Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER 1974 Arsenal situr á botninum En Liverpool og Manch. Gty í forustu Liverpool og Manchester City hafa nú forustu f ensku 1. deildar keppninni f knattspyrnu. Bæði liðin hafa hlotið 19 stig, en markahlutfall Liverpool- liðsins er betra og það því í fyrsta sæti. Bæði þessi lið lentu f kröppum dansi f leikjum sfnum á laugar- daginn, en mörðu sigur 1—0; City vann Luton Town á heimavelli, en Liverpool sigraði Queens Park Rangers á útivelli. Eftir leikina á laugar- daginn situr svo hið forn- fræga félag Arsenal eitt og yfirgefið á botninum, og lftur nú verulega illa út hjá félaginu, sem á að baki lengri feril f 1. deildar keppninni en nokkurt annað enskt knattspyrnu- félag. Hefur Arsenal stöð- ugt átt sæti f 1. deild sfðan 1919. Leikirnir á laugardaginn þóttu margir hverjir hinir skemmtileg- ustu og buðu upp á mikla spennu og mörg mörk, enginn þó eins og leikur Middlesbrough og Coventry, en í þeim leik voru skoruð samtals 8 mörk. Slíkt er harla óvenjulegt i ensku knatt- spyrnunní um þessar mundir, þar sem megináherzlan er lögð á varnarleik og flest liðanna leika leikaðferðina 4-3-3, eða 4-4-2. Svo vikið sé að einstökum leikj- um, þá þótti leikur Birmingham og Newcastle einna beztur af leikjum laugardagsins. Birming- hamliðið lék þennan leik af- bragðsvel — sýndi á löngum köfl- um knattspyrnu eins og bezt verður á kosið. Fyrsta mark leiks- ins skoraði Ken Burns þegar á 7. mínútu, og á 38. mínútu bætti Archie Styles öðru marki við, eftir mikil varnarmistök hjá New- castlemönnum. Stóð þannig í hálf- leik, og þrátt fyrir góða tilburði Newcastle manna gekk hvorki né rak hjá þeim í seinni hálfleik, og á 80. mínútu tókst Bob Hatton að innsigla sigur liðs síns með glæsi- legu skoti af 20 metra færi. Áhorfendur að leik þessum voru 33.339. Queens Park Rangers — Liverpool 0—1 Mjög mikill hraði var í þessum leik og séð frá upphafi að bæði liðin ætluðu sér ekkert minna en sigur. Kom það nokkuð á óvart, hvað Q.P.R.-liðið lék opið í þessum leik, þar sem búizt hafði verið við því fyrirfram að það mundi reyna að leika upp á markalaust jafntefli gegn bikar- meisturunum. Skall oft hurð nærri hælum við mörk liðanna, einkum þó hjá Liverpool, og var það fyrst og fremst frábær mark- varzla Ray Clemence sem kom í veg fyrir að Lundúnaliðið skoraði. Það var Brian Hall sem skoraði eina mark leiksins, og gerði hann það á 7. mínútu, eftir að þeir Steve Boersma og Kevin Keegan höfðu leikið vörn Q.P.R. grátt. Áhorfendur að þessum leik voru 27.394. Manchester City — Luton Town 1—0 Gffurleg barátta var í þessum leik. Luton-leikmennirnir lögðu ailt kapp á að halda knettinum og verjast, og tókst þeim það fram á 67. mfnútu, er Mike Summerbee skoraði með fallegu skoti fyrir Manchester-liðið. Eftir mark þetta losnáði nokkuð um leikinn og bæði liðin áttu allgóð tækifæri. 30.649 áhorfendur voru að leikn- um. West Ham United — Ipswich 1—0 Vegur West Ham United fer nú stöðugt vaxandi, og á laugar daginn lagði liðið Ipswich Town að velli, en Ipswich hefur lengi haft forystu í L deildar keppn- inni. Voru eigi færri en 33.543' áhorfendur að leiknum, flestir á bandi West Ham og létu þeir óspart til sín heyra. Hafa ekki verið svo margir áhorfendur á Upton Park, leikvelli West Ham, um langt árabil. Eina markið sem kom í þessum leik gerði Billy Jennings á 33. mfnútu, og var það algjörlega hans eigið verk. Jennings náði knettinum úti á miðjum velli, lék sig í gegnum vörn Ipswich og skoraði af stuttu færi með vinstri fótar skoti. Leeds — Wolves 2—0 Ensku meistararnir Leeds United áttu ekki í vandræðum með Úlfana í þessum leik, og hefðu eftir atvikum átt að vinna stærri