Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Hef hug á að klífa 7000 metra hátt fjall urðum við magnvana á ný. Hvað ég hugsaði þarna uppi man ég mjög óljóst, en ég man þó, að þarna er njörvuð niður bók, sem maður á að skrifa nafnið sitt f. Vel man ég, að ég handfjatlaði bók- ina, en hvort ég skrifaði nafnið mitt man ég ekki, en myndirnar, sem við tókum, sanna, að á Uhuru hef ég verið.“ „Hvað dvölduð þið lengi á tind- inum?“ — Fram til þessa hefur verið talið, að aðeins 2% þeirra, sem reyna að klffa Kilimanjaro, komist á tind Uhuru. hæsta hnjúks fjallsins, og að aðeins 50% þeirra, sem leggja af stað, komizt á Gilmanstind, næst hæsta hnjúkinn. Þessar upplýsingar getur að finna I bókinni Kili- manjaro eftir Svisslendinginn Walter Schmidt. „Þvf verð ég að segja það, að ég dáist að Eyja- peyjunum, sem klifu Kili- manjaro fyrir stuttu, ekki sfzt vegna þess, að 3 af 10 komust á Uhuru,“ sagði Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri, en hann kleif Kilimanjaro f desember 1966, fyrstur Islendinga. Við ræddum við Agnar um þessa för og fleiri fjallgöngur, sem hann hefur farið f fyrir stuttu, en það skal tekið fram, að hann var frek- ar tregur til að segja okkur frá þessari ferð sinni, þar sem hon- um fannst, að hann væri þá að draga athyglina frá Eyjapeyjun- um. Agnar hefur ennfremur gengið á Mont Blanc, eins og Eyjapeyjarnir og það var þar, sem hann fékk hugmyndina um að ganga á Kilimanjaro, og áður en Eyjapeyjarnir fóru utan, sagði Agnar þeim frá sinni ferð og gaf góðar ráðleggingar. „Ég hef gengið um hæðir og hnjúka í fjölda ára og það tel ég vera afar góða íþrótt,“ sagði Agn- ar og bætti við: „Fjórða stór- fjallið, sem ég kleif, var Mont Blanc, árið 1956, og fór út ein- göngu til þess. Við vorum þrír saman félagarnir, sem gengum á fjalhð, en auk nlín var kunningi minn, frægur fjallagarpur, Stein- hauer að nafni, og þýzkur verk- fræðingur, sem heitir Göbel. Ég átti að vera veðurfræðingur og túlkur leiðangursins, en við geng- um á Mont Blanc Frakklands- megin, og vegna þessa starfa var mér greiddur allur kostnaður af ferðinni. Ferðín á fjallið gekk sæmilega og uppi tók Steinhauer það loforð af mér, að við færum síðar saman á Kilimanjaro. En því miður varð ekkert úr því, að við færum sam- an, því hann fór á undan mér.“ „En þú hefur samt ákveðið að efna til fararinnar?" „Já, sá ásetningur var alltaf ofarlega í mínum huga að komast á þetta fræga fjall. Að lokum var ferðinni komið þannig fyrir, að ég átti að slást í för með þýzkum fjallgöngumanni, en þegar ég kom til Nairóbí f Kenya var hann ókominn, seinna frétti ég, að þessi fyrirhugaði samferðamaður minn hefði fengið heilabólgu, þá stadd- ur f Mið-Afríkulýðveldinu.“ Lagði einn af stað „Þú hefur þá ekki ætlað að hætta við förina?" „Nei, það var mér fjarri. Ég ákvað að leggja einn af stað og útvegaði mér fylgdarmenn. Kvöldið áður en við lögðum af stað kom að máli við mig Breti nokkur, David Roberts að nafni, sem spurði hvort hann mætti slást í för með mér, og varð ég fúslega við þeirri beiðni hans. 1 förinni vorum við því félagarnir tveir, auk sex burðarkarla og leiðsögu- mannsins Ennfata Jonatata. Fyrsti dagurinn fór í það að ganga yfir sléttuna og um kvöldið kom- um við á Marengo Hotel, sem er við rætur Kilimanjaro-háslétt- unnar." „Hvaða áfangi var næsta dag?