Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER 1974 Um gullkrýnda silfurþorsk- inn og fleira 1 SAMBANDI við keppnina sem nú fer fram á vegum Ut- flutningamiðstöð iðnaðarins og Félags íslenzkra iðnrekenda um allsherjar gæðamerki fyrir íslenzkar iðnaðarvörur er ekki úr vegi að rifja upp fáein atriði um notkun merkja hér á landi og lfta aðeins á þá miklu fróð- leikshlöðu, sem er bækur og skjöl vörumerkjaskrárritarans hérí Reykjavík. 1 grein um Fána Islands og skjaldarmerki, sem Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri rit- aði í sumarhefti Andvara árið 1964 segir m.a.: „Frá aldaöðli virðast ýmis tákn eða merki til aðgreiningar hafa verið notuð af ættflokk- um, fjölskyldum, ættahöfðingj- um og þjóðum. Grísk og róm- versk skáld lýsa merkjum, er höfðingjar mörkuðu á skildi sfna, og á fornum kerum finnast mótaðir skildir með merkjum." Þeir sem kunna enn sína Is- landssögu muna kannski eftir því að Hákon gamli lét gera og gaf Gissuri Þorvaldssyni merki eitt, þá er hann var gerður að jarli yfir landinu, þótt engin lýsing á því sé til. Það er engu að síður staðreynd, að flattur þorskur er langelzta íslenzka merkið, sem varðveitzt hefur. I fyrrnefndri grein segir Birgir Thorlacius: „Eigi er vitað hvernig eða hvenær þorskurinn, stundum óflattur og stundum flattur, varð merki Islands og komst í danska rikisskjaldarmerkið. En mynd af flöttum þorski finnst á spássíu i íslenzkri skinnbók frá því um 1360.“ Þessi mynd er í svonefndri Stokkhólmsbók — og úr þvf að verið er að ræða um blessaðan þorskinn er ekki úr vegi að athuga, hvenær hann hverfur sem merki íslands og hvað um hann varð. 1 títtnefndri grein fáum við þá vitneskju, að silfraður fálki á bláum skildi hafi leyst saltfiskinn af hólmi árið 1903 — „hinn gullkrýnda silfurþorsk á rauðum skildi, sem verið hafði innsigli lands- ins sennilega frá 1550, en þó lfklega miklu lengur------“. Þótt undarlegt megi virðast átti „gullkrýndi silfurþorskur- inn“ ærið mikið ferðalag fyrir höndum, hvor|ci meira eða minna en tii Grikklands og það í skjaldarmerki sjálfs Grikkja- konungs .. .„kominn þangað með Vilhjálmi prinsi, næstelzta syni Kristjáns IX Danakon- ungs ....“ Innréttingar Skúla fógeta eru fyrstu iðnfyrirtæki, sem eitt- hvað kveður að hér á landi og þær áttu sér merki, sem senni- lega má telja elzta merki íslenzks fyrirtækis. „Skúli Magnússon fógeti, fékk Eggert Ólafsson til þess að teikna fána fyrir Innréttingarnar og dugg- ur þeirra tvær, „Friðriksósk" og „Friðriksgæfu" á árunum 1752—1764. Var þetta flagg með flöttum þorski f, ásamt stöfunum PII — „Privilegerede Islandske Inter- essenter" ...“, segir Birgir f grein sinni. Fyrstu lögin um vöruverki og skrásetningu þeirra eru frá ár- inu 1905, og frá því ári er að finna í skrásetningarbók vöru- merkjaskrárritarans, sem nú er Jóhannes Guðfinnsson fulltrúi í iðnaðarráðuneytinu; upplýs- ingarnar, sem hér fara á eftir lét hann góðf úslega f té. Fyrsta merkið sem skrásett var f þessa góðu bók er frá 28. april 1905, en umsóknin um merkið var frá 28. apríl klukk- an 5.15 síðdegis. Umsækjandi var E.F. Dan, þakpappagerðar- maður frá Nagskov í Dan- mörku. Það kann að koma ein- hverjum spánskt fyrir sjónir að sjá umsóknartímann þannig til- greindan upp á mfnútu, en slfkt var og hefur ætíð verið til siðs — enda aldrei að vita nema tvær eða fleiri keimlfkar umsóknir berist sama daginn. Hverju einasta vörumerki er nákvæmlega lýst í bókinni auk þess sem mynd er þar af sjálfu merkinu. Og merki þakpappa- gerðarmannsins í Nagskov er lýst þannig: „Merkið er víkingur á hest- baki. Með hægri hendinni stjórnar hann hestinum, en I vinstri heldur hann á lúðri, sem hann blæs í. Við hlið hans er kringlóttur skjöldurog eru í skildinum átján deplar, sem skipt er í þrjá þrfhyrninga, en hverjum þrfhyrning í þrjár ráðir og þrfr, tveir eða einn depill í hverri röð.