Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER 1974 37 Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jöhanna v Kristjönsdöttir þýddi , — Og ég fer á morgun, ef vinur þinn krefst þess. Hvað ég geri I nótt er aftur á móti mitt mál. Komdu til mín, elskan mín. Nótt- ina eigum við sjálf og við skulum ekki eyða tlmanum til ónýtis.... Skrifstofa Frank Learys var á sjöundu og áttundu hæð í geysi- lega stórri byggingu á Broadway. Bækistöðvar hans voru á tveimur hæðum og dyrnar voru merktar stóru skipafyrirtæki. .Skrifborð Learys sneri þannig, að hann hafði gott ýtsýni yfir næsta nágrenni. Honum fannst örvandi að horfa út í iðandi mann- hafið fyrir neðan. Stöðugan bíla- strauminn allan daginn, fólkið sem hraðaði sér eftir gangstéttun- um, ljósaauglýsingarnar, sem kviknaði á og slokknaði í sífellu. Hann hafði nú sfðustu klukku- stundina lesið allt tiltækt um Elisabethu Cameron. Sama máli gegndi um hana og Eddi King, að ekki var mikið um hana að segja. Hún var tuttugu og sjö ára gömul, móðir hennar hafði verið sterkrik og gifzt sér enn rfkari manni. Elisabeth hafði misst báða foreldra sfna í flugslysi sem í fór- ust áttatíu og fjórir. Hann hafði strikað með rauðum penna undir sfðustu lfnuna. Hún hafði búið með Peter Mathews um tfma, en ekki var vitað til að hún hefði verið í þing- um við neinn annan og samkvæmt því sem Mathews hafði skýrt hon- um frá eftir fund hans og Elisa- bethar var óhugsandi að hún væri f tygjum við Eddi King. Mathews hafði lagt rfka áherzlu á hið nána samband sem hafði verið milli hennar og móður hennar. Leary leit á klukkuna, hún var væntan- Ieg á hverri stundu. Bjalla á borðinu hringdi lágt og gaf til kynna að Mathews og Elisabeth Cameron væru komin. Þegar hún kom reis hann upp og rétti henni höndina, glaðlegur í bragði. — Góðan daginn, ungfrú Cameron. Sæll, Pete. Ég er feginn að sjá ykkur. Fáið yður sæti Elisa- beth. Hann hafði ekki búizt við að hún væri svona aðlaðandi, mynd- irnar af henni höfðu ekki gefið rétta mynd af henni — á þær vantaði þann ljóma, sem honum fannst stafa af andliti hennar. Hvað f fjáranum hefur hún séð við kvennabósa eins og Mathews hugsaði hann með sér — enda þótt f jögur ár væru umliðin. — Viljið þér sígarettu? — Þökk fyrir. Hann kveikti í fyrir hana og tók eftir þvf að hún virtist ekki hið minnsta tauga- óstyrk. — Ég veit að þú ert störfum hlaðinn,- Pete. Við ungfrúin ætlum að tala saman undir f jögur augu smástund og ég sendi eftir þér, þegar þar að kemur. — Allt í lagi, sagði hann. — Bless á meðan Liz. Elisabeth horfði á eftir honum, þegar hann fór út. Hann bar aug- sýnilega mikla virðingu fyrir yfir- manni sínum. Reyndar fannst henni hann hafa breytzt ótrúlega mikið á þessum fjórum árum. — Ég býst við yður finnist þetta einkennilegt allt saman, ungfrú Cameron, sagði Leary, hallaði sér eilftið fram og brosti til hennar. Hann vildi að sem bezt færi um hana og eins og allir sem áttu ættir sínar að rekja til Ira hafði hann ósvikna persónutöfra, sem hann ákvað að beita til að fá hana til að vera sem rólegasta. — Hvað sagði Pete yður? — Ekki neitt að ráði, svaraði hún. — Hann minntist eitthvað á eignir föður míns og einhver skattamál, sem þér