Morgunblaðið - 21.03.1974, Page 2

Morgunblaðið - 21.03.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Landsvirkjun: 30 MILLJÓN DOLL- ARA LÁN HJÁ SJÖ ERLENDUM RÖNKUM FYRIR nokkru voru undirritaðir samningar af hálfu Landsvirkj- unar um 30 milljón dollara eða 2,6 milljarða kr. lántöku hjá sjö erlendum bönkum. Það voru Manufactures Hanover Ltd. og First Boston (Europe) Ltd. er höfðu milligöngu um lántökuna. Að sögn Agnars Friðrikssonar hjá Landsvirkjun er hér um að ræða stærstu lántökunna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sigölduvirkjun. Það er til tíu ára en ekki verður byrjað að greiða það upp fyrr en 1980 og greiðist þá að fullu á fjórum árum. Agnar sagði, að tekin yrðu fjög- ur erlend lán vegna Sigöldu, en þau eru — auk þess sem getið er hér að ofan: 10 milljón dollara lán hjá Alþjþðabankanum, sem þegar hefur verið gengið frá; um 10 milljón dollara vörukaupalán, sem tekin eru hjá sovézkum og þýzkum aðilum, er annast fram- leiðslu véla til virkjunarinnar og um 5 milljón dollara skuldabréfa- lán, sem tekið er hjá Banque Lambert S.C.S. í Belgíu, eínum af sjö bönkunum er lögðu til stóra lánið. Af innlendri fjármögnun til Sigölduvirkjunar skal fyrst telja framlög eignaraðila — því að ríki og Reykavíkurborg leggja hvort um sig 175 milljónir króna til framkvæmda í áföngum. Þá er að geta um svokallað víkjandi lán ríkissjóðs alls um 350 milljónir króna. Auk þess kemur til fjár- magn úr rekstri Landsvirkjunar. Samtals nemur því fjármögnunin tilþessara virkjunarframkvæmda um 5,6 milljörðum króna. Fjölmenni við ntför dr. Róberts A. Ottóssonar UTFÖR dr. Róberts A. Ottós- sonar, söngmálastjóra Þjóðkirkj- unnar, var gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík í gær, að við- stöddu miklu fjölmenni. Utförin var I guðsþjónustuformi og prédikaði sr. Guðjón Guðjónsson, æskulýðsprestur Þjóðkirkjunnar, en sr. Jóhann Hlíðar jarðsöng í Tvísýnar Háskóla- kosningar KOSNINGAR fóru fram í Háskólanum f gær til Stúdenta- ráðs og Háskólaráðs. Tveir listar voru í framboði — A-listi Vöku- manna og B-listi vinstri manna. Rúmlega 2000 manns voru á kjör- skrá og var þátttaka óvenju góð, því að á löánda hundrað stúdent- ar greiddu atkvæði I kosningun- um. Kjörfundur hófst kl. 1 í gær og lauk um kl. 6. Talning hófst þá þegar, og kom strax í Ijós, að kosningin yrði mjög tvísýn. Framan af leiddi A-listinn en þegar um 250 atkvæði voru ótalin, höfðu vinstri menn sigið fram úr — með 666 atkvæðum gegn 594 atkvæðum Vökumanna. Benti því flest til þess, að vinstri menn færu með nauman sigur af hólmi í kosningunum. Síðustu fréttir. LOKATÖLUR í kosningunum eru þessar: B-listi vinstri manna fékk 901 atkvæði og 7 menn kjörna í stúdentaráði og auk þess háskóla- ráðsmanninn en A-listi Vöku fékk 721 atkvæði og 6 menn kjörna. Fossvogskirkjugarði. Félagar úr Lúðrasveitinni Svanur og Lúðra- sveit Reykjavíkur léku úti fyrir Dómkirkjunni undir stjórn Páls P. Pálssonar, í upphafi athafnar- innar þar og við lok hennar. Kirkjan var fagurlega skreytt og í kór sátu margir prestar þjóð- kirkjunnar hempuklæddir til heiðurs hinum látna. Strengja- kvartett undir forystu Karst- ens