“ „Nú lögðum við af stað í býti morguninn eftir og gengum þá að fyrsta kofanum Mandara. Allan þessan dag gengum við í frum- skógi og vorum þá að sjálfsögðu á stuttbuxum. Veginn í gegnum frumskóginn var gott að ganga, en hann var allur á fótinn. Það var sfðari hluta dagsins sem við komum að næsta kofa, sem kall- aðui er Bismarck-kofinn. Komum við að kofanum vel fyrir myrkur, en þarna myrkvar skyndilega, enda er staðurinn aðeins 3 gráður fyrir sunnan miðbaug, og sólar- uppkoma er um kl. 6 á morgnana. En þegar við komum þarna að var svo kvöldsett, að við þurftum að kveikja bák, enda hafði kólnað eftir því, sem ofar hafði dregið, og svo makið, að ég var kominn í peysu og sfðar buxur. Um nóttina sváfum við ágætlega, þótt ekki sé hægt að hæla þessum kofa frekar en öðrum á leiðinni. Árla morguns lögðum við af stað á ný og eftir tveggja tíma göngu komum við út úr frumskóg- inum, en þar skipti lika um. Það var geysifalleg sjón, sem við okk- ur blasti, landslagið einkar skemmtilegt og tilkomumikið, gróðurinn er afar athyglisverður ekki sízt fyrir það, hvað hann er fráburgðinn okkar. Þennan dag allan gengum við upp eftir slétt- unni og komum um kvöldið að Horrombo-kofanum. Nóttin þar var svipuð hinum, nema hér var nokkru kaldara. Þriðja daginn héldum við enn á brattann. Ekki er þó hægt að tala um klif, því brattinn hefur vart verið meiri en í Bakarabrekkunni eða Hverfis- götunni héríReykjavík. Samt sem áður vorum við allir þreyttir, þeg- ar við komum að kofanum um kvöldið, en hann nefnist Kibo. Hann stendur í um 4500 metra hæð við rætur Kibo-fjalls, og það var þunna loftið, sem gerði okkur svona þreytta. Á þessari leið fór- um við fram hjá síðasta vatnsból- inu og þar við stóð skilti áletrað orðunum „last water“.“ Ógleði, lystarleysi og magnleysi „Hvernig lýsir þreytan sér þegar maður er kominn í þessa miklu hæð?“ „Þegar við komum að Kibó- kofanum vorum við þannig á okk- ur komnir, að okkur var óglatt, við vorum magnlausir og lystar- litlir. Það var okkar fyrsta hugs- un að komast í koju og lágum við þarna á fjölunum. Mjög kalt var um nóttina, enda snjóskaf lar f yrir utan og úti slydduhríð. Við þurft- um að leggjast snemma til svefns, því við urðum að rísa á fætur upp úr miðnættinu og á aðalf jallið átti að leggja af stað kl. 2 um nóttina.“ „Hvers vegna var lagt svona snemma af stað“ „Miklar malarskriður eru í fjallinu og yfir nóttina frjósa þær þannig að betra er að fóta sig í fjallinu yfir nóttina, en þá er þar 12—15 stiga frost. Eðlilega hefur miðbaugssólin mikil áhrif á snjó- inn yfir dagtímann og þiðnar hann þá mjög. Mér gekk illa að sofa, ekkert gekk að borða, en hvað um það, við urðum að drífa okkur á fætur og af stað lögðum við. Ennfata gekk á undan okkur með Ijósker f annarri hendinni. Stjörnubjart var og þarna í skfm- unni af ljósinu líktist umhverfið mest fslenzku fjalli eins og t.d. Esjunni, hér var sambland af malarskriðum og hrauni og gos- berg var undir. Skfðastafur, sem ég hafði haft með í förina, kom nú að góðu gagni, en það var erlend kona, sem hafði farið þessa leið áður, sem hafði bent mér á nota- gildi skfðastafsins." Kól á hendi „Hverniggekk svoferðin upp?“ „Við gengum upp hlíðina alla nóttina og vorum allir hálfveikir í þunna loftinu og vesældarlegir að sjá. Upp á Gilmanstindinn vorum við komnir kl. 7 um morguninn, Komið út úr frumskóginum Rætt við Agnar Kofoed-Hansen, sem fyrstur íslendinga kleif Kilimanjaró og Mont Blanc en þá var síðasti spölurinn eftir, á sjálfan Uhru-tind, en sagt er, að aðeins 2% þeirra, sem reyna að klífa fjallið, komist þangað. Þarna á Gilman var hríðarhragl- andi og hálf ömurlegt um að lit- ast. Roberts, félagi minn, treysti sér ekki lengra og fór niður ásamt sfnum aðstoðarmönnum, en ég vildi bíða myndatökuskilyrða. Við Ennfata sigum því í rólegheitum í átt að Uhruru eða þar til við kom- um að miklum snjóhöftum. Þar gafst ég hreinlega upp, en Enn- fata hélt áfram, öskraði á mig og hálf skipaði mér að halda áfram. Mér lézt ekki á að fylgja honum yfir snjóskaflana, heldur fór ég niður snjóbeltið og komst þannig fyrir þau og komst til fylgdar- mannsins míns. Eftir það gekk ferðin vel á hátindinn.