Morgunblaðið - 21.03.1974, Page 36

Morgunblaðið - 21.03.1974, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. MARZ 1974 Vestmannaeyjar Vandað einbýlishús til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Gott hús — góð eign 61 9" fyrir 30. þ.m. Miklar vonir bundnar við Lagarfossvirkjun En ekki réttlætanlegt að fórna verulegu nytjalandi LogsuÖutæki Óskum eftir logsuðutækjum. Upplýsingar í síma 3 7040. Ví&idal Munið aðalfundinn í kvöld kl. 20.30 í Félagsheimili Fáks. Stjórnin. STJÓRN Sambands sveitarfélaga f Austurlandskjördæmi (SSA) stóð fyrir fundi um fyrirhugaða vatnsmiðlun í Lagarfljóti vegna Lagarfossvirkjunar, fimmtudag- inn 28. febrúar sl. á Egilsstöðum. Var fundurinn haldinn að tilhlut- an samstarfsnefndar þeirrar um orkumál, sem Náttúruverndarráð og iðnaðarráðuneytið standa sam- eiginlega að. Framsögumenn voru Hjörleifur Guttormsson líffræð- ingur, Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur, stjórnarformaður Rafmagnsveitna ríkisins, og Sig- urður Þorðarson verkfræðingur á Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Tþoroddsen. Jóhannes Stefáns- son formaður SSA stýrði fundi, en fundarritari var Björn Sveins- sorvEgilsstöðum. Fundinn sóttu á annað hundrað manns og fór hann í alla staði hið bezta fram. Tóku 14 heimamenn þátt í um- ræðunum auk framsögumanna og orkumálastjóra, Jakobs Björns- sonar. Tilgangur fundarins var að leggja fram iiltæk gögn, sem varpað gætu ijósi á væntanleg áhrif vatnsmiðlunar á umhverfi Lagarfljóts, en jafnframt að fá fram þau sjónarmið, sem landeig- endum og öðrum eru nú efst í huga í tengslum við áætlanir um slíkt mannvirki. Eins og kunnugt er, hefur ráð- herra þegar leyft fyrsta áfanga virkjunar við Lagarfoss, sem hef- ur aðeins í för með sér um hálfs metra vatnsborðshækkun á takmörkuðu svæði ofan við virkjunina, og eru byggingar- framkvæmdir nú á lokastigi. Hins vegar hefur ráðherra enn ekki heimilað annan áfanga. Vegna verðhækkana á olíu og með ört vaxandi orkunotkun á Austurlandi, m.a. í tengslum við rafmagnshitum húsa, hafa Rafmagnsveitur ríkisins hug á að hraða sem mest öðrum áfanga virkjunarinnar. Hér er um að ræða miðlun, sem hefði í för með sér nokkra vatnsborðshækkun I Leginum að vetrarlagi (október—maí). Á fundinum kynntu Rafmagnsveitur ríkisins gögn, sem gera ráð fyrir 21,2—21,3 m vatnshæð yfir þau svæði, sem likur benda til að fari undir vatn við þessa vatnsborðs- stöðu eða blotni upp vegna grunn- vatnshækkunar. Til samanburðar má geta þess, að mesta flóð, sem mælzt hefur við Lagarfljótsbrú í nóvember 1968, náði 22,43 m hæð yfir sjávarmáli. Annað vandamál er að finna leið til að mæta skyndilegum vatnavöxtum að vetrarlagi, svo slík flóð valdi ekki skemmdum á Óska að taka íbúð á leigu til 2ja ára. 3 til 4 herb. Ársfyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 94-7348 eða 20108, Reykjavík. HEIMDALLUR SAMTÖK UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK SKEMMTIKVOLD verður haldið í Miðbæ, Háaleitisbraut, (norðurenda) föstudaginn 22. marz kl. 20.30. Yes Ávarp Emerson Lake and Palmer Dans Fjöldasöngur Dans Ókeypis aðgangur Aldurstakmark