sigur. Má vera að það hafi haft örvandi áhrif á liðið, að fyrr- verandi framkvæmdastjóri þess, Don Revie, var meðal áhorfenda. Á 40. mínútu náði Leeds forustu í leiknum, er Joe Jordan átti hár- nákvæma sendingu á Alan Clarke sem skoraði, og á 81. mfnútu bætti Mc Kenzie öðru marki við með mjög fallegu skoti af 30 metra færi. Áhorfendur voru 32.224. Leicester — Sheffield United 3—0 Þarna áttu flestir von á fremur jöfnum leik, en Leicester-liðið var í miklum ham og sótti nær stanz- laust allan leikinn. Frank Worthington skdtaði fyrsta mark- ið á 8. mínútu, þegar Keith Weller hafði brotizt í gegnum vörn United-liðsins og lagt fyrir hann knöttinn. Worthington var svo aftur á ferðinni á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og breytti stöð- unni í 2:0, og hann átti einnig góðan þátt í þriðja marki Leicest- er, sem Len Glover skoraði á 61. mínútu. Áhorfendur voru 18.443. Everton — Chelsea 1—1 Þarna var einnig um mjög tví- sýnan og skemmtilegan leik að ræða. Chelsea náði forystu á 6. mínútu er Charlie Cooke skoraði. Krækti hann í knöttinn, þegar Chris Garner hafði skallað í stöng og út. Eftir markið náði Everton hins vegar betri tökum á leiknum, en tókst ekki að jafna fyrr en langt var liðið á seinni hálfleik- inn. Þá var dæmd vítaspyrna á Chelsea sem Gary Jones skoraði örugglega úr. Carlisle — Derby 3—0 Allir eru á einu máli um að þarna hafi Carlisle sýnt sinn lang- bezta leik síðan liðið komst í 1. deild. Leikmenn liðsins börðust nú af miklum krafti og ákveðni, en þetta tvennt hefur þótt helzt á skorta hjá liðinu í vetur. Varð leikurinn um tíma mjög grófur og lá við áflogum leikmanna. Middlesbrough — Coventry 4—4 Það er fátítt að átta mörk séu skoruð í leik í 1. deildar keppn- inni ensku, og þykir það einkum mikil tíðindi, að leikmönnum Cov- entry, sem hingað til hefur ekki gengið alltof vel að skora, skyldi takast að gera fjögur mörk gegn hinni sterku vörn Middlesbrough. Annars var þessi leikur fyrst og fremst sigur fyrir Graham Souness i Middlesbrough-liðinu, sem átti þarna sannkallaðan stjörnuleik, skoraði tvö mörk sjálfur og lagði auk þess tvö mörk upp. 2. deild Manchester United vann einn sigurinn enn á laugardaginn og hefur nú örugga forustu í 2. deild- ar keppninni. Er nú aðeins spurn- ingin hvort leikmenn liðsins halda út það sem eftir er — flestir virðast sammála um að lið United sé það bezta sem nú leikur í 2. deildinni, ásamt liðum Aston Villa og Sunderland, en þau lið gerðu jafntefli 0—0 á laugar- daginn í leik, þar sem öll áherzla var lögð á vörnina. Æfingar J.R. Þar sem nokkrar villur voru í frásögn blaðsins af vetrarstarfi Júdófélags Reykjavíkur, skal það tekið fram, að æfingatímum verð- ur þannig háttað, að á mánudög- um verða æfingar fyrir konur og „old boys“, á þriðjudögum æfing- ar fyrir drengi 10—14 ára, fyrir framhaldsflokk og fyrir byrjend- ur, á miðvikudögum fyrir konur og „old boys“, á fimmtudögum fyrir drengi 10—14 ára, á föstu- dögum fyrir byrjendur 15 ára og eldri og á laugardögum verða svo samæfingar fyrir alla flokka. Á fimmtudögum verður svo þjálfaranámskeið og sameiginleg æfing allra félaga innan Júdósam- bands íslands í húsakynnum félagsins í Brautarholti 18. West Ham United færist stöðugt ofar á töflunni, og kann svo að fara að liðið blandi sér f toppbaráttuna f 1. deildar keppninni. Myndin er úr leik West Ham og Manchester City. Það var Bobby Gould sem átti markskot sem Keith Mac Rae, markvörður City, gómar, en Tommy Booth hefur einnig verið til varnar. 