Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐÍÐ, FÖSTÚDAGUR í. ÁGÚST 1986 + 200 ára afmæli Reykjavíkur: Risaterta, sýningar og skenunt- anir fyrir borgarbúa og gesti Sama dag verður opnuð svonefnd tæknisýning í nýja Borgarleikhús- inu. Á sýningunni mun gefa að líta með myndrænum hætti yfirlit um starfsemi veitustofnana borgarinn- ar, gatnamálastjóra, þ.m.t. gatna- og holræsadeildar, umferðardeildar og gagnavinnslu- og þróunardeild- ar, vélamiðstöðvar og malbikunar- stöðvar, gijótnáms og pípugerðar og Reykjavíkurhafnar. Landsvirkj- un, SKYRR og Skógræktarfélag Reykjavíkur taka einnig þátt í tæknisýningunni. Þar verður og veitingasala auk ókeypis bama- gæslu. Opinber heimsókn forsetans Afmælisdaginn sjálfan, 18. ágúst, hefst dagskrá með opinberri heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til Reykjavíkur. Þetta mun vera í fyrsta skipti frá árinu 1961 að forsetinn fer í opin- bera heimsókn til höfuðstaðarins. Borgarstjóri mun taka á móti henni á borgarmörkunum og hesta- menn úr Fáki ríða á undan fyrsta spölinn þegar haldið verður inn í borgina. Síðan situr forsetinn hátíð- arfund borgarstjómar. Að honum UNDIRBUNINGUR að hátíðahöldum í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar er nú langt kominn á ýmsum stöðum í borginni. Hápunktur hátíðahaldanna verður á sjálfan afmælisdag borgarinn- ar, 18. ágúst nk. Þá hefst dagskrá með opinberri heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, til borgarinnar. Síðan verða haldn- ar hátíðaguðsþjónustur, langborðsveisla í Lækjargötu og kvöld- skemmtun á Arnarhóli. Formaður afmælisnefndar er Davíð Oddsson borgarstjóri. Við Amarhól er nú verið að smíða svið fyrir hátíðahöldin. í næsta ná- grenni er verið að ljúka við fram- kvæmdir á lóðinni við Seðlabankann og verður það viðbót við Amar- hólssvæðið. Smíði borðs _ undir risatertuna er löngu hafin. í Borg- arleikhúsinu er unnið af kappi til að ljúka við þann hluta hússins sem notaður verður undir tæknisýningu sem haldin verður f tengslum við 200 ára afmælið. Á Kjarvalsstöðum hefur verið tjaldað yfir húsagarð- inn. Þá má nefna að í Ræktunar- stöðinni í Laugardal er verið að búa til 300 blómasúlur sem verða hluti af skreytingu borgarinnar á af- mælisdaginn. Allir starfsmenn borgarinnar munu fá frí þennan dag og Þor- steinn Pálsson fjármálaráðherra hefur beint þeim tilmælum til for- ráðamanna ríkisstofnana að þeir gefi starfsmönnum sínum frí frá störfum á afmælisdaginn eftir því sem föng leyfa. Svipmyndir tvcggja alda Tveimur dögum fyrir afmælis- daginn verður opnuð sýning á Kjarvalsstöðum er ber yfirskriftina „Reykjavík í 200 ár — svipmynd mannlífs og byggðar". Leitast verð- ur við að draga upp heillega mynd af sögu borgarinnar frá 1786 allt fram á okkar dag. A sýningunni verða m.a. gamlar ljósmyndir eftir nokkra þekkta ljósmyndara af gamla skólanum, þ. á m. Sigfús Eymundsson. Tímabilinu fyrir daga ljósmyndatækninnar verða gerð skil á annan hátt, m.a. með skjöl- um, teikningum og myndum er- lendra ferðamanna frá þeim tíma. Auk þessa verða mörg líkön á sýn- ingunni, m.a. eitt er sýnir byggð í Gijótaþorpi laust fyrir aldamót og annað er sýnir Reykjavík eins og menn ætla að hún hafi litið út er bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Ekki verður einungis fjallað um gamla tímann því sýningargestum verða kynnt frumdrög Aðalskipu- lags Reykjavíkur að nýju aðalskipu- lagi er gilda á fram yfir næstu aldamót. Þá verða margir gamlir og forvitnilegir munir á Kjarvals- stöðum, eftirlíking af krambúð og gamlir slökkvibflar. Sýningin mun standa fram í lok september. Árla morguns daginn eftir mun menntamálaráðherra afhenda af- mælisgjöf ríkisins til Reykjavíkur- borgar,— mannvirki ríkisins í Viðey ásamt 12 hektará landspildu um- hverfis þau. Sama dag verða hátíðaguðsþjónustur í öllum kirkj- um og messustöðum borgarinnar kl. 11 þar sem borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar taka þátt í messunni. í Dómkirkjunni verður hátíðaguðsþjónusta kl. 17. Á Kjarvalsstöðum hefur verið tjaldað yfír húsagarðinn i tengslum við sýningu sem þar verður opnuð 16. ágúst. Frá fundi á Kjarvalsstöðum þar sem hátíðadagskráin var kynnt. Blómasúlan í baksýn er ein af 300 slíkum sem skreyta munu borgina meðan á hátíðahöldunum stendur. loknum fylgja borgarfulltrúar og borgarstjóri