Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER 1974 15 Tónleikar Á öðrum tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands voru fjög- ur verk, Adagio fyrir strengja- sveit eftir Barber, 5. píanókon- sert Beeethovens, Sjávarmynd- ir Brittens og Harmforleikur Brahms. Stjórnandi var Samuel| Jones frá Bandaríkjunum, en einleikari Michael Roll frá Eng- landi. Þetta voru mjög ánægju- legir tónleikar, bæði sakir fjöl- breytni verkefnavalsins ogl vegna vandaðrar meðferðar þess. Tðnilst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON Adagio Barbers er e.t.v. ekki tæknilega erfitt, en góð strengjasveit undir góðri stjórn getur gert það viðburðaríkt í tjáningu og göfgað einfaldleika þess. Natni stjórnandans við mótun hverrar hendingar gaf verkinu sterkan svip — og ein- kenndi stjórn hans konsertinn á enda. I 5. píanókensert Beethovens héldust þeir vel í hendur ein- leikarinn og stjórnandinn, voru stórir í smðum án þess að skilja smáatriði útundan. Brúin frá gegnfærslu til ítrekunar fyrsta kaflans, sem svo oft er farið með sem vændræðalegt tilhlaup, var t.d. hér mjög markvisst byggð. Einleikarinn var óskeikull mjög, og áberandi hvað hann var kröftugur án þess að vera hörkulegur. Britten er af flestum talinn merkasta óperutónskáld vorra tíma. Sjávarmyndirnar fjórar eru líka úr þeirri smiðju, „sjávarmillispil" úr óperunni Peter Grimes. Þótt þær séu vin- sælar I konsertflutningi og úr samhengi, þá er því ekki að neita, að þær segja kunningjum óperunnar mun meiri sögu. Það er annars merkilegt í okkar út- gerðarlandi, að þessi mæta ópera skuli aldrei hafa verið tekin til flutnings hér. Tónleikunum lauk með „tragíska" forleik Brahms. Flutningurinp bar vitanlega sömu einkenni vandvirkni og birtist í hinum verkunum, en ef maður ’hengir sig í hugtakið „tragískur" — en það heiti gaf Brahms forleiknum sjálfur — þá var leikurinn heldur of létt- fættur, sérstaklega i byrjun. Vera má, að stjórnandinn hafi samt rétt fyrir sér að taka Brahms svo klassíkum tökum frekar en rómantískum, og láta hann tjá „hið tragíska" í anda Beaumarchais (og þá Mozarts) fremur en Goethes. Þetta voru fyrstu tónleikar Sinfóniuhljómsveitarinnar, sem ég hef heyrt á þessu ný- byrjaða starfsári. Það er auð- heyrt, að hún er nú vel skipuð mönnum, og engin óeðlileg bjartsýni að búast við góðu af henni í vetur. Ég leyfi mér að benda á að það væri viðkunna- legt, ef nöfn hljómsveitar- manna væru birt í efnisskrám, sem seldar eru á tónleikunum, væru þar ,,föst síða“ t.d. í stað- inn fyrir kortið af sætaskipan hússins. Píanótónleikar Philip Jenkins er góður píanó- leikari, ræður yfir mikilli tækni og er „músikalskur“. En, eitt- hvað vantar í leik hans. Ekki er Tónlist eftir JÓN ÁSGEIRSSON það tæknileg meðferð verk- anna, því að allt var skýrlega sett fram og auðheyrt, að Jenk- ins „getur miklu meira" en fram kom á þessum tónleikum. Ekki verður hann heldur sakað- ur um „ómúsíkalska" túlkun hún bar þvert á móti vott um vönduð vinnubrögð og til- finningalega ögun. Það er ein- mitt þessi tilfinningalega ögun og jafnvægi í túlkun, sem er eins og hömlur á eðlilegri útrás. I Chaconne eftir Bach vantaði allar andstæður milli tilbrigð- anna, og var öll túlkun með rómantískum blæ. Sterk og „klassísk" túlkun hæfir betur þessum tónbálki, jafnvel þó Busoni hafi verið búinn að fara höndum um hann. Sónata f F- dúr, K-332, eftir Mozart var vel leikin frá tæknilegu sjónar- miði, en alveg eins og tónlistin væri ekkert meira en skemmti- legur leikur, og í Sonata alla Toccata eftir W. Alwyn, sem er eins konar „mér kemur það ekki við“ tónverk, var sama uppi á teningnum. Þannig mætti halda áfram með seinni hluta tónleikanna. Jenkins er góður píanóleikari, en í með- ferð hans er tónlistin ekki mögnuð þeirri spennu, því lit- flæði og þeim tilfinningalegu andstæðum, sem með óskýran- legum hætti dvergmálar f undirdjúpum mannssálarinnar. Sýning á verkum Alvars