Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.03.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21 MARZ 1974 35 s <uggamynd if inrskn FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 2 nú natt það í Egyptalandi og hvernig Einari hafði gengið við kennsluna og hversu tómlegt hefði verið í íbúðinni án mfn. Og svo vorum við komin til Skilling- grand og ég stóð aftur inni i stof- unni okkar, á lida heimilinu, sem við höfðum útbúið af ást og um- hyggju fyrir sex mánuðum. Eg heyrði að hljóðið í flugvéla- móturunum breyttist. Frú Sande- berg talaði og talaði. Svo blundaði ég. Þegar ég vaknaði var vélin yfir Sokkhólmi. Ég leit syfjulega út um gluggann og dáðist nteð sjálfri me'r að ljósadýrðinni þarna niðri. Þetta var eins og úr ,,Þús- und og einni nótt“ og þó var þessi borg eins úr lofti og allar aðrar borgir, þótt ég sæi hana öðrum augum í þetta sinn. Og ég fann til meiri eftirvæntingar og tilhlökk- unar en hefði ég staðið andspænis öllum dásemdum Egyptalands. Frú Sandberg brosti vingjarn- lega til mín. — Sko til... Ég held svei mér að unga frúin hafi fengið glampa í augun. Ja, það fengi ég vfst ábyggilega líka, ef ég væri ung og ástfangin og hefði verið fjarvist- um við elskuna í átta vikur.. . nú, jæja... þar lendum við.. . Ég var enn í einhvers konar leiðslu, þegar við stigum út úr vélinni og gengum inn í uppljóm- aða flugvallarbygginguna. Toll- skoðun stóð óvenju lengi þar sem skapmikill Itali fann ekki ferða- tékkana sína í skjalamöppunni, sem hann sagðist hafa sett þá f. Seint og um siðir kom f ljös að ferðaávísanirnar voru f brjóst- vasa hans og hópurinn hlvkkjað- ist áfram. . . út í biðsalinn. Allir litu í áttina að stóru glerdyrun- um, þar voru ótal veifandi hendur fagnandi ættingja. Frú Sande- berg veifaði himinlifandi til bros- andi ungs manns — sjálfsagt ein- hver af sonunum, hugsaði ég, en hvergi kom ég auga á Einar. Eg var svo niðursokkin í að gá, að e'g gleymdi að opna töskuna mína, þegar röðin kom að mér og tollvörðurinn náði sér niður á mér, með því að skoða afar vand- lega og flýtti sér sannarlega ekki. Allir aðrir höfðu fyrir löngu lokið sér af og einn af öðrum hvarf út um glerdyrnar. Ég stundi af gremju og óþolinmæði. — Að hverju eruð þér eiginlega að leita? spurði ég gremjulega. — Haldið þér að ég sé með krókódíl falinn í töskunni? Loksins skellti hann töskunni aftur og ég'flýtti mér fram f bið- stofuna. Þar voru nú aðeins þrjár mann- eskjur. Og Einar var hvergi sjáan- legur. % var vonsviknari en orð fá lýst. Ég hafði beðið hann að koma og sækja mig á flugvöllinn og enda þótt okkur hefði seinkað um fáeinar klukkustundir, var nú ekki til of mikils mælzt, að hann legði á sig að bfða. .. Að minnsta kosti ekki ef hann hafði saknað mín eins mikið og ég hafði saknað hans. Ég gekk hikandi út í bflinn. Bílstjórinn lofaði að stoppa f grennd við heimili mitt og ég revndi á leiðinni að sannfæra mig unt. að Einari hefði fundizt skemmtilegra að taka á móti mér á heimilinu okkar — kannski hafði hann útbiiið veizlumáltið til að fagna komu minni. Eða. ,.-ja. ef hann hefði nú ekki fengið bréf- ið mitt, þar sem ég sagði honum að ég kæmi 5. nóvember eða heilli viku, áður en ég hafði gert ráð fyrir? En ég hafði sent það i hrað- pósti fyrir þ<> nokkrum dögum, svo að hann hlaut að hafa fengið það. Hin létta ævintýrakæti. sem hafði gagntekið mig á leiðinni frá Kaupmannahöfn var horfin eins og d<>gg fyrir sólu. Eg fór út úr vagninum. á horninu og gekk þennan stutta spöl að götunni okkar.. . Þarna var hliðið... og þarna uppi voru gluggarnir á íbuðinni okkar. . . þrír gluggar, myrkvaðir gluggar. Mér var langt frá rótt.