Andersens, aðalhljómsveit- arstjóra Sinfóníuhljómsveitar íslands, lék þáttinn „Dauðinn og stúlkan" úr kvartett eftir Schubert. Söng önnuðust Söng- sveitin Filharmonia félagar úr karlakórnum Fóstbræður, kór einsöngvara og Dómkórinn, en auk þess var almennur safnaðar- söngur. Hluti sálmanna, sem sungnir voru við útförina, var f útsetningu hins látna. Ragnar Björnsson dómorganisti og Martin Hunger organisti skiptust á um að leika á orgel Dómkirkj- unnar og stjórna söng, en i lokin lék Ragnar Björnsson Fantasíu í G-dúr eftir Bach. Trompettleik í Framhald á bls. 22. Hér má sjá hvernig flytja má „sviðsvagninn“, hann tekinn í sundur og hvernig sviðið lltur út þegar það hefur veriðsett upp. Hreyfanlegt svið keypt til þjóðhátíðarhaldsins BORGARRAÐ hefur nú ákveð- ið að eiga aðild með Þjóðhátíð- arnefnd 1974 að kaupum á sér- stökum „sviðsvagni", sem not- aður er við útihátfðahöld og ætlunin er að brúka hér á kom- andi þjóðhátíð. Sviðs- vagn þessi er framleiddur af bandarlsku fyrirtæki — Wenger Crp. í Minnisota og er kaupverð tækisins um 4,8miIIj. króna. Það er væntanlegt til landsins fyrst í júlí næstkom- andi. Tæki þetta þykir mjög auð- velt I meðförum, og má nefna, að tveir menn eiga að geta kom- ið því upp á u.þ.b. 20 mfnútum en að lokinni sýningu má draga það á annan stað, þar sem ætl- unin er að efna til annarrar skemmtunar. Notagildi þess til útihátíða- halda eru lftiltakmörk sett.Má þar á meðal nefna sinfóníutón- leika með kór og einsöngvara, tizkusýningar, íþróttir, leiksýn- ingar, ballett, útifundi og barnaskemmtanir — allt getur þetta farið fram á sviðinu. Ýms- ir aukahlutir fylgja þvf, svo sem kórpallar fyrir um 180 manna kór, ljósabúnaður og mjög fullkomnir pallar, sem nota má sem leiksvið eina sér. Innflytjandi þessa tækis er Sjálfsalinn h.f. Þingnefnd- in styður zetuna ALLSHERJARNEFND samein- aðs þings skilaði í gær nefndar- áliti um þingsályktunartillöguna um bókstafinn Z í ritmáli og er hún sammála um aði mæla með samþykkt tillögunnar óbreyttrar. 1 nefndinni eru Björn Fr. Björnsson, Jónas Árnason, Ragn- hildur Helgadóttir, Bjarni Guðna- son, Lárus Jónsson, Bragi Sigur- jónsson og Jón Skaftason, en Jón var fjarstaddur við afgreiðslu málsins. Þingsályktunartillagan um Z i ritmáli var flutt af Sverri Hermannssyni, Helga F. Seljan, Ellert B. Schram og Bjarna Guðnasyni og hljóðar svo: Alþingi ályktar, að hrundið skuli þeirri ákvörðun að fella Z niður í fs- lenzku ritmáli. FÍ á höttum eftir fimmta F okkernum FLUGFÉLAG íslands hyggur nú á flugvélakaup. Fyrir skömmu fóru tveir fulltrúar félagsins til Dusseldorf í Þýzkalandi til að skoða þar notaða Fokker Friend- ship-vél, sem Fí stendur til boða að kaupa. Mennirnir tveir eru nú komnir heim og hafa lagt skýrslu um för sína fyrir stjórn flug- félagsins. Hins vegar hefur enn engin ákvörðun verið tekin um kaupin. Verði hins vegar af kaupunum er þetta fimmta Fokkerflugvél Flugfélagsins og er hún af sömu gerð og tvær fyrri vélar félagsins — Blikfaxi og Snarfaxi. Samið á far- skipunum MARGIR fundir hafa verið haldnir í samningamálum undir- manna á farskipunum og í fyrri- nótt tökst samkomulag. Morgun- blaðinu tókst hins vegar ekki