Morgunblaðið - 22.10.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 22.10.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Kílimanjaróferð Ej'iapeyjanna: A einni hásléttunni milli fjallatoppanna. Kilimanjaró veður þarna f skýjum. Jstöðugri en lundapysjur á hæsta tindi Afríku” Við einn kofann á leiðinni upp f Mawenzi. KILIMANJARÓ, hæsta fjall Afrfku, er talið útdautt eldfjall, eitt af þeim hæstu í heimi. Fyrstu jarðfræðiathuganir á þvf voru gerðar 1950, en fjallið er 80—84 km að grunnmáli. 10 Vestmanna- eyingar fóru fyrir nokkru f ferð á Kilimanjaró og þrfr þeirra fóru á hæsta tindinn, sem er 5895 m hár. Fer hér á eftir ferðasaga þeirra félaga í máli og myndum, en þeir eru allir f Hjálparsveit skáta f Eyjum: — Við lögðum af stað héðan að heiman 1. sept. með einum af gæðingum Flugfélags tslands og fyrsti áfangastaður var Kaupin- höfn. Þar var staldrað stutt við, lokatékkun á tækjabúnaði og svo var lallað f Tívolf til þess að skoða þau undur, sem garðurinn býður upp á, fá sér pulsu og jarðaberja- ís. 1 Tivolí hittum við Gunnar prentara með ofsa skvfsu með sér, og þótti okkur þar fara efnileg- asta tækið, sem við sátum í garðin- um. En það var ekki til setunnar boðiö, því SAS-mennirnir, sem tóku á móti okkur, höfðu afhent ferðaáætlun og þar var allt undir- búið fyrir næstu vikurnar, en Afríkuferðina höfðum við skipu- lagt í samvinnu við SAS og dótturfyrirtækið Globetrotter. Áður en dagur var að kveldi kominn vorum við á leið til Afríku, með tylling f Sviss andar- tak. Þegar við komum til Nairobi var fremur kalt, 10—11 stiga hiti, en borgin sú arna er nýtízkuleg með skemmtilegan stíl og er talin ein af aðalborgum Afríku. Ur 30 hæða turnbyggingu Sameinuðu þjóðanna sáum við vítt yfir. Þar sem við komum þarna eldsnemma morguns, byrjuðum við á þvf að halla okkur lítillega, en um há- degisbil var teygt úr sér og farið á kreik. Við skoðuðum borgina, fólkið og allt heila klabbið, en við veittum þvf athygli strax, sem reyndar átti eftir að sýna sig f flestum nýrri byggðum, að glæsi- legustu byggingarnar voru á flug- völlum og við benzínstöðvar. En við vorum ekki komnir nógu nálægt Kilimanjaró, svo ráðið var að tygja sig af stað. Eftir tveggja daga skjögt vorum við aftur í loft- inu, eins og sálufélagar okkar og frændur Þingeyingar, og stefnan var tekin á Kilimanjaró. Það fór allt í háaloft f flugvélinni, ekki vegna flugvélarráns, heldur vegna þess, að Eiríkur fann það út, að hann hafði týnt vegabréf- inu sínu f hinni ýtarlegu byssuleit á flugvellinum áður en við stigum um borð í Nairobi. Flugstjórinn sendi skeyti til Nairobi og sett var lið í að leita að vegabréfi Eiríks. Við lentum þó slysalaust á flug- vellinum þarna í Kenya og eftir öll vegabréfsáritunarlætin þar var Eiríkur kyrrsettur á flugvell- inum, var hreinlega settur í stein- inn. Eirfkur sagði hins vegar siðar frá því, að hann hefði fengið alla hugsanlega þjónustu, ávísana- hefti út á mat og allt annað að vild. Líkaði honum vel í steinin- um, en því miður kom vegabréfið hans með flugvél daginn eftir. Þegar við höfðum kvatt Eirík með háðsglotti á vellinum, héld- um við til Marangu-hótels við ræt- ur Kilimanjaró, en þar biðu bless aðir burðarkarlarnir eftir okkur. Við gistum þarna eina nótt á þessu rólega sveitahóteli, bæjar- bragurinn var svona eins og í Hveragerði og það var þoka fram til