forsetanum í heimsókn í tvær borgarstofnanir, vistheimili aldraðra í Seljahlíð og Árbæjarsafn. Að þeim heimsóknum loknum mun forsetinn koma að langborðinu í Lækjargötu og á skemmtunina í Hljómskálagarði. Vigdís Finnboga- dóttir verður einnig viðstödd hátíða- höld um kvöldið á Arnarhóli . Þá verður einnig fjölskyldu- skemmtun á afmælisdaginn. Hún hefst laust eftir hádegi í Hljóm- skálagarðinum og Kvosinni. Skátar sjá um marga þætti þessarar skemmtunar sem samsett verður úr atriðum og uppákomum á rúm- lega 30 stöðum. Nefna má 25 metra langt útigrill, dýragarð með íslensk- um dýrategundum, brúðuleik, danssýningar, tívolí, lúðrasveitir, rokkhljómleika, skákkeppni í Aust- urstræti, djassgarð í Aðalstræti, báta á Tjöminni og föndurgarð við Vonarstræti þar sem krakkamir fá að mála og föndra. Þá er ótalin langborðsveislan sem haldin verður í Lækjargötu. Félagar í Bakarameistarafélagi Reykjavíkur munu baka 200 metra langa tertu fyrir borgarbúa og aðra afmælis- gesti og einnig verða veittir gos- drykkir. Um kvöldið hefst hátíðardagskrá á Amarhóli. Nýstúdentar og önnur Samkomulag um liðs- skipan almannavarna „SAMKOMULAG um heildar- skipulag hjálparliðs vegna almannavarna“ milli Almanna- varna ríkisins annarsvegar og Landsambands flugbjörgunar- sveita, Landsambands hjálpar- sveita skáta, Rauða kross Islands og Slysavarnafélags íslands hins vegar var undirritað 29. júlí. Með samkomulaginu er hjálpar- starfi komið í fastari skorður en áður var. Unnið hefur verið að gerð samkomulagsins síðustu þijú árin, en það kemur i staðinn fyrir sam- starfssamninga sem áður vom milli Almannavama ríkisins og samtak- anna hvers fyrir sig. Það sem helst breytist er að verkaskipting verður í senn skýrari og sveigjanlegri, að sögn Hafþórs Jónssonar hjá AI- mannavömum. Hjálparsamtökin bera nú ábyrgð hver á afmarkaðri þætti og jafnframt verður meira samstarf t.d. um þjálfunarmál, þar sem menn úr sveitunum sækja námsskeið hver til annars, eftir sérsviðum. Samstarfsnefnd um skipulagn- ingu hjálparliðsins er skipuð einum fulltrúa frá hveijum aðila og skipa Almannavamir formann. Þá eiga stjómir aðildarsamtakanna að gera AJmannavömum grein fyrir mann- afla, þjálfun og búnaði sveita á einstökum svæðum á ári hveiju. Þá eiga Almannavamir ríkisins að sjá til þess að samkomulag verði gert milli almannavamanefnda og björgunarsveita og Rauða kross deilda á hveijum stað f samræmi við heildarskipulag sem gert er ráð fyrir í samkomulaginu. Almannavamanefndimar skrá hjálparlið á sínu svæði, þannig að gert er ráð fyrir 40 manna hjálpar- liðssveit á hveija 4.000 íbúa, eða brot af þeirri tölu. Hver hjálparliða- sveit skiptist í 20 manna björgunar- flokk, 12 manna skyndihjálpar- flokk, 4 manna vemdarflokk og 4 manna fjöldahjálparflokk. í hveijum björgunarflokki er gert ráð fyrir; flokksstjóra, 8 ruðnings- mönnum, 5 brunavamamönnum, 2 skyndihjálparmönnum, fjarskipta- manni og 3 svokölluðum ABC mönnum, en ABC er alþjóðleg skammstöfun fyrir kjamorku- vopna- eiturefna- og sýklahemað. Munu þessi menn fá þjálfun hjá Almannavömum um þessi efni og verða námskeið annarra Norður- landaþjóða höfð að fyrirmynd. Almannavamamefndir skipuleggja þessar sveitir í samráði við björgun- arsveitir á svæðinu, en Almanna- vamir ríkisins og SVFÍ sjá um heildarskipulagningu. í skyndihjálparflokki em; flokks- Samkomulag um heildarskipulag hjálparliðs vegna almannavama milli Almannavama ríkisins og Landssambands hjálparsveita skáta, Landssambands flugbjörgunarsveita, Rauða kross íslands og Slysa- varnafélags íslands var undirritað 29. júli að viðstöddum Jóni Helgasyni dómsmálaráðherra. Samkomulagið undirrituðu f.v. Snæ- bjöm Jónasson formaður Almannavamaráðs, Einar Gunnarsson formaður Landssambands flugbjörgunarsveita, Tryggvi P. Friðriks- son formaður Landssambands hjálparsveita skáta, Guðjón Magnússon formaður Rauða kross íslands og Haraldur Henrýsson forseti Slysa- varnafélags íslands. X sljóri, sjö skyndihjálparmenn á slýsstað, tveir ökumenn og tveir skyndihjálparmenn á sjúkraflutn- ingatæki. Skyndihjálparsveitimar eru skipulagðar af almannavama- nefndum og björgunarsveitum, en heildarskipulagning heyrir undir Almannavamir ríkisins og Land- samband hjálparsveita skáta. Vemarflokkamir eru undir heild-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.