“ Svo mörg eru þau orð en ekki er gott að segja um örlög E.F. Dan þakpappagerðarmanns f Nagskov eða hvernig viðskipt- um hans reiddi af hér á landi. Hitt er staðreynd að merki hans var tekið af skrá 29. apríl 1915. Það er einkar forvitnilegt að blaða í þessari gömlu bók, sem geymir t.d. svör við þeirri spurningu, hvert sé elzta vöru- merki, sem ennþá er í fullu gildi. Um það var sótt 16. júlí 1909 klukkan 6 sfðdegis, og var Bass Radcliff Gretton Limited til heimilis að Burton on Trent, Englandi, þar að verki. Merkið var skrásett 30. júlí sama ár og þótti skjót afgreiðsla ... í lýs- ingu þess segir m.a.: „Merkið er skrásett í London 10. febrúar 1888 (43. flokki) og á eingöngu að ná til öldrykkja." Þetta merki var seinast endurnýjað 4. febrúar 1969 og samkvæmt þvf hafa þeir hjá Bass Radcliff Gretton Ltd. ekki gefið upp alla von um að við íslendingar hefj- um öldrykkju á ný, og þá vitan- lega á „Pale Ale“ frá Burton upon Trent". Það er ekki fyrr en 1911 að fyrsta íslenzka fyrirtækið lætur skrá sitt vörumerki f umrædda bók. Þann 5. maí það ár sækir „hlutafélagið P.I. Thorsteins- son Co“ um skrásetningu og hér kemur „flatti þorskurinn" aftur til sögunnar. Fyrirtækið notar hann í merki sitt. Ekki vitum við öllu meira um sögu þessa fyrirtækis eða hvort aðrir aðilar hafa tekið flatta þorsk- inn upp sfðan, en fyrirrennari Jóhannesar Guðfinnssonar, sá góði maður Pétur Hjaltested vörumerkjaskrárritari „afmáði það úr skránni 18. maí 1921“. Sjálfsagt minnast margir vörumerkja danskra aðila, en sumir þeirra höfðu það fyrir sið að hafa í merkjum sfnum myndir af fslenzku landslagi eins og t.d. C.S. Rich og Sönner, sem skrásetur sitt merki árið 1919. Þarna var mynd af Geysi eins og hann var uppá sitt bezta, en varan var „Export“- kaffibætir. 1 merkinu var smá- orðsending til væntanlegra „exportnotenda": Hinaheiðr uðu kaupendur biðjum vér að LH'- —_______V'— 1 Fyrsta merki Sambands fslenzkra samvinnufélaga var skrásett 20. október 1911, kl. 6.30 sfðdegis. „ ... kross með hökum og eru hakarnir á lengd helmingur af lengd hverra hinna fjögurra krossálma og jafnir þeim á breidd, en breidd hverrar krossálmu er helmingur af lengd hennar.“ Fyrsta merki Sláturfélags Suðurlands frá 1912,12. júlf kl. 7 sfðdegis. Þessi væni dilkur er sauður, samkvæmt lýsingu á vörumerkjaskrá. „Hinn gullkrýndi silfurþorsk- ur.“ Fyrsta islenzka fyrirtækið skrá- setti vörumerki 5. maf 1911. aðgæta að einungis sá kaffi- bætir er hreinn og góður, sem í hverju stykki ber vora undir- skrift". Svo vikið sé aftur að fslenzk- um merkjum er ekki úr vegi að líta á merki Sláturfélags Suður- lands, sem var skrásett 12. júlí 1912 klukkan 7 síðdegis — menn hafa unnið talsvert fram- eftir á þeim góðu, gömlu dögum. Margir muna eflaust eftir kindinni með SS-staf- ina og örina utan á sér og sjálf- sagt hafa þeir slegið því föstu Framhald á bls. 27. Herstöðvarandstæð- ingur — en yill Keflaví kurs j ónvarp! í Morgunblaðinu 8. þ.m. er grein eftir Sigurlaugu