Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 41

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Page 41
41 gazt þegar í stað hið bezta að hinutn hæverska og hátt- prúða æskumanni og réði hann í þjónustu sína. Þegar hann spurði Jakob, hvers hann æskti í laun, bað hann þess að fá Rakel dóttur hans. Þeir urðu ásáttir um það að Jakob skyldi vinna fyrir Rakel í sjö ár. En Laban átti eldri dóttur, sem einnig var ógift. Hún hét Lea og var daufeyg. Þegar hún heyrði um samning þeirra Jakobs og Labans, varð hún haldin mikilli öfund í garð systur sinnar, því að hún vildi sjálf óðMs giftast. Hún gekk á fund föður síns grátin og hnuggin og mælti: — Er það siður hér í landi að gifta yngri dóttur- ina frá sér fyrr en hina eldri? Og hún linnti ekki látum fyrr en faðir hennar hafði heitið henni því að hann skyldi gifta hana Jakob. Þegar hin sjö ár voru liðin, mælti Laban við Jakob: — Nii hefur þú þjónað mér í sjö ár til þess að fá Rakelar, en hér í landi er það ekki siður að gifta yngri dótturina frá sér fyrr en hina eldri. Það eru því tilmæli mín, að þú takir Leu þér fyrir konu. Ég mun þá þegar í stað fá þér þriðjung fjár rníns í hendur. Þá svaraði Jakob: — Ég hirði ekki um þriðjung fjár þíns. Lát þú mér aðeins það af því í té, sem mislitt er! — Svo skal vera, svaraði Laban. Að svo mæltu gekk Jakob í sæng með Leu, og hann elskaði hana. Jakob var mjög guðhræddur, en þar eð hann hafði eigi tekið guð sinn með sér, tók hann guð Labans, er enginn sá til, og færði honum fórnir. Hann bað þess, að sem mest af fé Labans yrði mislitt. Nær því daglega lagði Jakob leið sína út í hagana og tók í hvert sinn nokkur hinna hvítlitu lamba Labans og skipti á þeim og mislitum lömbum hjá hinum hirðunum. Þetta varð til þess, að nær allt íé Labans varð mislitt. Þannig heyrði drottinn bænir Jakobs, og hann varð auðugur mjög og átti mikinn fjölda fjár, hjúa, úlfalda og asna. Þar lcom að lokum, að hann hafði einnig unnið fyrir Rakel. Þá gekk hann dag nokkurn á fund Labans og mælti: — Nú hef ég unnið hjá þér í sjö ár fyrir Leu og í önnur sjö ár fyrir Rakel. Veit mér nú heimfarar- leyfi. Laban varð dapur í bragði, því að hann unni dætrurn sínum, og hann hafði einnig gefið því gætur, að mislita fénu í hjörð lians hafði fjölgað mjög þann tíma, sem Jakob hafði gætt hennar. Hann fór þess á leit við Jakob, að hann yrði kyrr, en Jakob vísaði þeim tilmælum hans á bug. Þeir gengu þá út í hagann, til þess að skilja úr fé Jakobs. En þegar Laban sá, að nær því allt féð var mis- litt og að hjörð Jakobs stækkaði ávallt en hans minnkaði að sama skapi, skildist honum, að auðæfi hans voru til þurrðar gengin, því að þegar þeir höfðu lokið við að aðskilja féð, nam hjörð hans aðeins nokkrum kindum. Jakob varð glaður í bragði, er liann sá, hversu hjörð hans var stóf, en þegar honum varð litið í andlit Labans, brá honum í brún. Hánn hraðaði sér þá heim til tjald- GLEÐILEG JÓL! Jóh. Rönning h.f. GLEÐILEG JÓL! H.f. Korkiðjan GLEÐILEG JÓL! RAFALL GLEÐILEG JÓL! Matstofan Hvoll GLEÐILEG JÓL! Verksmiðjan Sunna GLEÐILEG JÓL! Vélagerð Björns Benediktssonar GLEÐILEG JÓL! Reiðhjólaverksmiðjan Örninn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.