hádegis. Við biðum eftir Eiríki, en án árangurs og til þess að rugla ekki allri áætluninni hófum við leiðangurinn á fjallið vitandi, að Eiríkur myndi bjarga sér. Við skildum því eftir einn burðarkarl og einn innlendan fararstjóra og skilaboð um að gæta sín á stelpun- um og öllu hinu í frumskóginum. Gangan í gegn um frumskóginn tók 6 klukkustundir og sjaldan sáum við burðarkarlana, en að fyrsta næturstað á göngunni til fjallsins komim við um kvöldið. -Við vorum þægilega búnir að koma okkur fyrir þegar týndi son- urinn birtist, Eiríkur kom askvað- andi út úr frumskóginum eins og einhver allsherjar misskilningur og var þá bæði búinn að stinga burðarkarlinn og leiðsögu- manninn af. Helvítið sagðist hafa ratað á lyktina af okkur og auk þess hefði hann getað þrætt leið- ina eftir brjóstsykursbréfum, sem við höfðum misst, og svo gáfum við burðarkörlunum 20 að sjálf- sögðu með okkur, en þeir átu líka bréfin. Okkar kofi var skikkan- legur, en burðarkarlaskinnin höfðu hreysi með moldargólfi og engum stromp. Fyrstu heitu mál- tfðina fengum við þarna um kvöldið hjá ofsalegum svertingja- kokkum og dýrðin var maísgraut- ur með geitamjólk, röndótt zebra- Eirfkur hugsar mábð f fangelsinu á Kilimanjaróflugvellinum. Eitt af blómunum á hðsléttunni. kjöt og svo var sungið og trallað fram eftir nóttu til þess að hræða ljónin burtu. Við gáfum burðar- körlunum lfka stórvindla og þeir voru ofsaánægðir með það og spígsporuðu fram og aftur eins og þaulreyndir bankastjórar heima á íslandi. Það var lftið sofið um nóttina vegna hita, en rétt þegar menn voru að festa blund var ræst f te klukkan 6.30 og morgunmatur í rúmið, takk. Það var farið í að pakka í fljótheitum og síðan rölt inn í frumskóginn á ný. Allt í einu, eins og klippt væri á þráð, komum við út úr skóginum og blöstu þá við miklar sléttur og Ioks fjallið Kilimanjaró. Siggi. Þ. Jóns. kvaðst ætla að hefja rollubúskap á sléttunum, en fann bara engar rollur, svo við héldum allir áfram ferðinni. í um það bil 4000 metra hæð komum við að Horombo-kof anum og þar var tveggja daga stopp. Þokan grúfði yfir og þarna komu íslenzku lopapeysurnar sér vel í næturfrostinu. Þarna byrjaði líka hausverkurinn og rottudans- inn hljómaði undir. Þeim þótti lfka gott leðrið í skónum okkar greyjunum og við urðum að byrja á því að hrista rottur úr skónum okkar á morgnana. Svö lölluðum við upp í Mawenzý-kofann f 5000 m hæð. Það var nokkurs konar aukalabbi- túr og urðum við þá að klifra upp fs og kletta með mannbrodda. Við tókum nesti með okkur og litum yfir Afríku á áfangastað, en svo var haldið niður aftur og gist næstu nótt á sama stað. Laugardaginn 7. september var svo lagt af stað upp að efsta kofanum, Kibo-bólinu. Eftir tveggja tíma labb um sléttu milli fjallanna, algjöra eyðimörk, var komið að kofanum í 5300 metra hæð um miðjan dag. Hausverkur- inn vegna hins þunna lofts var nú orðinn alls ráðandi, sumir voru ælandi eins og múkkar og matar- lystin var ekki til að tala um. Svo var haldið áfram upp snarbrattar grjótskriðurnar fjögurra km labb, en á miðri leið stönzuðum við í helli Hans Mayer, en hann er fyrsti maðurinn, sem vitað er um, að hafi farið þarna upp, árið 1889 þann 3. okt. Þarna duttu menn út af unnvörpum, það var nóg að setjast niður þá sofnaði maður á stundinni. Við skriðum orðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.