Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 270. tölublaš - Helgarblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						30
útlönd
LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER 1996
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna um andstöðu Bandaríkjanna gegn endurkjöri hans:
Engin niðurlæging
heldur orða á brjóstið
Stuðningsmenn endurkjörs Eg-
yptans Boutros Boutros- Ghali í
embætti framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna eru ekki á því að
gefast upp þrátt fyrir að Bandaríkin
hafi beitt neitunarvaldi sínu.
Bandaríkin segjast vilja fá nýjan
stjórnanda sem endurskipuleggi
betur rekstur Sameinuðu þjóðanna.
Bandarísk yfirvöld, sem skulda
Sameinuðu þjóðunum rúman millj-
arð dollara, segja að eina leiðin til
að fá þingið til að greiða skuldirnar
sé að fá nýjan mann í framkvæmda-
stjórastólinn. Sú staðreynd að
Bandaríkin fengu ekki sæti í 16
manna ráðgjafarnefnd Sameinuðu
þjóðanna um skipulag og fjárlög er
sögð hafa hert þau í afstöðu sinni
gegn Boutros-Ghali, þó svo að hann
hafi ekki tekið þátt í atkvæða-
greiðslunni í byrjun nóvember.
„Þetta er sönnun þess að við þurf-
um nýjan framkvæmdastjóra," er
haft eftir bandariskum embættis-
manni. Fæstir stjórnarerindrek-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum
skildu þessa röksemdafærslu.
Arababandalagið hefur gefið í
skyn að afstaða Bandaríkjanna
kunni að hafa áhrif á hagsmuni
þeirra í löndum araba. Fulltrúar
fjölmargra Afríkuríkja hafa lýst því
yfir að þeir muni stinga upp á
Boutros Boutros-Ghali aftur og aft-
ur.
Sovétríkin beittu
neitunarvaldi gegn
Trygve Lie
En þó svo að stuðningsmenn
Boutros-Ghali minni á að Norðmað-
urinn Trygve Lie hafi verið endur-
kjörinn gegn neitunarvaldi Sovét-
ríkjanna árið 1950 var hið pólitíska
andrúmsloft allt öðruvísi þá. Valda-
hlutföllin milli Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna og allsherjarþingsins
voru einnig önnur en nú.
Lie, sem var kjörinn fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna
árið 1946 til fimm ára, naut í upp-
hafi stuðnings Sovétríkjanna til
endurráðningar. En er Kóreustríðið
braust út í júní 1950 og Sameinuðu
þjóðirnar lögðu blessun sína yfir að
sent yrði herlið undir forystu
Bandaríkjamanna til þess að hrekja
Norður-Kóreumenn á brott snerust
yfirvöld i Moskvu gegn Lie. Þegar
kom að því að fulltrúar Öryggis-
ráðsins greiddu atkvæði með Lie
beittu Sovétríkin neitunarvaldi
sínu. Þrátt fyrir niðurstöðu at-
kvæðagreiðslu Öryggisráðsins sam-
þykkti allsherjarþingið endurkjör
Lies til þriggja ára.
Bandaríkin og aðrir stuðnings-
menn Lies fullyrtu að þetta væri
fullkomlega löglegt þar sem hann
hefði ekki verið ráðinn til nýs kjör-
tímabils heldur hefði fyrra kjör-
tímabil hans verið framlengt.
Sagði af sér vegna
erfiðrar stöðu
En í kjölfarið varð staða Lies og
Sameinuðu þjóðanna svo erfið að
hann tilkynnti í nóvember 1952 að
Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á leið frá hádegisverði með fulltrúum Öryggisráðs-
ins sama dag og Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi sínu gegn endurkjöri hans.
hann hygðist segja af sér áður en
ráðingartímabilinu lyki.
Margir stjórnarerindrekar eru
þeirrar skoðunar að, eins og Lie,
myndi Boutros-Ghali fá atkvæði
mikils meirihluta Allsherjarþings-
ins ef greiða ætti atkvæði um fram-
lengingu á kjörtímabili hans sem
lýkur 31. desember næstkomandi.
Vóld Öryggisráðsins hafa hins veg-
ar aukist gífurlega á meðan völd
allsherjarþingsins hafa minnkað.
Og ekki þykir víst að hægt sé að
leika sama leik og 1950 þó svo að
fjórtán af fimmtán fulltrúum Örygg-
isráðsins hafi greitt atkvæði með
öðru kjörtímabili Boutros-Ghali.
Sjálfur lítur Boutros Boutros-
Ghali á sig sem fulltrúa þriðja
heimsins gegn eina stórveldinu sem
eftir er. Hann er ákveðinn í að sækj-
ast eftir endurkjöri, þó svo að mögu-
leikarnir séu litlir.
