Morgunblaðið - 22.10.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 22.10.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKT0BER 1974 Glæsilegur þó ekki kæmist hann langt á 5 Iftrum af bensfni. Ford Victoria. ISLENSKI bifreiða- og vél- hjólaklúbburinn (ÍBOV), sem stofnaður var í sumar gekkst á sunnudaginn fyrir viðamikilli sparaksturskeppni, þar sem þátttakendur voru frá mörgum bifreiðaumboðum iahdsins. Ek- ið var frá bensínstöð Essó á Ártúnshöfða og fengu keppend- ur 5 lítra brúsa, með bensíni, sem tengdir voru beint við bensíndælur bflanna og skyldi reynt hversu langt væri hægt að aka á þessu magni. Undir- búningur fyrir keppnina var mikill bæði frá hendi umboð- anna og ÍBOV. Sumir keppenda óku daginn fyrir keppnina áleiðis austur til að kanna hversu langt þeir kæmust. — Sigurvegari keppninnar varð Citroén 2CV6 („bragginn"), sem ók 130,6 km, sem samsvar- ar 3,82 lítra bensínnotkun á 100 km. Til að fylgjast með að keppendur héldu settar reglur var fulltrúi IBOV með í öllum bílunum. — Það var Þorvaldur Jóhannesson sölustjóri hjá Glóbus, sem ók bílnum er lengst komst. Hann sagðist hafa ekið aðallega á 45 — 50 km hraða í fjórða gír, nema f brekkunum þar sem hann varð að skipta niður. Hann sagðist ekki hafa ekið hraðar en 55 km/klst og fór fram úr einum bfl, sem einnig var þátttakandi í keppninni. Hannes Ólafsson hjá IBOV sagði að vel hefði gengið að koma keppendum af stað og bílarnir sem voru 56 talsins fóru allir af stað innan klukku- tíma frá því fyrsti fór af stað. Fyrsti bíllinn, sem yfirgaf Ártúnshöfðann var gamli Ford Victoria en hann komst stytzt keppenda á 5 lítra bensín- skammtinum eða 32,9 km. Hannes minntist á að sumir áhorfenda, sem voru margir hefðu farið óvarlega með síga- rettur er bflarnir voru að fara af stað en félagar bifreiða- klúbbsins voru vel búnir slökkvitækjum, ef til óhappa kæmi. Formaður IBOV er Víg- steinn Verharðsson og var hann yfir skipulagningunni. Bílunum var skipt í sex flokka eftir rúmtaksstærð vélar og fara hér á eftir þrír fremstu í hverjum flokki. Bensfnið sett á Victoriuna Keppendur komu saman f Laugardalnum á sunnudagsmorgun og merktu bíla sína rækilega Bragginn sigursæli að lokinni keppni Keppnin um það bil að hefjast. 1. fl. upp f 1000 rúmsm vélar: Bensfneyðsla 1. Citroén 2CV6 2. Citroen Ami 8 3. Austin Mini 1000 ók 130,6 km ók 127,1 km ók H6,2 km 3,8 1/100 km 3,91/100 km 4,3 1/100 km 2. fl. 1001 — 1300 rúmsm.: 1. Simca 1100 GLS 2. Skoda 110 L 3. Simca 1100 Special ók 109,9 km ók 107,9 km ók 105,0 km 4,51/100 km 4,6 1/100 km 4,8 1/100 km 3. fl. 1301 — 1600 rúmsm.: 1. Saab 96 2. Cortina 1600 L 3. Fiat 125 ók 94,3 km ók 93,7 km ók 94,3 km 5.2 1/100 km 5.3 1/100 km 5,31/100 km 4. fl. 1601 — 1900 rúmsm.: 1. Audi 100 LS 2. Hillman Ilunter 3. Lancia Beta 1800 ók 98,3 km ók 89,8 km ók 79,3 km 5,01/100 km 5,9 1/100 km 6,31/100 km 5. f1. 1901 — 2200 rúmsm.: 1. Saab 99 2. Citroén DS 3. Toyota MK LL ók 75,4 km ók 73,8 km ók 73,5 km 6,61/100 km 6,8 1/100 km 6,81/100 km 6. fl. 2201 rúmsm og stærri: 1. Dodge Dart 2. Bronco 6 strokka 3. Mustang Ghia (6 strokka) ók 60,8 km ók 60,7 km ók 59,9 km 8,2 1/100 km 8,2 1/100 km 8,4 1/100 km 130 kílómetra á 5 lítrum af bensíni! Viðtal við Markús Möller, formann Vöku: „Lfðræði hinna fáu” f KVÖLD fara fram kosningar f Háskóla tslands. Kosið er um, hverjir skuli skipa hátfðarnefnd fullveldisdagsins 1. des. t kjöri eru tveir listar, A-listi Vöku og B-listi Verðandi. Morgunblaðið sneri sér til formanns Vöku, Markúsar Möllers stærðfræði- nema, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar f tilefni kosninganna. Fyrst var Markús spurður, hvers vegna Vaka vildi helga 1. des. umræðum um tjáningarfrelsi og skoðanamyndun. Markús sagði, að þau mál hefðu verið í brennidepli í sumar. Hann nefndi tvö dæmi um það, annars vegar hegðun útvarpsráðs. Frægasta dæmið væri barnatímastefna