Bjarna- dóttur alþingismann, sem ber yfirskriftina „Skrýtin menning“. Þar fjallar þingmaðurinn um samtök sem kalla sig Frjáls menn- ing og álit sitt á þeim. Þar sem ég álít grein þessa túlka það argasta afturhald og forpokaðasta ihald sem lengi hefur birzt f Mbl. og mínar skoðanir þar af leiðandi þvert á hennar, langar mig til að gera nokkrar athugasemdir vegna greinarinnar. í byrjun segir hún: „Er hér greinilega komin á kreik sá vígreifi hópur manna, sem tel- ur menningarlff hér á höfuð- borgarsvæðinu hafa beðið alvar- legan hnekki við lokun Kefla- víkursjónvarpsins.“ Með leyfi Sigurlaug, hvar og hvenær kemur það greinilega fram frá sam- tökunum um Frjálsa menningu, að menningarlff á höfuðborgar- svæðinu hafi beðið alvarlegan hnekki við lokun Keflavfkursjón- varpsins? Mér vitanlega hvergi. 1 lokin vonar hún að „það ágæta fólk sem þessa dagana stendur í ströngu við undirskriftir og áróð- ur fyrir Keflavíkursjónvarpinu muni í framtfðinni finna sín- um menningaráhuga verðugri verkefni" Hæstvirtur þingmaður, áttið þér yður ekki á kjarna máls- ins? Kjarninn er ekki spurningin um matið á menningarlffinu, heldur spurningin um frjálst menningarlíf. Þegar listamenn í Rússlandi fengu að halda list- sýningu á óhlutlægum verkum sfnum, eftir að áður hafði verið sigað á þá og verk þeirra jarðýt- um og öskubflum (jú verkin féllu ekki f smekk þarlendra ráða- manna, alþingismanna væntan- lega) og kölluðu sýninguna fjórar frelsisstundir, var það ekki sigur óhlutlægrar listar í Rússlandi heldur sigur frelsis. Hér er á ferð- inni spurningin um sjálfs- ákvörðunarréttinn. Dagskrá Keflavíkursjónvarpsins er, að jnfnu viti, ekki það merkileg að ■ástæða sé til að hafa það opið þess vegpa. Málið snýst miklu frekar um'einkenni Islendingsins. Hann telur \§ig frjálsan og vitiborinn mann sepi ekki þarfnast forræðis annarra ftjeð val sitt á hlutum eins og skemmtiefni. íslendingar vilja sjálfir opna eða loka fyrir sjónvarpstækin sfn. Telja sig menn til, og það eru þeir. Ég og margir aðrir erum á þeirri skoðun að ákveðið blað, út- gefið hér í borg, sé bæði lygið og ómerkilegt og hreint og beint skaðlegt ef fólk les það gagnrýnis- laust og án þess að leggja sitt eigið mat á það sem þar er ritað. Sumir okkar telja þetta blað vera Þjóðviljann en aðrir Morgunblað- ið, en flestir erum við sammála um að ekki komi til greina að hefta útkomu þessara blaða. Telj- um fólk sjálft geta ákveðið hvort það kaupir eða les þessi blöð sér að skaðalausu, og Sigurlaug, þannig er því líka farið með álit okkar á lokun Keflavfkursjón- varpsins. En áfram með grein þingmannsins. „Liggur það ekki í augum uppi, hve óeðlilegt það er, að erlendur aðili reki hér sjón- varp á meðan fslenzk landslög kveða á um einkarétt rfkisins til slíkrar starfssemi, og þeim lögum framfylgt af það mikilli hörku gagnvart innlendum aðilum, að áhugamenn sem eru af og til að dúttla við útsendingar á léttri músik eru meðhöndlaðir sem sakamenn?" Nú já, meðhöndlaðir sem sakamenn. Það hljóta þá að vera til dómar yfir glæpi þessara manna, sem þér getið bent mér á. Ég kannast ekki við aðra hörku við þessa menn en þá að þeir eru vinsamlegast fengnir til að hætta útsendingum sfnum, og þar með punktur. tslenzk landslög kveða á um einkarétt ríkisins til slfkrar starfssémi segir þér. En Sigur- laug, þessi lög eru ekki guðslög. Þetta eru lög sett af misvitrum þingmönnum og þeim má auð- veldlega breyta, ef og þegar þau eru ekki lengur f takt við fólkið f landinu. Eða hvernig er það eru lögin fyrir fólkið eða fólkið fyrir lögín? Áfram heldur hún: „en hljótum við ekki samt að marka okkur vissa menningarlega land- helgi?