HEIMDALLUR skemmtinefnd fædd1953 TILSÖLUÍ KAUPMANIIAHðFN BLAÐIÐ FÆST NÚ í LAUSA SOLU I BLAÐASÖLUNNI í FLUGAFGREIÐSLU SAS í SAS-BYGGINGUNNI í MIÐ BORGINNI I mannvirkjum. Voru leiddar líkur að því, að unnt ætti að vera að opna fyrir flóðgáttir nógu snemma til að slfkra flóða gætti ekki umfram náttúrulegar að- stæður. A fundinum kom fram nokkur óvissa um það, hversu stórt land hér væri um að ræða, og hver áhrifin yrðu. Landeigendur hafa flestir látið fyrsta áfanga virkjun- arinnar ómótmælt, en aftur á móti mótmælt og/eða gert fyrir- vara um skaðabætur vegna ann- ars áfanga. Þau sjónarmið komu fram hjá flestum heimamönnum, að ekki væri réttlætanlegt að fórna verulegu nytjalandi á Hér- aði vegna vatnsmiðlunarinnar. Það kom einnig fram, að Austfirð- ingar hefðu bundið miklar vonir við Lagarfossvirkjun með tilliti til orkuþarfar á svæðinu. Væri æskilegt að leita að rekstrarhæf- um grundvelli fyrir virkjunina og sætta sjónarmiðin. Á fundinum komu fram ábend- ingar um það, að á næstunni þyrfti að gera mælingar og kort- leggja þau svæði í nágrenni Lag- arins, sem hugsanlega færu undir vatn eða blotnuðu upp. Ennfrem- ur að gera rannsóknir á gróðri, jarðvegi og vatnsborðssveiflum við núverandi aðstæður og fram- kvæma úttekt á núverandi og mögulegum nytjum vatns og gróð- urs. Þá kom það fram, að endan- leg rekstrarhæð vatnsborðs yrði ákveðin f samráði við Náttúru- verndarráð og heimamenn, þegar þar að kæmi. Hins vegar gerði fundurinn engar formlegar sam- þykktir, þar sem með honum var einungis stefnt að kynningu mála. Samstarfsnefnd Náttúruvernd- arráðs og iðnaðarráðuneytisins um orkumál er ein af mörgum hliðstæðum samstarfsnefndum, sem settar hafa verið á laggirnar að frumkvæði Náttúruverndar- ráðs, til að ræða og gera tillögur um framkvæmd 29. gr. náttúru- verndarlaganna, en þar segir m.a.: „Virkjanir, verksmiðjur og önnur stórmannvirki skulu hönn- uð í samráði við Náttúruverndar- ráð. Sama gildir um vegalagningu til slíkra mannvirkja." Mun nefndin á næstunni ræða þetta mál i ljósi þeirra upplýsinga, sem fram komu á fundinum. Þagað um fluglB Stokkhólmi, 18. marz. NTB. UTANRl KISNEFND sænska þingsins var í dag skýrt frá sam- bandi leyniþjónustunnar IB við Finnland. Brýnt var fyrir nefndarmönnum að segja ekkert um málið og á þá lögð þagnar- skylda. Olof Palme forsætisráðherra sagði eftir fundinn, að vissir menn I tengslum við leyniþjónust- una hefðu verið um borð í einka- flugvélum, sem hefðu flogið yfir Finnland, en f þessum ferðum hefði ekkert ótilhlýðilegt átt sér stað. - ( ( ( Fangelsis- óeirðir Brescia.ítalfu 18. marz.AP. UM tvö hundruð fangar í fengelsi i Brescia á Norður-Italíu létu ófriðlega í dag, brutu og bröml- uðu í klefum sínum, báru eld að dýnum og höfðu í frammi hinn mesta hávaða. Tuttugu fangar klufruðu upp á fangelsisþakið og sögðust gera kröfur um bættan aðbúnað f fangelsinu. Lögreglan segir, að um 150 aðrir fangar, sem þarna sitja inni, hafi hvergi kom- ið nærri. Fjöldi lögreglumanna sló hring um fangelsið og eftir nokkurt þóf ákváðu fangarnir að hætta óspektum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.