Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 206. tbl. 61. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ild að manndrápi Ekki er vitað hvenær opinber réttarhöld hefjast i málinu. Þessi mynd er ekki úr heims- styrjöldinni siðari, hún var tekin f Belfast á N-lrlandi um helgina, þar sem miklar óeirð- ir urðu. Brezkur hermaður hieypir af táragasbyssu, en leifar af eldsprengju loga við fætur hans. Sfðustu 10 dagar hafa verið einhverjir þeir blóðugustu á N-trlandi, frá þvf að átökin þar hófust. Utanríkisráðherrar Araba- þjóðaiina undirbúa toppfundinn Aþenu, 21. október AP. YFIRSAKSOKNARINN f Aþenu, Konstantin Fafoutis, lagði f dag fram ákærur á hendur George Papadopouiosi, fyrrum einræðis- herra Grikklands, og öðrum, þeim, sem sæti áttu f herforingja- klfkunni, fyrir að hafa verið vald- ir að dauða 18 manna f uppreisn- inni f nóvember á si. ári. Ákærurnar eru byggðar á niðurstöðum opinberrar rannsóknar sem staðið hefur f einn mánuð og hafa um 300 manns borið vitni. Þá segir einnig f ákæruskjalinu, að lfklegt sé að 40 aðrir hafi látið lífið f bióðugum aðgerðum hermanna gegn upp- reisnarmönnum. Þá er látið að þvf liggja að nokkrir hafi verið grafn- ir, án þess að skýrt hafi verið frá dauða þeirra. I skýrslunni segir, að 1103 hafi særzt f átökunum auk 60 lögreglumanna. Tugir þúsunda hungurmorða í Bangladesh Nýju Delhi, 20. okt. Reuter. INDVERSKA blaðið Times skýrði frá þvf um helgína að milli sjötfu og áttatfu þúsund manns hefðu dáið úr hungri f héraðinu Rangpur f norðurhluta Bangla- desh á sfðustu mánuðum. Þá segir ennfremur að hungursneyðin f landinu sé svo uggvænleg að verði ekkert að gert megi búast við að fólk hrynji niður tug- þúsundum saman á næstu mánuðum. Rfkisstjórnin hafði reynt að koma á dreifingu matvæla til þeirra landshluta, sem verst hafa orðið úti, en það hefur algerlega farið út um þúfur, að sögn blaðsins. Rabat, Marokkó, 21. október. UTANRlKISRAÐHERRAR Ar- abaþjóðanna komu saman f Rab- at, höfuðborg Marokkó, f dag til Nogáles, Mexíkó, 21. október AP-Reuter. Ford Bandarfkjaforseti ræddi f dag við Luis Echeverria, forseta Mexfkó, f mexikanska bænum Nogales, um 90 km frá landamær- um Bandarfkjanna og Mexfkó. I að undirbúa toppfund Arabaleið- toga, sem hefst hér á laugardag og beðið er með mikilli eftirvænt- ingu vfða um heim. Ráðherrarnir I munu byrja á morgun að undir- Var þetta fyrsta heimsókn Fords út fyrir Bandarfkin frá þvf að hann tók við forsetaembætti. Viðræður forsetanna voru mjög vinsamlegar og lofaði Ford nýjum samskiptagrundvelli milli Banda- rfkjanna og S-Ameríkulandanna. Echeverria hvatti til aukinnar samvinnu Bandarfkjanna og Mexíkó. Samskipti landanna væru að vfsu alltaf að aukast, en Framhald á bls. 39 Peking, 21. október AP. PAUL Hartling, forsætisráðherra Danmerkur, átti f gær klukku- stundarfund með Mao Tse-tung, leiðtoga kfnverska kommúnista- flokksins á einhverjum stað fyrir utan Peking þar sem hinn aldni flokksleiðtogi mun dveljast um sex vikna skeið sér til heilsu- bótar. Hartiing, sem er f opin- berri heimsókn f Kfna, sagði við fréttamenn að Mao hefði verið ern, hress í bragði og vel heima f þeim málum, sem þeir ræddu. Hartling sagðist hafa verið beð- inn um að skýra ekki frá dvalar- stað Maos, en ferðin þangað og til baka tók forætisráðherrann 8 klukkustundir. Sem kunnugt er bárust fréttir um það