Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 49

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 49
JólablaÖ AlþýðublaSsíns W % ^ W & ^ f t1 # W & ^ W % ^ W & ^ ^ t1 $ 4Ö Hugleiðingor um droum eftir Magnús Gíslason Það ber sjaldan við, að mig dreymi merkilega drauma. Þeir eru oftast óljósir og ruglingslegir, og vekja litla eða enga eftirtekt hjá sjálfum mér. Einhver gleggsti draumur, sem ég minnist að mig hafi dreymt, dreymdi mig um páskaleytið síðastliðið vor. Sagði ég frá honum daginn eftir, og skrifaði hann einnig upp. Ráðninguna fannst mér ég svo finna síðar út, þó að hún sé nokkuð tíningsleg. Nú ætla ég að segja frá draumnum hér, og þeim fyrirbærum, sem mér þótti svipa til þess að gæti verið ráðning á honum. Ég þóttist vera staddur einhvers staðar erlendis. Hélt ég helzt, að það væri í Jerúsalem. En þó fannst mér bærinn vera líkari þorpi en stórri borg. Ég þóttist vera þarna við einhverja vinnu ásamt fleiri mönnum. Mér þótti vera kirkja inni í bænum, og sáum við hana frá vinnustað okkar, sem mér þótti vera í útjaðri bæjarins að sunnanverðu. Ég' hugsaði með mér, að það gæti verið gaman að koma einhvern tíma í þessa kirkju. Og svo var ég kominn í kirkjuna, án þess að mig dreymdi nokkuð um undirbúning að því. Þótti mér haga þarna að ýmsu leyti líkt til og hér í Dómkirkjunni, en þó var sitthvað frábrugðið því, sem þar er. Ég þóttist vera kominn í sæti- uppi á lofti að sunn- anverðu, fast inni við biskupsstúkuna. Engan prest sá ég, né-neina kirkjulega athöfn um hönd hafða, og ekki man ég eftir neinu altari eða prédikunarstól, svona var nú margt ókirkjulegt þarna innan um og saman við. Ég þóttist gægjast fram af loftsvölunum til að sjá inn í kórinn, og þá bar fyrir augu mér mjög dýr- lega mynd. Mér þótti allur kórgaflinn vera einn myndflötur. Og myndin, sem birtist þar, var af upp- risu Krists. Þótti mér Kristur vera kominn upp á myndflötinn og stefna skáhallt upp frá hægri til vinstri. Þótti mér hann vera í svipuðum stellingum og á altaristöflunni í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði. En þarna sáust engir grafarverðir eða sortaský eins og þar sjást. Loftið var allt jafn bjart, en þó sáust létt ský með sólroðalit, og voru þau eins og á ferð undan vindi. Sums staðar sást í bláa heiðríkju á milli. Gerði ég mér ekki grein fyrir öðru en að þetta væri eðli- legur veruleiki. Nú vék draumurinn að öðru, en þetta hvarf. Þótt- ist ég þá vera kominn að stiga, sem lá niður af loft- inu bak við biskupsstúkuna. En hann var ólíkur stiganum hérna í Dómkirkjunni. Þessi stigi lá beint niður. Hann var ekki með neinum palli og það var handrið á honum til hægri handar. Var það vafið með svörtum slæðum. Er ég kom að stiganum, stóð systir mín — sem Þóra heitir — hjá mér og maður hennar. Fóru þau á undan mér niður í stigann. Komst Þóra niður á gólfið og stanzaði þar. Maður hennar komst neðar- lega í stigann en ég var einu þrepi ofar. Þarna stönz- uðum við til að horfa á fólk, sem var á leið inn kirkjugólfið. Þeir fremstu voru komnir innst í gang- inn, móts við innstu stólana. Nú tók ég eftir því, að þarna var boghvelfing yfir, sem hvildi á steinsúlum beggja vegna. Þótti mér vera þarna eins konar skil- rúm milli kórs og forkirkju. Svo fór ég að veita eftirtekt fólkinu, sem kom framan ganginn. Þeir, sem fremstir gengu, voru í litklæðum og með eins konar kórónur á höfði. Tók ég eftir þremur slíkum persónum. Eitt þeirra var kona. Þótti mér þetta vera útlent fólk, þarna komið til að skoða kirkjuna. Nú þótti mér eiga að sýna fólkinu upprisumynd- ina, sem ég var búinn að sjá áður. Þótti mér eiga að gera það með einhverjum vélaútbúnaði í sambandi við rafmagnið. En þá kom einhver truflun í þennan vélaútbúnað, og sá ég þá eins og leiftri breg'ða fyrir. Því var þá lýst yfir, 'að ekki væri hægt að sýna upp- risumyndina. Þarna neðan við stigann sáum við nokkrar smápjötlur á gólfinu, eins og það væru af- gangar af því sem stigahandriðið var klætt með. Þótti mér Þóra taka upp eina af þessum pjötlum og segja, að sig langaðr til að eiga hana til minningar um þetta. Nú héldum við upp stigann aftur, og komum við þá í herbergi, alleinkennilegt. Var þar lágt undir loft, og voru eins og smáhvelfingar í loftinu. Var eins og þetta væri nýmúrað, og var allt með sements- litnum. Þarna voru nokkrar ljósmyndir á veggjum, eins og í kvartarkar stærð. Virtist mér þær allar af konum. Var hvítum klút brugðið fyrir munn og nef, og hnýtt að aftanverðu. Þótti mér þetta vera ein- kennilegt myndasafn, og hugði ég helzt að það væru myndir af hjúkrunarkonum. Þarna endaði draumurinn. Hugði ég þetta vera þýðingarlítinn draum. En þó þótti mér vænt um upprisusýnina í draumnum. Hún var svo fögur og eðlileg. Mun ég lengi minnast þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.