Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER 1974 19 Björgvin Þorsteinsson „MlNA fyrstu golfkylfu eignaðist ég átta ára að aldri. Ég var reyndar ekki einn um hituna, heldur vor- um við þrfr félagarnir, sem þennan grip áttum. Hann var afar fornfálegur. Tveir okkar halda enn tryggð við golfið. Hinn er Gunnar Þórðarson, golfleikari f fremstu röð.“ Þannig fórust Björgvin Þorsteinssyni, tslandsmeist- aranum f golfi, orð um dag- inn. Björgvin er fæddur á Akureyri árið 1953, og hefur að mestu alið aldur sinn þar, en er nú við nám hér f Reykjavfk. Ungur að árum fór hann að leika sér á gamla golfvellinum á Akur- eyri, sem er skammt frá heimili hans. Hann dró kerr- urnar fyrir „alvörugolfar- ana“ og fékk leyfi við og við til að slá boltann. Og árang- urinn hefir ekki látið á sér standa. Björgvin vakti fljótt athygli golfleikara á Akur- eyri, og með þeirra aðstoð og foreldra sinna sótti hann fyrst á Islandsmót árið 1964, ellefu ára að aldri. „Það ár var mótið haldið f Vestmannaeyjum og var þá f fyrsta skipti keppt f ung- lingaflokki, leiknar 36 hol- ur. Eg hafnað f þriðja sæti, á eftir Eyjólfi Jóhannssyni og Viðari bróður mfnum.“ (Viðar er kunnur knatt- spyrnu- og handknattleiks- maður á Akureyri). Og Björgvin hélt áfram: „Eg hygg að enginn golfari hafi farið frá Eyjum ánægðari en ég var. Eg þóttist loks maður með mönnum. Sfðan hefi ég tekið þátt f öllum tslands- mótunum, ellefu að tölu“. Það varð þó ekki fyrr en árið 1970 sem Björgvin krækti sér f Islands- meistaratitil, en þá varð hann unglingameistari. Fjögur árin þar á undan hafði hann ávallt hafnað f öðru sæti unglingaflokks. Árið eftir var lslandsmótið haldið á Akureyri, og þá sigraði Björgvin f meistara- f lokki eftir harða keppni við nafna sinn Hólm. 1972 tókst Björgvin ekki að verja titil sinn. Þá sigraði annar ungur golfari, Loftur ólafsson. Tvö undanfarin ár hefir Björg- vin aftur á móti orðið ts- landsmeistari, og nú f sumar sigraði hann með yfirburð- um, varð ellefu höggum á undan næsta manni. Um það efast enginn, sem til þekkir, að Björgvin er fremstur fslenzkra golfleikara f dag. Björgvin hefir tekið þátt f nokkrum golfmótum erlend- is og þá einkum sem einn landsliðsmanna okkar, og frammistaða hans verið með Framhald á 23 Hákon Ólafsson formaður Skíðasambandsins í viðtali Efniviður er alltaf nægur og aðstaðan fer batnandi „SKtÐASAMBAND tslands er elzta sérsambandið innan l.S.t., stofnað árið 1946 í Reykjavfk. Helzti hvatamaður að stofnun sambandsins var Einar B. Pálsson og gegndi hann formennsku f Skfðasambandinu um árabil". Þannig fórust Hákoni Ölafs- syni, núverandi formanni Skíða- sambandsins, orð f viðtali við Morgunblaðið nýlega. — Hver eru helztu viðfangsefni stjórnar sambandsins? — „Ja, þar er af mörgu að taka. Eitt allra brýnasta verkefnið er þó að hvetja og styðja af mætti til að afla sér menntunar sem skfða- þjálfarar. Menntaðir skíðaþjálf- arar eru nær óþekkt fyrirbæri hér á Islandi, og því höfum við oftast þurft að leita út fyrir lands- steinanna til að fá þjálfara, þegar þátttaka í stórmótum hefir staðið til. 1 alpagreinunum, svigi og stór- svigi höfum við þó átt hauk í horni, þar sem Magnús Guð- mundsson er, en hann er skíða- þjálfari að atvinnu í Bandaríkj- unum. I norrænu greinunum höfum við ávallt leitað til grann- þjóða okkar, Svía og Norðmanna og höfum ætíð mætt þar miklum skilningi. — Hvernig er fjárhag sam- bandsins háttað? „Eins og flest hinna sérsam- bandanna eigum við í örðugleik- um með rekstrarfé. Þar af leið- andi er starfsemin ekki eins öflug og æskilegt væri. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Þessi rekstrarvandræði eru þess valdandi að okkur tekst ekki að reka kynningarstarfsemi af þeim krafti sem við óskum. T.d. margir orðið til að gagnrýna hversu norr- ænu greinarnar hafa orðið útund- an við útbreiðslu skfðaíþróttar- innar, gagnrýni sem á nokkurn rétt á sér. Þar strandar jú á fjár- magninu. Það er staðreynd að mun fleiri hafa áhuga á alpa- greinunum, og þar af leiðandi verðum við að leggja meira fé í þær.“ — Hvað um önnur verkefni stjórnarinnar? „Hlutverk stjórnarinnar, sem samanstendur af níu mönnum. fimm hér I Reykjavík og einum fulltrúa frá hinum meiriháttai skíðastöðunum á landinu, Akur eyri, tsafirði, Húsavík og Siglu- firði, er ef til vill fyrst og fremst að efla samskiptin á milli félag- anna á landinu svo og við aðrar þjóðir. Einnig raðar stjórnin niður mótum vetrarins, það er að segja þeim mótum sem opin eru. I vetur verða haldin fimm svo- nefnd punktamót auk Landsmóts- ins sem fram fer á Isafirði. Eftir útkomu skíðamannanna úr þessum sex mótum er landsliðið svo valið. Annars höldum við full- trúaráðsfund á Akureyri helgina 19.—20. okt., þar sem þessi mál verða til umræðu." — Hvenær á Unglingameistar- .mótið að fara fram og hvar? „Það mun fara fram um páskana um leið og Landsmótið. Unglingamótið verður haldið á Akureyri og Ölafsfirði. Alpa- greinarnar fara fram á Akureyri, en norrænu greinarnar í Ólafs- firði. AnnarserUnglingameistara mótið orðið mun stærra í sniðum en Landsmótið. A unglingamót- inu erkepptítveimur flokkum drengja og einum stúlknaflokki. Það er mín persónuleg skoðun, að Unglingamótið ætti að halda á undan Landsmótinu og gefa þeim unglingum sem þar sigra kost á að taka þátt í Landsmótinu sem nokkurs konar verðlaun. Þetta fyrirkomulag hafa Norðmenn á sínum mótum. En því miður er þetta illframkvæmanlegt, þar sem nær allir unglingarnir eru I skól- um og erfitt fyrir þá að slfta sig frá náminu um viku skeið til skiðakeppni." — Eru fyrirhuguð samskipti við aðrar þjóðir á vetri komanda? „I fyrra tókum við á ný þátt í heimsmeistaramótinu í alpagrein- um, sem fram fór í St. Moritz. Um nokkurt skeið hafði þátttaka okkar Islendinga legið niðri. Nokkru áður en mótið fór fram sendum við þrjá af okkar kunn- ustu skfðamönnum til Mið- Evrópu til að taka þátt í nokkrum undirbúningsmótum. Arangur þeirra var framar öllum vonum og var sínu betri við hvert mót sem þeir tóku þátt í. t.d. náðum við betri árangri en Norðmenn og segir það sína sögu. Einnig áttum við einn fulltrúa á heimsmeistara- mótinu í norrænum greinum, sem fram fór í Falum í Svfþjóð. Ekk- ert er enn ákveðið um samskipti við aðrarþjóðirnema áframhald verður á hinni árlegu lands- keppni við Skota, sem fram fer f Skotlandi síðari hluta vetrar. En Olympfuleikar eru á næsta leiti, verða haldnir í Insbruck 1976, og auðvitað stefnum við að þátttöku þar. Því munum við þegar hefja undirbúning með þá glæsilegu keppni í huga. Það hljómar ótrúlega, en er satt, að Danir tóku þátt f sfðustu heims- meistarakeppni í alpagreinum. Að vísu voru það Grænlendingar sem kepptu í þeirra nafni. Eftir mótið orðuðu þeir það að eiga við okkur samskipti. Ekki er ólíklegt að af þeim geti orðið þegar á þessum vetri.