í gærkvöldi að afla upplýsinga um einstök atriði samkomulagsins. Þá var í gærkvöldi haldinn sáttafundur með fulltrúum út- gerðarmanna og undirmanna á bátaflotanum, en þeim fundi var ekki lokið þegar Mbl. hafði síðast fréttir. FELAGISL. IÐNREKENDA: Andvígt útflutningsuppbótum en eitt skal yfir alla ganga EINS og Morgunblaðið hefur skýrt frá hefur rfkisstjórnin gefið Söluskrifstofu lagmetis og iðnaðardeild SÍS fyrirheit um verðbætur á útflutning þessara aðila til Sovétríkjanna. Munu þessar verðbætur nema um 15—20% af heildarsamningsverð- mætinu. Vegna þessa hefur Morgunblaðinu borizt eftirfar- SH-FRYSTIHUSIN FRAMLEIÐSLU Á • • STOÐVA BLOKKUM EINS og áður hefur komið fram er nú ótryggt ástand og horfur varðandi fiskverð á Bandarlkja- markaði og má í þvf sambandi vitna til ummæla forráðamanna útflutningssamtakanna hér í hlaðinu fyrir skömmu. í fram- haldi af þessu hefur nú Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna sent skeyti til allra frystihúsa innan vébanda samtakanna þess efnis að þau leggi framvegis áherzlu á framleiðslu i flakapakkningar en ekki í hlokkir. Samkvæmt þessu er ljóst, að íslenzkir framleiðendur meta horfurnar þannig að flökin séu ekki í eins mikilli hættu hvað verðfall áhrærirog blokkirnar, þó að.ekkert sé hægt að fullyrða um það á þessu stigi hver verðþró- unin verði á frystum flökum. Hins vegar telja menn sig vita, að S-Kóreumenn og Japanir muni stórauka framleiðslu sína og framboð í Bandaríkjunum á svo- kallaðri Alaska-ufsablokk á yfir- standandi ári og er talað um, að þessir aðilar muni bjóða fram um 60—70 þúsund lestir, sem er rúm- lega helmingi meira magn en árið 1973. Getur þetta haft stórskaðleg áhrif á fiskverð á Bandarikja- markaði, samkvæmt því er Guð- mundur H. Garðarsson, blaðafull- trúi SH, tjáði Mbl.,í gær. andi ályktun st jórnarfundar Félagi Isl. iðnrekenda I gær um þessar útflutningsbætur á iðnarðarvörur: Vegna fréttar, um útflutnings- uppbætur á lagmeti og prjónavör- ur til Sovétríkjanna, hafa ýmsir útflytjendur iðnaðarvara snúið sér til Félags fslenzkra iðnrek- enda með fyrirspurnir um það, hvort þessar uppbætur séu bundnar við ákveðið Iand og ákveðnar vörutegundir, eða hvort allar útfluttar iðnaðarvörur njóti þar sömu fyrirgreiðslu. Félagið hefur kynnt sér þetta og mun hér vera um að ræða munnlegar yfirlýsingar ráða- manna og ekki liggja fyrir hver fyrirgreiðslan verði, né hvaðan fjár verði af lað. Vill stjórn Félags íslenzkra iðn- rekenda taka fram að hún hefur ætíð verið andvíg hvers konar út- flutningsuppbótum, og er þar jafnt átt við landbúnaðarvörur, sjávarafurðir og iðnaðarvörur. Telur stjórnin að sömu reglur eigi aðgilda um allan útflutning. Þó getur þannig ástand skapast í efnahagsmálum, að gripa þurfi til tímabundinna aðgerða til að stuðla að útflutningi, en þá eiga að sjálfsögðu sömu reglur að gilda um allan útflutning, án tillits til landa, vöruflokka og fyrirtækja. Leiðrétting í F'RÉTT frá Ilúsmæðrafélagi Reykjavíkur, sem birtist i blaðinu í gær, var ranglega sagt, að félagið héldi hlutaveltu næstkom- andi sunnudag. Hlutaveltan var sunnudaginn 17. marz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.