for- mannsins, þar sem annars vegar er ekki ástæða talin til þess að amast við hömlulausum vinstri- áróðri, en svo rokið upp til handa og fóta um leið og einhver missir út úrsérógætilegtorð um heiðin dóminn í svörtustu Afríku. Hins vegar mætti nefna atburðina, sem urðu vegna undirskriftasöfnunar Varinslands. Þar skiptust skoðan- ir manna algerlega í tvö horn: Sumir lögðu á það áherzlu, að menn verði að geta sett fram póli- tískar skoðanir sínar og reynt að afla þeim fylgis án þess að fá yfir sig níðskrif og róg og vera nánast stimplaðir glæpamenn og föður- landssvikarar. Aðrir telja, að málaferlin, sem í kjölfarið fylgdu, sýni, að íslenzk löggjöf tryggi ekki rétt manna til að setja fram skoðun sína óhikað og hindrunar- laust. Enn má drepa á, sagði Markús, að innan Háskólans hafa staðið deilur um Stúdentablaðið. Hann sagði að í rekstri þess blaðs kæmi f ljós á eftirtektarverðan hátt, hver munur gæti verið á opnum fjölmiðli og óhlutdrægum fjölmiðli. Stúdentablaðið er opið öllum stúdentum, en ráðamenn þess hafa í hendi sér uppsetningu efnis og er því ekki annað að sjá en með því sé hægt að stjórna algerlega hvaða efni kemst í raun til skila í þessum eina fjölmiðli Háskólastúdenta. Tjáingarfrelsi og skoðanamyndun var okkur því nærtækt efni, þegar við hófum að huga að I. des.-framboði. — Nú bjóða vinstrimenn fram „ísland-þjóðsöguna og veruleik- ann". Hvað eiga þeir við með því? Markús svaraði þessari spurningu þannig: „Ég held, að þetta efnis- val sé rökrétt afleiðing af þróun vinstriaflanna í Háskólanum. Þeir telja greinilega nauðsynlegt að endurskoða Islandssöguna f marxísku Ijósi og vafalaust þætti þeim gott að geta sameinað þessi tvö eða þrjú klofninsbrot sín um túlkun hennar. Það er hins vegar augljóst, að síðustu frjálslyndu stúdentarnir hafa nú hrökklazt úr Verðandi." Síðan var Markús spurður álits á fyrirkomulagi kosninganna. Hann sagði, að hann væri alveg mótfallinn því að kjósa á lokuðum fundi. Róttækar vinstrihreyfing- ar hafi undanfarið klifað á því, sem þær kalla „virkt lýðræði", lýðræði hinna fáu, sem útleggst á þann veg, að þeir, sem ekki eru tilbúnir til þess að vaða eld og brennistein til þess að fylgja eftir skoðunum sínum, hafi ekkert við atkvæðisrétt sinn að gera. Markús taldi og, að stúdentar hlytu að gera sér ljóst, að við þessu yrði að sporna. Hann varpaði fram þeirri spurningu, hvort vinstrimenn héldu svo fast við þetta kosninga- fyrirkomulag eingöngu vegna þess, að þeir telji sig hafa hag af því. Vafalaust sé þetta grund- vallarsannfæring sumra þeirra. Hitt sé ljóst, að þau óánægjuöfl, sem öfgahreyfingar til vinstri styðjist við, séu reiðubúin til þess að leggja meira á sig í pólitísku skyni en aðrir þeir, sem hafi hæfi- leika til þess að laga sig að sam- félaginu, eins og það er hverju sinni. — En Vaka tekur þrátt fyrir þetta kosningafyrirkomulag þátt í þessum kosningum? Markús sagði: „Auðvitað kom til greina að taka ekki þátt í kosningunum með þessu fyrirkomulagi. Við ákváð- um þó að berjast til þrautar og treysta á að stúdentar svari þess- um bolabrögðum með því að styðja okkur til sigurs. — Áttu von á því, að svipuðum aðferðum verði beitt á öðrum sviðum í háskólapólitíkinni? Markús svaraði þessu þannig: „Slíkt er ekki óhugsandi. I Noregi hafa marxistar takmarkað kosningarrétt við „virkni í póli- tísku starfi", eins og þeir kalla það. Að lokum var Markús spurður, hvort Vaka sigri í þessum kosningum. Hann svaraði því þannig: „Ég er bjartsýnn og treysti því, að stúdentar geri sér ljóst hvað um er að tefla í þessum kosningum. Ég vil aðeins skora á alla stúdenta að mæta á fundinn í Súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 20 og fyrirhugað er, að atkvæðagreiðslan hefjist kl. 21.30 og fyrir þann tíma verða allir að vera mættir, sem neyta vilja at- kvæðisréttar síns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.