vilduð ræða við mig. Ég verð þó að játa, að ég hef sáralitla þekkingu á slfku, þvf að lögfræðingar mfnir annast um allt fyrir mig. — Ég skil. Leary hagræddi sér í stólnum. Skattamál. Sko Mathews, hann var hreint ekki svo banginn. — Ungfrú Cameron, ég veit ekki, hvort þér verðið reið- ar, en ég verð að játa fyrir yður, að ég er mjög fáfróður um skatta- mál líka. — Ef svo er, sagði Elisabeth og horfði stóreygð á hann — ef svo er, hr. Leary, hvað er ég þá að gera hér? Nú skil ég ekki baun... — Þessi skrifstofa hefur engin afskipti af neinu sem viðkemur sköttum, sagði Leary. —Ég bað Mathews að fá yður til að koma hingað. En ég lét ekki uppskátt, hvað ég ætlaði að ræða við yður. Þessi skrifstofa er miðstöð New York deildar CIA. Ég er einn af yfirmönnunum. Ef Peter Mathews hefur sagt yður að hann starfað hjá skattalögreglunni, þá hefur hann sagt ósatt. En ég býst við þér hafið nú þegar gert yður grein fyrir því. Hann brosti breiðu brosi til hennar og bætti við: — Ef satt skal segja er hann einn af beztu starfsmönnum míntim. Viljið þér hjálpa okkur? Mathews var sann- færður um að þér mynduð gera það. — Ég er hrædd um hann sé einum of viss um sjálfan sig, sagði Elisabeth — og mér er hulin ráð- gáta, hvernig ég gæti orðið yður að liði. — Þér getið hlustað á mig stundarkorn og sfðan svarað fá- einum spurningum, sagði Leary. — Ég myndi verða yður mjög þakklátur. Þér þekkið Eddi King, útgefanda Feature, veit ég. — Já, ég þekki hann. Frændi minn Huntley Cameron og hann eru vinir. — Hann er í vinfengi við ýmsa áhrifamenn, sagði Peary. — Stjórnmálamenn, iðnjöfra, bók- menntamenn. Hann er mjög hægrisinnaður, skilst mér. — Ég veit það ekki, svaraði Elisabeth. — Ég hef aldrei rætt stjórnmál við hann. Ég held þó að hann sé ekki hrifinn af þvf að frændi minn hefur ákveðið að styðja frambjóðanda demókrata. En segið mér hreint út, Leary, hvað er eiginlega á seyði? Hvers vegna eruð þér að spyrja mig um Eddi King. — Áður en ég svara þeirri spurningu, sagði Leary, — þarf ég að segja yður dálftið. Þér misstuð foreldra yðar í flugslysi fyrir tæp- um tveimur árum, er það ekki rétt? Vélin sprakk í loft upp, skömmu áður en hún átti að lenda í Mexicoborg. Allir sem með vél- inni voru fórust... — Já, sagði hún lágt, og eins og hnipraði sig örlítið saman í stóln- um. Hún vildi ekki tala um slysið, og hún vildi ekki að hann talaði um það. En hann hélt áfram. Það er rétt. Þau eru súr. VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 10.30 — 1 1.30. frá mánudegi til föstudags. # Frelsi Lára Ólafsson skrifar á þessa leið, en bréfið er nokkuð stytt: „Kæri Velvakandi. Það er bæði skemmtilegt og oft gagnlegt að lesa dálka þína, enda byrja ég ævinlega á að lesa þá á undan öllu öðru efni f blaðinu, jafnvel fréttunum. Margra grasa kennir I greinum þfnum, og mörg og misjöfn eru vandamálin, sem þar er skrifað um. Óvfst tel ég, að önnur blöð hér á landi taki við öllu því, sem þú setur f dálkinn þinn, þvf að enda þótt blaðið fylgi Sjálfstæðis- flokknum að málum, er ekki hægt að segja, að þú flokkir f sundur flokksbundið efni og pólitískt þér í hag, og annað. Ég veit nefnilega um fjölmarga, jafnt karla sem konur, sem skrifa þér án nokkurs