frá Peking, að Mao hefði fengið alvarlegt hjartaáfall fyrir búa skipulag fundarins og raða niður þeim málum, sem þar verða rædd. Gert er ráð fyrir að höfuð- mál fundarins verði deilan f Mið- austurlöndum svo og tilraunir til að koma á sáttum milli Husseins Jórdanfukonungs og Yassers Ara- fats, leiðtoga Frelsishreyfingar Palestfnuaraba (PLO). Hagur Arafats hefur batnað mjög eftir samþykkt Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna um að leyfa fulltrúum Palestínuaraba að taka þátt í umræðum á þinginu um vandamál Palestfnuþjóðar- innar. Auk þess átti Arafat fund með Jean Sauvagnargues, utan- ríkisráðherra Frakklands, f Beirut I morgun. Hussein lýsti því yfir fyrir skömmu, að hann myndi taka þátt í fundinum, en varaði aðra Araba- leiðtoga við því, að hann mundi ekki taka frekari þátt í friðarum- leitunum, ef þeir viðurkenndu Arafat, sem leiðtoga þess svæðis í skömmu og að starfsævi hans væri lokið. Var einnig sagt að þetta hefði komið af stað heiftar- legri valdabaráttu í Peking milli Chou En-lais, forsætisráðherra og Chiang Ching, eiginkonu Maos. Talsmenn Pekingstjórnarinnar hafa síðan vísað þessum orðrómi á bug sem hreinum uppspuna. Hartling hefur einnig hitt að máli Chou En-Lai, sem nú liggur i sjúkrahúsi til meðferðar eftir annað alvarlegt hjartaáfall. Var Hartling fyrsti erlendi gesturinn, sem heimsótti Chou í tvær vikur. Danir og Kínverjar undirrituðu f gær samning um flutninga á sjó milli landanna og samþykktu einnig að setja á stofn dansk-kín- verska nefnd, til að auka viðskipti og efnahagssamvinnu landanna. Hartling og Teng Hsiao-ping aðstoðarforsætisráðherra undir- rituðu samningana. Jórdaníu, sem er á valdi Israela. Það eru deilur Husseins og Ara- fats um yfirráðarétt yfir þessu svæði undanfarin ár, sem hafa klofið Arabaþjóðirnar og komið í veg fyrir sameinaða afstöðu gegn tsraelum. Fréttaskýrendur telja þó að Framhald á bls. 39 Dr. Euwe svartsýnn á að Fischer verji titilinn Moskvu, 21. október Reuter. DR. MAX Euwe, forseti aiþjóðaskáksambandsins, sem nú er f Moskvu til að fylgjast með einvígi þeirra Karpovs og Korsnojs um réttinn til að skora á heimsmeistarann Bobby Fischer, sagði f samtal- inu f gær, að hann teldi ekki að Fischer myndi taka þátt f ein- vfginu um titilinn á næsta ári. Dr. Euwe bætti sfðan við: „En það verður að takast með f reikninginn, að það er álfka erfitt að spá um þetta, eins og að spá um hvort það rignir á morgun.“ Euwe sagði, að ef af einvíg- inu yrði, teldi hann Karpov hafa meiri möguleika gegn Fischer en Kortsnoj, en að Fischer væri þó sigurstrang- legri. „En ef við lítum þrjú ár fram f tímann myndi ég telja að Karpov gæti sigrað Fischer" Mörg lönd hafa boðist til að halda einvígið, m.a. Mexíkó, Italía, Austurríki, Svíþjó'ð og Kanada og auk þess sem óstað- festar heimildir segja að Iran hafði boðið 5 milljónir dollara f verðlaun. Þá hefur Mexíkó boðið 1 milljón dollara í verð- laun. Hér sjáum við mynd af nýjustu hjónaleysunum, þeim Richard Burton og Elizabetu prinsessu áf Júgóslavíu. Þau eru að ræða við fréttamenn á tröppum húss Burtons og prinsessan heldur höndunum yfir höfðinu til að koma í veg fyrir að rigning eyðileggi hár- greiðsluna. Hittast þeir Brezhnev og Ford í næsta mánuði? Mao ern og hress — segir Hartling Papadopoulos sakaður um að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.