Morgunblaðið - 21.03.1974, Page 10

Morgunblaðið - 21.03.1974, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Biörn Pálsson bingmaður: Fimmtudagskvöldið þann 14. marz s.l. flutti Björn Pálsson athyglis- verða ræðu við aðra umræðu í neðri deild Al- þingis um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um skatt- kerfisbreytingu. Um kvöld- ið hafði Björn verið stadd- ur á fundi hjá Junior Chamber f Hafnarfirði og fylgdu honum allir klúbb- félagarnir á þingpalla. Hér á eftir fer kafli úr þessari merku ræðu, sem átti óskipt athygli allra við- stadd ra. I fyrri hluta ræðu sinnar sagði Björn: „Það er sagt í sögu Hrólfs konungs kraka, að hann hafði kappa, sem hét Böðvar Bjarki. 'I.'.nn fór ekki í orrustuna, en sat innan dyra og þreytti galdur. Ég held, að hann hafi heitið Höttur kjáninn, sem truflaði hann. Með- an Böðvar fékk að vera í næði, sáu andstæðingar Hrólfs kóngs hjarndýr, sem barðist með hon- um, en eftir að Böðvar var kom- inn í orrustu, hvarf bjarndýrið. Eg var suður f Hafnarfirði á klúbbfundi og þeir höfðu eigi fengið skemmtilegri mann. Þeir eru víst allir komnir hér á pallana þessirgóðu drengir. Fjármálaráð- herra símaði til mín og bað mig að koma vegna atkvæðagreiðslunn- ar. Eg sagði, að ég kæmi eigi, nema halda ræðu. Þeir taka af- leiðingunum af því að láta mig eigi i friði, eins og Böðvar Bjarka forðum. Þið sjáið allir háttvirtir þing- menn, að þegar samningamenn A.S.Í. koma saman á hótel Loft- leiða syfjaðir og þreyttir, eftir margra daga þras, senda okkur svo frumvarp og segja okkur að samþykkja það, þá er þetta fyrir neðan allar hellur. Við metum að sjálfsögðu hvað er af viti í þessu frumvarpi, ef við erum menn, og hvað ekki. Ég hafði von um, að stjórnin gerði það og var sú von þó veik. Eg óttaðist, að þeir myndu vilja samþykkja vitleys- urnar, en gagnrýna frekar það, sem vit var í og það rættist. Hg hef ekkert við það að at- huga, að hækka söluskatt og lækka tekjuskatt. hef alltaf haldið því fram, að tekjuskattur á venjulegar vinnutekjur væri of hár. Fólk, sem stritar 16 tíma á sólarhring í fiskvinnslu þarf að greiða 56% af kaupi sínu í skatta. Það er of mikið, en allt i lagi, að þeir borgi meira, sem hafa marg- ar milljónir á ári i nettótekjur, án mikils líkamlegserfiðis. Engin ástæða er fyrir fólk að leggja á sig næturvökur og fá eigi nema 44% kaupsins í eigin vasa. Það er alltí lagi að taka 70% af hátekjumönn- um, en það má eigi taka 56% af fólki, sem vinnur fyrir sér með berum höndum. Sannleikurinn er sá, að það má eigi taka yfir 30% til þt-ss að það vilji leggja á sig aukavinnu. Við búum í landi, þar sem fiskafli er misjafn. Fólkið verður að leggja á sig nætur- og eftirvínnu, til þess að gera eigi verðmæti önýt. Þess vegna eigum við að lækka tekjuskattinn. En hitt finnst mér kyndugt, þegar á að fara að borga mönnum fyrir að borga ekki skatt. Það er nýtt kerfi, sem á að búa til á landi voru, íslandi, líkt og lífeyrissjóðs- kerfið, sem við erum algjörlega frumstæðir með. Það er ósköp einfalt að hækka söluskatt um 3—5% og lækka tekjuskatt með hærri persónufrádrætti og lægri skattstiga. Hér er komið stört frumvarp, sem þeir hafa samið á hótel I.oft- leiða og sem hagrannsóknarstjóri