Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 sigraði UMFN w Armann Ármann sigraði UMFN f fyrsta leik Islandsmótsins 1975 með 78 stigum gegn 62, en leikurinn fðr fram f Njarðvfk. Að lokinni setningarathöfn og ræðu form. K.K.I., Einars BoIIasonar, hðfst leikurinn, og benti flest til þess f byrjun hans að UMFN liðið rnundi reynast Armenningum f itt að þessu sinni. Stefán Bjarkason skoraði fyrstu stig mótsins og hann var maður- inn bak við 14:4 forustu UMFN eftir 5 mín. leik, skoraði þá alls 9 stig. Góður leikur UMFN í upp- hafi kom Ármanni greinilega á óvart, en þegar Ingvar Sigur- björnsson hafði tekið leikhlé og talað við sína menn, fór hagur Ármanns að vænkast. Þeir tóku stífa maður á mann vörn frá miðju, og oft sóttu bakverðirnir sína menn framar. Við þetta riðlaðist leikur UMFN mjög, mikið var um hlaup fram og aftur um völlinn, og oft glataði liðið boltanum. Ármenningar voru fljótir að ganga á lagið, jöfnuðu, og komust yfir á 16. mín 29:28. Og í hálfleik var staðan orðin 47:38 fyrir Ármann. — Þegar 5 mín. voru liðnar af s.h. hafði UMFN SIGUR IR yfir nýliðunum í 1. deild, Snæfelli frá Stykkishólmi, var ekki eins stór og margir höfðu reiknað með fyrirfram. Að vfsu er IR-Iiðið eins og vængbrotinn fugl þéssa dagana, og sigur þeirra 66:61 yfir Snæfelli gefur þeim ekki miklar vonir um velgengni í mótinu. — Snæfellsliðið kom hins vegar á óvart, ýmissa hluta vegna var ekki búizt við miklu af liðinu í byrjun, m.a. vegna þess að þeir búa við afar slaka æfingaaðstöðu, og svo hitt að þetta var þeirra fyrsti leikur á keppnistímabflinu. IR komst 6 stig yfir i byrjun leiksins 12:6, og svo 10 stig stuttu síðar, en Snæfell minkaði muninn fljótlega niður í 4 stig og hélzt sá munur út hálfleikinn, sem endaði 36:32 fyrir IR. Seinni hálfleikur var mjög líkur hinum, IR náði 11 stiga forskoti um miðjan hálfleik- inn, en missti síðan niður í fimm stig fyrir leikslok. Lokatölur 66:61 fyriríR. Kolbeinn Kristinsson bar af í IR liðinu, aðrir leikmenn voru nánast eins og „stadistar" við hlið hans. Agnar fann aldrei fjölina sína og skoraði lítið, og miðherj- arnir skoruðu samtals aðeins 14 stig. Sigurjón Ölafsson átti góðan fyrri hálfleik, og sömu sögu er að segja um Ásgeir Guðmundsson. En ÍR-ingar mega heldur betur taka sig á. Líklegt er að Birgir Jakobsson og Kristinn Jörunds- son komi inn í liðið fljótlega, svo og Þórsteinn Guðnason, sem var ekki með að þessu sinni. Og Sigmar Karlsson er ekki lengur með ÍR og veikir það liðið mjög. Snæfellsliðið hefur sterkum einstaklingum á að skipa, en mér fannst uppstilling liðsins furðuleg. Þvi er Sigurður Hjör- leifsson látinn leika í stöðu bak- varðar? Hann hefur yfirleitt leikið framherja eða miðvörð og kemur mun betur út þar. Þegar Framhald á bls. 23 „Ólögleg hittni UMFS” — sagði þjálfari Fram Naumur sigur IR yfir nýliðum 1. deildar minnkað muninn I 51:55 og virt- ust vera að sækja sig. En Ár- menningar með Jón Sig. í broddi fylkingar keyrðu upp hraðann og skoruðu mikið úr hraðaupphlaup- um. Staðan breyttist í 69:54 fyrir Ármann og þeir unnu öruggan sigur. — Jón Sigurðsson var bezti maður Ármanns í þessum leik og heldur liðinu uppi. Jón Björgvins- son var einnig góður, en Símon Ólafsson slakur. Stefán Bjarkason styrkir UMFN liðið mikið og var bezti maður Iiðsins ásamt Brynjari Sig- mundssyni og Gunnari Þor- varðarssyni, sem þó átti frekar slakan leik. En liðið á örugglega eftir að hala