Ekki niðurlæging
heldur orður á brjóstið
Náinn samstarfsmaður Boutros-
Ghali sagði núna í vikunni að í aug-
um stuðningsmanna hans væri af-
staða Bandaríkjanna tákn um heið-
ur og alls engin niðurlæging. Þó svo
að neitunarvaldinu yrði beitt á ný
myndi framkvæmdastjórinn ekki
líta á það sem vanvirðu heldur sem
fteiri orður til að næla á brjóstið.
Framkvæmdastjórinn er stoltur
maður og hann er sagður hafa orðið
mjög sár þegar Bandaríkin til-
kynntu honum síðastliðið vor að
hann gæti ekki búist við að gegna
stöðu sinni eitt kjörtímabil i viðbót.
Hafnaði tillögu
um framlengingu
Hann hafnaði tillögu um fram-
lengingu í eitt ár sem lögð var fram
til að hann gæti hætt á virðing-
arfullan máta eftir 75 ára afmælis-
dag sinn. Síðan hefur hann fengið
hundruð bréfa og simtöl frá Banda-
ríkjamönnum og fólki alls staðar að
úr heiminum sem lýst hefur yfir
stuðningi við harin. Vegna stuðn-
ingsyfirlýsingar Einingarsamtaka
Afríkuríkja leit Boutros-Ghali á það
sem skyldu sína að bjóða sig fram
þrátt fyrir afstóðu Bandaríkjanna.
En við vini sína hefur hann lýst því
yfir að hann eigi enga von gegn
stórveldinu sem skuldar Sameinuðu
þjóðunum mest allra.
Bent hefur verið á að þolinmæði
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
sé reyndar ekki þrotlaus og það eru
teikn á lofti að aðrir áhugamenn um
embættið komi bráðum fram í dags-
Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,
fékk þau fyrirmæli frá ríkisstjórn sinni að beita neitunarvaldi til að koma í veg
fyrir endurráðningu Boutros-Ghalis.                 Símamyndir Reuter
ljósið. Yfirvöld í Ghana hafa nú þeg-
ar tilkynnt að þau séu reiðubúin að
stinga upp á Ghanamanninum Kofi
Annan sem er yfirmaður starfsemi
friðargæslusveita Sameinuðu þjóð-
Skiptar skoðanir um
fall framkvæmdastjór-
ans
Innan herbúða samtakanna eru
svolítið skiptar skoðanir um fall
framkvæmdastjórans. Sumir segja
hann hafa verið ráðríkan yfirmann
er hafi komið sér upp hirð ráðgjafa
sem kvarta undan því að hann fari
yfirleitt ekki að ráðum þeirra.
Boutros-Ghali vakti fyrst athygli
á alþjóðavettvangi þegar hann
fylgdi Anwar Sadat Egyptalandsfor-
seta til Jerúsalem 1977. En þar sem
Boutros-Ghali var kristinn gat hann
aldrei sóst eftir háu embætti í Eg-
yptalandi sem er íslamskt ríki.
Hann var þó gerður að aðstoðárfpr-
sætisráðherra um þær mundir sém
hann sóttist eftir embætti fram-
kvæmdastjóra  Sameinuðu  þjóð-
Margfaldur
milljónamæringur
Boutros-Ghali, sem er 74 ára, er
barnabarn fyrrum forsætisráðherra
Egyptalands sem var myrtur 1904
þegar landið var verndarsvæði
Bretlands. Framkvæmdastjórinn og
kona hans, Leia, eru bæði margfald-
ir milljónamæringar. Þau hafa
aldrei sóst eftir samkvæmislífinu í
New York eins og fyrirrennarar
þeirra, Javier Perez de Cuellar og
kona hans, Marcela. Boutros-Ghali
liður betur í París, hann nam við
Sorbonneháskólann og reynir að
kom þar við í stórborginni i öllum
ferðum sínum til Evrópu. í París
getur hann yfirleitt reitt sig á að
háttsettir stjórnarmeðlimir bjóði
hann velkominn. Orðrómur er á
kreiki um að Jacques Chirac Frakk-
landsforseti hafi í pokahorninu
embætti handa Boutros-Ghali innan
samtaka frönskumælandi ríkja.
Aðrir kandídatar
Samkvæmt hefðinni eiga Afríku-
menn rétt á því að vænta þess að
einhver frá þeirra álfu gegni stöðu
framkvæmdastjóra næstu fimm
árin þar sem fyrri framkvæmda-
srjórar hafa setið tvö kjörtímabil.
Auk Ghanamannsins Kofis Annans
hafa ýmsir verið nefndir til sögunn-
ar sem mögulegir eftirmenn
Boutros-Ghalis. Meðal þeirra eru
Salim Ahmed Salim frá Tansaníu,
sem er framkvæmdastjóri Einingar-
samtaka Afríkuríkja, James Jonah,
sendiherra Sierra Leone hjá Sam-
einuðu þjóðunum og fyrrum aðstoð-
arframkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, og Graca Machel, ekkja
Samoras Machels, forseta Mósam-
biks, og náin vinkona Nelsons
Mandela Suður-Afríkuforseta.
Byggt á Reuter, Financial Times
og Guardian.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72