íX, X „Það á að fara að borga monnum fyrir að borga ekki skatt” hefur stílfært. Auðvitað veit hag- rannsóknarstjórinn, að þetta er vitleysa, þó hann verði að fram- kvæma verkið, þegar á að fara að borga mönnum fyrir að borga ekki skatt. Þetta er nýtt kerfi, nokkurs konar Bakkabræðra- kerfi. Svo ætlar þingheimur að leggja sig flatan og samþykkja þessi ósköp. Eg var að glugga í tillögur sjálf- stæðismanna, því ég met þá alltaf mikils og athuga hvort þeir hefðu ekki manndóm til að leggja til að fella þessa vitleysu niður. Nei, ónei, bara er talað um að lækka söluskattinn niður I 2%. Kratarn- ir leggja til að lækka söluskattinn í 3'á%, og ekkert annað hjá Gylfa. Hefur raunar stundum komið meiri vitleysa frá Gylfa ef satt skal segja. Þvi i ósköpunum leggja þeir ekki til að strika út vitleysurnar en halda eftir því, sem vit er í? En þetta hef ég oft orðið að horfa upp á hér. Þegar vinnustyttingin var lögbundin, var ég einn á móti. Auðvitað vissu sjálfstæðismenn, að það var vit- leysa en þorðu ekki að greiða at- kvæði á móti. Ég met sjálfstæðis- menn mikils. Þetta eru greindir og góðir menn. En því i ósköpun- um vilja þeir samþykkja þessa vitleysu? Gert er ráð fyrir, að 550 milljón kr. verði varið i skattafslátt, eða réttara sagt til að greiða þeim, sem engan tekjuskatt hafa, og á að verja þessu þannig: 1. Til greiðslu þinggjalda, sem á mann- inn eru lögð á greiðsluárinu, 2. til greiðslu útsvars og annarra gjalda tii sveitarsjóða, ,sem á manninn eru lögð á greiðsluárinu að undanskildum fasteignagjöld- um, 3. til jöfnunarsjóðs náms- kostnaðar og til lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna eða annarrar fjárhagsaðstoðar rikisins við námsmenn, þegar í hlut eiga menn, sem njóta frádráttar vegna námskostnaðar á skattárinu, 4. til greiðslu ógoldinna þinggjalda mannsins frá fyrri árum og síðar til greiðslu fasteignagjalda hans og ógoldinna gjalda til sveitar- sjóðs frá fyrri árum, þegar í hlut eiga aðrir menn en um gat hér að framan. Sé fé enn óráðstafað, skv. 1. lið hér að framan, skal það greitt viðkomandi manni. Það er þægilegt að fá 550 milljón krónur til að verja í þessum tilgangi. Þarna myndast heilt kerfi. Sýslu- mennirnir eiga víst að fást við að greiða gömul útsvör og endur- greiða fáeinar krónur fjölda ein- staklinga. Ég hélt, að þeir hefðu nú nóg á sinni könnu. Þegar búið er að hjálpa upp á námskostnaðinn, á að greiða af- ganginn skv. hugdettu fjármála- ráðherra. Eg efast eigi um, að okkar fjármálaráðherra geti kom- ið afganginum fyrir, því hann er stórtækur raunsarbóndi, en auð- vitað sér hver einasti þingmaður, að þetta er endileysa. Menn hafa misjafna aðstöðu gagnvart fram- tölum og þeir, sem ekki nenna að vinna, fá sennilega mest. Þetta er frumstætt. Gunnar Thoroddsen, mjög gáfaður maður, sagði, að það hefði eitthvað verið mmnzt á slíkt kerfi í Bretlandi, en ekki fram- kvæmt. Ég veit ekki, hvort þetta er satt, en býst þó við, að maður- inn sé sannorður, en við erum víst frumlegir í þessu, eins og i sam- bandi við tryggingakerfið okkar. Svona vitleysu er mér ómögulegt að samþykkja. En nú eruð þið víst 'allir búnir að ganga inn á þetta. Sjálfstæðismenn, kratar, fram- sóknarmenn og