Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 30

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Qupperneq 30
30 V** V$>**$,?**9 Jólablað Alþýðublaðsins TAHITI sœlustaður á jörð Allt frá fornu fari hafa íslendingar haft orð fyrir að vera fróðleiksfúsir, og það er vafalaust rétt. Frásagnir, bækur, blöð og nú á síðari tímum kvikmyndir hafa miðlað okkur fróðleik um fjarlæg lönd og fjarskyldar þjóðir, ólík lífsskilyrði og lifn- aðarhætti. Ferðasögur hafa og jafnan verið vinsælar, sagnir af löndum, sem við höfum aðeins litilfjörlegan pata af, hafa löngum átt upp á pallborðið hjá öllum þorra manna, enda má, segja að það sé ofureðlilegt. Óblíð veðrátta, hörð lífsbarátta, fólksfæð, fátækt, einangrun og tilbreytingarleysi hefir oft og tíðum komið okkur til að hugsa til landanna, þar sem smjör drýpur af hverju strái, ef svo mætti segja, til land- anna sólbjörtu, sveipuðum ævintýraljóma fjarlægð- arinnar. Hugurinn hefir í einni svipan borið okkur ómælisvegu suður á bóginn til framandi landa, þar sem vetrarhörkur og hretviðri eru jafn óþekkt fyrir- brigði og grannvaxið pálmatré er hér á landi. Hann hefir brugðið upp fyrir okkur ótal annarlegum kynja- myndum af einhverri Paradís hér á jörð. Mig hafði oft dreymt slíka dagdrauma um ein- hverja sælustaði á jörðinni, þar sem móðir náttúra kemur fram í allri sinni gnótt og auðlegð, þar sem lífið er einn fagur, sólbjartur dagur. Og kvikmyndir frá þessum undurfögru Suðurhafseyjum gáfu hug- myndafluginu byr undir báða vængi. En, — maður varð að láta sér nægja ,,að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast11, eins og skáldið sagði. En síðar rættust draumarnir, kynjamyndirnar voru ekki lengur óskýrir drættir, heldu tóku þeir á sig fast form veruleikans, og veruleikinn reyndist enn undursamlegri en sjálft ævintýrið. Mér auðnaðist að fá að ferðast, meðal annars til Suðurhafseyjanna, staðanna hinum megin á hnettin- um með skrítnum og rómantískum nöfnum eins og Tahiti. Ég átti nefnilega því láni að fagna, að komast að sem starfsmaður á erlendu ferðamannaskipi, sem átti að fara í siglingu umhverfis hnöttinn frá austri til vésturs. Skal nú hér eftir nokkuð greint frá komu okkar til Tahiti og viðstöðunni þar. Farið var gegnum Panama-skurðinn um Cocos, Galapagos og Marquesaseyjar til Tahiti og síðan áfram til Austur-Indía. En eins og við þekkjum hér í Reykjavík, þá hafa slík skip aðeins skamma dvöl. Thorolf Smith, blaðamaður: Á Tahiti var þó það löng viðstaða, að mér gafst nokk- urt tóm til að kynnast landi og þjóð. Af hvorugu get ég þó að sjálfsögðu gefið neina heildarlýsingu, enda leyfir rúmið, það ekki, heldur aðeins brugðið upp augnabliksmynd af því, sem mér bar fyrir sjónir. Tahiti er stærsta eyjan í eyjaklasa þeim, sem Fé- lagseyjar nefnast og liggur í miðju Kyrrahafi sunn- anverðu, eða á 18 gráðu s. br. og 150. gráðu v.l. Hún liggur álíka langt fyrir sunnan miðbaug og önnur eyja, sem oftast er nefnd, þegar minnzt er á Suður- hafseyjar, Hawaii, liggur fyrir norðan miðbaug og á svipaðri lengdargráðu. Frá næstu meginlöndum er óravegur til Tahiti, eða um 10 daga sigling frá Suð- ur-Ameríku og Ástralíu. Fyrstu kynni af landinu fengu menn árið 1605, er spanskur leiðangur fann það. En það gleymdist brátt aftur, þar til Cook skip- stjóri, sem kunnur er af rannsóknarförum sínum í Suðurhöfum, fann það aftur og rannsakaði árið 1770. Tahiti glataði sjálfstæði sínu árið 1843, er drottn- ing eyjarskéggja, Pomare IV., viðurkenndi yfirráð Frakka yfir eyjunni. Um Tahiti hefir annars aldrei verið barizt nema í heimsstyrjöldinni fyrri, þegar þýzka beitiskipið fræga, Emden, skaut sprengikúl- um á höfuðborgina, sem heitir Papeete. Það var með mikilli tilhlökkun og eftirvænt- ingu, að ég sá Tahiti rísa úr hafi. Það var snemma morguns í febrúarmánuði. Sólin var að koma upp og stafaði geislum sinum á hvítan brimfaldinn á kóral- rifinu, sem nærri umlykur Papeete og myndar þar ágæta höfn. Við liðum hægt og hægt inn á höfnina og upp að hafskipabryggjunni. Langur vörugeymslu- skúr var þar, klæddur bárujárni, og lagði af honum einkennilegan, sterkan ilm. Það var kopra, en það er aðalútflutningsvara eyjarskeggja og raunar flestra Suðurhafseyja. Það, sem strax vakti athygli.mína, var stórt skilti framan á þessum skúr, og voru á það letruð orðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.