Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 54

Alþýðublaðið - 24.12.1943, Blaðsíða 54
54 ^ ^ W n ^ & n ^ Q ^ W n ^ W.n f V Jólablað Alþýðublaðsins með þökk fyrir hið liðna G. Bjarnason & Fjeldsted Að mánuði liðnum koma aftur sendiboðarnir, sem hann hafði gert til Asarkadon konungs, þess, sem hann hafði áður verið sjálfur, — að vísu með af- skorin nef og eyru. Og Asarkadon lætur þau boð fylgja til Assurs, að sömu útreið muni hann fá sjálfur, ef hann sendi ekki ákveðið magn af gulli, silfri og sýprusviði og komi sjálfur til þess að votta auðmýkt sína. Assur, sem áður var Asarkadon, stefnir saman ráðgjöfum sínum og ráðgast um við þá, hvað til bragðs skuli taka. Allir leggja eindregið til, að þegar verði ráðizt á ríki Asarkadon, því an annars verði hann fyrri til. Konungur fellst á það, væðir her sinn og tekúr við stjórn hans. Á áttunda degi lýstur óvinaherjunum saman í breiðum fljótsdal. Her Assurs er fjölmennur, en þó er Asarkadon fjölmennari, og þegar orrustan stendur sem Íiæst, særist Assur og er tekinn höndum. í níu daga gengur hann í handjárnum með her- mönnum Asarkadons. Á tíunda degi kemur hann til Ninive og er lokaður inni í búri. Assur, sem áður var Asarkadon, þolir hungur og blóðmissi, en blygðunartilfinningin og heift, sem hann fær ekki svalað, fá þó meira á hann. Hann finnur til vanmættis síns til þess að gjalda óvininum allt það illt, sem hann hefir gert honum. Það eina, sem hann er fær um, er að dylja þjáningar sínar fyrir óvininum, og hann ákveður að þola mögl- unarlaust allt það, sem á hann kunni að verða lagt. Tuttugu daga situr hann í dýflissu, viðbúinn því á hverri stundu að hann verði líflátinn. Hann sér vandamenn sína og vini leidda á aftökustaðinn, heyr- ir stunur og andvörp deyjandi manna, en hjá honum kennir hvorki kvíða, meðaumkunar né ótta. Hann sér, að geldingar konungs færa konuna hans elsku- legu á burt. Hann veit, að þeir fara með hana í kvennabúr Asarkadon. Jafnvel það þolir hann mögl- unarlaust. Og þá opna tveir böðlar búrið, binda hendur hans á bak aftur og leiða hann á blóði storkinn aftöku- staðinn. Assur sér hvassa, blóði ataða stegluna, sem sundurtættar leifar betu vina hans höfðu nýlega ver- ið teknar af, og skilur, að steglan er losuð hans vegna. Hann er sviptur klæðum. Böðlarnir taka hann ó- þyrmilega á milli sín, hefja hann á loft og búast til að setja hann á stegluna. ,,Nú kemur dauðinn, tortímingin“, hugsar Assur með sér. Hann gleymir hinum góða ásetningi sínum, og fer að gráta hástöfum og sárbæna um miskunn. En enginn gefur því gaum. „En þetta getur elcki átt sér stað“, hugsar hann. „Eg hlýt.að sofa. Þetta er draumur". Og hann reynir með öllu móti að vakna. „Eg er alls ekki Assur. Eg er Asarkadon“. Þú ert assur, en þú ert líka Asarkadon," heyr- ir hann rödd segja, og finnur um leið stegl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.