liberalir. Við höf- um alltaf verið krafðir um þing- gjöld, vanizt því en ekki borgað fyriraðgera ekki neitt. Svo er launaskatturinn. Það á að bæta við hann einu prósenti. Sjómenn og bændur eru undan- þegnir því að greiða launaskatt- inn. Hann lendirþví mest á iðnaði og verzlun. Ég held, að kaup iðn- aðarmanna hafi hækkað um 20— 30% fyrir fáum dögum. Iðnaður- inn stóð verst að vígi. Ætli að útflutningsiðnaður okkar sé ekki illa fær um að bæta á sig útgjöld- um. Eg hef alltaf verið á móti launaskatti. Það er fáránlegur hlutur að tala um, að kaupið sé of hátt og leggja svo á mörg prósent í launaskatti og láta þann at- vinnuveg borga mest sem minnsta hefur getuna. Fyrrverandi stjórn, sem var á vissan hátt góð, eins og allar stjórnir eru reyndar og allir þingmenn — ég hef ekkert nema gott um þá að segja, þó þeir séu misjafnlega miklir fjármálamenn — hún lagði á ótal aukaskatta. Ég reiknaði út fyrir 2 árum, að á útgerð og iðnaði voru eitthvað 25—30 aukaskattar. Þetta þýddi, að af hverjum 100 kr., sem greitt var í kaup, þurfti að greiða 40— 50 kr. í ýmsa aukaskatta, lífeyris- sjóð, launaskatt o.s.frv. Það gefur auga leið, að ef þessi aukagjöld væru ekki, væri hægt að greiða hærra kaup. Sannleikurinn er, að við höfum eigi borgað fólki of hátt kaup, en það eru alls konar aukaskattar sem hafa íþyngt út gerð og iðnaði. Svo þurfa fyrir- tækin að hafa 1—2 menn til að reikna út þessa skatta og skila þessu af sér. Þetta er furðulegt. Svo á að bæta einu prósenti við þessa vitleysu. Þessari stjórn vil ég þó una sannmælis. Hún hefur ekki bætt miklu við þessa auka- skatta, en ég átti von á að hún fækkaði þeim. Ég held það sé í stjórnarsáttmálanum. Ég get eigi verið með hækkun á Iaunaskatti. Það verður að fara einhverjar aðrar leiðir til fjáröflunar. í frumvarpinu eru 3 eða 4 greinar um söluskattinn með ægi- legum hótunum ef eigi er skilað söluskatti á réttum degi. Nú er það þannig með kaupfélög og önn- ur fyrirtæki, að ekki er alveg víst, að þeirhafi nægilegan vinnukraft eða aðstöðu til að Ijúka við frá- gang á söluskýrslum fyrir tiltek- inn dag. En þá á að vera 2% dagssekt i fyrstu 5 dagana, sam- tals 10%, en eftir það koma 5% á mánuði. Eg held, að þetta sé óþarflega mikil harka. Þetta er endurtekið í 3 greinum og í þeirri þriðju varðar það 10 milljón kr. sekt eða 6 ára tugthúsi, ef dráttur eða rangfærsla á sér stað með greiðslu söluskatts. Það væri hægt að hafa þessi ákvæði í einni grein og viðurlög hófleg, þó það dragist í 2—3 daga að skila sölu- skýrslu og greiða söluskatt. Þegar þess er einnig gætt, að rekstrar- fjárskortur er einnig mjög úlfinn- anlegur hjá flestum fyrirtækjum. Eg held að væri hagkvæmara að hafa betra eftirlit en minrii heit- ingar og hóflegri viðurlög. Ég skrifaði ríkisstjórninni bréf í fyrra og benti á, að hægt væri að lækka fjárlög um 5 milljaðra. 