Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 21

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 21
Jólablað Alþýðublaðsins ^ 21 hættulegt í dimmu og hengjumyndanir. Segja munnmæli, að eitt sinn hafi hrapað átján manns til bana í Skarðinu og verið lagðir til undir svonefndum Líkakletti. Dýrlegt útsýni var af Skarðinu. Inn yfir blasti við Veiði leysufj örðurinn, undurfagur í kvöldkyrrðinni, og fjallið hinum megin Djúps, en til norðurs sást yfir Horn- víkina og Kálfatinda, en svo heitir hæsti tindur Horn- bjargs. Þarna uppi var bjart kl. 12 á miðnætti þann 27. júní og tókum við rnyndir til beggja hliða. Leiðin yfir Hafnarskarð hefur verið vörðuð endur fyrir löngu og stóðu vörðurnar víða upp úr snjóbreiðunni. Stigum við nú á skíðin á ný og höfðum færi alla leið ofan á Snið, sem. er um 20 mínútna leið frá bænum í Höfn. Þangað kómum við um hálf-tvö-leytið og fengum góða gistingu hjá Sumarliða Betúelssyni, sem þar býr. Hafði hann verið þar einn um veturinn og hirt um '80 fjár. Sumarliði er oddhagur og auk þess góður húsasmiður. Hann á einn hest, en enga kú, og sagðist hafa mjólkað ærnar fram undir sumarmál og búið til smjör úr mjólkinni. í Höfn er mjög fagurt. Sléttar, grasi vaxnar grundir, sem að vísu liggja undir sandfoki, eru umhverfis bæinn, en í Víkinni skiptast á sandauðn og starengi. Sumar- nóttin í Höfn var dásamleg og fórum við seint að sofa. MORGUNINN eftir flutti Sumarliði okkur á bát yfir að Horni. Þar er þríbýli. Búa þar tveir bændur, Stígur Haraldsson og Kristinn Grímsson, ennfremur Hallfríður, ekkja Frímanns Haraldssonar. Hinir tveir fyrrnefndu voru í kaupstað á ísafirði, en húsfreyjur þeirra veittu okkur hinn bezta beina. Dvöldum við þarna þangað til að afliðnu hádegi. Þá réðust þrír ungir menn með okkur til uppgöngu á Hornbjarg. Báru þeir eggjaskrínur sínar og kvippur, sem er strigapoki, er steypt er yfir axlirnar en gyrtur í mitti. Er kvippan notuð til eggjasöfnunar í Bjargi. Fórurn við nú sem leið liggur upp að Flarðviðrisgjá, sem er í Innstadal. Þar handstyrkja fyglingarnir sig niður á festi eftir gjánni um 60 faðma niður á hillu í Vesturalmenningur séður frá Hlöðuvík. ........................- -.................................................... ................ - ■ - -■ - ' ' ............................................................................................................................‘ Fyglingur (Arnór fitígsson) á fremstu nöf bjargsins. Hann er klædd- ur í festarauga og kvippu, með gogg í hendi on stálhjaÍM á höfðt, til varnar grjóthruni úr berginu. Bjarginu. En þaðan er síðan sigið lengra niður í Bjargið. Sýndu þeir okkur listir sínar og tók ég nokkrar myndir af þeim. Fagurt er um að litast af Hornbjargi. Tindarnir eru hinir einkennilegustu og bjargið sjálft þverhnípt frá brún og niður í gjá. Eftir nokkra dvöl héldum við áfram ferð okkar um Almenningsskarð til Látravíkur, í heimsókn til vitavarð- arjns, Sigmundar Guðnasonar, sem þar býr ásamt konu og börnum. Sigmundur er gamall fyglingur og þótti hinn færasti maður í þeirri íþrótt á sinni tíð. Var gestkvæmt í Látravík, þegar við komum þangað, vegna þess að verið var að koma fyrir miðunartækjum i vitahúsinu. Hrjóstrugt er í víkinni, en umhverfið mjög einkennilegt ogsfagurt. Víða hefur sjórinn búið til djúpa bása inn í ströndina. Háir klettaranar skaga fram á milli þeirra og hvítir fossar steypast fram af berginu í grænan sjóinn. í Látravík fengum við hinar beztu viðtökur. Þegar við höfðum hvílt okkur og þegið góðan beina, buðust tveir synir vitavarðarins til að róa með okkur fyrir Hornbjarg og inn að Horni. Tókum við þessu boði fegins hendi, því að þetta var alveg óvenjulegt tækifæri til þess að skoða Hornbjarg í nærsýn. Veður var kyrrt og nokkur rigning. Vesturfall var fyrir Bjarginu og sóttist ferðin ágætlega. Þegar farið er svona nærri Bjarginu, sjást í því ótal kynjamyndir, stórkostleg hallarþil, tröll og álfar, og sem heild er Bjargið eins og dásamlegt listaverk. Eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.