“ og fer síðan að bera þetta mál saman við landhelgismál, eins og það komi eitthvað málinu við, efnahagslögsaga og verndun fiskistofna (en siglingafrelsi?). Nú var komið að því að hún talaði um frelsið. „Sannleikurinn er sá“, hún vissi hver hann var, „að frels- ið — svo heilagt sem það er okkur — getur orðið hættulegt án tak- markana". Takmarkanir á frels- ið! Settar af hverjum? Okkur sjálfum eða einhverjum ráða- mönnum. Bara að það endi ekki lfkt og f austantjaldslöndunum, að rfkið telji sig þurfa að hafa forsjá allra athafna og helzt hugsana í hendi sér. Nei, frelsis- hugmyndir ættum við ekki að sækja til austurblokkarinnar, eða fundu þeir ekki ástæðu til að tak- marka og trufla útsendingar bandarískra útvarpsstöðva? Lík- lega verið að vernda fólkið. Svo er það toppsilkihúfan: „En hvað myndu bíó-eigendur f Reykjavfk segja við því, ef erlendir aðilar með fullar hendur fjár hefðu frelsi til að hefja hér rekstur kvikmyndahúsa í frjálsri sam- keppni við þau íslenzku sem fyrir eru? Væri það ekki eðlileg sam- keppni?" Bfó-eigendur! Skyldi henni ekki hafa dottið f hug bíó- gestir? Ég sem bfógestur hefði ekkert við það að athuga að kvik- myndirnar yngdust og skánuðu f bíó, og það líka þótt erlent fjár- magn stæði að baki þ.e. ef bíóin væru rekin með fslenzku starfs- fólki og hagnaðurinn færi ekki úr landi. Máltækið segir: Það sem tungunni er tamast er hjartanu kærast. Getur það verið hag- ur kvikmyndahúsaeigenda sem hangir á spýtunni hjá þingmann- inum. Fá máske mannskapinn á bíó frá sjónvarpinu? í lokin segir Sigurlaug: „Varnarliðið er hingað komið vegna þátttöku okkar í vestrænu samstarfi og öryggis hlutaðeigandi þjóða, en ekki að sjá okkur fyrir ókeypis skemmti- efni. Alla framkvæmd varnar- samnings okkar við Bandarfkin hljótum við að miða við þá grund- vallarstaðreynd envfsaábug lftil mótlegum og lftilþægum ábata og snýkjusjónarmiðum sem fyrr er varir gætu Ieitt til spillingar f okkar efnahags og menningarlífi" Eigum við þá ekki að hætta að kalla á þá þarna suður á Kefla- víkurflugvelli til björgunar- og leitarstarfa eða skyndiflutninga á sjúkum á milli landa? (Snýkju- sjónarmið.) Láta loka útvarpinu eins og sjónvarpinu? (Ókeypis skemmtiefni.) Er þá ekki líka rétt að banna fyrirtækjum og einstak- lingum að eiga viðskipti við her- inn og þá alveg sérstaklega þeim sem byggja öll eða mestöll við- skipti sín á hernum? Eða eru eng- in lítilmótleg og lítilþæg ábata sjónarmið þar á ferðinni? Líklega hugsjón, Sigurlaug? Eða hvað? Ef við hefðum ekki meiri spill- ingu frá herstöðinni eða hættu á henni en þeirri sem kemur f gegn um sjónvarpið þeirra, þá er ekki mikil ástæða til að óttast. Að mfnu mati er herstöðin og samskipti okkar við hana tvö aðskilin mál. Ég álít herinn hingað kominn sem fulltrúa heimskunnar, blekkingarinnar, lyginnar, hat- ursins, og ágrindarinnar í heiminum og vildi því losna við hann helzt strax. En úr þvf hann er hér að vilja meirihluta þjóðar- innar, er þá nokkur ástæða til að vera með rembing og hroka gagn- vart herstöðinni. Verðum við ekki að viðurkenna hana sem illa stað- reynd, en láta fólkið sjálft um að varast áhrifin frá henni. Guðm. Óskarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.