tillits til þess hvaða flokki þeir tilheyra, og þú lætur ekki þfnar persónulegu skoðanir ráða neinu um hvað birt er. Segi svo einhver, að við búum ekki f landi skoðanafrelsis og eig- um ekki frjálsan aðgang að dag- blaði, sem birtir það, sem fólkið í landinu vill að komi fram fyrir alþjóð. Sem betur fer búum við f landi prentfrelsis, jafnréttis, skoðana- frelsis og trúfrelsis. Þetta ætti að minna okkur á hvað við eigum gott að vera tslendingar og búa á Islandi. Mérfinnst, að við gerum okkur alltof sjaldan ljóst, hve gott við eigum að vera íslendingar, og þótt við séum ekki nein milljóna- þjóð, þá getum við svo sannarlega komið ýmsu f verk. Við megum heldur aldrei gleyma hversu hörmulegt er að hleypa kommúnístfskum áhrifum inn í landið okkar. Við höfum alltof oft orðið vitni að þvf, að kommúnistar hafa komizt inn í önnur lönd, rifið niður kirkjur, tekið höndum kristið fólk, ofsótt ættingja þess og ofsótt með jafn kaldri einræðishneigð allt, sem hverjum manni er heilbrigt, trú og frelsi. % Hækka ætti munaðarvörur í stað nauðsynja Um þessar mundir er verið að hefjast handa um að byggja upp að nýju það, sem spillt hafði verið. A ég þar við ríkiskassann, sem við erum nú að reyna að afla peninga í, f stað þeirra, sem búið er að eyða, en eins og allir vita höfum við að undanförnu eytt langt um efni fram. Hvernig væri að hækka ekki lffsnauðsynjar, svo sem mjólkur- vöru, fisk, kjötvörur og kartöflur, en hækka heldur sígarettupakk- ann upp f t.d. 200 krónur, áfengi enn meira en þegar er orðið, svo og allar aðrar „lúxusvörur". Líka mætti hætta að flytja inn danskar kökur og a.inað bakkelsi erlendis frá, svo dæmi sé tekið. Þá finnst mér, að hækka ætti laun þeirra lægstlaunuðu, sem hafa ekki nema um 50.000 krónur í mánaðarlaun. 0 Ráðamenn eiga að sýna gott fordæmi Það er svo ótalmargt fleira, sem upp mætti telja, en ég ætla að vona, að þeir, sem tökin hafa á þessu, standi nú saman og láti dýrtfðina, sem nú er f algleym- ingi, ekki koma niður á þeim, sem lægstu laun hafa, heldur byrja ofan frá, þar sem garðurinn er hæstur. Spara ætti f opinberum veizluhöldum, og einnig annað óþarfa „bruðl“. Ég vil þakka menntamálaráð- herra fyrir að hafa ekki áfengi f veizlum, sem hann heldur, og ættu aðrir framámenn að taka hann sér til fyrirmyndar, og sýna okkur hinum gott fordæmi. % Streitan Annað er það, sem ég hefi verið að velta fyrir mér, en það er streitan, unglingavandamálin og annað þar fram eftir götunum. Ég er 49 ára, hefi eignazt 5 börn, það fyrsta þegar ég var um tvftugt. Ég man bara aldrei eftir neinni streitu, þótt ég ætti oft eftir að þvo stórþvott f ósjálf- virkri þvottavél, stífa 5—10 skyrtur, og strjúka allan þvottinn með strokjárni. Oft voru börnin veik, eins og gengur og gerist, t.d. þegar þau fengu barnasjúkdóm- ana eitt af öðru. Með 7 manns f heimili var ég oft dauðþreytt, en það voru flestar vinkonur mínar lfka. Við héldum okkar sauma- klúbba, streitulaust, fórum í bíó með körlunum okkar og á 1—2 árshátfðir yfir veturinn. Þegar ég lít um öxl, þá er einhver ævin- týraljómi yfir þessum góðu, gömlu dögum, — jafnvel þegar þess er minnzt, að rafmagnið fór stundum þegar átti að fara að setja yfir kartöflurnar.