2,5 milljarða væri hægt að nota til að lækka tekjuskatt um helming. Hinn hlutann væri hægt að nota til að fjármagna fjárfestingar- sjóðina. Fjármálaráðherrann okkar var bæjarstjóri. Bæjarstjórar vita um útgjaldaliði bæjarfélaga, bændur þekkja kostnað við búrekstur, út- vegsmenn útgerðarkostnað o.s.frv. Eigi veit ég, hvort þetta hefur átt þátt i því að fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að láta ríkið taka allan lögreglu- kostnað, nær allan sjúkrakostnað, almannatryggingagjöld og veru- legan hluta útgjalda vegna dag- visturnarheimila. Öll bæjarfélög vilja hafa lögreglumenn og það sem flesta ef ríkið borgar þeim launin, en þau fá útsvörin. Ríkið borgaði 1068 milljónir til sjúkra- trygginga fyrir 2 árum, en jafn mikið var greitt af einstaklingum og sveitarfélögum. Nú er áætlað, að rikið þurfi að greiða í ár 4387 milljónir f þetta.. Kostnaðurinn hefur því nieira en tvöfaldast að krónutölu og verðurmeiri en gert er ráð fyrir, þegar reikningurinn kemur. Það væri allt í lagi, að ríkið taki að sér að greiða al- mannatryggingagjöldin, en lög- reglukostnaður og sjúkrakostnað- ur verður lægri ef einstaklingar og sveitarfélög greiða helming- inn. Kröfurnar verða minni og eftirlitið betra. Ég lagði því til, að þessu yrði breytt aftur og mundi ríkissjóður á þann hátt spara 2,5 milljarða. Eg er sömu skoðunar enn. Til dagvistunarheimila eru áætlaðar nú 85 milljónir. Þetta er bæjarmál. Væri þessu breytt í fyrra horf, þyrfti engan söluskatt að hækka, þó tekjuskattur væri lækkaður. 1 bréfinu lagði ég til, að lögboðnir lífeyrissjóðir yrðu afnumdir, tryggingakerfið gert einfalt, og upphæð, sem svaraði til iðgjalda til lífeyrissjóðanna rynnu í sameiginlegan sjóð hlið- stætt þvi, sem er hjá Norðmönn- um og Svfum. Væri þetta gert, mundi það lækka útgjöld ríkis- sjóðs um 4 milljaðra. í fyrra gerði ég ráð fyrir, að heildarútgjöld til lögboðinna lifeyrissjóða mundi nema á þessu ári um 3000 milljón- um. Nú hafa laun hækkað veru- lega þannig að liklegt er að ið- gjöldin verði í ár nær 4 milljörð- um. Þetta fé safnast fyrir í nær 30 sjóðum eftírli tslftíð og notkun þess er illa skipulögð. Þetta rugl- aralltfjármálakerfiðoggetureigi gengið til lengdar. Þetta sá ég i byrjun og hef gert það, sem f mínu valdi stendur til að fá þessu breytt. Allt sparifé Landsbankans og Útvegsbankans er um 10 millj- arðar. Á 3 árum mundu iðgjöld lífeyrissjóðanna nema meiru en sparifé beggja þessara banka. Astand í peningamálum er þannig nú, að allir eyða og eyða, því enginn vill eiga peninga. Fyr- irtækin munu komast f meiri rekstrarfjárskort en undanfarin ár, vegna þess að hækkandi verð- lag krefst meira fjármagns. Eg álít þvf, að skyldusparnaður sé óhjákvæmilegur. Það þarf að stofna tryggingabanka. Lögboðna lífeyrissjóði á að afnema, en leggja hliðstæða upphæð og ið- gjöldunum rennur til þeirra inn 1 sérstaka bankastofnun. Hver einstaklingur á sína innstæðu- bók. Fé þetta verður að verð- tryggja á einhvern hátt og endur- greiða það eftir ákveðnum regl- um. Þegar menn deyja gengur innstæða þeirra ef einhver er til erfingja, eins og aðrar eignir. All- ir gætu verið ánægðir með þetta fyrirkomuIag.Enginn væri fé- flettur, eins og nú á sér stað í tryggingarkerfinu. Féð væri hægt að nota á skipulegan og hagkvæm an hátt til útlána, og það myndi á þann hátt bæta úr rekstrarfjár- skorti, en verðtryggingin draga úr eyðslu. Þetta fyrirkomulag myndi skapa einstaklingum fjár- hagslegt öryggi I ellinni óg myndi styrkja fjárhagslega stöðu þeirra og þjóðfélagsins f heild. Banki sá, sem fengi þetta fjár- magn, myndi hafa 50—60 millj- aðra til útlána að 10 árum liðnum. Enginn væri féflettur. Allir gætu verið ánægðir.