Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 19

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Side 19
JÖlablað Alþýðublaðsins f f 19 að útlendir skipstjórar hafi verið á skipum þessum öilum, en senniiega allmargt Islenzkra háseta. Árið 1825 missti Bjarni Rannveigu konu sína. Hafði hún verið honum tryggur förunautur og hollur ráðgjafi í meira en 40 ár. Eftir hana kvað Ðjarni Thorarensen snilldarkvæði, sem frægt er orðiði Rannveig hafði átt tólf börn, sjö mieð fyrri manni sínum, en fimm með hinum síðari. Voru þau öll dáin á undan henni nema tveir synir, sinn eftir hvorn mann. Sonur þeirra Bjarna og Rannveigar hét Sigurður, og var ýmist kallaður yngri eða litli Sívertsen. Hann gerðist s-nemma verzlunarmaður hjá föður sínum og varð síðan meðeigandi hans og hægri hönd við 'framkvæmdir allar. Fékk hann gott orð fyrir hjálp- fýsi og góðvild, en síðri þótti hann föður sínum um skörungsskap. Eftir að Bjarni missti k'onu sxna tók brátt að draga úr verzlunarrekstri hans og útgerð, enda var hann þá kominn á sjötugsaldur. Árið 1831 kvæntist hann í annað sinn, danskri konu, og fluttist litlu síðar til Kaupmannahafnar. Þar lifði hann aðeins Skam-ma hríð. H-ann andaðist á miðju sumri 1833, sjötugur að aldri. Bjarna er svo lýst af samtíðarmönnum, að hann sé meðalmaður á hæð, jarphærður og bláeygur, mælskur og snarvitur, áræðinn og hamingjudrjúg- ur, tali og riti enska tungu og danska og sé gáfu- maður mikili. Þau hafa orðið örlög Bjarna Sívertsen, að hann héfir ekki hlotið það sæti á bekk sögunnar, sem honum ber. Sannleikurinn er sá, að hann er einn af allra mestu fremdarmönnum íslenzkrar end- urreismar, dj-arfur stórhuga og víðsýnn. Saga hans er ævintýri líkust. Hann er fæddur á þei-m tímum, þegar þjóðin er sokkin hvað dýps-t í eymd og volæði. U-mhverfið er svo ömurlegt, sem rnest má vera, -letjandi og heimskandi á allan hátt. Tvítugur kann hann hvorki að lesa né skrifa. Hann eignast gáfaða og menntaða konu, lærir af henni, lærir af lífinu, — vex ás-niegin við hverja raun. Einna fyrstur íslend- inga tekur hann að fást við verlunarrekstur með þeim árangri, að aðrir hafa ekki velt öllu þyngra hlassi síðan. Þegar deyfð og athafnaleysi lá eins og mara á þjóðinni, hóf hann nýja stefnu í íslenzkum atvinnumálum. Öldum saman höfðu landsmenn horft á það sljóum augum, að gestir frá fjarlægum þjóðum hlóðu skip sín á íslandsmiðum, meðan þeir húktu sjálfir öngulsárir í fjörusandi. Hér sá Bjarni opnast nýjar leiðir, kaupir erlent þilskip til reynslu og heldur því á veiðar. S-íðan reisir ’hann skipa- smíðastöð til að geta byggt skútur sjálfur. Á örlaga- tímum þjóðar sinnar géngur hann fram fyrir skjöldu og sparaði hvorki fé né fyrirhöfn, þegar heill ætt- jarðarinnar er í veði. Ha-nn reynist æ því meiri maður, sem viðfangsefnin eru stærri og leysir þau öll á einn veg. Bjarni hefur lengi legið óbættur hjá garði. Hann á það fyllilega skilið, að ævisaga hans sé rækilega rituð. Biður þar skemmtilegt starf góðra fræðim-anna. Fyrr eða síðar verður það tví- mælalaust unnið. Helztu heimildir: Sunnanpósturinn I. árg. — Lovsaml. for Island IV. — Halld. Hérm.: Sir Joseph Banks and Iceland. — íslenzk sagnablöð I. — Árb. Esp. XII. — H. P. Briem: Sjálfstæði íslands 1809. — Sigurður Skúlason: Saga Hafnarfjarðar. KIRKJA HEILAGS PÁLS Þegar loftsóknin gegn Bretlandi stóS sem hæst, varð kirkja heilags Páls í Lundúnum fyrir ítrekuðum skemmduni. Hér á myndinni. sést Pálskirkjan ásamt leikvangi Jieiin, er gerður hefir verið í grennd hennar,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.