1. DEILD Liverpool 13 5 0 1 14:4 412 7:4 19 Manchester City 14 7 10 14:3 123 5:12 19 Ipswich Town 14 5 10 11:1 305 7:8 17 Everton 14 3 5 0 10:7 141 9:9 17 Stoke City 13 4 3 0 13:5 2 13 7:10 16 Middlesbrough 13 2 2 1 11:9 412 8:5 16 Derby County 14 3 2 0 13:6 1 4 3 8:13 16 Newcastle United 13 4 3 0 11:6 1 2 3 8:13 15 Burnley 14 4 0 3 13:11 3 1 3 10:12 15 West Ham Uníted 14 4 12 17:9 1 3 3 8:13 14 Wolverhampton Wanderes 14 2 3 1 10:7 233 5:8 14 Birmingham City 14 4 1 3 15:13 213 5:7 14 Sheffield United 14 4 2 1 11:7 1 2 4 8:17 14 Carlisle United 14 3 13 5:4 223 7:8 13 Coventry City 13 1 4 1 8:9 2 2 3 10:14 12 Leeds United 14 4 1 1 11:3 0 2 5 5:12 11 Leicester City 12 2 3 2 8:5 113 8:13 10 Tottenham Hotspur 13 3 14 11:10 1 0 4 5:10 9 Queens Park Rangers 13 1 2 4 5:8 1 3 2 6:8 9 Chelsea 13 12 3 4:9 2 3 2 9:11 9 Luton Town 14 12 3 7:12 043 5:9 8 Arsenal 13 -12 2 8:6 116 4:13 7 2. DEILD Manchester United 14 5 1 0 14:3 5 2 1 10:4 23 Sunderland 13 4 3 0 13:2 321 9:4 19 Norwich City 13 6 10 13:2 14 1 5:7 19 Aston Villa 13 5 10 17:2 142 4:6 17 York City 14 3 3 1 11:5 2 2 3 9:11 15 West Bromwich Albion 12 3 2 2 9:5 221 5:2 14 HullCity 14 2 4 0 6:3 2 2 4 10:21 14 Fulham 13 3 2 2 13:5 132 2:4 13 Notts County 14 3 4 0 11:6 034 4:10 13 Notthingham Forest 14 2 2 3 10:9 3 1 3 7:12 13 Blackpool 13 3 2 1 9:4 124 5:9 12 Bristol City 11 2 3 0 5:2 132 3:5 12 Oldham Athletic 12 5 0 2 10:6 023 3:7 12 Bristol Rovers 12 4 2 1 9:4 023 2:11 12 Oxford United 12 3 0 2 6:7 1 3 3 5:12 11 Bolton Wanderes 11 4 1 1 9:3 014 2:9 10 Southampton 13 2 4 1 11:9 1 0 5 7:13 10 Millwall 14 4 1 2 11:5 0 1 6 2:15 10 Portsmouth 14 1 4 1 6:6 1 2 5 6:15 10 Sheffield Wednesday 14 13 3 7:10 1 2 4 4:9 9 Cardiff City 13 114 5:9 1 1 5 5:15 6 KNATTSPYRNUURSLIT ENGLAND 1. DEILD: Birmingham — Newcastle 3:0 Carlistle — Derby 3:0 Everton — Chelsea 1:1 Leeds — Wolves 2:0 Leicester — Sheffield Utd. 3:0 Manchester City — Luton 1:0 Middlesbrough — Coventry 4:4 Queens Park — Liverpool 0:1 Stoke — Burnley 2:0 Tottenham — Arsenal 2:0 West Ham — Ipswich 1:0 ENGLAND 2. DEILD: Blackpool — Manchester Utd. 0:3 Bolton — Cardiff 2:1 Bristol R — Millwal! 2:0 Fulham — Bristol C. 1:1 Norwich—Portsmouth 2:0 NottsCounty — Oxford 4:1 Oldham—York 2:3 Sheffield Wed. — Hull 2:1 Southampton — Orient 4:2 Sunderland — AstonVilla 0:0 W.B.A. — Notthingham 0:1 ENGLAND 3. DEILD: Aldershot — Bury 1:1 Blackburn — Port Vale 2:2 Urslit getrauna Birmingham - Newcastle Carlisle - Derby Everton - Chelsea Leeds - Wolves Leicester - Sheífield Utd. Manch. City - Luton Middlesbro - Coventry O.P.R. - Liverpool Stoke - Burnley Tottenham - Arsenal West Ham - Ipswich . . Sunderland . Aston Villa Brighton — Preston 0:4 Charlton — Chesterfield 3:2 Crystal Palace — Walsall 1:0 Grimsby — Gillingham 2:1 Hereford — Halifax 0:0 Plymouth — Peterborough 2:0 Swindon — Wrexham 2:1 Tranmere — Huddersfield 1:2 Watford — Bournemouth 1:0 SKOTLAND 1. DEILD: Arbroath — Partick Thistle 2:0 Ayr Utd. — Dundee Utd. 1:1 Celtic — Hibernian 5:0 Dumbarton — Aberdeen 2:3 Dundee — Monrton 3:0 Hearts—Airdrieonians 2:1 Motherwell — Kilmarnock 2:0 Rangers — Clyde 3:1 St.Johnstone — Dunfermline 2:1 SKOTLAND 2. DEILD: Álbion — Forfar 5:3 Cowdenbeath — Hamilton 1:1 East Fife — Falkirk 1:0 East Stirling — Alloa 4:0 Meadowbank — St. Mirren 2:4 Montrose — Stanraer 1:2 Queen of the South — Brechin 3:0 Queens Park — Clydebank 1:0 Stirling — Raith Rovers 2:1 Stenhosemuir — Berwick 2:0 V-ÞÝZKALAND 1. DEILD: Bayern Múnchen — Eintracht Frankfurt 2:1 FC Köln — Schalke 04 4:2 Hamliurgcr SV — Wuppertaler SV 4:1 VFB Stuttgart — Einsiracht Braunswich 0:0 VFL Bochum — FC Kaiserslautern 4:0 Hertha BSC Berlín — Werder Bremen 2:0 Fortuna Dusseldorf — Tennis Borussia 3:2 Rot-Weiss Essen — MSVDuisburg 3:0 Kickers Offenbach — Borussia Mönchengladbach 4:3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.