Morgunblaðið - 01.08.1986, Blaðsíða 13
f
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986
13
glaðvær og kát ungmenni leggja
upp frá þremur stöðum í bænum í
átt að miðbænum. Er þangað kem-
ur munu þau syngja Reykjavíkur-
lag, sigurlagið úr söngvakeppni
borgarinnar. Þá setur forseti borg-
arstjómar, Magnús L. Sveinsson,
hátíðardagskrána og að því loknu
flytur Sinfóníuhljómsveit íslands
ásamt blönduðum kór „Minni Ing-
ólfs“, hátíðarverk eftir Jón Þórar-
insson sem byggir á lagi Jónasar
Helgasonar við ljóð Matthíasar
Jochumssonar. Að því loknu mun
Davíð Oddsson bjóða forseta ís-
lands, Vigdísi Finnbogadóttur,
velkomna. Að svo búnu flytja leikar-
ar úr Leikfélagi Reykjavíkur verk
Kjartans Ragnarssonar, „Skúli fóg-
eti og upphaf Reykjavíkur". Leikrit-
ið tekur um hálfa klukkustund í
flutningi, og strax af því loknu taka
Gunnar Þórðarson og félagar fram
hljóðfærin og leika nýjar og gamlar
„Reykjavíkurflugur" — lög tengd
höfuðstaðnum. Inn á milli munu
kímniskáld og spaugarar segja
nokkur vel valin og viðeigandi orð.
Borgarbúar og aðrir afmælisgestir
geta þá dansað og glaðst við undir-
leik strengjahljómsveitarinnar fram
undir miðnætti, en þá mun borgar-
stjórinn ávarpa hátíðargesti. Hátíð-
ardagskrá á afmælisdegi borgar-
innar lýkur um miðnætti með
flugeldasýningu sem félagar í hjálp-
arsveitum skáta munu sjá um.
Kynnir kvöldsins verður Jón Sigur-
bjömsson leikari.
Dagskrá verður fram haldið dag-
ana á eftir. Þann 19. og 20. ágúst
verða rokkhátíð og djasstónleikar á
Arnarhóli. Hinn 19. verður
Reykjavíkurmynd frumsýnd í Há-
skólabíói. Höftmdur og stjórnandi
er Hrafn Gunnlaugsson.
Borgaryfirvöld hvetja afmælis-
gesti til að leggja sitt af mörkunum
til að minnka umferðarálag og í því
skyni hefur verið ákveðið að bjóða
frítt far í Strætisvögnum
Reykjavíkur. Önnur áætlun verður
í gangi en venjulega og ekið eftir
tímatöflu þeirri sem gildir um helg-
ar.
Ymis félagasamtök hjálpa til við
hátíðahöldin og fyrirtæki og stofn-
anir styðja þau með margvíslegum
hætti. Yfir 100 félagar úr Lions-
hreyfmgunni þjóna við langborðið,
afhenda tertusneið og gosdrykk.
Félagar í Bakarameistarafélagi
Reykjavíkur gefa vinnu við bakstur
tertunnar og efni í hana er allt
gefíð af ýmsum fyrirtækjum.
Drykkir sem veittir eru á hátíðinni
I em gefnir af gosdiykkjaframleið-
endum. Davíð Oddsson borgarstjóri
kvaðst fyrir hönd afmælisnefndar
vilja þakka öllum þeim aðilum sem
hefðu lagt hönd á plóginn fyrir
þátttöku í undirbúningsvinnunni og
gat þess að í lok hátíðahaldanna
yrði þeim aðilum þakkað sérstak-
lega.
arstjórn Almannavama ríkisins og
Landsambands flugbjörgunar-
sveita, en á hvetju svæði er
framkvæmdin í höndum almanna-
vamanefnda og viðkomandi hjálp-
arsveita. Rauða kross deildimar
skipuleggja ijöldahjálparstarf í sínu
héraði í samráði við Rauða kross
íslands og almannavarnanefdir.
Þá em í samkomulaginu ákvæði
um hvað er verksvið hvers hjálp-
araðila og einnig um boðun, stjóm-
un, þjálfun, búnað og sérhæfðar
sveitir.
Almannavarnir annast kennslu
yflrmanna almannavama og vett-
vangsstjóra. SVFÍ sér um þjálfun
björgunarliðs og flokksforingja.
LHS annast þjálfun sérhæfðs
skyndihjálparliðs. Landsamband
flugbjörgunarsveita annast þjálfun
vemdarliðs. Rauði kross Islands sér
um þjálfun íjöldahjálparliðs, og hef-
ur einnig forystu um almenna
skyndihjálparkennslu.
Hver samkomulagsaðilinn leggur
til tvo menn í stjórnstöð, en í hér-
aði fer lögreglustjóri eða fram-
kvæmdarstjóri sem hann tilnefnir
með heildarstjórn. Einnig tilnefnir
lögreglustjóri vettvangsstjóra á
skaðasvæði.
ÆVINTYRALEGUR
ORBYLGJUOFN
sk*J'"teí<meaótamat-
arp
Hefurþú uppgötvað hjálparhelluna frá Sharp, örbylgjuofninn sem
gerireldamennskuna að léttum leik.
Ofninn erauðveldurf notkun, þú setur hráefnið íhann, stillirhann
og útkoman er girnilegur matur sem bragðast ævintýrajega vel.
Sharp örbylgjuofnarnir henta jafn vel fyrirallan mat,j
jafntstórar steikursem léttsnarl. ÖHum\
örbylgjuofnunum frá Sharp fylgir ókeypisj
matreiðslunámskeið fyriralla fjölskylduna og aðj
auki fær kaupandinn þykka myndskreytta,
matreiðslubók sérað kostnaðarlausu.
í Hljómbæ er mikið úrval örbylgjuofna og allir eru \
þeirfráSharp, þaðtryggirgæðin. Verðiðerfrá:
KR. 12,900.-
Fáðu þérSharp
-gæðanna vegna.
stgr.
HVERFISGÖTU 103 SIMI 25999
Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi, Kauplélag Borgfirdinga, Hljómtorg ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, KEA Akureyri,
Radiover Húsavík, Skógar Egilsstöðum, Kaupfélag Héradsbúa Egilsstöðum, Myndbandaleiga Reyðarfjarðar Reyðarfirði,
Ennco Neskaupsstað, Djúpið Djúpavogi, Hornabær Hornafirði, Kaupfélag Rangæinga Hvolsvelli, M.M. búðin Selfossi,
Rás Þorlákshöfn, Fataval Keflavik, Rafeindaþjónusta Ómars Vestmannaeyjum, Radioröst Hafnarfirði, JL Húsið Reykjavik.
SIMANUMER
tifl rifl ^\^\ Auglýsingar22480
I I Afgreiðsla 83033