Aalto í Norræna húsinu Fyrstu viku febrúarmán- aðar n.k. verður haldin í Norræna húsinu í Reykja- vík sýning á verkum hins heimsfræga arkitekts Alvars Aalto. Aalto er sem kunnugt er einn fræg- asti arkitekt og hönnuður heimsins og meðal frægra bygginga, sem hann hefur teiknað er Finnlandiahús- ið í Helsinki, en hér á ís- landi þekkjum við bezt Norræna húsið, sem hann teiknaði á sínum tíma. Finnlandia-húsið í Helsinki er mjög líkt Norræna hús- inu að flestu leyti, bara margfaltstærra. Þóra Kristjánsdóttir, sem sér um að skipuleggja sýninguna f Norræna húsinu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að sýn- ingin á verkum Aalto hefði staðið til lengi. Verk hans hafa verið sýnd og kynnt víða um heim, eins og t.d. nýverið i Sviss, Frakklandi og Svíþjóð. I Svíþjóð var komið upp farandsýningu og það er sú sýning, sem komið verður fyrir f sölum Norræna hússins. Á sýn- ingunni verða módel, teikningar af frægum húsum, myndir sem hann hefur málað og ennfremur krystall, sem Aalto hefur hannað. Þá verður sýnd kvikmynd um hann og önnur um finnskan arki- tektúr. Sagði Þóra að til stæði að arki- tektinn kæmi sjálfur til íslands, en það yrði ekki ljóst fyrr en rétt í þann mund sem sýningin yrði opnuð. Hins vegar myndi teikni- stofa hans í Helsinki aðstoða við undirbúning sýningarinnar og verið gæti að kona Aaltos kæmi, en hún er sjálf arkitekt. Búizt til skfðaferðar, Fannborg f baksýn Kerlingarfjalla- mót á f östudaginn Skíðaskólinn í Kerlingar- fjöllum heldur hinn árlega haustfagnað sinn föstudag- inn 25. október n.k. í þetta sinn verður hátíðin haldin í Súlnasal Hótel Sögu, og ef að líkum lætur verður mik- ið fjör og margir, sem vilja nota tækifærið til þess að hitta vini og kunningja frá skíðanámskeiðum sumars- ins. Á síðustu hausthátíð var fjöldi fólks svo mikill, að Hótel Borg reyndist alltof lítil. Á hausthátíðinni verður sýnd kvikmynd, tekin í „Fjöllunum“ í sumar. En Kerlingarfjallastemmning- in nær svo að sjálfsögðu hámarki í söngnum og dansinum, sem verður lát- inn duna fram til kl. 02. Síðar, að líkindum 10. nóvember, verða skemmt- anir fyrir yngri flokkana. IBM keppi- kefli Araba? New York, 18. október. AP. IBM-fyrirtækið bar til baka I dag fréttir um að Arabar reyni að taka yfir fyrirtækið. Hlutabréf í fyrirtækinu stór- hækkuðu I verði í kauphöllinni í London í morgun vegna fréttar- innar, sem var fyrst höfð eftir egypzku fréttastofunni, en lækkuðu aftur þegar IMB gaf út svohljóðandi fréttatilkynningu: „Við höfum enga vitneskju um nokkurs konar samningaviðræður um sölu á IBM-hlutabréfum til nokkurrar fyrirtækjasamsteypu Araba." Egypzka fréttastofan, sem er hálfopinber, tiltók ekki hvaða aðilar tækju þátt f samningavið- ræðum við IBM og heldur ekki hvaða aðilar stæðuað fyrirtækja- samsteypunni. Ný skólanöfn Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt tillögu fræðsluráðs Reykjavíkur um nöfn á nýjum skólum i borginni: t Hólahverfi í Breiðholti III verði Hólabrekkuskóli, sem stendur við samnefnda götu og var á vinnuteikningum nefndur Hólaskóli. I austurhluta Breiðholts II verði Seljaskóli og í vesturhluta sama hverfis verði Ölduselsskóli við samnefnda götu, En á þessum slóðum enda göturnar á sel og skógar. Ac ELEKTRONISKAR REIKNIVÉLAR áa strimli, geymsluverki, minni ecía reikna, Njöd]aUs minnum, sjálfviní, ^ < ’Sc C; 'O >o S “ m Ep (D 'É (D 0) í? fi .t 0 C. Jk u- J ■Q) 0 > . cJ .Y -d) 0) > C- C □ 'tt) _ (D m-Y y (d Hafid jicr a n«ta Kynnidí oss verkefnic5 - vér rádfleggjum rðttu RICOMAC elektronisku reiknivSlina. Œ8 © Ö .4 SKRIFSTOFUVELAR H.F. \ + “x Hverfisgötu 33 Sími 20560 b/ ipienjpiA ] uuauuuepuaBpjA epeq.uuaujj§s pauj 'yH ■^gqeipgfm ‘ueqsneuq ‘je|q||epja_jJ!jA.j nja je|aA|u>||aj "X © %% J - o ði 3 l ■ (D < (D frd 9*3 (D = 0) ct O lí CD D ct = œ 3 œ 1 o m* < ö H <‘.3 m'ct ?3' < II Þ □ a a tn <■ 5' 0) CD^ *□ n □ U)i> r.<y Jö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.