Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 25 Orkumál á oddinum (JLÍUKREPPAN svokölluð hefur oíðjð þess valdandi, að orkumál og ihöguleikar hverrar þjóðar á eigin orkuöflun eru mjög á oddin- um hvarv'etna I veröldinni. Hver þjóð reynir að gera upp I hve rfkum mæli og hve hratt hún geti orðið sjálfri sér nóg um orku. Við Jakob Björnsson islendingar vitum, að við eigum gnægð orku f fallvötnum og jarð- varma, en hvar stöndum við varð- andi möguleika á vinnslu á henni? Getum við orðið sjálfum okkar nógir um orku? Og hvaða áhrif hefur kapphlaup erlendra þjóða um þróun annarra orku- linda á okkar samkeppnisað- stöðu? Jakob Björnsson, orku- málastjóri, sat nýlaga alþjóða- orkumálaráðstefnuna f Detroit, sem mikla athygli vakti. Honum sýnist við standa jafnvel betur að vfgi með okkar ónýttu orku hér en talið var fyrir nokkrum árum. M.a. vírðist hættan á, að aðrar orkulindir teljist hagkvæmari, hafa færzt langt aftur f tfmann. Mjög aukið fjármagn er Iátið f jarðhitarannsóknir og vinnslu, t.d. f Bandarfkjunum, sem hyggj- ast verða sjálfum sér nóg með orku. Og hér biðja sveitarfélögin svo ört um rannsóknir og boranir vegna jarðhitarannsókna, að Orkustofnun hefur ekki undan og er að kaupa nýjan bor til al- mennra jarðhitarannsókna, sem kemur til landsins f vor. Einnig er verið að reyna að fá annan stóran gufubor til viðbótar þeim eina, sem hingað til hefur verið til f landinu, og þá bor, sem fer dýpra, til að auka möguleikana á að ná f meira vatn og heitara til raforkuvinnslu og hitaveitna. Þetta kom m.a. fram í samtali, sem birtist hér f tveimur hlutum, við Jakob Björnsson, orkumála- stjóra, um orkuráðstefnuna f Detroit og þær rannsóknir, sem eru f gangi hjá Orkustofnun á vatnsafli og jarðhita. Orkuráðstefnan í Detroit Alþjóðaorkumálaráðstefnan er að jafnaði haldin þriðja hvert ár og var sú níunda í röðinni í Detroit 23.—27. september sl. Það var jafnframt 50 ára afmæli þess- ara samtaka, sem hafa sérstaka skrifstofu í London og fram- kvæmdastjóra, en alþjóðlegt framkvæmdaráð hennar skipa fulltrúar frá landnefnd í hverju þátttökulanda. Þetta er mjög fjöl- menn ráðstefna, en hana sóttu um 3500 manns frá 72 löndum. Við- fangsefni hennar var efnahagsleg og umhverfisleg vandamál varð- andi orkuöflun í framtíðinni. En þar sem öll erindin voru samin og þeim skilað ári fyrr, gætti þar ekki beinlínis orkukreppunnar. Erindin höfðu verið send út en voru ekki flutt, en olíukreppan kom að sjálfsögðu inn í umræður, að þvl er Jakob sagði. — Ford Bandankjaforseti setti ráðstefnuna og flutti þar ræðu, sem sýnilega var mjög hnitmiðuð, sagði Jakob. Að hluta var hún hótun í garð Arabaríkjanna um að gæta að sér f olíuverðlags- pólitík sinni. En að öðrum þræði var hún svo hvatning um alþjóð- lega samvinnu varðandi notkun orkulinda. Og I þriðja lagi sagði Ford forseti, sem mér fannst mjög athyglisvert, að Bandarikja- menn mundu sjálfir leggja geysi- lega áherzlu á svonefnda sjálf- stæðisáætlun sína, sem á að gera þá óháða öðrum I orkumálum kring um 1885. Ford sagði, að þeir mundu leggja engu minni áherzlu á þessa áætlun I fé og