“ Bréfið var lengra, og minnist Lára þar m.a. á unglingana, sem hún telur vera bezta fólk, þótt að sjálfsögðu sé þar misjafn sauður f mörgu fé, svo sem annars staðar. # A að leggja vörubílum öfugt við akstursstefnu? K.S.I. skrifar: Nýlega varð banaslys, er bfll ók undir pall vörubíls. Þetta var ekki fyrsta slysið, sem bar að með þessum hætti. Mér var að detta í hug, hvort ekki mætti gera ráð fyrir, að vöru- bifreiðastjórar legðu farartækj- um sínum öfugt við aksturs- stefnu. Það ætti að minnka hætt- una á þvf, að bílum sé ekið undir palla vöruflutningabíla. Virðingarfyllst, K.S.I.“ Sjálfsagt myndi þessi tilhögun bara hafa aðrar hættur og e.t.v. verri f för með sér, en umferðar- sérfræðingar og áhugamenn vilja kannski tjá sig um það. Skák Nú er keppni f 2. deild Skák- þings Sovétrfkjanna hafin og eigast þar við 18 meistarar og stórmeistarar. Ymsum kann að þykja sem keppni f annarri deild sé ekki ýkja merkileg.en sannleikurinn er sá, að þetta mót er betur skipað en flest alþjóðamót, sem háð hafa verið á sfðustu árum. Á meðal keppenda má nefna eftirtalda fimm stórmeistara: Bronstein, Balasjov, Savon, Smyslov og Tukmakov. Þá eru á meðal þátttakenda nokkrir ungir og mjögo efnilegir meistarar og má þároiefna m.a. þá Roman- ischin, Podgajets, Razuaev, Kuprejits og Beljavsky. Keppni þessi ætti að geta orðið mjög spennandi og mun verða reynt að skýra frá gangi hennar hér f þáttunum eftir þvf sem fréttir berast. Nú þegar þetta er ritað er lokið 4 umferðum og hafa Bronstein og Romanischin forystú með 3 v., en sfðan koma þeir Podgaets, Dvoretsky og Lerner með 2,5 v„ Balashov hefur 2 v„ og tvær viðskákir. Lftum nú á eina skemmtilega skák frá keppninni. Hvftt: Bronstein Svart: Tukmakov Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, 8. Df3 — Dc7, 9. 0-0-0 — Rbd7, 10. Bd3 (Hér er einnig leikið 10. Be2 og 10. g4). 10. — h6, (Algengara er 10. — b5). II. Dh3 — Rb6, (11. — b5 kom einnig til greina, en með þessum leik hyggst svartur hraða lið- skipaninni á drottningarvæng og hróka sem fyrst). 12. Hhfl — Bd7, 13. f5 — e5, 14. Rb3 — o-o-o, 15. Be3 — Ra4. 16. Bd2 — Rxc3, 17. Bxc3 — Kb8, 18. Dg3 — Hc8, 19. Hfel — g6, 20. fxg6 — fxg6, 21. Kbl. (Svartur hefði auðvitað hagnast á 21. Dxg6). 21— Be6, 22. Ba5. (Til greina kom einnig 22. De3). 22. — b6, 23. Bb4 — a5, 24. Ba3 — Rh5, 25. De3 — Rf4, 26. Bfl?! (Bronstein óttast ekki um kónginn; eftir 26. — Dxc2+, 27. Kal — Kb7, 28. Hd2 — Dc6, 29. Kbl hefði hann sjálfur góða sóknarmöguleika). 26. — b5!, 27. c3 — Bd7, 28. Dd2 — Bg4, 29. Bxb5! (Skemmtileg skiptamunar- fórn, sem tryggir hvítum öruggt frumkvæði). 29. — Bxdl, 30. Hxdl — a4, (Hvítur hótaði 31. c4). 31. Bxa4 — Dc4, (Svartur leitar eftir mót- spili. Eftir t.d. 31. — Hhd8, 32. g3— Rh5, 33. Dd5 hefði hvftur unnið hægt og sigandi). 32. Bxd6+ — Ka8, 33. Bd7 — Dxe4+, 34. Kal — Bxd6, 35. Bxc8 — Be7, 36. Bd7 — Hd8, 37. c4 — Kb8, (Ekki 37. — Dxc4, 38. Da5+ — Kb7, 39. Hcl). 38. c5 — Re6, 39. Da5 — Db7, 40. c6—Db4, (Ekki 40. — Dxe6 vegna 41. Dxd8). 41. Dxe5+ og svartur gafst upp. MS MS M3E 1= EEW 2IAI MSE SN MY Adals AUGL ^^TEIKr MDAM Iræti 6 simi MS ÝSINGA- OISTOFA ÓTA 25810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.