þess- um árum í Þýzkalandi, Sviss og Austurríki. Seinna fór hún til Ítalíu og Englands til áframhald- andi söngnáms. Hún söng víða í Mið-Evrópu, var t.d. fastráðin við Tiroler Landestheater í Imsbruck 1942—1944 og við Stadttheater í Koblenz 1944—1946. Hún dvaldist í Austurríki öll stríðsárin og reyndi margt þann tíma. Hún talaði ekki að fyrra bragði um þau ár, en aðspurð hafði hún frá mörgu að segja. Mér varð oft hugsað til þess í samskiptum mínum við Nönnu, að kona sem hefur reynt slíkt harðæri og ógnun árum saman hlyti að meta lífsskil- yrði og aðstæður á annan veg en við sem dvöldum heima á íslandi þessi ár. Hún kunni öðrum betur að fara með verðmæti, var hófsöm og nýtin, en um leið stórhuga og ótrúlega fljót að átta sig á mögu- leikum til lífsbjargar. Kornung giftist Nanna Þórhalli Arnasyni sellóleikara, en þau slitu fljótlega samvistum. 10 maí 1947 giftist Nanna Birni Sv. Björnssyni, og varð það beggja hamingja. Þau voru óvenju sam- hent og milli þeirra ríkti kærleik- ur sem duldist engum er þekkti þau. Árið 1949 fóru þau hjón til Buenos Aires í Argentínu, og þar dvöldu þau í rúm fjögur ár. Þar sótti Nanna söngtíma hjá Rose Ader sem var fræg Puccini-söng- kona, og mat Nanna hana mest sinna kennara. Þessi fjögur ár söng hún víða í Argentínu og einnig fór hún í söngferðalag til Brasilíu. Frá Argentínu fluttust þau hjón til Þýzkalands, og dvöldu þar nokkur ár. Þá söng Nanna mikið, var meðal annars fastráðin í Hamborg við Operettenhaus og hafði samning við Hamborgar-út- varpið. Um áramótin 1963—1964 fluttust þau hjón alkomin heim til Islands þar sem þau hafa bæði starfað síðan, þó ferðuðust þau eitt ár um Norðurlönd og Mið-Evrópu og fluttu íslenzkt kynningarpró- gram. Árið 1970 fluttust þau til Vest- mannaeyja og stunduðu þar kennslustörf. Nanna var tónlistar- lifi Vestmannaeyinga mikil lyfti- stöng. Hún kenndi þar við Tónlist- arskólann, þjálfaði samkór Vest- mannaeyja og réðst í það stórvirki að færa upp „Meyjaskemmuna". Sú sýning var henni og öllum sem að henni stóðu til mikils sóma, og fóru þau í leikför til Færeyja og var það fyrsta óperetta sem sýnd var í Færeyjum. Einnig sýndu þau Meyjaskemmuna á Seltjarnarnesi. Nanna og Björn voru búin að koma sér vel fyrir í Vestmanna- eyjum, höfðu keypt og gert upp hús og hugðust dvelja þar áfram. En örlögin höguðu því öðruvísi, eftir eldgosið í Eyjum gereyðilagð- ist heimili þeirra og þau fluttust aftur yfir á meginlandið. Þegar hér var komið sögu höfðu þau byggt tvö einbýlishús eftir að þau fluttust til Islands, eitt í Kópavogi og annað í Garðabæ og gert upp hús í Vestmannaeyjum. En þau létu ekki deigan síga, og í þriðja sinni réðust þau í húsbyggingu. í þetta skipti uppi í Mosfellssveit á fegursta stað á Arnartanga. Það segir sína sögu um þessi hjón að þrjú einbýlishús byggðu þau, af litlum efnum en af stórhug og elju. I því átti Nanna sinn stóra þátt, en hún var frábær verkmanneskja og dverghög í höndum. Hún vann við allar húsbyggingarnar og gekk jafnt í grófari verkin sem þau fínlegri, allt gat hún gert, og ailtaf vissi hún hvernig átti að gera hlutina. Þegar Söngskólinn í Reykjavík var stofnaður þá réðst Nanna til starfa við hann, og var frá upphafi einn virkasti kennari þar. Hún var afar vandvirkur og góður kennari með fastmótaðar skoðanir sem stóðu á bjargi eftir áratuga nám og söngferil. Hún hlúði að nemendum sínum á alla lund, bar hag þeirra stöðugt fyrir brjósti, enda fáir kennarar elskað- ir af nemendum sínum eins og hún var. Aldrei man ég eftir að hún segði styggðaryrði þessa sex vetur sem við unnum saman hvern dag. En alltaf boðin og búin að rétta hjálparhönd hverjum þeim sem á þurfti að halda. Brosið hennar, hlýja viðmótið og dillandi hlátur- inn einkenndu þessa fallegu konu sem var svo ungleg og létt á sér að undrum sætti. Hún var dama fram í fingurgóma, og ekki á henni að sjá að hún hefði lifað strangan + Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS ANDRÉSSONAR, Sogni, Kjó». Sérstakar þakkir faarum viö sveitarstjórn Kjósarhrepps og stjórn Búnaöarfé- lags Kjósahrepps, sem á sérstakan hátt heiöruðu minningu hans. Konum úr Kvenfélagi Kjósarhrepps, svo og fjölmörgum skyldum og vandalausum þökkum viö ómetanlega aóstoö. Guö blessi ykkur öll. Jódís Olafsdóttir, Þórdís Torfadóttir, og barnabörn. Kristín Jakobsdóttir, Hannes Ólafsson, + Viö þökkum innilega öllum þeim, sem auösýnt hafa okkur samúö, vináttu og stuöning vegna fráfalls, HARALDS B. ADALSTEINSSONAR, Ofl GUDMUNDAR H. HARALDSSONAR, sem fórust meö rækjubátnum Guörúnu ÞH 14 frá Húsavík 15. janúar s.l. Sérstakar þakkir til Björgunarsveitarinnar Garöars og allra leitarmanna fyrlr framúrskarandi starf. Sigríður Guömundsdóttir. Hólmfriöur Þorkelsdóttir. dag. Nanna eignaðist ekki barn sjálf, en fósturdóttur átti hún, Guðrúnu, barnabarn Björns bónda hennar. Milli Nönnu og Gunnu var mikill kærleikur, og reyndist Nanna henni sem bezta móðir. Nanna var sérkennilega lífsvitur kona. Hún stundaði líkamsrækt og vandaði mjög mataræði og lífs- háttu. Hugarró var henni lífs- nauðsyn og henni var hjartans mál að miðla öðrum af þeirri reynslu sinni að læra að slaka á í önn hversdagsins. Hún trúði fastlega að lífið hér á jörð væri aðeins einn viðkomustaður á óendanlegri lífs- braut. Ég hef þekkt Nönnu Egils árum saman, við höfum sungið saman, sótt hvor aðra heim, ég hefi fylgzt með ferli hennar sem söngkonu, á ógleymanlegar minn- ingar frá söngtónleikum hennar, og síðast en ekki sízt höfum við verið samkennarar í Söngskólan- um í Reykjavík. Þegar sú harma- fregn barst að Nanna hefði látist í bílslysi lagðist sár söknuður yfir skólann. Við áttum öll svo mikið ósagt við Nönnu, sv mörg verkefni óunnin með henni, og þrátt fyrir hennar hljóðlátu framkomu virtist skólinn tómur án hennar. Ég votta Birni, Gunnu, Svan- hvíti, öðrum systkinum og nemendum Nönnu mína dýpstu samúð og bið guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Kvöldið sem Nanna dó var hún að kenna niðri í söngskóla og var nokkuð síðbúin. Nemendahópur var niðri þegar hún gekk út úr dyrunum, hún brosti til þeirra og talaði nokkur orð, en bætti síðan við: „ég verð að flýta mér heim“. Guð blessi henni heimkomuna. Þuríður Pálsdóttir. Það var erfitt fyrir mig að trúa því, þegar að Nini vinkona mín hringdi í mig kl. 9 á föstudags- morgni, og sagði mér að hún Nanna okkar væri dáin. Ég get ekki lýst því hvernig mér varð innanbrjósts við þessa voða fregn. Deginum áður vorum við báðar að kenna eins og venjulega í Söngskólanum í Reykjavík. Við drukkum kaffi saman uppi í kennarastofu ásamt fleiri kennur- um. Nanna var hress og kát, ég man ekki eftir öðru en að hún væri alltaf þannig, þegar við hittumst. Það var svo margt, sem hún ætlaði sér að gera, og var full af áhuga, allt í einu er hún horfin frá okkur. Kynni okkar Nönnu byrjuðu þegar ég var ung stúlka, var að syngja, sem amatör, og var að ráðgera að fara út að læra. Nanna og Svanhvít tvíburasystir hennar komu í heimsókn til mín, þær voru ekkert nema elskulegheitin við mig. 1949 kom hún til London ásamt eiginmanni sínum, Birni Sv. Björnssyni. Þau voru á leið til Argentínu. Ég útvegaði henni söngkennara minn og íbúð, það var erfitt að fá íbúðir leigðar, en ég hafði góð sambönd, því ég var búin að vera þar í 4 ár. Björn og Nanna voru mjög hamingjusöm í London, alveg eins og unglingar. Nanna og ég sáumst ekki í mörg ár, við vorum báðar í hinu og þessu heimshorni. Vin- skapur okkar byrjaði aftur þegar við fluttumst báðar til Islands, sérstaklega fyrir 5 árum, þegar við byrjuðum að kenna við Söng- skólann í Reykjavík. Við vorum ekki aðeins söng- konur, einnig vorum við miklar kattakonur, hún átti Síamskisur eins og ég, meira að segja var Piccolina hennar dóttir John F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.