“ Matarpokinn varð eftir „Hvert var ykkar fyrsta verk á tindinum?" „Við ætluðum að fá okkur að snæða, en matarpokinn hafði óvart farið niður með Roberts, en ég átti þó smá súkkulaðibita, sem við átum. Við að borða vænan súkkulaðibita fengum við aukinn kraft í 20—30 mínútur, en síðan „Við vorum þarna um nokkra hríð og nutum hins dásamlega útsýnis og eins skoðuðum við fljallið, sem er einn risagígur. Að því loknu heldum við af stað nið- ur og gekk sú ferð vel eftir atvik- um, en sljór var ég á leiðinni og oft á tíðum held ég, að við höfum oltið áfram. Þegar við komum af t- ur I kofann fékk ég súpu og við það hvarf öll þreyta gjörsamlega. Síðan má segja, að við höfum hálf hlaupið niður í Horombo-kofann um eftirmiðdaginn i bezta skapi og ágætlega á okkur komnir." „Það má kannski teljast ein- kennilegt, að þarna á tindi Kili- manjaro, sem er aðeins 3 gráður sunnan við miðbaug, kól mig á litla fingri hægri handar og hef ég vart náð mér í fingrinum enn, en á háf jallinu var aðeins 15 stiga frost, sem er ekki mikið. En lík- amsstarfsemin verður öll daufari í þetta mikilli hæð og mótstaðan því minni,“ sagði Agnar. Tæplega sextugur og hugar fleiri fjallgöngur Við spurðum Agnar, sem verður sexturgur á næsta ári, hvert hann hygði á fleiri fjall- göngur og hann sagði: „Maður veit það aldrei, en gaman væri að stíga á fjall, sem er yfir 7000 metra. Á milli Pakistan og Afgan- istan er fjallgarður, sem heitir Hindu Kush og þar eru nokkur fjöll, sem eru yfir 7000 metrar. Það væri gaman að geta klifið eitthvert fjallið þar. Ekki alls fyrir löngu ætlaði ég mér að klífa eitthvert f jall í Neapel, en þar var þá komið tveggja ára bann við fjallgöngum, þar sem margir höfðu farizt í göngum á skömm- um tfma. Aðeins vel útbúnir og kostnaðarsamir leiðangrar fengu tilskilin leyfi en þetta mun vera að breytast aftur. Fyrir nokkrum árum hafði ég hug á að klífa hæsta fjall i Vesturálfu, en það er Aconcagua í Argentínu. Ég hafði fengið loforð um aðstoð frá deild í argentíska hernum, en það var aðalræðismaður tslands i Buenos Aires, sem hafði útvegað mér þessa aðstoð. Ég komst reyndar siðar að því, að þetta f jall er ekki alveg 7000 metrar á hæð og að fimmti hver maður eða 20% þeirra, sem reyna að komast á fjallið, farast. Þetta hefur kannski dregið úr því, að ég færi.“ „Þú hefur klifið fleiri fjöll en Mont Blanc og Kilimanjaro. Hefur ekki hitt alls konar fólk í þessum göngum?“ „Jú, og ég get nefnt sem dæmi, að þegar ég fór á Brighton-tind, sem er skammt frá Zermett í Sviss, mætti ég konu á sjötugs- aldri með bakpokann sinn. Þegar það kemur fyrir er ekki hægt að neita því að mesti glansinn fer af ferðinni. Annars er það með margar bóndakonurnar i ölpun- um, að þær eru eins og fjalla- geitur, ekkert nema tálgaðar sinar, hjarta og lungu. En hvað sem öllum f jallgöngum liður þá er það mikið atriði að hreyfa sig. Við tslendingar erum orðnir of miklir hóglífismenn, og mér fyndist, að straumur fólks ætti t.d. að vera upp á Vífilsfell og Esju svo eitt- hvað sé nefnt. Þá eiga menn að stunda meira líkamsrækt eins og þá, sem hægt er að fá I Heilsu- ræktinni. Ég hef komið i heilsu- ræktir erlendis og sú, sem starf- rækt er hér í Glæsibæ, stendur engri þeirra að baki, sem ég þekki. En að lokum vona ég aðeins, að Eyjapeyjarnir haldi þessu klifi sinu áfram og fleiri feti í fótspor þeirra." —Þ.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.