Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 11 Fyrri pin: nokkra metra í einu og vorum óstöðugri en lundapysja, sem stíg- ur í fyrsta skipti I fæturna. Aðal- fararstjórinn okkar, Mannasi, sem við kölluðum Stóru nös, blés ekki úr nös þarna, enda á hann 300 ferðir að baki. Upp á Gillmannspoint, næsta hæsta tindinn í 18800 feta hæð, eða um 5700 metra, fóru allir. Þaðan var ofsaleg sjón og sást ofan í gíginn og strandjökuiinn. Utsýnið þarna var feikilega tignarlegt við sólsetur, en það var ekki eins stórkostlegt risið á okkur. Við vorum flestir orðnir eins og hálfgerðir ræflar þarna, dofi heltók okkur, kæruleysi um- fram venju og allsherjar slapp- leiki. Við höfðum þó rænu á að mynda þjóðfánann okkar á tindin- um og þann íslenzka lika. Menn blunduðu I öllum stellingum í 6 stiga frosti og sinnuleysið var þannig, að manni var nákvæm- lega sama um allt. Tilfinningin var eiginlega ólýsanleg. Þeir rifu sig þó upp úr sleninu og héldu á hæsta tindinn, Uhuru tind, auk leiðsögumannsins Stóru-nasar. Það voru Öli, Daði og Eirfkur, sem lölluðu á toppinn auk Japana og Amerfkana, sem höfðu slegizt f hópinn með okkur á leiðinni upp. Hæðarmunurinn áG'illmanns- point og Uhuru er aðeins 200 metrar, en gangan tekur tvær klukkustundir í kristilegu veðri. Þetta var helvfti erfitt á þessari Ieið vegna þunna loftsins, eilífur tyllingur og hreinasti hryllingur liðanin annað veifið. Um það leyti sem við komum á tindinn, reikn- aðist okkur til, að laugardags ballið i Samkomuhúsinu heima f Eyjum væri í fullum gangi. I stað þess að bregða okkur í polka með tvöföldu trukki, tylltum við okkur feikn prúðir á hæsta tind Afríku og drógum upp te með sítrónu- bragði úr pússi okkar. Svo fengum við okkur blund og vökn- uðum við það, að bylur skall á stundarkorn en sjókornin voru eins og hrfsgrjón. Reyndar er veran þarna á tindinum frekar óljós í hugskotinu, en svo fórum við að hugsa til niðurferðar, því til stóð að heilsa upp á villidýr frumskógarins og rabba við þau stundarkorn. Tökum þráðinn upp aftur. — Eyjapeyjarnir. Málin rædd yfir röndðttu zebrakjöti, Siggi Bro, Eirfkur og Snorri. Þessa krakka hittum við f einu þorpinu, en þau voru að safna peningum fyrir skólabyggingu. Við lögðum f púkkið. Einn af burðarköllunum meðsjópoka á hausnum og hænsnalukt. Þjóðfáni Vestmannaeyja og fslenzki fáninn á Gillmannstindi. Sameiginlegur fundur Útvegsmannafélaga Suðurnesja, Hafnarfjarðar, og Reykjavíkur, verður haldinn að Skiphóli, Hafnarfirði á morgun kl. 2 síðdegis. Félags- menn eru kvattir til þess að koma á fundinn. Stjórnir félaganna. GULLALMUR HNOTA - 1 Klapparstig 1. Sk<?ifan 19 Símar: 18430—85244 Aðalfundur félags sjálfstæðismanna i Austurbæ og Norður- mýri verður haldinn í Templarahöllinni v/Eiríks- götu, miðvikudaginn 23. október kl. 20.30. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra mætir á fundinum og ræðir stjórnmálaviðhorfið. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Aðalfundur Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi vestra verður haldinn sunnudag- inn 27. október n.k. kl. 13:30 i Sæborg (Aðal- götu8), Sauðárkróki. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra og mun hann flytja ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Stjórnin. Akranes Þór FUS á Akranesi heldur umræðufund um bæjarmálefni i Sjálf- stæðishúsinu Heiðarbraut 20 miðvikudaginn 23. október. Málshefjandi verður Guðjón Guðmundsson bæjarfulltrúi. . 1 AUSTURBÆR Kjartansgata, Þingholtsstræti, Sóleyjargata, Skólavörðustígur, Baldursgata. störf: óskar eftir starfs fólkl I VESTURBÆR eftirtalin Vesturgata 3—45. Nýlendugata( ÚTHVERFI Vatnsveituvegur, Fossvogsblett- ir, SELTJARNARNES Miðbraut, Upplýsingar í síma 35408. ARNARNES Blaðburðarfólk vantar FLATIR Blaðburðarfólk óskast. Upplýsingar í síma 52252. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. gefur Guðjón R. Sigurðsson í síma 2429 eða afgreiðslan í Reykja- vík, sími 1 0100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.