mannafla en á Appolloáætlunina um að senda mann til tunglsins á síðasta áratug. Ef staðið verður við það, táknar það mjög rækilega af- stöðubreytingu f orkurannsókn- um Bandarfkjanna frá því sem verið hefur undanfarið, því óhætt er að gegja að tiltölulega litlar rannsóknir hafi farið þar fram á sviði orkumála að undan- förnu í samburði við ýmis önnur svið tækninnar. Utlit er fyrir, að kjarnorkan fái stærstan hlut af þessu rannsóknafé. En engan veg- inn hún ein. Mikil áherzla virðist vera lögð á vinnslu gass úr kolum, vinnslu á fljótandi eldsneyti úr kolum, nýtingu tjörusands, að- ferðir við að hreinsa brennistein úr reyk frá rafstöðvum og jarð- Kaupa á nýjan, stærri gufubor og nunni rann- sóknabor hitarannsóknir hafa tekið geysi- legt stökk fram á við. Svo má nefna sólarorku, sjávarföll og vetni, en þessir orkugjafar eru ekki taldir hafa neina verulega þýðingu fyrr en eftir áratug eða meira. Liklega ekki fyrr en eftir 1990. — Þar sem ráðstefnan fjallaði að hluta um umhverfislegan vanda í orkuvinnslu, var auðvitað mikið rætt um umhverfislegan vanda í orkuvinnslu, var auðvitað mikið rætt um umhverfisvanda- mál, svo sem við kolavinnslu úr opnum námum, sem víða eru til. Það er mun auðveldara en að ná kolunum langt neðan úr jörðinni og f opnum námum er hægt að koma vélvæðingu við í miklu rík- ara mæli. En slíkt hefur í för með sér talsvert mikla röskun á lands- lagi, þar sem fjarlægja þarf jarð- veginn ofan af kolalögunum. Kjarnorkan var auðvitað stórt við- fangsefni á ráðstefnunni og flutt um hana mörg erindi. Það hefur komið í Ijós, að meiri erfiðleikar eru á nýtingu kjarnorku til raf- orkuvinnslu en menn bjuggust við í fyrstu og svo virðist sem engar tfmaáætlanir um byggingu kjarnorkuvera standist. Ég reikna með að kostnaðurinn vaxi einnig örar en almenn verðbólga. — Sem hefur þá í för með sér, að við stöndum betur að vígi í samkeppninni með okkar ónýttu orku en talið var fyrir nokkrum árum, ekki svo? — Jú, það er óhætt að segja, að hættan á að aðrar orkulindir muni reynast hagkvæmari en okkar vatnsorka hefur færzt langt aftur í tíma. Möguleikar okkar til að nýta hana eru nú væntanlega betri en talið var áðúr. — En ef við skoðum okkar orku- búskap í heild, þá getum við ekki bara huggað okkur við að eiga þessa ódýru orku í landinu. Við verðum eins og aðrir fyrir barð- inu á verðhækkunum á olíu, enda getum við ekki vænzt þess að verða sjálfum okkur nögir um orku i náinni framtíð, þrátt fyrir allar okkar miklu orkulindir. Ekki getum við notað raforku eða jarðhita til að knýja skip okkar, flugvélar eða bfla. Af okkar Einn stór gufubor er f landinu, eign rfkisins og Reykjavfkurborgar, en nú er þörf fyrir annan og helzt enn stærri til aó bora niður á a.m.k. 3500 m dýpi. Hér eru borholur á Nesjavöllum. Heiðargæsaungar f Þjórsárverum, þar sem fara fram umhverfisrannsóknir vegna hugsanlegrar virkj- unar. Nú á að setja upp vistfræðilegt lfkan, til að kanna áhrif misniunandi vatnsborðshækkunar á vlstkerfi veranna, m.a. heiðargæsina, grös o.fl. heildarorkunotkun fáum við lík- lega núna 47% úr innfluttum orkugjöfum, 