inn eitthvað af stig- um á heimavelli. Stigahæstir hjá Armanni: Jón Sig. 28, Jón Björgvinsson 16, Sfmon Ölafsson 10. — UMFN: Brynjar 16, Stefán 15, Gunnar 13. gk- (Jr leik lR og KR f Reykjavfkurmótinu á dögunum. Harður aðgangur við körfuna. KR-ingar sigruðu f þessum Ieik. Um helgina lék ÍR sinn fyrsta leik í Islandsmðtinu og vann sigur yfir Snæfelli, nýliðunum f 1. deild. _ Yfirburðir Vals yfir HSK 80:54 VALSMENN höfðu algjöra yfirburði f fyrsta leik sfnum f Islandsmðtinu, en þá mættu þeir HSK. Þeir sfðarnefndu tefla nú fram liði sem engan veginn fullnægir þeim kröfum sem gera má til liða f 1. deild. Liðið hefur að vfsu misst mikið þegar þeir Þröstur Guðmundsson og ólafur Jðhannsson yfirgáfu það, en önnur félög hafa áður orðið fyrir svipuðum missi, og samt ekki hrunið svo gersamlega að getu eins og HSK nú. — Ein ástæðan fyrir r leysi liðsins er sú, að liðið hefur nær ekkert æft, þeir r koma bara til keppni 1 1. deild af gömlum vana, að þvf er virðist. ! önnur mikilvægástæðaer sú, að ekkert hefur verið gert f málum yngri flokka félagsins f mörg ár, og nú bitnar það illilega á þeim þegar þarf að endurnýja. Valsmenn nutu þess greinilega að leika þennan leik, þeir gátu næstum að vild gengið út og inn um vörn HSK og voru ekki f miklum vandræðum lengi vel að stöðva sóknarlotur þeirra sem voru fumkenndar. Tölur úr fyrri hálfleik sfna þettta bezt, 14:6 — 28:11 og 40:25 f hálfleik. — I sfðari hálfleiknum mátti sjá 63:29 á töflunni, þrátt fyrir það að Guðmundur Þorsteinsson notaði alla leikmenn liðsins jafnt. Dálftið náði HSK að laga stöðuna það sem eftir var leiksins, en úrslitin urðu 80:54. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um HSK liðið, verði ekki stðr breyting á þvf fellur það örugglega f aðra deild. Kári Marfasson átti mjög gððan leik með Val að þessu sinni og virtist vera alls staðar á vellinum, stal sendingum HSK manna, ruglaði vörn þeirra með hraðaupphlaupum og skoraði mikið. Annars var Valsliðið allt mjög jafnt, og er á réttri leið. Stighæstir hjá Val: Kári 17, Jðhannes Magnússon 14. HSK.:Birkir Þorkelsson 15, Bjarni Þorkelsson og Gunnar Bjarnason 10 hvor. IR-SIGUR í KVENNA- LEIKNUM GEGN ÍS Fyrsti leikur m.fl. kvenna f íslandsmótinu var milli ÍR og IS. 6 lið taka þátt í mótinu og er líklegt að kvennakeppnin verði spennandi í vetur. ÍR-ingar eru Islandsmeistarar og hafa verið það s.l. ár, en búast má við að hin liðin komi til með að veita þeim harðari keppni nú. IR hafði yfirburði í f.h. gegn IS, komst í 16:4 í byrjun, og í hálfleik var staðan 28:14. ÍS stúlkurnar sóttu sig hinsvegar i síðari hálf- leiknum og unnu hann með 23:18. Lokatölur urðu því 46:37 fyrir IR. Lína Gunnarsdóttir var at- kvæðamest iR-stúlknanna og skoraði 17 stig, sem þykir gott í kvennaflokki, Olga Bjarnadóttir var með9 stig. Kolbrún Leifsdótt- ir skoraði mest fyrir ÍS, 14 stig. Yfirburðasigur IS yfir þreyttum Hólmurum Þetta er ðlögleg hittni f 2. deild „sagði þjálfari Fram Kristinn Jörundsson að leik UMFS og Fram loknum. Það var von að Kristinn væri óhress með hittni UMFS, þeir unnu nefnilega Iið hans á þessari hittni, og f hinni jöfnu keppni sem framundan er f 2. deild verður hver ðsigur beizkur biti að kyngja. Borgnesingarnir höfðu yfir- leitt undirtökin í leiknum, og þeir Trausti Jóhannsson, Gísli Jóhannsson og Pétur Jónsson voru algerlega óstöðvandi. Hvert skot þeirra á fætur öðru millibili allan leikinn, og við þetta réð