þegar ég sté inn f lyftuna og studdi á hnappinn. Svo stakk ég lyklinum í skráargatið og kveikti utan við mig Ijósið í ganginum. Svo stóð ég grafkyrr og hlustaði. .. Ibuðin virtist svo undarlega dauð og eýðileg. Stóra. dimma dagstofan, svefnherbergið til hægri \ið hana, eldluisið <>g borð- krókurinn rétt við gang- inn. . ,'hvert herbergi virtist svara kvíðafullri hlustun minni með ógnþrunginni þögn. ijí vissi að hér var enginn Einar. Eg var að koma heim frá Egj’ptalandi og maðurinn minn hafði ekki komið til að taka á möti mér. . . ÉJí för úr frakkanum, kjark- urinn för <>ðum dvinandi. Eg hafði ekki svo mikið fyrir að hengja hann á herðartré. Svo teygði ég fram höndina <>g kveikti Ioftljósið i stofunni. Mér til mikillar undrunar sá ég að allt var eins og það hafði verið, þegar ég för héðan. Þykk glugga- tjöldin voru dregin fyrir; og þarna stöð skrifhorðið, sem var svo stórt. að við Einar gátum Ineg- lega notað það samtimis fyri'r vinnuborð. Lágu bölstruðu hægindastólarnir með gulu ákUeði fyrir framan arininn. Gnen gölfteppi, bækur þöktu veggi, tveir vasar , nteð krystantemum — hér var allt svo hlýlegt og heimilislegt. Kg upp- götvaði allt í einu. hversu <lauð- þrevtt ég var og enda þótt ég vteri ákaflega diipur yfir þvi. að Kmar virtist hvergi náhegur, þá var það þó með vissri ef tirv.ent ingu vegna þess að nú ietlaði ég sannarlega að hvíla mig, að ég opnaði dj rnar inn i svefnherberg- ið okkar. Eg þreifaði mig eftir slökkvaranum, fann hann og kveikti. . . ()g sfðan er ekki að orðlengja að ég starði þrumu lostin á það sem fyrir augu bar. Eða réttara sagt. svona ýmislegt, sem ég sá þarna inni. Rúmið var óumbuið og yfir það þvert hi eitthvað Ijósblátt <>g gegnsætt — dömunáttkjóll, og á stólbaki hi uixlur kvenlegur sloppur og á iiðrum stöl var kven- nærfatnaður, sokkar, brjósta- haldari, buxur. . . Köflóttur kjóll hékk á herðatré í henginu og á borðinu við gluggann var hliðar- taska úi' brúnu kálfsskinni. . . En VEL.VAKAIMDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11 30. frá mánudegi til föstudags. 0 Stúlka inspector scolae í MR Fá mál hafa verið meira til almennrar umræðu hin síðari ár en jafnréttismál kynjanna. Þetta er sívinsælt tilefni til skoðana- skipta, og flestum málum má snúa upp í „kvenréttindamál", þegar vilji er fyrir hendi. Við fréttum það nú um daginn, að fimmtu bekkingar I Mennta- skólanum í Reykjavík hefðu hald- ið árvissan fund sinn, þar sem fram fer „prófkjör" vegna fram- boðs til inspector scolae. Þessi staða er æðsta virðingarstaða inn- an skólans, og skipar hana jafnan sjöttibekkingur, sem kosinn er til starfans vorið áður en hann sezt í sjötta bekk. Inspector scolae hef- ur alltaf verið af karlkyni, og það mun ekki hafa gerzt fyrr, að kven- fólk innan skólans hafi verið í framboði, hvað þá heldur að kven- maður hafi hreppt hnossið. Nú hefur það hins vegar gerzt, að kosið verður á milli tveggja stúlkna, þannig að næsta ár verð- ur stúlka örugglega inspector scolae. Þetta fréttum við hjá tveimur menntaskólastúlkum, sem gerðu sér sérstaka ferð hingað niður á Morgunblað I vikunni, og var auð- séð, að þær voru ánægðar með þennan gang mála, — og lái þeim hver sem vill. % Hver fann seðlaveski við Norðurfell? Nýlega tapaði drengur seðla- veski með aleigu sinni I við við- komustað strætisvagnanna við Norðurfell. I veskinu voru um 4000 krónur og vitanlega er baga- legt fyrir drenginn að missa þessa fjármuni. Hann frétti síðar hjá kunningjakonum sínum, sem voru I strætisvagni, að kona hefði komið inn I vagninn með seðla- veskið og sagt bifreiðarstjóran- um, að hún hefði fundið það. Bifreiðarstjórinn tók ekki við veskinu og tók konan það með sér, þegar hún fór úr vagninum. Eigandi veskisins heitir Jón Víkingur Hálfdánarson og á hann heima að Torfufelli 27. Hægt er að ná sambandi við hann eða móð- ur hans I síma 71957 og 71789. 