“ Vegna rúmsins er ekki unnt að birta nema úrdrátt úr ræðu Björns. Hann nefndi fjölda alriða, þar sem hægt væri að koma ríkis- rekstrinum fyrir á hagkvæmari hátt. Um Háskólann sagði hann m.a.: „Svo er Háskólinn. Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráð- herra í mörg ár og ber mesta ábyrgð á þeim breytingum, sem þar hafa orðið. Lektorar.dósentar og prófessorar eru nú orðnir á þriðja hundrað, og nemendur á þriðja þúsund. Það er búið að stofna nýjar deildir og kostnaður- inn við skólann er áætlaður nær 400 milljónir. Ég held, að hægt væri að leggja sumar af þessum deildum niður.en takmarka aðrar eitthvað. Það þyrfti að endur- skoða alla þá löggjöf. Lánasjóður námsmanna fær á fjárlögum 486 milljónir og að auki eru 100 milljónir teknar að láni. Óvfst er, að námsárangur sé í samræmi við peningaráðin. Svo eru þessir háskólamenn orðn- ir of margir. Það þarf að skipu- leggja þetta. Við eigum að gera áætlun. Hvað hefur þjóðfélagið þörf fyrir marga lækna, lögfræð- inga, verkfræðinga o.s.frv.? Þessa menn eigum við að styrkja hæfi- lega. Vitanlega er nokkur vandi að ákveða, hverjum á að lána og hverja á að styrkja. Svo mega fleiri læra ef þeir vilja, en rikið á ekkert að vera að borga með þeim, því nóg eru verkefnin. Þessir skóladrengir, sem urðu að svelta rétt eftir aldamótin, þegar þeir stunduðu nám, urðu dugandi menn og komu heim að námi loknu. Það er meira en vafasamt, þegar farið er að borga stúdent- um fullt kaup, hvort sem þeir læra eða læra ekki og allra helzt, ef þjóðfélagið hefur ekki þörf fyr- ir fleiri menn á viðkomandi sviði.“ Þá sagði Björn ennfremur um sérfræðilega aðstoð við þingflokk- ana: „Við höfum hér starfsmann í hverjum flokki, sem á að aðstoða okkur. Ég hef aldrei þurft á þess- ari aðstoð að halda, og ég tel að þingmenn, sem ekki geta komizt af án þess að hafa aðstoðarmann, ættu ekki að vera þingmenn. 6 milljónir eiga víst að fara í þessa aðstoð og svo fara til blaða og flokka um 32 milljónir, þannig að þetta verða nær 40 milljónir. Ég held að væri bezt að lækka þessa upphæð. Þá færu blöðin kannski að minnka, því það er ekkert mannbætandi að lesa þessa leið- ara þeirra." Að lokum sagði svo Björn Páls- son m.a.: „Ég held við ættum að fara að athuga hlutina, stilla eyðslunni í hóf og fara að haga okkur eins og viti bornir menn. ísland er gott land. Við eigum einhver auðugustu fiskimið í heimi. Við eigum heitt vatn, sem er okkur geysimikils virði. Við eigum fossa, og þó ísland sé kalt, er jörðin frjó. Okkur getur öllum liðið vel. Við megum bara ekki haga okkur eins og flón. „Nú kall- aði Sverrir Hermannsson fram í: „Er þá landinu stjórnað heimsku- Iega?“ „O þið gerið nú ekkert til að gera það viturlegra," svaraði Björn að bragði. „Það er tóm endileysa, að rikið borgi mönnum peninga fyrir að borga ekki skatt. Það er tóm vitleysa. Það var þess vegna.sem ég vildi ekki vera hérí kvöld. Mér er óskapiega nauðugt að vera með vitleysum. Þetta er allt satt, sem ég hef sagt og hafið þetta fyrir að láta mig ekki í friði.“ .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.