Fram ekki. UMFS hafði 8 stig yfir í hálfleik, en um miðjan s.h. jöfnuðu Fram- arar. En Pétur Jónsson var drjúgur á lokakaflann og gerði vonir Framara um sigur í leikn- um að engu. UMFS sigraði með 67:64, og Borgnesingarnir höfðu halað inn mjög dýrmæt stig. Þeir Pétur og Gísli skoruðu báðir 15 stig fyrir UMFS og Trausti 14. — Jónas Ketilsson var drýgstur Framara með 25 stig. rwfCTT-. nm.y Rauða spjaldið ÍS vann yfirburðasigur yfir ný- liðunum Snæfelli frá Stykkis- hðlmi á sunnudag. Leikurinn var jafn framan af, en f sfðari hálf- leiknum hafði IS yfirburði og Smekkleysi Það vakti taisvert umtal á Seltjarnarnesinu þegar lcikur Vals og HSK var að hefjast, að einn af leikmönnum Vals var með auglýsingu fyrir þýzkt bjðrfyrir- tæki á upphitunarbúningi sfnum. Þar stðð HEINEKEN stórum stöfum, og þetta bar Valsmaður- inn að þvf er virtist með mestu ánægju fyrir framan áhorfendur. — Það færi nú samt sem áður betur á þvf að hann skartaði ekki með þetta f framtfðinni, heldur veldi sér eitthvað annað og betra. sigraði f Ieiknum með 70 stigum gegn 49. Steinn Sveinsson skoraði fyrsta stig leiksins úr víti, en hinn stór- efnilegi miðherji Snæfells, Kristján Ágústsson, kom Snæfelli yfir með tveim fallegum körfum. Aftur komst IS yfir og hafði síðan forustu allan hálfleikinn. Mest komust þeir 10 stig yfir, en Snæfell minnkaði muninn f 6 stig fyrir leikhlé, 38:32. Síðari hálfleikurinn var mikil raunarsaga fyrir Snæfell. Þá skoruðu þeir aðeins 17 stig, þar af 7 úr vítum. Það þýðir að þeir hittu körfuna aðeins fimm sinnum, en tilraunir þeirra skiptu tugum. Var ekki laust við að sumir þeirra væru orðnir anzi þreyttir, enda þetta annar leikur þeirra á tveim dögum, og liðið algjörlega óvant að leika svo stíft. ÍS iiðið þurfti engan glansleik til að sigla fram úr, leikur þeirra var langt frá þvi að vera góður, en mótstaðan var bara nánast enginn. IS var komið með 63:42 forustu um miðjan hálfleikinn, og lokatölur urðu sem fyrr sagði 70:49. ÍS liðið leikur oftast betur en það gerði í þessum leik. Það eru alltof miklar sveiflur í leik liðs- ins, til þess að von sé á topp- árangri hjá þeim í vetur. En nái liðið að komast yfir þetta, verður það f toppbaráttu. Leikkerfi þeirra á móti „maður gegn manni“ vörn Snæfells var t.d. mjög fallega útfært á stundum. Ég held að Snæfellsliðið komi til með að vinna einhverja leiki í vetur, þeir hafa til þess alla burði. Stigahæstir hjá IS: Ingi Stefánsson 15, Bjarni Gunnar 14. Snæfell: Einar Sigfússon 15, Eiríkur Jónsson og Kristján Ágústsson 9 hvor. gk. Njarðvfkingar voru mjög óánægðir með dðmgæzluna f leik liðs þeirra gegn Ármanni. Létu þeir það f ljðs með ýmsum hætti, en enginn þó á jafn leiðinlegan hátt og þjálfari liðsins, Hilmar Hafsteinsson. Ánnar dðmari leiksins, Sigurð- ur Halldðrsson, þurfti að nota sama búningsklefa og leik- menn UMFN eftir leikinn, og þá notaði þjálfarinn tækifærið. Fðr svo að Sigurður sá sig til- neiddan að sýna honum gula spjaldið, en áður hafði hann hlotið tvær áminningar. Ekki lét þjálfarinn sé segjast við þetta, og fðr svo að lokum að hann fékk að sjá rauða spjald dómarans og fær ekki að stjðrna liði sfnu a.m.k. einn leik. — Leikmenn beggja lið- anna höguðu sér hinsvegar mjög vel allan leikinn, og er leitt til þess að vita að forráða- menn liðanna geti ekki haft sama háttinn á, jafnvel þðtt þeir séu ekki ánægðir með dðmarana hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.