0 Húsið varð fullt af helgum frið G. B. skrifar: „Kristín Einarsdóttir minnist á ljótar sjónvarpsmyndir, þeirra á meðal „Stríð og frið“. Þegar verið var að sýna þessa áðurnefndu mynd, og striðsgnýr og kvalaóp fylltu íbúðina hér og allt varð svo óhreint, óbærilegt og framandi, hrukku mér þessi tvö erindi af vörum: Hér áður fyrr blunduðu börnin við bænalestur og roksins nið. Húsið varð fullt af helgum frið. Nú sofna þau ekki við söngva klið, en stara í ofvæni á „Stríð og frið“. Svona er að hafa sjónvarpið. G. B." % Enn um póstflutninga til Snæfellsness Ólafur Markússon skrifar: „Undir nafni einhvers Magnús- ar Sigurðssonar fyrrv. skólastjóra birtust í „Velvakanda" þann 5 þ.m. alleinkennileg skrif sem svar, ef því nafni skyldi nefna, við grein minni frá 30 f.m. Eg byrja á að tala um erfiðleika i samgöngum milli landshluta og tek sérstaklega fram í því sam- bandi Snæfellsnes. Ég segi orð- rétt: Svo sem allir landsmenn vita, er póstþjónusta Islands ein- stök í sinni röð. Ef hann álítur þetta ómakalega orðað, þá virðist hans skilningur, ef nokkur er, vera meir en litið brenglaður. Barnaskólabörn mundu skilja þetta. Ég var eingöngu að finna að framkomu póstmeistara Stykkishólms og stendur óhaggað það, sem honum viðkemur í grein minni. Flestir landsmenn vita, að póst- ur, sem er sendur flugleiðis á laugardögum og sunnudögum víða út um land, er oft á tíðum geymdur í flugafgreiðslu eða hjá umboðsmanni viðkomandi flug- félags til mánudags. Svo í þessu tilviki þurfti ekki að vera um neina aukavinnu að ræða. Eg sá fyrst í skrifum nefnds M. S. a<5 flugfélagið Vængir h/f væri í vafa um að geta flutt allan bögglapóstinn til Snæfellsness (alls 314 kg) nefndan dag. Er ég hræddur um, að eitthvað fari þarna milli mála, því að í grein minni var sérstaklega tekið fram, að póststöðin á Umferðarmiðstöð- inni bauðst til að senda allan fyr- irliggjandi póst flugleiðis og trúa íbúar Stykkishólms ekki öðru en póststöðin hafi verið búin að kynna sér flutningamöguleika Vængja h/f umræddan dag. Ibúar Stykkishólms vita ofur- vel, að Árni Helgason <>r ennþá póstmeistari þeirra, en ekki Hellissands eða Olafsvíkur, ru-ma hann ætli sér að verða það. Hér i Stykkishólmi er bæði lyfjaverzlun <>g sjúkrahús, sem mjög gott orð fer af, en M. S. virðist gleyma því, að á ekki fjöl- mennari stöðum vanhagar báða þessa aðila oft á tiðum um sérstök lyf eins og skiljanlegt er (þetta getur líka komið fyrir í R.vík) og gal hann alveg sleppl orðinu van- neksla. Svo enda skrifin á að geta um póstsendingar frá A.T.V.R. eins og undir lokin í athugasemd póst- meistara Stykkishólms. Mér er spurn: kemur starfsfólki póst- þjónustunnar nokkur við, hvað er í bréfum og bögglum milli sen<l- enda og viðtakenda? Það hefur verið og er algjiirt einkamál, nema þeir álíti annað. Ólafur Markússon." SlGGA V/öGPt Í 'Í/LVERAU V£<TA WNmÁÍA. 'PÖÁffAO MANN5NAFN ÖR MENNI Jk m UI-íl,FÁLKIi* Söngleikur um Marilyn Washington. 18. marz NTB. AKVEÐIÐ hefur verið að gera söngleik eftir metsölubók Nor- mans Mailers um leikkonuna Marilyn Monroe. Ekki er a'tlunin að Mailer skrifi handritið að söng- leiknum og það eina, sem vitað er um hlutverkaskipun, er. að alger- lega óþekkt leikkotia verði látin fara með titilhlutverkið. Súezskurður hreinsaður Lontlon, Washington 18 marz. AP. TILKYNNT var i Washington <>g London i dag, að Bandarikjamenn og Bretar hefðu ákveðið að verða við þeirri beiðni Egypta að aðstoða við hreinsun Súez- skurðar, svo að hann verði á ný nothæfur f.vrir alþjóðasiglingar. Er flokkur frá brezka flotanum lagður af stað til Egyptalands með sprengjusheðara <>g ýmsan ann- an útbúnað. Miutu Baixlaríkja- menn og Bretar hafa algera sam- vinnu um þetta verk. Ekki er vitað hversu langan tima tekur að hreinsa skurðinn, en alténd nokkra mánuði. Sér- fræðingar hafa bent á þá athyglis- verðu staðre.vnd, að Sadat Egypta- landsforseti hafi ekki beðið stjörn Sovétrikjanna um aðstoð. Kostn- aður við verk þetta, þ.e. ba'ði hreinsun og dýpkun skurðarins, sem verður framkva'ind unt leið, mun að minnsta kosti verða 100 milljónir dollara. Japanir <>g Kuwait hafa boðið Egyptum veru- lega fjárhagsaðstoð. Skurðurinn hefur verið lokaður siðan í sex daga stríðinu vorið 1967. ÍHí»röMnI)Iatíit> Var mest seldi japanski bíllinn á íslandi 1973. VERKSMIÐJU ÚTSALA! Opið fimmtudaga kl. 2 — 9 e.h.____ Á ÚTSÖUUNNI: Flækjulopi Vefnaóarbúfar Hespulopi Bilateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar reyriK) nyju hradbrautina upp i Mosfellssveit og verzlid á útsölunni. ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.