“ Gætir ekki aukinnar grósku í skfðaiðkan hér á landi? „Jú, vissulega. Augu fólks eru sífellt að opnast fyrir hvers konar fþróttaiðkan með líkamsþjálfun í huga. Skíðaíþróttin er afar vel fallin til slíks, hóflegt erfiði og ágæt skemmtun. Að sama skapi hafa augu ráðamanna opnast fyrir ágæti skíðaíþróttarinnar og stöðugt rísa ný mannvirki til að Framhald á 23 Með góðum skfðalyftum gjörbreyttist staða skfðafþróttarinnar til batnaðar. Mynd þessi er tekin á góðviðrisdegi f Hveradölum og sýnir biðröð við eina lyftuna. Jon Sammels JON Sammels, sem fæddur er f Ipswich, var atvinnu- maður hjá Arsenal um nfu ára skeið samfleytt. Hann gat sér snemma góðan orð- stfr sem hraðsnúinn mið- vallarspilari, með ágæta hæfileika til að skora mörk. En leiktfmabilið 1970/1971 var hann eins og úti að aka sem leikmaður Arsenal. Það tfmabil lék hann aðeins 13 af 42 leikjum félagsins f 1. deildinni og skoraði aðeins eitt mark. Sammels var þvf seldur fyrir 100 þús. pund til Leicester. Margir urðu til að efast um, að maður sem væri orð- inn svo rótgróinn f stórborg, mundi una sér f tiltölulega lítilli borgsem Leicester. Sammels svaraði á eftir- farandi hátt: „Jú, ég veðjaði á réttan hest.“ Þess má geta að Sammels og félagar hans f Leicester hafa mjög mik- inn áhuga á hverskonar veð- málastarfsemi, eins og er reyndar tftt um Breta. „Auð- vitað kynnti ég mér vel allar aðstæður hér f Leicester og hreifst af þeim. Einkum kann ég vel að meta, hve hraðinn er hér miklu minni en f London.“ Fyrsta leiktfmabfl sitt með Leicester !ék hann 40 leiki og skoraði 5 mörk. Að vfsu ekki mjög mörg mörk, en tekið skal tillit til að nú leikur hann aftar á vellinum og hefir þvf minni mögu- leika á að skora en þegar hann lék með Arsenal. Hann skýtur yfirleitt á mark mjög óvænt af löngu færi. Kraft- urinn f skotum hans er mjög mikill og flest hafna þau rétt undir eða yfir slá. Allt gerir hann af mikilli kunn- áttu. Stundum aðhefst hann lftið á miðjunni, en tekur svo á rás og splundrar gerð- um andstæðinganna. Og Sammels heldur áfram að tala um Leicester. „Það er margt hér við að vera. Við leikmennirnir tengjumst mun nánari böndum hér en f London. Það gerir það að verkum að okkur tekst betur upp f knattspyrnunni en ella væri. Ef okkur langar til að sjá önnur iið leika, er stutt að fara til kunnra knatt- spyrnuborga. Derby, Coventry, Forest, Birming- ham, allir þessir staðir eru f næsta nágrenni. Hér finn ég mig, ég hefi aldrei verið betri en einmitt nú.“ Áhangendur Leicester og margir fleiri telja, að liðið hafi mjög góðum knatt- spyrnumönnum á að skipa, og að aðeins vanti herzlu- muninn á að Leicester blandi sér f toppbaráttuna. Framkvæmdastjóri Leicest- er, Bloomfield, er stöðugt á höttunum eftir hinum rétta manni, fyrir rétt verð auð- vitað, iðnum markaskorara. Ef að hann finnst, verður Framhald á 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.