15% jarðhita og38% úr vatnsorku. Við notum enn tals- vert mikla olíu til hitunar, en líka á samgöngutæki, flugvélar, skip og bíla. Fljótvirkasta leiðin til að minnka hlut olíunnar i orkubú- skap okkar er tvímælalaust sú að hita hús okkar eingöngu með jarðhita og raforku. — Var ekkert fjallað um annað eldsneyti á bíla en benzfn? — Jú, ein deildin á orkuráð- stefnunni fjallaði um notkun orku og kom m.a. inn á rafmagns- bíla og hugsanlega notkun vetnis til að knýja bíla. En varla er reiknað með, að það verði að veru- leika fyrr en eftir áratug eða meira. — Hvenær getum við orðið sjálfum okkur nóg um orku? Þið hafið gert einhverja spá um það hjá Orkustofnun, er það ekki? — Hvað upphitun húsa snertir, þá gæti maður kannski gert sér vonir um að losna að verulegu leyti við erlenda orku snemma á næsta áratug, ef vel er að unnið. Að hve miklu leyti við getum látið innlendar orkulindir koma í stað erlendra í iðnaði er óljósara. Til dæmis er notuð olía til þurrkunar f fiskimjölsiðnaðinum, en ef til vill væri hugsanlegt að nota þar Viðtal við Jakob Björnsson, orkumálastjóra, um orkuástandið í heiminum og rannsóknir hér jarðhita í staðinn, þar sem að- stæður eru fyrir hendi. Hvað kostnaðarhliðina snertir er þetta vafasamara. Þó að við höfum tals- vert ódýrari orku en olíu, þá má búast við, að stofnkostnaður í verksmiðjum til að nýta innlenda orku í stað olíunnar verði allmik- ill. Og menn eru eðlilega tregir til að henda tækjum, sem eru í góðu lagi, þó brennt sé dýrri olíu f þeim. Annað mál er svo nýr iðnað- ur, þar sem ekki þarf að kasta burtu mannvirkjum, sem fyrir eru. Þannig að óhætt er að reikna með, að talsvert langur tími líði áður en innlend orka getur komið að fullu f stað innfluttrar í iðnaði. Ráðinn vistfræðingur — Breyta ný umhverfissjónar- mið myndinni til óhagræðis íyrir okkur? — Varla svo mjög. Þctta er tví- þætt. Annars vegar losnar maður við þann reyk, sem fylgir olíu- notkun, hir.s vegar hafa virkjanir okkar og jarðhitamannvirki vissu- lega áhrif á umhverfið, sem marg- ir telja ekki æskileg. En við höf- um þá sérstöðu hér á miðju Atlantshafi, að mengun andrúms- loftsins er ekki alvarlegt vanda- mál og heldur ekki hitamengun í vatni. Reykur veldur okkur sem sagt ekki neinum vanda og því er það óhagræði, sem hverfur við notkun raforku eða jarðhita, kannski svo lítið hjá okkur, að það hverfur í skugga annars að margra dómi. 1 augum margra geta spjöll á jörðu eða gróðri þá orðið alvarlegri en að búa við reyk frá verksmiðjum eða húsa- skorsteinum, sem hvort eð er blæs strax á haf út. — Helztu rannsóknaverkefnið ykkar hér sunnanlands er einmitt umhverfisrannsóknir í Þjórsár- verum. Hvar eru þær staddar? — Þær hafa staðið síðan 1970 og ég veit ekki hvort óhætt er að segja, að við sjáum fyrir endann á þeim. Við sjáum fram á, að þessar rannsóknir eigi eftir að standa a.m.k. í nokkur ár í viðbót. Þarna erum við að gera tilraun, sem ég veit ekki til að hafi verið gerð á sama hátt fyrr, en það er gerð vistlíkans af Þjórsárverum. Lfkan þetta er gert í samvinnu við Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.